Morgunblaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2011
stundir sem standa upp úr. Mér
finnst ég vera ríkari fyrir vikið og
sögurnar og vitneskjan sem ég
fékk frá þeim eru gulls ígildi og
munu fylgja mér í gegnum lífið.
Það voru sönn forréttindi að fá
að kynnast ömmu svona vel og ég
mun ætíð horfa til baka á þessa
tíma með bros á vör og gleði í
hjarta. Takk, amma, fyrir allan
vellinginn, allar sögurnar og
þennan frábæra tíma sem ég átti
með þér. Ég mun sakna þín. Meg-
ir þú hvíla í friði og guð blessi þig.
Björn Jónsson.
Elsku Amma Dúdda,
Þú ert í huga mér hin full-
komna amma, hjartahlý amma
sem elskaði okkur barnabörnin án
skilyrða og varst stolt af því sem
við tókum okkur fyrir hendur.
Amma sem vildi allt fyrir okkur
gera, þínar dyr voru okkur ávallt
opnar og þú alltaf til í að spjalla.
Ég geymi í hjarta mínu hlýjar
minningar frá þeim árum þegar
ég fékk að gista hjá þér sem barn
og fékk pening hjá þér fyrir
blandi í poka og fékk svo að vaka
fram eftir kvöldi. Minningar frá
þeim árum er þú tókst á móti okk-
ur bræðrunum heim úr skólanum
á hverjum degi með bros á vör og
heimsins besta grjónagraut og frá
þeim tíma er ég kom í heimsókn
til þín á Skúlagötu í kaffi og kökur
og hlustaði á sögur af þér ungri á
Akureyri. Þú sagðir mér
skemmtilegar sögur frá stríðsár-
unum, af fjölskyldunni, vinnunni á
símstöðinni og því þegar þú æfðir
og kepptir í handbolta og skoraðir
ótrúlegan fjölda af mörkum aftur
á bak. Þú sagðir mér einnig sögur
sem ég geymi af honum afa mín-
um Degi sem þú sagðir að ég væri
svo líkur.
Elsku amma, ég á eftir að
sakna þín sárt, ég á eftir að sakna
þess að geta ekki komið í heim-
sókn til þín með litla langömmu-
barnið, ég á eftir að sakna þess að
hafa þig ekki hjá okkur um hátíðir
og helgar og ég á eftir sakna
þeirrar hlýju sem þú veittir okk-
ur. Þú gerðir líf mitt betra og fyrir
það verð ég ævinlega þakklátur.
Ásberg.
Mig langar í nokkrum orðum
að minnast Önnu Sigríðar Frið-
riksdóttur sem við kveðjum í dag.
Í fjölskyldunni var hún reynd-
ar alltaf kölluð Dúdda, en hún var
gift afabróður mínum, Degi
Sveini Jónassyni, eða „Dadda
frænda“.
Ég man fyrst eftir þeim hjón-
um er þau voru að koma á sumrin
í sínar árlegu heimsóknir til
frændfólksins á Húsavík en
Daddi hafði það á orði að ekkert
sumar væri nema að komast norð-
ur. Ég man hvað þau voru glæsi-
leg hjón og Dúdda svo fallega
klædd og glaðleg. Hún sagði mér
eitt sinn að þegar þau hittust í
fyrsta sinn og hann kynnti sig
sem Dag þá hafði hún aldrei heyrt
þetta nafn og var fljót að kynna
sig og sagðist heita Nótt – og hló.
Það var Dúddu mikill harmur
og fjölskyldunni allri er Daddi lést
árið 1975, aðeins 52 ára gamall, úr
krabbameini. En áfram hélt lífið
og kynni okkar Dúddu urðu nán-
ari þegar ég var í hárgreiðslunámi
í Reykjavík og hún tók að sér að
vera módel fyrir mig í lok náms-
ins. Þau tengsl sem þá urðu til á
milli okkar rofnuðu aldrei og
skipti aldursmunur okkar engu
máli. Þegar ég flutti svo aftur
norður héldum við áfram að hafa
samband hvor við aðra. Þau Frið-
rik komu nokkrum sinnum norð-
ur og áttu góðar stundir með fjöl-
skyldunni og Dúdda var dugleg
að hringja til að fylgjast með mér
og mínum.
Síðast þegar hún hringdi þá
fékk hún hjálp frá starfsstúlku á
hjúkrunarheimilinu sem hún
dvaldi á nú undanfarna mánuði.
