Morgunblaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2011
✝ Páll Krist-insson fæddist
á Stóru Hámund-
arstöðum í Hrísey
22. september
1927. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 26.
ágúst 2011.
Foreldrar hans
voru Þorvaldína
Baldvina Vilhelm-
ína Baldvinsdóttir,
f. 3.11. 1899, d. 4.6. 1979 og
Kristinn Pálsson, f. 26.06. 1897,
d. 11.2. 1979. Systir Páls er Mar-
grét Þorbjörg, f. 19.7. 1925, d.
30.5. 1926.
Páll giftist 22. september árið
1948 Sigrúnu E. Óladóttur frá
Sveinsstöðum í Grímsey, f. 13.8
1928, d. 22.7. 2004. Foreldrar
Sigrúnar voru hjónin Elín Þóra
Sigurbjörnsdóttir, f. 1.1. 1909, d.
Ólafssyni, f. 29.12. 1954. Þau
eiga fimm börn, þau eru a) Ólaf-
ur giftur Lilju Dögg Bjarnadótt-
ur og eiga þau þrjú börn, b)
Hildur í sambúð með Daníel Má
Arasyni, c) Sigurður í sambúð
með Agötu Bikielec og á hún
eina dóttur, d) Valur í sambúð
með Andreu Vigdísi Theodórs-
dóttur og e) Arnar.
Páll bjó með Sigrúnu í Túni í
Innri-Njarðvík allan þeirra bú-
skap. Páll starfaði nánast alla
sína starfsævi í Innri-Njarðvík
sem vélstjóri. Fyrst hjá Frysti-
húsi Innri-Njarðvíkur sem síðan
varð Brynjólfur HF. Þegar
Brynjólfur HF var selt fór Páll
að vinna hjá Íslenskum að-
alverktökum á Keflavík-
urflugvelli og hætti þar þegar
hann varð sjötugur. Páll var
einn af stofnendum Sjálfstæð-
isfélagsins Njarðvíkings.
Páll verður jarðsunginn frá
Innri-Njarðvíkurkirkju í dag, 8.
september 2011, og hefst at-
höfnin klukkan 14.
16.2. 2003 og Óli
Bjarnason, f. 29.8.
1902, d. 8.9. 1989.
Börn þeirra eru
1) Kristinn, f. 8.6.
1949, kvæntur
Björgu Valtýsdótt-
ur, f. 2.8. 1950. Þau
eiga þrjú börn, þau
eru a) Sigrún Eva,
gift Martin E.
Hernandez og eiga
þau þrjú börn, b)
Ásdís Björk, gift Jóhanni Axel
Thorarensen og eiga þau tvær
dætur og c) Páll kvæntur Pálínu
Heiðu Gunnarsdóttur og eiga
þau tvo syni. 2) Elín Margrét, f.
12.9. 1951, gift Sigurði Sören
Guðbrandssyni, f. 16.12. 1956.
Þau eiga eina dóttur, Ingu
Birnu, gift Víði Ingimarssyni og
eiga þau þrjú börn. 3) Vilhelm-
ína, f. 12.11. 1958, gift Ingólfi
Elsku hjartans pabbi og
tengdapabbi.
Ekki áttum við von á því þegar
þú fórst út á Heilsugæslu þann 12.
ágúst síðastliðinn með sýkingu í
fingri og olnboga að þú kæmir
ekki aftur heim. En annað kom í
ljós, þú varst mikið veikari en við
nokkurn tíma gerðum okkur grein
fyrir þar sem þú kvartaðir aldrei.
Ef þú varst spurður hvernig þú
hefðir það þá var svarið, það er
engin breyting hjá mér. Mikið
höldum við samt að þú hafir verið
hvíldinni feginn þar sem þú sakn-
aðir mömmu svo mikið. Þú fórst á
hverjum einasta degi að leiðinu
hennar í kirkjugarðinum ásamt
hundinum Fígaró sem gaf þér
mikinn og góðan félagsskap og
Guffi tók síðan við.
