Morgunblaðið - 08.09.2011, Page 22

Morgunblaðið - 08.09.2011, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2011 ✝ Anna SigríðurFriðriksdóttir fæddist í Friðbjarn- arhúsi á Akureyri 11. mars 1922. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Mörk í Reykjavík að kvöldi 31. ágúst 2011. Foreldrar henn- ar voru Friðrik Kristjánsson bólstr- ari á Akureyri, f. 1895, d. 1942, og kona hans María Jónsdóttir, f. 1899, d. 1969. Seinni maður Maríu var Ólafur Jónsson, f. 1904, d. 1985. Bræður Önnu Sig- ríðar voru Héðinn Friðriksson og Jón Kristján Friðriksson, sem báðir eru látnir. Fóst- ursystir þeirra er Birna Magn- úsdóttir. Anna Sigríður og Dagur býlismaður hennar er Finnur Erlingsson; Einar Dagur, f. 1996. Anna Sigríður, alltaf kölluð Dúdda af vinum og vandamönn- um, varð gagnfræðingur frá Menntaskólanum á Akureyri og hóf skömmu síðar störf sem símamær á símstöðinni á Ak- ureyri. Eftir að fjölskyldan stækkaði var Dúdda heimavinn- andi húsmóðir og var heimili þeirra Dags í Litlagerði 10 ann- álað fyrir gestrisni og smekk- vísi. Dagur var um árabil skrif- stofustjóri hjá Almennum tryggingum og síðar hjá dag- blaðinu Vísi og Sölunefnd varn- arliðseigna. Eftir lát eigimanns síns vann Dúdda um skeið við verslunarstörf hjá Hagkaupi, en réð sig svo til starfa hjá heima- þjónustu Reykjavíkurborgar. Dúdda var í fjöldamörg ár virk- ur þátttakandi í Sam Frímúr- arareglunni og sótti þangað uppörvun og styrk. Útför Önnu Sigríðar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 8. sept- ember 2011, og hefst athöfnin kl. 15. Sveinn Jónasson, f. 1923, d. 1975, gift- ust 7. október 1944. Börn þeirra eru: 1) Friðrik Dagsson prentari, f. 1945. 2) María Dagsdóttir hjúkrunarfræð- ingur, f. 1949, maki Jón Ásbergsson, f. 1950. Synir þeirra eru Dagur, f. 1976; Ásberg, f. 1979, sambýliskona Freyja Krist- insdóttir, f. 1979, dóttir þeirra er Fríða María, f. 2009; Björn, f. 1983. 3) Jón Kristinn Dagsson, f. 1955, maki Erla Berglind Ein- arsdóttir, f. 1961. Börn þeirra eru Arnar, f. 1982, sambýlis- kona hans er Hólmfríður Guð- mundsdóttir, f. 1983, dóttir þeirra er Birta Berglind, f. 2008; Anna Berglind, f. 1984, sam- Tengdamóðir mín Anna Sigríð- ur Friðriksdóttir, alltaf kölluð Dúdda af vinum og vandamönn- um, hefur kvatt þennan heim 89 ára að aldri. Að leiðarlokum er mér bæði ljúft og skylt að þakka henni fyrir alla elskusemi í minn garð á þeim tæplega 40 árum sem leiðir okkar lágu saman. Betri og skilningsríkari tengdamóður er varla hægt að hugsa sér. Þegar við María fórum að draga okkur saman fór ekki hjá því að ákveð- inn kvíði fylgdi því að verða fyrr en síðar að kynnast foreldrum hennar. Þessi kvíði reyndist með öllu ástæðulaus því þau Dagur og Dúdda voru mikið sómafólk, sem tóku mér strax af miklum innileik og vinsemd. Dúdda var Akureyringur í húð og hár og stolt af heimbæ sínum, sínu fólki þar og öllu því sem það- an kom – hvort sem það var henni skylt eða óskylt. Allt það besta kom að norðan. Hún þreyttist aldrei á að segja okkur sögur af lífinu á Akureyri skömmu fyrir stríð og á stríðsárunum. Skemmtisögur úr handboltanum, af skíðaferðum með vinkonum í MA eða frá árunum á símstöðinni undir styrkri stjórn Gunnars Schram símstjóra. Þá kunni hún einnig góðar sögur frá síldar- sumrum á Siglufirði, en frændur hennar ráku þar söltunarplan, sem hún og María móðir hennar unnu við. Dúdda var um tvítugt er hún þurfti að leita sér lækninga í Reykjavík og bjó hún þá um skeið hjá frænda sínum Tryggva Jóns- syni, sem alltaf var kenndur við fyrirtæki sitt Ora, en hann bjó þá með fjölskyldu sinni í Þingholtun- um í nágrenni