Morgunblaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2011
Enn eru um 46.000 bandarískir her-
menn í Írak en stjórn Baracks
Obama forseta hefur lofað að kalla
þá heim fyrir árslok í samræmi við
samning sem gerður var við stjórn-
völd í Bagdad í valdatíð George W.
Bush Bandaríkjaforseta. Að sögn
L.A. Times er þó rætt um að 3.000
hermenn verði eftir í landinu, eink-
um til þess að aðstoða við þjálfun
innlendra her- og lögreglumanna.
Málið er afar viðkvæmt í Írak
vegna þess að stjórn Nouri al-Mal-
ikis forsætisráðherra reiðir sig á
stuðning hins áhrifamikla flokks
sjita-klerksins Moqtada al-Sadr.
Flokkurinn krefst þess að staðið
verði við samninginn. Talsmaður
Malikis sagði hins vegar í vikunni að
verið væri að semja við Bandaríkja-
menn og líklega yrði eitthvert
bandarískt lið áfram í landinu.
Enginn féll í ágúst
Í ágúst féll enginn Bandaríkja-
maður í Írak og er það í fyrsta sinn
frá innrásinni 2003 sem heill mán-
uður líður án mannfalls í liðinu. En
vitað er að æðstu yfirmenn Banda-
ríkjahers álíta að ekki sé nóg að hafa
3.000 menn eftir í Írak, það sé jafnvel
of fámennt lið til að geta varið sig ef
hörð átök hefjist á ný. Stjórn Obama
hefur vísað þessum áhyggjum á bug
og sagt að Bandaríkjamenn geti
áfram haft mikil áhrif í Írak með
vopnasölu og pólitískum afskiptum.
Áhrifamiklir stjórnmálaleiðtogar
vestra eins og John McCain og Joe
Lieberman eru ósammála Obama,
þeir segja að ekki megi tefla í tví-
sýnu þeim árangri sem náðst hafi,
þess vegna verði að hafa áfram öfl-
ugt lið í landinu um sinn, 3.000
manns sé of lítið. kjon@mbl.is
Eitthvert banda-
rískt herlið lík-
lega áfram í Írak
Hart deilt í báðum ríkjunum um
fjöldann og stjórn Malikis í úlfakreppu
AP
Bardagi Nokkrir bandarískir her-
menn í viðbragðsstöðu í Írak.
Vísindamenn
hafa uppgötvað
að hænur hafa
þróað með sér
getu til að losna
við sæði úr hön-
um sem þær vilja
ekki af ein-
hverjum ástæð-
um, segir í frétt
BBC.
Hanar reyna að frjóvga sem
flestar hænur, þeir eru stærri og
geta verið aðgangsharðir. Vitað er
að fleiri kvendýr hafa þróað um-
ræddan hæfileika til að losa sig við
sæði, sebrahryssur geta það líka.
kjon@mbl.is
Hænurnar geta
snúið á stórvöxnu
nauðgarana
Ekki ráðalaus.
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Sem fyrr voru miklar getgátur í
fjölmiðlum í gær um dvalarstað
Muammars Gaddafis, fyrrverandi
Líbíuleiðtoga, sem ekki hafði sést
opinberlega í 16 daga. Margir álitu
að hann væri að reyna að flýja yfir
Sahara-eyðimörkinua til suðurs til
Burkina Faso eða Níger. Lest bryn-
varinna bíla mun hafa komið til síð-
arnefnda landsins í fyrradag og ein-
hverjir af liðsmönnum Gaddafis
með henni. En Anis Sharif, yfirmað-
ur nýs herráðs bráðabirgðastjórnar
uppreisnarmanna, skýrði óvænt frá
því síðdegis í gær að vitað væri
nokkurn veginn hvar Gaddafi héldi
sig og búið að umkringja svæðið
með hermönnum. Aðeins væri tíma-
spursmál hvenær hann næðist.
Svæðið er sagt vera innan landa-
mæra Líbíu og með um 60 km rad-
íus. Sharif sagði hermenn sína vera
reiðubúna að handsama Gaddafi eða
drepa hann. „Hann getur ekki
sloppið,“ sagði hann.
Utanríkisráðherra Nígers, Moha-
med Bazoum, sagði að landsmenn
gætu ekki lokað löngum landamær-
unum og komið þannig í veg fyrir að
Gaddafi kæmist yfir þau frá Líbíu.
Ekki hefði enn verið tekin ákvörðun
um það hvort Gaddafi fengi hæli eða
yrði afhentur Alþjóðasakamáladóm-
stólnum í Haag.
Þeir liðsmenn Gaddafis sem
hefðu þegar komist til höfuðborg-
arinnar Niamey, meðal þeirra yf-
irmaður öryggismála, mættu vera
þar áfram.
„Hann getur ekki sloppið“
Talsmenn bráðabirgðastjórnar Líbíu segja Gaddafi hafa verið umkringdan
Óljóst hvort hann fengi hæli í Níger eða yrði framseldur til Haag
Góð samskipti
» Gaddafi lagði á síðustu ár-
um meiri áherslu á gott sam-
band við Afríkuríki sunnan Sa-
hara en arabalönd.
» Þegar Afríska þjóðarráðið,
flokkur Nelsons Mandela,
barðist gegn stjórn hvítra, fékk
flokkurinn oft hjálp frá Líbíu.