Þú kenndir okkur heiðarleika
og standa við orð okkar. Takk fyr-
ir endalausa þolinmæði við barna-
börnin og þá sérstaklega fyrir all-
ar sumarbústaðaferðirnar sem
farnar voru meðan mamma var á
lífi en þær ferðir lifa ávallt í minn-
ingu þeirra. Ef eitthvað vantaði af
dóti þá var það smíðað úr því efni
sem til var á staðnum því þú varst
svo handlaginn.
Alltaf sáuð þið til þess að þau
hefðu nóg fyrir stafni enda leiddist
þeim aldrei. Ef einhver var óþekk-
ur þá var þeim hótað að þau yrðu
send heim með 10 rútunni sem
auðvitað var ekki til þá, frekar en
nú í dag. Þau voru heppin að eiga
ykkur fyrir ömmu og afa og við
fyrir að eiga þig fyrir pabba og
tengdapabba.
Vertu nú sæll, við kveðjumst, kæri vinur,
þú kvaddir okkur alltof, alltof fljótt.
Það húmar að er vonarheimur hrynur,
í hljóðri bæn við bjóðum góða nótt.
Þú áttir hlýtt og ástríkt föðurhjarta
og ávallt veittir gleði á vinarfund.
Nú geyma munum mynd svo glaða og
bjarta
um góðan afa er átti hlýja mund.
Við áttum margar unaðsstundir saman,
þú undir þér við verkamannsins störf.
Oft var brosað undur, undur gaman,
þú góði afi, þín var ætíð þörf.
Þú áttir hlýtt og göfugt föðurhjarta,
með fari þínu bættir hjartans mál.
Nú Guð þig leiði í veröld fagra og bjarta
og faðminn breiði móti þinni sál.
(Guðmundur Kr. Sigurðsson)
Takk fyrir allar góðu stundirn-
ar sem við áttum saman.
Hvíl í friði, elsku pabbi og
tengdapabbi.
Kristinn, Björg, Elín, Sig-
urður, Vilhelmína og
Ingólfur
Elsku besti afi okkar, mikið eig-
um við eftir að sakna þín. Þú varst
sá albesti afi sem nokkur getur
hugsað sér.
Við vorum svo ótrúlega heppin
að búa í þarnæsta húsi við ykkur
ömmu og var því hlaupið yfir til
ykkar mörgum sinnum á dag. Þú
varst vélstjóri í Brynjólfi alla okk-
ar æsku og vorum við alltaf vel-
komin til þín á verkstæðið þitt þar
sem þú geymdir liti og blöð í
skúffu og þar áttum við margar
góðar stundir með þér einum. Ein
besta minningin er þegar við feng-
um að gista hjá ykkur ömmu, þá
komstu yfir til okkar, vafðir okkur
þétt inn í sæng og hélst á okkur
heim þar sem við fengum að kúra
á milli ykkar.
Þú varst áskrifandi að Andrés-
blöðunum og gat maður setið tím-
unum saman hjá þér þar sem við
sátum í rólegheitum og lásum
saman blöðin. Að eiga svona
gæðastundir með ömmu og afa er
ómetanlegt og var alltaf jafngott
að koma yfir til ykkar hvort sem
það var þegar við vorum 6 ára eða
26 ára. Þið amma voruð líka svo
dugleg að fara með okkur í sælu-
reitinn ykkar á Þingvöllum þar
sem við vorum í búleik alla daga
og áttum við allt til alls eins og
postulínsdiska, hnífapör, kaffi-
könnu, vöfflujárn og aðra hluti
sem litlum stúlkum þóttu bráð-
nauðsynlegir þegar bjóða átti í
kaffi eða matarboð. Afi var líka
svo handlaginn svo að hann var
alltaf að smíða eitthvað fyrir okk-
ur til að gera leikinn ennþá
skemmtilegri. Það voru alveg
ótrúlegustu hlutir sem afi gerði
fyrir okkur eins og að búa til skíði
úr tunnustöfum einn veturinn og
svo batt hann spotta í bílinn og dró
okkur fram og til baka uppi á
Stapa þar sem engin umferð var
og engin hætta á ferðum. Hann
hélt stundum pylsupartí sem var
bara fyrir okkur barnabörnin,
kom heim með risastóran brjóst-
sykur sem hann braut svo niður
með hamri, kenndi okkur að elska
hákarl og svo má lengi telja. Afi
missti mjög mikið þegar amma dó
fyrir sjö árum en hann hélt samt
áfram og tók upp á því að bjóða öll-
um reglulega í mat og bestu kjöt-
bollur sem við höfum fengið voru
kjötbollurnar hans afa sem hann
bjó til sjálfur frá grunni. Einnig
var hann alltaf tilbúinn að hjálpa
þótt heilsan væri ekki upp á sitt
besta undanfarin ár.