Verslunarskólans gamla. Varð þá einn dag á vegi hennar ungur Verslunarskóla- sveinn frá Húsavík, Dagur Sveinn Jónasson. Hann hafði aldrei áður augum litið aðra eins fegurðar- gyðju og henni leist ekki síður á sveininn, því eftir það gengu þau saman lífsins braut, giftust, eign- uðust þrjú mannvænleg börn, byggðu sér lítið einbýlishús í Smáíbúðahverfinu og undu glöð og sátt við sitt. Dagur var um langt skeið skrifstofustjóri hjá Al- mennum tryggingum, síðar hjá dagblaðinu Vísir og hjá Sölunefnd varnarliðseigna. Því miður féll Dagur tengdafaðir minn frá í blóma lífsins og var hann harm- dauði öllum þeim er til hans þekktu. Eftir lát eiginmanns síns vann Dúdda um skeið við verslunar- störf hjá Hagkaupi, en réð sig svo til heimaþjónustu Reykjavíkur- borgar. Var hún þar mjög eftir- sóttur starfskraftur, enda var hún forkur dugleg og átti afar létt með að mynda persónuleg tengsl við fólk af öllu tagi og halda uppi fjör- ugum samræðum. Á þeim 10 árum sem við María bjuggum á Sauðárkróki áttum við alltaf athvarf í Reykjavík hjá ömmu Dúddu inni í Litlagerði, komum og fórum þar eins og það væri okkar eigið heimili og amm- an sinnti drengjunum okkar af óendanlegri ástúð og elsku. Allar stórhátíðir í tæpa fjóra áratugi höfum við fagnað saman um jól, áramót, páska, á afmælum og um helgar. Svo ekki sé minnst á ferðalög á sólarstrendur með stórfjölskyldunni. Alltaf mátti stóla á hið góða skap Dúddu og allan hennar stuðning. Fyrir allar þessar samverustundir skal nú þakka, líf okkar verður tómlegra án hennar, en minningar um góða og skemmtilega konu munu létta okkur sorgina. Jón Ásbergsson. Það má segja að amma Dúdda hafi verið einn af föstu punktun- um í tilverunni minni. Hún var einn af öryggisþáttunum í lífi mínu sem krakki því ég vissi að sama hvað myndi dynja á að þá myndi amma Dúdda vera til stað- ar og styðja mann af heilum hug. Þegar ég minnist ömmu Dúddu leitar hugurinn til þess tíma þeg- ar ég var krakki og allra þeirra tíma sem ég átti með henni þá. Ég minnist allra kvöldstund- anna þar sem við sátum saman og horfðum á sjónvarpið, en ég gat nefnilega alltaf treyst á það að fá að gista þegar ég vildi komast að heiman. Alltaf fékk ég smápening fyrir gosi og blandi í poka þegar ég kom í heimsókn og nýtt ég mér þá gjafmildi óspart. Ég naut án efa ákveðinna forréttinda við það að vera elsta barnabarnið því amma Dúdda var mér mjög traustur bandamaður og mikill vinur. Hún studdi mig af öllum krafti og gat ég alltaf leitað til hennar með mín umkvörtunarefni en ég var án efa ekki auðveldasti krakkinn í umgengni. Fyrir þá óþrjótandi ást, þolinmæði og um- hyggju sem ég naut af ömmu minnar hálfu ber mér að þakka núna á kveðjustund. Dagur Jónsson. Elsku amma mín. Ein skemmtilegasta sagan sem þú sagðir mér er þegar pabbi hringdi í þig frá Bergen til að segja þér að lítil stúlka væri fædd og að hún ætti að heita Þorgerð- ur. Það liðu nokkrar sekúndur áð- ur en þú sagðir: „Já, en hvað það er nú fallegt nafn.“ Pabbi var snöggur að leiðrétta sig og sagði þér að þessi litla stúlka ætti auð- vitað að heita Anna í höfuðið á þér og þá hafir þú nánast grátið af gleði. Elsku amma mín, mér þótti svo gaman þegar ég kom í heimsókn til þín og við skoðuðum gamlar myndir. Þú hafðir alltaf lag á því að segja mér sögur af einhverju sem þú vissir að ég hafði áhuga á. Ég fékk að heyra sögur af því hvernig þú og afi hittust og hvað þið voruð að bralla. Ég fékk að heyra sögur af því hvernig þú skoraðir sjö mörkin aftur á bak í Norðurlandsmótinu. Ég fékk að heyra sögur af því hvað langamma var flott saumakona og hvað þú varst heppin að geta allt- af verið í nýjum kjólum í sam- kvæmum. Síðan ég var lítil stelpa hef ég elskað að koma í heimsókn til þín á Bræðraborgarstíginn og sú minning sem þér þykir hvað mest vænt um er þegar ég kom í heim- sókn til þín, þreytt eftir fótbolta- æfingu, og alltaf hafðir þú tilbúið fyrir mig ristað brauð með hangi- kjöti. Ég mun aldrei gleyma því þegar þú tókst á móti mér og sagðir við mig: „Elsku Anna mín, ertu ekki svöng eftir æfinguna – fáðu þér nú ristað brauð og mjólk- urglas.