Morgunblaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 11
Multi Musica-hópurinn varð til í Skagafirði árið 2009 og hefur nú gef- ið út geisladiskinn Unus Mundus. Má segja að áheyrendur fari í heims- reisu í fylgd tónlistarinnar en á disk- inum eru 13 lög frá 11 löndum, sung- in á átta tungumálum. Hefst ferðalagið í Mexíkó og þaðan er haldið til Síle, Brasilíu, Kúbu, Suður- Afríku, Kenía, Indlands, Rúmeníu, Grikklands og Spánar en endað á Ís- landi. Tónlist samin af konum „Við vorum með tónleika árið 2009 og settum þá upp dagskrá í sam- starfi við UNIFEM og Rauða Kross deildina í Skagafirði. Þar fluttum við tónlist sem ýmist er samin eða flutt af konum. Á tónleikana kom fólk alls staðar að og eftir á vorum við spurð hvar hægt væri að kaupa diskinn. Þá bara héldum við áfram og ákváðum að búa til geisladisk,“ segir Ásdís Guðmundsdóttir, söngkona í hópn- um. Diskurinn er gefinn út í sam- vinnu við Soroptimistaklúbb Skaga- fjarðar og Vini Kenía og rennur hluti af ágóða disksins til Lakeview- skólans í Maeri við Viktoríuvatnið í Kenía. Hópur kvenna kom skólanum á laggirnar en Vinir Kenía leitast alltaf við að finna slík verkefni sem þarfnast aðstoðar og styðja þannig við grasrótina. Skemmtilegt verkefni Söngvarar hópsins víla ekki fyrir sér að syngja á átta ólíkum tungu- málum. Ásdís segir það vissulega krefjast smáþjálfunar en þetta sé verkefni sem sé skemmtilegt að tak- ast á við. „Það er frábærlega gaman að vinna að þessu. Svo er gaman að segja frá því að listakonan sem á heiðurinn að myndinni á plötu- umslaginu er frá Mexíkó. Hún myndskreytti afmælisdagatal UNI- FEM sem ég heillaðist alveg af og sendi henni tölvupóst til að fá leyfi fyrir að nota myndirnar hennar. Hún vildi ekki fá borgað nema í disk- um svo nú eru nokkur stykki á leið til Mexíkó,“ segir Ásdís og hlær við. Hópurinn er nú á fullu við æfingar en útgáfutónleikar hópsins verða haldnir 17. september í Salnum í Kópavogi kl. 20.30. Hópinn skipa alls níu tónlistarmenn en nánari upplýs- ingar má sjá á Facebook-síðu hóps- ins. Tónlist og tónleikar Í heimsreisu í gegnum tónlist Litríkt Plötuumslagið skreytir lista- verk mexíkóskrar listakonu. Stór hópur Í Multi Musica eru níu tónlistarmenn sem spila og syngja. Skynsemi Vænlegast þykir að borga reikningana áður en maður skellir sér á góða útsölu. vegar aldrei að vera markmiðið að veita öllum atvinnuþjálfun. Hug- myndin með kennslu í fjármálalæsi sé frekar sú að veita fólki grunn- kunnáttu og sjálfstraust í eigin fjár- málum. „Fólk þarf að vita hvenær það þarf að leita hjálpar hjá fagmönnum og því eiga fjármálin ekki að vera eitthvað sem það verði að leysa úr upp á eigin spýtur. Sá hugs- unarháttur verður oft til að skapa vandræði í fjármálum. Þetta er svip- að og ef þú ert veik/veikur til lengri tíma, þá veistu að þú þarft að fara til læknis og liggur ekki bara í rúminu án þess að gera neitt. Það hefur sín áhrif að fjármál eru yfirleitt eitthvað sem fólk telur vera sitt einkamál og er ekki áfjáð í að ræða við aðra. Mik- ið af þeirri kunnáttu og hegðun sem ég ræði um er hins vegar svo al- menn að fjárhagsstaða þín þarf ekki að vera gerð opinber þó að þú sért í hóp. Ferlið í kringum tryggingar, ellilífeyrismál og veðsetningu, svo fátt eitt sé nefnt, er flókið og því fylgir mikið af almennum upplýs- ingum,“ segir Adele. Vakning í kreppu Adele