Fyrir alla þessa tryggð við mig
og mína er ég þakklát. Ég er líka
glöð yfir því að hafa átt góða
stund með Dúddu núna um hálf-
um mánuði áður en hún kvaddi líf-
ið hérna megin og er þess fullviss
að Dagur hennar hefur tekið á
móti henni um Nóttina, með
faðminn útbreiddan.
Guð blessi minningu elsku
Dúddu.
Ég og fjölskylda mín vottum
Friðriki, Maríu, Jóni Kristni og
fjölskyldum þeirra samúð okkar.
Hulda Jónsdóttir.
Sólin skein á Steingrímsfjörð
sumardag einn árið 1937. Strand-
ferðaskipið Súðin skreið inn fjörð-
inn og um borð var Dúdda frænka
mín frá Akureyri að koma í heim-
sókn til okkar á Drangsnes. Það
var eins og lifnaði yfir litla þorp-
inu, þegar þessi fallega 15 ára
stúlka steig á land.
Hún var kát og lífsglöð, kvik í
hreyfingum, talaði norðlenskuna
hratt og heillaði alla, ekki síst mig,
11 ára sveitabarnið. Þetta voru
okkar Dúddu fyrstu kynni.
Seinna á lífsleiðinni lágu leiðir
okkar mikið saman. Eiginmenn
okkar voru systrasynir, báðir frá
Húsavík svo fjölskylduböndin
voru sterk. Við misstum eigin-
menn okkar með nokkra ára milli-
bili, báðar á besta aldri.
Í heimsóknum mínum til henn-
ar síðustu árin rifjuðum við upp
svo ótal margt sem við höfðum
upplifað saman um ævina, gleðina
og sorgina, töluðum um vel gerðu
börnin okkar og vinina. Dúdda
var jákvæð manneskja, talaði
aldrei illa um nokkurn mann, og
var þakklát fyrir það sem fyrir
hana var gert.
Hver minning er ýmist
mjúk eða sár
mild eða beisk hver saga.
Oft birtist í gegnum bros eða tár
bjarmi lðinna daga.
(P.H.J.)
Ég kveð frænku mína með
virðingu og þökk.
Dýrleif Jónsdóttir.
Látin er í Reykjavík á 89. ald-
ursári kær systir okkar í Sam-frí-
múrarareglunni – stúkunni
Emblu – Anna S. Friðriksdóttir.
Hún gekk inn í regluna 7. nóv-
ember 1967 og starfaði þar óslitið
þar til hún hætti fundarsókn
vegna aldurs og hrakandi heilsu
fyrir allmörgum árum.
Anna starfaði ötullega fyrir
regluna og gegndi fjölmörgum
embættum á göngu sinni meðal
okkar. Hún sýndi mikla þjónustu-
lund í störfum sínum og gekk
glaðlynd og hjálpfús til allra sinna
verka. Best man ég eftir henni
þegar hún sá um tónlistina á
fundum. Þá lagði hún sig alla
fram um að nýta allt hið góða og
fagra sem tónlistin gefur okkur
til að gera okkur fundina minn-
isstæðari.
Mér hefur oft verið hugsað til
þess, sérstaklega síðastliðin ár,
hversu aðstæður voru ólíkar í
þjóðfélaginu þegar Anna gekk til
liðs við Sam-frímúrararegluna.
Mikil leynd hvíldi yfir starfsem-
inni og fáir vissu um tilurð okkar.
Leyndin var jafnvel svo mikil að
nánasta fjölskylda vissi nær ekk-
ert um starfið og reglusystkin
voru þögul um þátttöku sína þar.
Slíkt hlýtur að hafa kostað jafnvel
enn meiri fórnir fyrir systkinin en
á þeim tímum sem við nú lifum.
Ég fann glöggt að það var Önnu
mikilvægt að vera frímúrari og
starfið hefur verið henni það mik-
ilvægt að hún var reiðubúin að
færa þá fórn að gefa af tíma sín-
um, fjarri fjölskyldu, til þess eins
að fegra byggingarefni sitt í
byggingu hins heilaga musteris
til dýrðar hinum hæsta.
Þótt Anna hafi ekki getað
starfað með okkur um þónokkra
hríð er hennar saknað í reglunni
og við lútum höfði í virðingu og
þökk fyrir þjónustu hennar í
störfum okkar. Nú þegar hún er
horfin til hins eilífa austurs, þang-
að sem við munum öll hverfa að
lokum, biðjum við henni blessun-
ar á nýrri vegferð í ljóssins heimi.
Aðstandendum sendum við sam-
úðarkveðjur og biðjum hinn
hæsta að blessa minningu Önnu
S. Friðriksdóttur.
F.h. St. Emblu,
Jóhanna E. Sveinsdóttir.
ustu árin þín hvarfstu okkur
smátt og smátt eftir því hve sjúk-
dómur þinn ágerðist. Það var orð-
ið erfitt undir það síðasta en oftast
var stutt í brosið þitt þegar ég
kom til þín.
