Morgunblaðið - 06.08.2011, Page 34

Morgunblaðið - 06.08.2011, Page 34
Steindi jr. Hér er á ferð frábær grínplata sem er tilvalin í heimapartí. Steinþór Hróar Steinþórssongaf út sína fyrstu plötu á dög-unum. Steinþór gengur und-ir nafninu Steindi jr. og hefur verið með grínþætti á Stöð 2 síðan í apríl 2010 sem nefnast Steindinn okk- ar. Þátturinn einkennist af stuttum at- riðum þar sem gert er grín að öllu mögulegu og meðal annars hinum ýmsu manngerðum sem mynda sam- félagið okkar. Steindi og Ágúst Bent, sem mynda Steindann okkar, ákváðu að gefa plöt- una út eftir miklar áskoranir. Platan nefnist án djóks, samt djók og inni- heldur 15 grínlög úr þáttunum. Það er gaman að heyra hvernig óheflað grínið fær mann til að skella hressilega upp úr, án djóks, samt ekki. Á plötunni eru teknar fyrir þessar ekta stereótýpur sem njóta þess að upplýsa fésbók- arvini sína um hversu mikil þyngd var tekin í „bekk“ þennan daginn eða hversu lengi þær héngu í ræktinni hinn daginn. Skemmtilegasta lagið finnst mér vera „Heima“. Þar leikur Steindi og syngur um gæja sem er þvílíkur spaði í partíi með alls konar þotuliði og plötusnúðurinn er enginn annar en Helgi „fokking“ Björns, eins og segir í laginu. Hann setur sig á háan hest í laginu og gortar af því að þekkja frægt fólk og spila með því golf. Þrátt fyrir villt líferni vill hann ekkert annað en að hanga heima, leysa krossgátu, borga reikninga, fara í fótabað og raða DVD-myndunum sínum. Í öðru lagi, „Gull af mönnum“, tekur hann týpu sem er alltaf í metingi og með allt á hreinu sem lítur allsvakalega stórt á sig. Lagið „Allar konur“ fannst mér síst. Laglínan sjálf hitti ekki á rétta taug og textinn fremur óviðeigandi að mínu mati. Reyndar eru síðustu lögin ekki eins vel unnin og hinar perlurnar. Þrátt fyrir það er platan í raun ómissandi í safnið og hvað þá þegar kemur að skemmtilegum heimapartí- um. Þá er tilvalið að henda plötunni í tækið og byrja á því að spila „Djamm í kvöld“. Gerir grín að flestu Steindinn okkar – án djóks, samt djók bbbmn Sena 2011. GUNNÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR TÓNLIST Ljósmynd/Spessi List Snorri Ásmundsson, Páll Haukur Björnsson og Kolbeinn Hugi Höskuldsson munu sýna á Hlemmi í dag. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Urban Utd er hópur leikmanna sem ætlar sér að lífga upp á Hlemm- svæðið í sumar með tilraunainnsetn- ingum og viðburðum sem eiga sér stað í kringum þær undir yfirskrift- inni Hittumst á Hlemmi. Þrír lista- menn munu sýna við alla þrjá inn- gangana á Hlemmi í dag. Það eru listamennirnir Snorri Ásmundsson, Páll Haukur Björnsson og Kolbeinn Hugi Höskuldsson. Innsetningarnar verða með ýmsum hætti, þannig mun Páll Haukur vera með hljóðverk, Kol- beinn og Snorri verða með innsetn- ingu. Aðspurður hvernig innsetningu Snorri ætli að vera með segir hann að hann hafi búið til innsetningu sem honum fannst hæfa rýminu. „Ég er með gluggarými, sem er við gamla innganginn á Hlemmi,“ segir Snorri. „Þetta er orðið svona glerrými. Hug- myndin mín er að fylla rýmið af fólki. Ég mældi þetta og fann út að ég gæti komið fimmtíu manns í þetta rými á hverjum tíma. Svo myndi ég skipta út fólki út á milli sýningardaga. Þetta verður svolítið þröngt en fólki getur liðið einsog í neðanjarðarlest. Í mín- um huga er þetta óður til fólksins. Ég hef alltaf verið í miklum samskiptum við fólk í list minni. Ég fór mjög víða um heim í sumar og var heillaður af þessum sam- félögum þarsem eru allar þessar moskur, kirkjur, trúarbrögð og fólk svo misjafnt. Þegar ég kom heim, þá var ég ekki eins heillaður af sam- félaginu okkar. Við erum of meðvirk á Íslandi, við erum of upptekin af náunganum og hvað hann heldur um okkur. Það er helsjúk meðvirkni hjá þjóðinni. Á Hlemmi er mannlífið meira stórborgaralegt. Þar er minni þörf til að brosa, það eru týpur þar sem eru frjálsari. Þetta var hugljóm- unin sem ég fékk þegar ég kom hing- að aftur. Hvert sem þú ferð á Íslandi þá er fólk alltaf að pósa. Ég rek það til þess hvað við erum fámenn. En á Hlemmi, þar er meiri stórborgarandi. Þar sér maður allra þjóða kvikindi, maður sér fólk sem er minnimáttar, öryrkja og fólk sem þorir að vera öðruvísi,“ segir Snorri. Hlemmur er orkustöð „Ég notaði strætó mjög mikið á tímabili,“ segir Snorri. „Þar er mann- lífið mjög fallegt. Íslendingar skammast sín fyrir að nota strætó. Ef maður notar strætó hér að þá heldur fólk að maður hafi misst