Þegar Ásdís og Jóhann fluttu
heim frá Bandaríkjunum og
keyptu sér húsnæði sá hann um að
pússa og lakka alla lista sem var
töluvert verkefni. Svona var hann
alltaf, vildi ávallt hjálpa okkur öll-
um og fannst alveg einstaklega
gaman að geta lagað hluti sem aðr-
ir vildu henda því hann var alltaf
svo nýtinn. Hlutirnir voru líka oft-
ast betri en nýir eftir að hann hafði
handfjatlað þá. Börnin okkar voru
svo heppin að fá að kynnast þér og
eiga þau margar ljúfar minningar
um heimili ykkar ömmu. Þau hlupu
yfir í heimsókn í hvert skipti sem
þau voru í Innri-Njarðvík, stund-
um oft á dag, og alltaf varst þú þol-
inmóður og gafst þeim jafnframt
smáveganesti, hvort sem það var
mandarína eða sælgæti. Þau sakna
langafa síns mikið.
Elsku afi, þú ert fyrirmynd okk-
ar í lífinu og við þökkum þér fyrir
allt sem þú hefur verið okkur og
gert fyrir okkur.
Þín
Sigrún Eva, Martin, Ásdís
Björk og Jóhann Axel.
Elsku besti langafi, við söknum
þín en við erum svo þakklát fyrir
þær yndislegu stundir sem við
áttum saman við munum ætíð
muna þig.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Þín barnabarnabörn
Sigurður Sören, Elín Margrét
og Jóhann Guðni.
Elsku besti afi.
Mikið sakna ég þín.Við erum bú-
in að eiga svo yndislegar stundir
saman.
Það er svo sárt að kveðja. Þú
varst mér svo miklu meira en afi.
Stórt skarð er rofið í okkar sam-
rýmdu fjölskyldu. Um hug minn
streyma minningar um allar okkar
stundir saman. Morgnarnir okkar
góðu, alltaf komum við Jóhann
Guðni með Fréttablaðið og fengum
við okkur kaffi saman og skröfuð-
um, þú varst búin að koma Jóhanni
upp á það að dýfa saltstönginni
hans í kaffið þitt og hann vissi að
þetta mátti bara afi Palli gera. All-
ar sumarbústaðarferðirnar okkar
saman til Þingvalla sem var þinn
sælureitur og okkar fjölskyldunn-
ar líka, þar leið okkur öllum svo
vel. Þið Víðir náðuð svo vel saman
og voruð svo miklir vinir, alltaf vor-
uð þið eitthvað að dunda ykkur
saman á meðan þú hafðir heilsu til
og varst iðinn við að aðstoða okkur
í húsabreytingunum. Hundarnir
voru eitt af okkar sameiginlega
áhugamáli og munum við hugsa
vel um hann Guffa þinn, elsku afi
minn, margar fleiri minningar eig-
um við fjölskyldan um þig sem við
munum varðveita í hjörtum okkar
um ókomna framtíð.
Sumir hverfa fljótt úr heimi hér,
skrítið stundum hvernig lífið er
Eftir sitja margar minningar,
þakklæti og trú.
Þegar tími minn á jörðu hér
liðinn er og þá ég burtu fer.
Þá ég veit að þú munt vísa veg
og taka á móti mér.
Þegar eitthvað virðist þjaka mig
þarf ég bara að sitja og hugsa um þig.
Þá er eins og losni úr læðingi
lausnir öllu við.
Þó ég fái ekki að snerta þig
veit ég samt að þú ert hér
og ég veit að þú munt elska mig
og geyma mig og gæta hjá þér.
(Ingibjörg Gunnarsdóttir.)