“ Ég hlakkaði alltaf til að koma til þín og oft tók ég vinkonu mína með, við hjóluðum svo gal- vaskar heim í Laugardalinn sátt- ar eftir drekkutímann. Elsku amma mín, auk nafnsins þíns er svo margt í þínu fari sem ég vona að ég hafi fengið að gjöf. Megir þú hvíla í friði. Þín Anna. Nú hefur elskuleg amma mín, amma Dúdda, kvatt þennan heim og það er með söknuði sem ég kveð hana. Mig langar að minnast hennar í nokkrum orðum og allra þeirra frábæru stunda sem ég átti með henni. Betri ömmu er vart hægt að hugsa sér. Ég mun aldrei gleyma þeim æskuárum mínum þegar ég kom heim úr skólanum og mín beið besti vellingur sem sögur fara af, rjúkandi heitur með kan- ilsykri. Amma Dúdda bjó nefni- lega til besta velling í heimi. Ég hef að minnsta kosti aldrei bragð- að betri velling en þann sem hún bjó til handa mér. Þegar ég var á grunnskólaaldri var amma mikið á heimilinu, bæði á daginn þegar foreldrar mínir voru í vinnunni og einnig þegar þau voru erlendis. Þá kom amma og tók yfir heim- ilishaldið og sá til þess að við bræðurnir fengjum að borða. Eins og sannri ömmu sæmir stjanaði hún þvílíkt við okkur og sá til þess að við værum glaðir og ánægðir. Það var ég svo sannar- lega. Svo þegar ég varð eldri var fátt betra en að fara í mat til ömmu á Skúlagötuna og fá lambalæri með brúnni sósu og brúnuðum kart- öflum. Eftir matinn var iðulega sest niður og gömul myndaalbúm tekin fram og gamlar og góðar minningar rifjaðar upp. Gamli góði vellingurinn var aldrei langt undan í þeim upprifjunum. Einnig sagði amma heilan haug af sögum af sjálfri sér þegar hún var ung og sögum af sér og afa. Þó að heilsu ömmu hafi farið að hraka hin síð- ustu ár og hún hætti að geta tekið á móti okkur í lambalæri hætti hún aldrei að segja sögur frá gömlu, góðu dögunum. Þó að lambalærið hafi alltaf verið bragðgott og vellingurinn óað- finnanlegur eru það þessar sögu- Anna Sigríður Friðriksdóttir ✝ Anna LiljaGísladóttir fæddist á Vatns- enda í Héðinsfirði 5. október 1920. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Hlévangi í Keflavík 27. ágúst 2011. Ung flutti hún ásamt foreldrum sínum að Hóli í Ólafsfirði þar sem hún bjó sín æskuár. Foreldrar hennar voru Kristín Helga Sig- urðardóttir, f. 6.6. 1897, d. 10.9. 1986, og Gísli Stefán Gíslason, f. 5.12. 1897, d. 26.3. 1981. Anna var elst ellefu systkina: Gísli, Sigurður látinn, Björn látinn, Ólafía, Halldóra, Petrea, Ásta látin og Guðmundur, tvær syst- ur hennar létust í æsku. Hinn 1. desember 1944 giftist Anna Lilja Magnúsi Jónssyni, f. 25.10. 1920, d. 30.7. 2004, frá Finnbogason, eiga þau þrjár dætur. Anna Lilja ólst upp í sínum stóra systkinahópi á Hóli. Ung fór Anna Lilja suður á vertíð, þar sem hún kynntist eig- inmanni sínum og fluttust þau síðar til Hjalteyrar þar sem þau hófu búskap sinn og þar fæddust dætur þeirra. Anna Lilja var að mestu heimavinnandi árin sem þau bjuggu á Hjalteyri ásamt því að vinna við síldarsöltun á sumrin og í sláturhúsi á haustin. Á starfsævi sinni vann Anna Lilja að mestu leyti við fisk- vinnslu, síldarsöltun, salt- fiskverkun og almenna frysti- húsavinnu. Til Keflavíkur fluttu þau haustið 1952 í