prófið eða hafi ekki efni á bíl. Það er sorglegt því í strætó á maður fallegar stundir. Þar áttu „speis“ (rými), þú getur verið í þínum hugsunum eða lesið bók. Þú ert ekki í umferðarstressinu, leggur traust þitt á bílstjór- ann, þetta er svona „free space“, það er nokkurskonar hug- leiðsla að vera í strætó. Hlemmur er svo mikil orkustöð, þegar maður kemur þangað inn þá fyllist maður orku og hugmyndum. Ég á örugglega eftir að gera nýtt verk fyrir hvern laugardag, en ég verð í dag með inn- setningu og næsta laugardag og þann þarnæsta. En í dag byrjum við klukk- an 13:00 með þessa sýningu og ég hlakka til að troða Íslendingum inní þetta rými, ég mun örugglega geta troðið þarna inn slatta af fólki. Þessi nálægð sem mun myndast við þetta er skelfileg fyrir Íslendinga, en ég get lofað því að það kemur heilara út, það kemur breytt útúr þessu rými,“ segir Snorri. Snorri bendir líka á hvað staðurinn eigi mikla sögu, því Jón Gnarr var Hlemmari, pönkið varð til á Hlemmi. „Þetta er sögulegur staður, Hlemm- ur,“ segir Snorri sem leggur sitt af mörkum til að gera söguna enn merkilegri klukkan 13:00 í dag. Gamla gas- stöðin orðin að orkustöð  Snorri Ásmunds, Páll Haukur og Kolbeinn með sýningu á Hlemmi 34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2011 Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Futuregrapher eða Árni Grétar gaf í vikunni út sveimverkið TomTom Bike. Platan inniheldur fjögur lög og er gefin út hjá breska útgáfufyrir- tækinu TwistedTreeLine sem sér- hæfir sig í útgáfu á sveimtónlist (ambiant-verkum). Hann segir breska fyrirtækið vera spennt fyrir frekari samvinnu í framtíðinni. „Þetta er svona lítið ambiant/ sveimtónlistarfyrirtæki og þeir höfðu samband við mig og vildu gefa út efni með mér,“ segir Árni Grétar. „Tónlistin mín sem futuregraphers er danstónlist en ég sem alveg líka svona tónlist [nokkurs konar hug- leiðslutónlist], en ég hef ekki mikið verið að leyfa fólki að heyra það“. Platan kemur út á tveimur þriggja tommu diskum, sem eru mun minni en venjulegir diskar, en hægt er að spila þá í geislaspilurum. Árni segir þetta hafa líklega verið gert til að vera eitthvað aðeins öðruvísi og skemmtilegra. Biogen kom honum í bransann Aðspurður hvenær hann byrjaði að semja tónlist segist hann hafa lengi verið að því, allt frá 14 ára aldri. Nafnið Futuregrapher kom þó ekki fyrr en um 2007 þegar hann ákvað að semja einsamall. „Bjössi Biogen hleypti mér aðeins nær öllu sem ég er kominn í núna og leiddi mig í gegnum þetta ferli,“ en Bjössi Biogen eða Sigurbjörn Þorgrímsson lést fyrir aldur fram snemma á þessu ári. Möller Records og breiðskífan Árni Grétar ásamt félaga sínum Jóhanni Ómarssyni, sem spilar und- ir nafninu Skurken, reka saman fyr- irtækið Möller Records. Fyrirtækið hefur meðal annars verið að gefa út tónlist með Steve Sampling, Prins Valium og Tonik. „Það eru núna væntanlegar frá okkur báðum stórar breiðskífur, sem eru í vinnslu,“ segir Árni Grét- ar. Platan hans Árna kemur til með að heita Hrafnagil en Jóhann vildi ekki gefa upp nafnið á sinni plötu enn sem komið er. Sveimar í raftónlistinni  Futuregrapher gefur út öðruvísi tónlist  Von er á breið- skífu á næstunni  Spilar í kvöld á Extreme Chill Festival Danstónlist Futuregrapher spilar í kvöld á tónlistarhátíðinni Extreme Chill Festival en hún fer fram á Hellissandi við rætur Snæfellsjökuls. Snorri Ásmundsson er nýkomin úr langri för um heiminn þarsem hann sýndi verk sín í ýmsum lönd- um en áhugaverðast var án vafa þátttaka hans í sýningu í Bakú í Azerbaijan. „Ég flaug frá London og strax þar byrjaði ævintýrið. Það var einhver kona þar í flug- inu sem var svona VIP einsog ég. Við fengum sér útgang útúr flug- vélinni þegar við lentum og þar biðu ljósmyndararnir í röðum því þetta var söngkonan sem sigr- aði Eurovision keppn- ina fyrir land sitt og hún er þjóð- hetja landsins. Þeir kalla þetta mestu landkynningu sem þau hafa fengið. Azerbaijan er orðið forríkt af olíu en Kaspíahafið sem landið liggur að er allt löðrandi í olíu. Ég ætlaði í sjósund þarna en mér var ráðið frá því vegna olíumagns í hafinu. Forseti landsins stýrði há- tíðinni en hann er sonur fyrrver- andi forseta og hafði einmitt haft verk eftir dóttur sína á síðustu sýningu. Þetta var allt mjög krútt- legt, þetta litla einræðisríki,“ segir Snorri. List í einræðisríki LISTAMAÐURINN Snorri Ásmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.