Minningarnar eru margar sem
koma upp í huga mér enda höfum
við átt mörg ár saman. Þá sér-
staklega samverustundirnar hjá
ykkur afa á Sunnubrautinni og þá
oftast í eldhúsinu enda nóg að
hafa þar. Þar áttir þú þínar bestu
stundir yfir pottunum eða að baka
og enginn fór svangur frá þér. Þó
svo að þú ynnir fullan vinnudag
var alltaf heitur matur í hádeginu
og því gott að hlaupa úr skólanum
og fá sér í gogginn með ykkur afa.
Ekki má gleyma öllum ferðalög-
unum með ykkur bæði á Strand-
irnar og einnig á heimaslóðir þín-
ar í Ólafsfjörðinn. Þar sem oft var
glatt á hjalla á Hóli. Og svo léstu
þig ekki muna um að heimsækja
okkur fjölskylduna oftar en einu
sinni til Danmerkur. Það er dýr-
mætt í minningunni.
Ég veit að stór hópur hefur tek-
ið á móti þér og afi verið það
fremstur í flokki ásamt stóru
stelpunni minni sem hefur örugg-
lega umvafið langömmu sína. Þú
passar vel upp á hana fyrir mig
eins og þú hefur alltaf passað vel
upp á mig.
Elsku amma, þó að söknuður-
inn sé mikill veit ég að þér líður
vel núna og það huggar mig. Ég
mun varðveita minninguna um
þig og um leið þakka þér fyrir alla
þá ást og umhyggju sem þú hefur
veitt mér og mínum í gegnum ár-
in.
Guð geymi þig
Þín
Anna Lilja.
Amma, elsku amma mín kær er
látin. Hlýjar og bjartar minningar
streyma um hjörtu þeirra sem
henni heitast unnu. Amma var
lífsglöð og sterk kona, hélt þétt ut-
an um hópinn sinn. Faðmlagið
stóð ávallt opið, hlýtt og ljúft, sem
og heimili þeirra afa. Þar voru all-
ir velkomnir, stórir sem smáir.
Henni þótti gott að hafa fólkið
sitt hjá sér og bauð því til veislu
við hvert tækifæri, oft voru þau
ekki stærri en hádegismatur fyrir
svanga unglinga eða að sunnudag-
ur væri runnin upp. Amma kaus
sér líf vinnusemi, kærleika og um-
hyggju, því vildi hún skila til okk-
ar sem eftir standa. Heimilið rak
hún af myndarbrag, allt hreint og
strokið, kræsingar á borðum og
oftar en ekki bökunarilmur í lofti.
Ömmu var umhugað um að hver
og einn einstaklingur fengi sína
athygli, og að sjálfsögðu sitt uppá-
hald að til að gæða sér á. Þrátt
fyrir áratuga búsetu í Keflavík
voru ræturnar sterkar, heima á
Hólnum undi hún sér vel. Þá þótti
við hæfi að taka lagið og jafnvel
dansspor, oftar en ekki var sungið
„Ljúfa Anna“. Það átti vel við.
Hin síðari ár átti amma við erf-
iðan sjúkdóm að stríða, það var
þyngra en tárum taki. Þá var gott
að geta verið innan seilingar og
launað áralanga umhyggju. Þrátt
fyrir að sjúkdómurinn næði smám
saman að taka burt getu til ýmissa
hversdagslegra athafna náði hann
ekki að taka það sem dýrmætast
var, blíðuna og kærleikann. Við
gleymum þeim erfiðu stundum
sem fylgdu sjúkdómnum og mun-
um það sem var ljúft og gott.
Við hinstu kveðju er margt að
þakka, muna og geyma.
Elsku ömmu sendi ég ástar-
þakkir fyrir allt og allt.
Þín,
Ása.
Elsku langamma.
Það var gaman að fá að fara á
Hlévang í hverri viku að heim-
sækja ömmu.
Þegar amma átti afmæli söfn-
uðust allir saman og þá var gam-
an.
Þó að hún gæti lítið sagt og
væri gleymin þá var alltaf svo gott
að heilsa henni og kveðja því hún
faðmaði mann svo vel.
Hún var mjög góð langamma.
Kveðja, þín
Edda.
Langamma góð,
ég kveð þér eitt ljóð
til að tjá mína ást til þín.
Þú ert mín stytta og stoð,
skilur kærleikans boð.
