Morgunblaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 8. S E P T E M B E R 2 0 1 1
Stofnað 1913 210. tölublað 99. árgangur
–– Meira fyrir lesendur
FYLGIR MEÐ
MORGUNBLAÐINU
Í DAG
SVEITASAGA
UM VINÁTTU
OG DRAUM
EINLÆGNI
ÖFLUGRA
VOPN
EVRÓPSKAR
HUGVITSKONUR
Í HÖRPUNNI
FINNUR.IS OG
VIÐSKIPTABLAÐ NÝSKÖPUN 14BAKKA-BALDUR 36
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Ljóst er að Steingrímur J. Sigfússon
fjármálaráðherra beitti áhrifum sín-
um strax í ágúst 2009 til þess að
tryggja að ekkert yrði af byggingu
álvers Norðuráls í Helguvík. Hann
samdi m.a. við Ross Beaty, forstjóra
og stjórnarformann Magma, um að
félag hans gæti eignast helming í HS
Orku og að HS Orka myndi leita
leiða til þess að auka fjölbreytileika í
viðskiptamannahópi sínum.
Þetta sýna gögn sem tekin hafa
verið saman í fjármálaráðuneytinu
og varða samskipti hins opinbera við
Magma, HS Orku, Geysi Green,
Norðurál, Íslandsbanka og sveitar-
stjórnir á Suðurnesjum og afhent
hafa verið hagsmunaaðilum með vís-
an til upplýsingalaga.
Mun virða sjónarmið um 50%
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð-
herra undirritaði fyrir hönd ríkis-
stjórnar Íslands fjárfestingarsamn-
ing við Norðurál hinn 7. ágúst 2009,
þar sem sagði m.a. að ríkisstjórnin
myndi ekkert það aðhafast sem gæti
takmarkað eða á annan hátt haft nei-
kvæð áhrif á framkvæmd verkefn-
isins. Síðar í ágústmánuði átti Stein-
grímur J. Sigfússon fjármálaráð-
herra fund með Ross Beaty, aðal-
eiganda Magma, þar sem m.a. var
rætt um hversu mikinn hlut Magma
mætti kaupa í HS Orku. Í þakkar-
bréfi sem Beaty ritaði fjármálaráð-
herra í septemberbyrjun segir m.a.:
„Mér er fullkomlega ljóst að þú vilt
ekki að við eignumst meira en 50% í
HS Orku og ég mun virða það sjón-
armið.“
Tæpum níu mánuðum síðar, eða
hinn 18. maí 2010, hafði Magma
keypt allan hlut Geysis Green í HS
Orku, 52,3%, af Íslandsbanka og réð
þar með yfir 98,53% hlut í HS Orku.
Leynimakk með Magma Energy
Lósmynd/Þorkell
Helguvík Framkvæmdir ganga
hægt vegna álvers Norðuráls.
Fjármálaráðherra og forstjóri Magma sömdu um það í ágúst 2009 að Magma
gæti eignast 50% í HS Orku Níu mánuðum síðar átti Magma 98,53% í HS Orku
Þáttur ráðherrans
» Fjármálaráðherra hefur ljóst
og leynt beitt sér gegn álveri í
Helguvík í meira en tvö ár.
» Ross Beaty sagði í bréfi til
Steingríms J. í september
2009 að hann myndi „virða
sjónarmið“ ráðherrans um
50% hlut Magma í HS Orku.
» Spurt er hvort félagar ráð-
herrans í VG hafi vitað um þátt
hans í málinu.
„Fólk er nú ósköp rólegt yfir þessu. Það verð-
ur íbúafundur í Vík á mánudaginn með Magn-
úsi Tuma. Almannavarnanefnd fundar líka á
mánudaginn og tekur ákvörðun um fram-
haldið, hvað við höfum af íbúafundum. Við er-
um ágætlega undir það búin ef það kemur
Kötlugos,“ segir Kjartan Þorkelsson, formað-
ur Almannavarnanefndar Rangárvallasýslu og
Vestur-Skaftafellssýslu.
Ekki eru þó komin fram ótvíræð merki um
að gos í Kötlu sé yfirvofandi. Mælst hefur
aukin smáskjálftavirkni í Mýrdalsjökli, aukin
jarðhitavirkni og eru vísbendingar um út-
þenslu á eldstöðinni. Gæti það verið langtíma-
forboði eldgoss. Hliðstæðar umbrotahrinur
hafa orðið í Kötlu áður án þess að það hafi
leitt til eldgoss.
Ingi Már Björnsson, bóndi að Suður-Fossi í
Mýrdalshreppi, segir íbúa á svæðinu vera ró-
lega. „Ég er fæddur hér og uppalinn og mað-
ur hefur alltaf blásið á allt tal um að Katla
gjósi en ég segi það ekki að mér finnist þetta
ekki svolítið öðruvísi en hefur verið áður.
Maður er líka meðvitaðri og trúir meira á að
eitthvað svona geti gerst eftir þann skammt
sem við höfum fengið hér,“ segir Ingi Már.
„Það væri skást fyrir landbúnaðinn og ferða-
þjónustuna að gosið kæmi að hausti. Best yrði
ef það kæmi í nóvemberbyrjun, þá er búið að
slátra og allt fé komið inn. Nú eru allar heið-
ar ósmalaðar og það væri ekki gott að fá gos
núna,“ segir Ingi Már en fyrstu leitir hefjast
um helgina. ingveldur@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Hlaupið við Hjörleifshöfða Lúðvík, Magdalena, Sigríður og Málfríður hlupu áhyggjulaus við Hjörleifshöfða á Mýrdalssandi í gær.
Skást ef gosið kæmi að hausti
Íbúar rólegir vegna óróa í Kötlu Ekki gott að gjósi ef heiðar eru ósmalaðar
„Þetta hljómar
nú ekkert sér-
staklega vel,“
segir Sigurður
Guðjónsson, for-
stjóri Veiði-
málastofnunar,
um þær hug-
myndir í nýrri
hvítbók um nátt-
úruvernd að
skoða beri sam-
einingu Náttúrufræðistofnunar og
Veiðimálastofnunar. Sigurður seg-
ir starfsemi þessara stofnana ekki
skarast mikið; Veiðimálastofnun
rannsaki lífríki í fersku vatni en
Náttúrufræðistofnun landið. Hann
segir hugmyndir af þessu tagi hafa
komið upp áður en skoða þurfi sam-
einingar stofnana í víðara sam-
hengi en að taka til einstakar stofn-
anir. Jón Loftsson skógræktarstjóri
tekur einnig illa í hugmyndir um
samruna stofnana á sviði nátt-
úruverndarmála. »18
Tillögum í hvítbók um sam-
runa stofnana misvel tekið
Sigurður
Guðjónsson
MSamráð »Viðskiptablað 6-8