nýbyggt hús sitt á Sunnubraut 5, Anna Lilja bjó þar ein eftir lát Magnúsar árið 2004 til ársins 2006 er hún flutti á Hjúkrunarheimilið Hlévang. Þar naut hún allrar þeirra ást- úðar og umhyggju sem hægt er að hugsa sér og hafi starfsfólkið alúðarþakkir fyrir. Útför Önnu Lilju fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 8. sept- ember 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Gjögri í Stranda- sýslu foreldrar hans voru hjónin Benonýa Bjarnveig Friðriksdóttir og Jón Magnússon. Dætur Önnu Lilju og Magnúsar eru 1) Ingibjörg, f. 14.3. 1947, maki Lárus Ólafur Lárusson, f. 27.5. 1947, eiga þau þrjú börn a) Anna Lilja, maki Eðvarð Þór Eðvarðs- son, eignuðustu þau fjögur börn en elsta barn þeirra lést viku gamalt, b)Guðni í sambúð með Huldu Rósu Stefánsdóttur, þau eiga tvö börn og c) Gísli í sam- búð með Stefaníu Júlíusdóttur. 2) Kristín Gíslína, f. 28.8. 1950, maki Eyjólfur Garðarsson, f. 22.2. 1949, eiga þau þrjú börn, a) Magnús, maki Kristín Lára Ólafsdóttir, þau eiga þrjú börn, b) Ása, c) Helena, maki Karl Í dag kveðjum við mömmu okkar og tengdamömmu, nú þegar komið er að leiðarlokum myndast ákveðið tómarúm sem við eigum svo eftir að vinna úr. Mikið eru þetta búnir að vera langir og erfiðir dagar þó að okkur hafi þótt við vera tilbúin. Síðari árin þín voru þér ekki auð- veld, eftir að þú greindist með sjúk- dóminn Alzheimer og þurftir að fá alla þá aðstoð sem í boði var, þú sættir þig t.d. ekki við að þurfa að fara af þínu heimili og á hjúkrunar- heimili, þar sem vel var hugsað um þig en ekki leið langur tími þar til að þú sættir þig við að vera þar. Þú varst hin sanna mamma sem umvafðir okkur alla ævi og tókst tengdasonunum sem þínum. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur í einu og öllu. Enda segja barna- börnin þín og jafnvel makar þeirra að betri ömmu hefðu þau ekki getað átt. Viljum við þakka þér alla þá ástúð og umhyggju sem þú sýndir okkur öllum og fjöl- skyldum okkar, því við vitum að við vorum þér afar kær. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margt að minnast, svo mart sem um huga minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Við sendum starfsfólki Hlév- angs innilegt þakklæti fyrir alla þá alúð og umhyggju sem þið sýnduð bæði henni og okkur, hafið þökk fyrir allt. Þínar dætur og tengdasynir, Ingibjörg og Ólafur, Kristín og Eyjólfur. Það eru rúm 17 ár síðan ég kynntist Önnu Lilju Gísladóttur þegar ég tók saman við manninn minn sem er dóttursonur hennar. Á heimili Önnu og Magga var mér afskaplega vel tekið eins og öllum sem þangað koma. Ég leit fljótt á þau eins og ömmu mína og afa og fannst mér þau taka mér þannig. Við heimsóttum þau oft af því að okkur þótti gott og gaman að koma til þeirra og oft ferðuðumst við saman. Þá var gaman að koma með Önnu á Hól, þar var hún í ess- inu sínu og var eins og hún yngd- ist upp um mörg ár. Anna var einstaklega vinnusöm og ósérhlífin. Hún var nægjusöm og nýtin en alltaf var hún mjög gjafmild við sína nánustu. Ég minnist Önnu með mikilli gleði og kveð hana með þakklæti í huga. Kristín Lára Ólafsdóttir. Í dag kveð ég ömmu mína Önnu Lilju Gísladóttur með söknuði og þakklæti í huga. Ég tel það vera mikil forréttindi að hafa kynnast henni eins náið og ég gerði en á heimili þeirra afa var ég tíður gestur allt frá því ég man eftir mér. Það var sama hvenær maður kom við hjá henni boðinn eða óboðinn og jafnvel með nokkra vini með sér, alltaf var sú gamla búin að reiða fram veisluborð á svipstundu. Að sjálfsögðu var allt heimabakað og enginn fékk að standa upp frá borðum nema að hún væri þess fullviss að ekki væri