Þín
Inga Birna.
Elsku langafi. Takk fyrir allar
yndislegu stundirnar sem við átt-
um saman. Minning þín lifir ætíð í
hjörtum okkar.
Fegurðin er frá þér barst
fullvel þótti sanna,
að yndið okkar allra varst,
engill meðal manna.
Hlutverk þitt í heimi hér,
þú hafðir leyst af hendi.
Af þeim sökum eftir þér
Guð englahópa sendi.
Sú besta gjöf er gafst þú mér
var gleðisólin bjarta,
sem skína skal til heiðurs þér,
skært í mínu hjarta.
(BH)
Þín barnabarnabörn,
Sunna Kamilla, Saga Ísabella,
Andri Thor, Júlía Björg,
Thelma Sigrún, Kristinn og
Elías Bjarki.
Elsku afi, ég trúi varla að það sé
komið að þessu. Mér finnst ég ekki
hafa spurt þig að öllu sem mig
langaði til að spyrja þig að. Okkar
reglulegu kaffitíma mun ég sárt
sakna, en þá ræddum við um allt
mögulegt og skiptumst á sögum úr
vinnunni en þar áttum við sameig-
inlegt áhugamál og gátum við al-
veg gleymt okkur. Alltaf fannst
mér gott að koma til þín fyrir mik-
ilvæga körfuboltaleiki en það var
hluti af rútínunni hjá mér að koma
við hjá þér og fá góðan bolla af
kaffi ásamt því að njóta þeirrar
innri hlýju og rór sem þú bjóst yfir
og hafði alltaf áhrif á mig.
Ég á mjög góðar minningar
með ykkur ömmu uppi í sumarbú-
stað á Þingvöllum en þar var ykk-
ar sælureitur. Þar leið ykkur rosa-
lega vel og oft fékk ég að fara með.
Mér er sérlega minnistætt þegar
ég fór með ykkur ömmu í bústað-
inn í nokkrar vikur en þá var oftar
en ekki reynt að finna eitthvað að
gera fyrir drenginn. Þá kemur
sterkt upp í hugann forláta ónýtur
ísskápur sem afi sagði mér að
skrúfa í sundur því hann vantaði
varahlutina úr ísskápnum, þar á
meðal allar skrúfur og bolta. Þetta
tók mig nokkra daga þar sem ég
sat úti á kerru og passaði mig á því
að hirða allt lauslegt úr ísskápn-
um. En auðvitað vantaði afa ekki
varahlutina heldur var þetta nú
gert svo drengurinn hefði eitthvað
fyrir stafni í bústaðnum.
Það var alltaf gaman að koma í
heimsókn til þín í litlu kompuna í
frystihúsinu þar sem þú varst að
vinna, annað hvort hjólaði ég eða
kom við með pabba. Oft kom ég
svo með alla vinina og þú gafst
okkur alltaf stór grýlukerti sem
komu af frystitækjunum, það
fannst okkur sko flott.
Hjartans þakkir fyrir allar
minningar sem nú búa nú í brjósti
mér þegar ég kveð þig, elsku afi,
með söknuði í hjarta. Megi guðs
englar vaka yfir þér,
Þinn
Páll.
Páll Kristinsson
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför
ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður,
afa og langafa,
BJARNA KRISTMUNDSSONAR
fyrrum bónda í Melrakkadal.
Hólmfríður Jóhannsdóttir,
Elínborg Bjarnadóttir, Gaukur Pétursson,
Guðrún Elín Bjarnadóttir, Eggert Aðalsteinsson,
Sigríður Bjarnadóttir, Birgir Ingþórsson,
Hrönn Bjarnadóttir, Arnar Sveinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
HANSA JÓNSDÓTTIR,
Sigurbjörg Hansa Jónsdóttir,
Tjarnarási 11,
Stykkishólmi,
sem andaðist föstudaginn 2. september,
verður jarðsungin frá Stykkishólmskirkju laugardaginn
10. september kl. 14.00.