… Þá ég trú þér vel
því hver manneskja sér
hversu reynd og gáfuð þú ert.
Þú hefur þolað svo margt,
enginn lúxus né skart,
en lífið er mikils vert.
Þú ert fyrirmynd mín,
ég oft hugsa til þín.
Þú hefur svo fallega sál.
Þú ert stór partur af mér
og ég vonandi af þér.
Að dýrka þig er sko minnsta mál.
Elsku langamma.
Takk fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir okkur, við söknum þín
mikið.
Guð geymi þig.
Rúnar Ingi, Ólöf Edda og
Eðvarð Már.
Elsku amma, það er með sökn-
uði sem ég kveð þig. Þó að und-
anfarin ár hafi verið skrýtin eru
minningarnar svo margar af
Sunnubrautinni. Í öll þau skipti
sem maður hljóp til ykkar var allt-
af eins og þú biðir eftir manni í
eldhúsinu og varst ekki lengi að
útbúa stóra veislu handa svöngum
munni. Það var sama hvað þú eld-
aðir, það var það alltaf best hjá
ömmu. Hjá ömmu fékk maður að
vera barn, það var ekkert verið að
reka á eftir manni og á seinni ár-
um skildi amma vel að maður
þyrfti að sofa og þegar augnlokin
byrjuðu að þyngjast fann maður
fljótt að breitt var yfir mann svo
manni yrði ekki kalt.
Elsku amma, ég á eftir að
sakna þín mikið.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
En hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, munu og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
Og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
Þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
Og ungar sálir vafðir elsku þinni
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
Þær góðu stundir blessun, amma kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
Í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Þinn
Gísli Lárusson.
Elsku Anna frænka.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um huga minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku Inga, Kiddý og fjölskyld-
ur ykkar, votta ykkur mína
dýpstu samúð. Minning um góða
konu lifir.
Hildur.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
DAGBJÖRT ELSA ÁGÚSTSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Sunnuhlíð,
áður Hæðargarði 29,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð mánu-
daginn 29. ágúst.
Jarðarförin fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 9. september
kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar
er bent á minningarkort Sunnuhlíðar.
Grétar E. Ingvason,
Yngvi Rúnar Grétarsson, Virginia Karen Grétarsson,
Ágúst Már Grétarsson,
Brynjólfur Grétarsson, Elín S. Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
SIGRÍÐUR BEINTEINSDÓTTIR,
elliheimilinu Grund,
Reykjavík,
áður til heimilis að
Langholtsvegi 143,
sem lést fimmtudaginn 1. september, verður jarðsungin frá
Langholtskirkju föstudaginn 9. september kl. 11.00.
Aðstandendur þakka starfsfólki á deild V2 á Grund fyrir
kærleiksríka umönnun.
Blóm eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Minningarsjóð Grundar.
Beinteinn Ásgeirsson,
Einar Gunnar Ásgeirsson, Sigrún Hjaltested,
Ólafur Már Ásgeirsson, Camilla Hallgrímsson,
Valgeir Ásgeirsson, Þórunn J. Sigurðardóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
MAGNÚS BALDVINSSON
múrarameistari,
til heimilis á hjúkrunarheimilinu
Holtsbúð í Garðabæ,
áður Grænuhlíð 7,
lést í Holtsbúð sunnudaginn 4. september.
Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
13. september kl. 13.00.
Arndís Magnúsdóttir, Hafsteinn Filippusson,
Benjamín Grendal Magnússon,Guðbjörg Kristjánsdóttir,
Sæunn Grendal Magnúsdóttir, Grétar Sveinsson,
Baldvin Grendal Magnússon,
Sigrún Grendal Magnúsdóttir, Guðmundur Guðlaugsson,
Sigurður Grendal Magnússon, Sigríður Björk Bragadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
HELGA KRISTÍN HELGADÓTTIR
frá Siglufirði,
andaðist á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi mánudaginn 5. september.
Útför fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn
20. september kl. 15.00.
Helgi Kr. Eiríksson, Katrín Gunnarsdóttir,
Martha Eiríksdóttir, Andrés Magnússon,
Diðrik Eiríksson, Viktoría Valdimarsdóttir,
Inga Rós Eiríksdóttir, Halldór Sverrisson
og barnabörn.
✝
Ástkær systir okkar og frænka,
ERNA GUNNARSDÓTTIR,
Logafold 21,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn
20. ágúst.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Kattholt.
Bryndís Gunnarsdóttir,
Halldóra Gunnarsdóttir,
Hörður Gunnarsson,
Ármann Gunnarsson, Margrét Þ. Hallgrímsdóttir
og systkinabörn.