pláss fyrir meiri mat. Ég var svo heppinn að þau afi bjuggu nálægt barnaskólunum í Keflavík og í mörg ár naut ég þeirra forrétt- inda að geta skotist í hádegismat til ömmu. Henni þótti það ekki mikið mál að útbúa mat fyrir barnabörnin sem komu til hennar í mat þó svo hún sjálf væri í stuttu matarhléi frá sinnu vinnu. Amma var af þeirri kynslóð sem tók þátt í að byggja upp það velmegunar- þjóðfélag sem við búum við í dag. Þar var hún ekki eftirbátur ann- arra, vann fyrst við sveitastörf og síðar sem fiskverkakona um langt árabil. Ekki hlaut hún amma mín mikla menntun að loknu grunn- skólanámi. Ég minnist þess vel að einn daginn sýndi hún skírteini sem hún fékk sem viðurkenningu eftir að hafa lokið fiskvinnslunám- skeiði sem hún var ákaflega stolt af og mér fannst mikið til koma. Á unglingsárum mínum unnum við saman eitt sumar í frystihúsi í Sandgerði og það er mér í fersku minni þegar hún kenndi mér að flaka karfa með einni hnífstroku. Mér gekk ágætlega með karfann þó að nýtingin hafi ekki verið góð en þá tók hún upp kola og þá var ég mát, ég hafði ekki roð við henni. Hún var eftirsóttur starfs- kraftur enda mjög dugleg og nýt- in í alla staði sem skiptir ekki litlu máli í fiskvinnslu. Það var sama hvað hún tók sér fyrir hendur, allt gerði hún vel og án mikils til- kostnaðar. Þetta eru kostir sem ég hef reynt að tileinka mér og mun eftir fremsta megni koma til minna afkomenda. Amma var þol- inmóð kona, stundvís með ein- dæmum og umgekkst alla af stakri kurteisi. Hún var einstak- lega frá á fæti og átti það til að dansa fram eftir nóttu þegar til- efni gaf til og þá helst á ættarmót- um á Hóli, jafnvel komin á níræð- isaldur. Eftir að ég stofnaði til fjöl- skyldu fórum við með þeim ömmu og afa fjölmargar ferðir norður í Ólafsfjörð og á Strandir á æsku- slóðir þeirra beggja. Eins og gengur og gerist í fríum þá situr fólk oft fram eftir og spjallar sam- an um daginn og veginn, ekki man ég til þess að ég hafi einhvern tím- ann farið að sofa á eftir henni ömmu eða vaknað á undan henni að morgni. Á ferðalögum fór hún síðust að sofa, vaskaði allt upp og gekk frá en var svo iðulega tilbúin með morgunverð fyrir alla þegar vaknað var að morgni. Það hefur verið erfitt að horfa á hana missa lífsþróttinn á síðastliðnum árum og að börnin mín hafi ekki fengið kynnast þessari kraftmiklu konu eins og hún var þegar hún var upp á sitt besta. Magnús Eyjólfsson. Elskuleg amma mín hefur nú kvatt þessa jarðvist. Amma var einstök kona og ein af fyrirmyndum mínum í lífinu. Henni féll aldrei verk úr hendi og var skipulögð með eindæmum. Lífsglöð var hún að eðlisfari, ein- staklega hlý og var faðmur henn- ar ávallt opinn fyrir faðmlag. Heimili ömmu og afa var okkur alltaf opið og ekki skipti máli þó að við mættum með vinahópinn á eft- ir okkur, allir fóru saddir og sælir frá ömmu. Þær voru einstakar ferðirnar þar sem amma var með í för hvort sem það voru ferðir um landið okkar eða til Mallorca um árið. Það var erfitt að horfa upp á hana hverfa inn í heim Alzheim- ers-sjúkdómsins. Á Hlévang var notalegt að koma og heimsækja ömmu í kaffisopa með stelpurnar mínar og sjá hvað það gladdi hjarta hennar. Orð eru fátækleg á stundu sem þessari þegar ógrynni minninga leita á hugann. Þær minningar mun ég geyma í hjarta mínu um aldur og ævi. Ég bið góðan guð að styrkja okkur öll á þessum erfiða tíma. Elsku amma, ég kveð þig með söknuði og þakklæti, þín Helena. Elsku amma mín. Þá er komið að leiðarlokum, mikið held ég að þér líði vel á nýj- um stað. Orðin þú sjálf aftur. Síð- Anna Lilja Gísladóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.