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Ráðamönnum í Berlín létti í gær og
hækkun varð á Evrópumörkuðum
þegar stjórnlagadómstóll Þýska-
lands komst að þeirri niðurstöðu að
fjárhagsaðstoð ríkisins við illa stödd
evruríki eins og Grikkland í fyrra og
björgunarpakkar sem fylgdu í kjöl-
farið væru ekki stjórnarskrárbrot.
Sex andstæðingar samruna ríkja
Evrópusambandsins höfðuðu mál í
fyrra til að stöðva björgunarpakk-
ana. En dómstóllinn setti fyrirvara.
„Ríkisstjórninni ber skylda til að
fá samþykki fjárlaganefndar þings-
ins fyrir stórum útgjöldum,“ sagði
Andreas Vosskuhle, forseti dóm-
stólsins. Úrskurðurinn merkti ekki
að stjórn Angelu Merkel kanslara
fengi nú „óútfylltan tékka fyrir nýj-
um björgunarpökkum“, sagði hann.
Þessi fyrirvari gæti að sögn Wall
Street Journal haft þau áhrif að
lengi tíma gæti tekið að koma nýjum
björgunarpökkum í gegn ef þörf
krefði. Margir hafa gagnrýnt ESB-
ríkin og þá ekki síst stjórn Þýska-
lands fyrir að taka sér allt of lang-
an tíma til að bregðast við
skuldavandanum sem sumir
álíta að geti grafið endanlega
undan sameiginlega gjald-
miðlinum, evrunni og jafn-
vel sjálfu sambandinu.
Merkel fagnaði mjög nið-
urstöðunni í gær en hún hef-
ur átt í vök að verjast að
undanförnu. Evran væri meira en
sameiginlegur gjaldmiðill, sagði
hún. „Evran er tryggingin fyrir
sameinaðri Evrópu. Ef evran hrynur
þá hrynur Evrópa,“ sagði hún.
Grikkland gæti þurft að
yfirgefa evruna
Horst Seehofer, leiðtogi Kristi-
lega Sósíalsambandsins, syst-
urflokks Kristilegra demókrata
Merkel, sagðist í viðtali við blaðið
Bild ekki útiloka að Grikkland yrði
að yfirgefa evrusvæðið en hann von-
aði samt að þær aðgerðir sem gripið
hefði verið til myndu duga. Merkel
hefur sagt að úrsögn Grikklands
komi ekki til greina.
Hrikalegur skuldavandi nokkurra
evruríkja hefur lengst af vakið
mesta athygli en evrópskir ráða-
menn hafa nú loks viðurkennt annan
vanda sem þeir hafa ekki viljað
kannast við. Öflugustu bankar evru-
svæðisins þurfa mikla fjárhags-
aðstoð eigi þeir ekki að fara á höf-
uðið, þeir lánuðu ótæpilega til
ríkjanna sem nú berjast í bökkum og
einnig keyptu þeir mikið af rík-
isskuldabréfum þeirra. Bent hefur
verið á að mat bankanna sjálfra sé
oft alger skáldskapur; raunverulegt
eiginfjárhlutfall þeirra sé fyrir neð-
an öll varúðarmörk.
Fengu ekki neinn
„óútfylltan tékka“
Stjórnlagadómstóll setti skorður við björgunaraðgerðum
Angela Merkel var glöð í bragði á þýska þinginu í gær eftir úrskurð stjórn-
lagadómstólsins. En þótt aðstoðin við evrulöndin sé ekki stjórn-
arskrárbrot fer því fjarri að allar hindranir séu úr sögunni. Kristilegir
demókratar hafa farið illa út úr kosningum í einstökum sam-
bandsríkjum að undanförnu og hinn stjórnarflokkurinn, Frjálslyndir
demókratar, stendur afar illa í könnunum. Stjórnin er því völt í
sessi. Í lok mánaðarins verða greidd atkvæði á þinginu um
styrkingu á sjóðnum sem annast björgunaraðgerðirnar í evru-
löndum. Könnun meðal þingmanna þýsku stjórnarflokkanna
á mánudag bendir til að 25 þeirra muni ekki greiða atkvæði
með þessum breytingum. Stjórnarandstaðan hefur að vísu
sagt að hún muni styðja tillögurnar en það væri mjög vand-
ræðalegt fyrir kanslarann að þurfa slíka aðstoð.
Þarf Merkel hjálp á þinginu?
URGUR Í STJÓRNARFLOKKUNUM VEGNA BJÖRGUNARPAKKA
Angela
Merkel
Reuters
Æðsta dómsvald Liðsmenn stjórnlagadómstólsins þýska, sem hefur aðsetur í í Karlsruhe, skýrðu í gær frá dómi sín-
um í málum sem höfðuð voru til að koma í veg fyrir að ríkið legði fram stórfé til að bjarga nauðstöddum evruríkjum.
Macaque-apar eru vel tenntir, hér fær einn sér ananas í Búddamusterinu
Pra Prang Sam Yot í Lopburi-héraði, um 150 km norðaustan við Bangkok í
Taílandi. Nokkur hundruð apar, sem aðallega lifa á kröbbum, halda til í og
við musterið og fólk á staðnum fóðrar þá. Þeir eru því mjög gæfir.
Reuters
Óþarfi að afhýða ananas