segir fjármálakreppuna víða um heim hafa fært fjármál ein- staklinga fram í dagsljósið. Fólk lesi sér nú meira til um það hvernig ákvarðanir stjórnvalda í fjármálum hafi áhrif á líf þeirra. Með þeirri vöknun segir Adele að vonast sé eft- ir því að fólk muni í ríkara mæli leita sér upplýsinga og leiðsagnar og vilji læra um fjármál. Í kjölfar krepp- unnar afli til að mynda margir minna eða séu atvinnulausir. Ýmiss konar erfiðleika í kringum slíkt megi bæta með kennslu í fjármálalæsi þó að hún sé ekki lausnin á öllu. En það hjálpi vissulega ef fólk geti skipulagt fjármálin sín betur, kunni að for- gangsraða og borgi örugglega reikn- ingana áður en það kaupi sér nýja hluti. Hún segir fólk frekar komast upp með að stjórna ekki fjármál- unum þegar afkoman er mikil því þá sé nóg til í bankanum við lok mán- aðarins. Þetta dugi þó skammt þeg- ar aðstæður fólks breytist og það hafi í raun ekki lagt neitt fyrir. Horfa þarf til framtíðar „Fólk verður að hafa auga með sínum eigin fjármálum og bíða ekki eftir því að bréf berist um vanskil eða yfirdrátt. Eins er mikilvægt að gera ráð fyrir greiðslum eins og skattgreiðslum sem fólk borgar ár- lega. Sumir standa sig vel í mán- aðarlegum greiðslum en málin vand- ast þegar kemur að slíkum greiðslum. Þá er líka mikilvægt að hugsa til frambúðar. Þig langar kannski að setjast aftur á skólabekk einn daginn og þá þarftu að leggja fyrir. Öllu svona þarf maður að hugsa fyrir,“ segir Adele. Blaðamanni leikur að lokum forvitni á að vita hvort kortanotkun hafi mikil áhrif á fjármálalæsi fólks. Adele segir rannsóknir benda til þess að fólk hafi minni tilfinningu fyrir peningum ef það borgi með korti og eyði því meira. Þó séu greiðslukort ekki endilega eitthvað sem þurfi að óttast. Um leið sé at- hyglisvert að ekki hafi alls staðar orðið jafn mikil þróun í greiðslukort- anotkun. Það hafi til að mynda kom- ið sér á óvart hve algengt sé að nota ávísanir í Frakklandi á meðan slíkt tíðkist varla í Bretlandi. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2011 Suðurlandsbraut 20, 108 Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Farðu alla leið með Eirvík Hannað af alúð og framleitt af þýskri nákvæmni. Ráðgjöf, hönnun og uppsetning allt á einum stað. Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur. Innréttingar og eldhústæki Ráðstefna um fjármálalæsi verður haldin á morgun, hinn 9. september. Ráðstefnunni er ætlað að stuðla að átaki um að bæta fjármálavitund í sam- félaginu og finna leiðir sem best eru til þess fallnar að efla fjármálalæsi á Íslandi. Niðurstöður rannsókna sýna að Íslendingar hafi al- mennt litla þekkingu á hug- tökum og eðli fjármála. Skiln- ingur á fjármálum er hins vegar mikilvæg forsenda þess að bæta lífskjör í samfélag- inu, stuðla að upplýstri um- ræðu og ákvörðunum og búa í haginn fyrir fjárhagslegt ör- yggi til framtíðar. Ráðstefnan er á vegum Stofnunar um fjármálalæsi ásamt efnahags- og við- skiptaráðuneyti, Samtökum atvinnulífsins og Samtökum iðnaðarins. Aðgangur er ókeypis og öll- um opinn meðan húsrúm leyf- ir en skráning fer fram með tölvupósti á netfangið skran- ingar@ru.is. Á dagskrá eru fjölbreytt er- indi en Adele Atkinson er sér- stakur gestafyrirlesari ráð- stefnunnar sem fram fer í Þjóðmenningarhúsinu. Átak um fjár- málavitund RÁÐSTEFNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.