Högni Bæringsson,
Ragnheiður Högnadóttir, Páll Ágústsson,
Helga Kristín Högnadóttir, Benjamín Ölversson,
Högni Friðrik Högnason, Íris Huld Sigurbjörnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Það hefur ekki
verið auðvelt setjast niður til
þess að skrifa minningarorð um
litlu dóttur vinkonu minnar,
hennar Guðrúnar Olgu.
Hvað getur maður sagt þegar
svona lítil saklaus blómarós er
tekin frá foreldrum sínum með
svo voveiflegum hætti eins og
hún Eva lynn litla, „Lynnsíb-
innsí“ okkar eins og við kölluðum
hana svo oft. Maður er orðlaus.
Stórt skarð hefur myndast og
það er svo erfitt að sjá framtíðina
fyrir sér án Evu. Minningarnar
geta ekki verið nógu margar sem
maður á um svo ungt barn en
góðar og ljúfar eru þær minn-
ingar sem hún Eva Lynn skilur
eftir.
Ljósu lokkarnir, bjarta brosið,
spékoppurinn og fallegu augun
sem bræddu alla sem í kringum
hana voru, með þessi drauma-
augnhár sem gerðu það að verk-
um að maður gat endalaust horft
á hana og dáðst að litla „bjútí-
inu“. Við nöfnurnar vorum svo
heppnar að fá að vera samferða
með litlu draumadísirnar okkar
sem við áttum með aðeins um
mánaðar millibili. Eftirvænting-
in, tilhlökkunin og gleðin var
mikil eftir að fá að horfa á þær
dafna og vaxa úr grasi. En Guð
hefur ákveðið að taka það hlut-
verk frá Guðrúnu minni og taka
með því Evu í sínar hendur. Hver
sá sem tilgangurinn er með því
að hrifsa hana svona til sín hlýtur
hann að ætla henni eitthvað
meira og betra hlutverk þótt
maður geti ekki ímyndað sér
neitt betra hlutverk en að fá að
vera hjá móður sinni, sem elskaði
hana meira en allar stjörnurnar
Eva Lynn Fogg
✝ Eva Lynn Foggfæddist í
Reykjavík 12. ágúst
2005. Hún lést af
slysförum 3. ágúst
2011.
Útför Evu Lynn
fór fram frá Bú-
staðakirkju föstu-
daginn 12. ágúst
2011.
og Kaliforníu og
miklu meira en það.
En svona getur lífið
verið hverfult, mað-
ur er algjörlega
vanmáttugur þegar
áföll eins og þessi
dynja á fólki. Maður
bara skilur þetta
ekki.
Hún Eva hafði
ferðast mikið á sínu
stutta lífsskeiði,
meira en margir aðrir á hennar
aldri. Faðir hennar var í námi í
Svíþjóð og fluttist því fjölskyldan
búferlum til Svíþjóðar. Eftir það
átti hún eftir að ferðast heims-
hornanna á milli og upplifa mörg
ævintýri. Hægt er að sjá á mynd-
um gleðina sem skín úr augum
hennar í þeim ferðum.
Nú heldur Eva áfram að
ferðast, en nú á vit nýrra ævin-
týra í faðmi ömmu Söru. Hún er
nú á góðum stað, það hefur móðir
hennar bæði séð og fundið sem
veitir Guðrúnu huggun í þessari
erfiðu sorg. Með þessum orðum
kveð ég fallegasta engilinn á
himnum með miklum söknuði.
Elsku hjartans Guðrún mín,
Aron minn, Keith og fjölskylda,
ég votta ykkur mína dýpstu sam-
úð á þessum erfiðu tímum og bið
guð og alla engla að umlykja ykk-
ur og veita ykkur styrk í þessari
miklu sorg. Þess óskar
Meira: mbl.is/minningar
Guðrún Agða og fjölskylda.
Ég elska þig og sakna þín,
elsku Eva Lynn, besta vinkona
mín.
Gulli og perlur að safna sér
sumir endalaust reyna,
en vita ekki að vináttan er
verðmætust eðalsteina
Gull á ég ekki að gefa þér
og gimsteina ekki neina,
en viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina.
(Hjálmar Freysteinsson)
Þín
Aðalheiður Gná.
Morgunblaðið birtir minningargreinar
endurgjaldslaust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, "Senda inn minningargrein",
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar