Morgunblaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2011
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
Fjöldi farþega um Flugstöð Leifs
Eiríkssonar fór í fyrsta sinn yfir eitt
hundrað þúsund farþega í ágúst síð-
astliðnum samkvæmt tölum yfir
brottfarir frá Ferðamálastofu. Sam-
tals var um 101.841 farþega að ræða
en til samaburðar var fjöldinn 89.558
á sama tíma fyrir ári.
Það er því ljóst að orðið hefur
veruleg fjölgun á milli ára, farþegar
um 12 þúsundum fleiri en í ágúst á
síðasta ári. Fjölgunin nemur 13,7% á
milli ára. Fram kemur í tilkynningu
frá Ferðamálastofu að erlendir
ferðamenn hafa aldrei áður verið
fleiri en eitt hundrað þúsund í einum
mánuði og að þeir séu nú helmingi
fleiri en þeir voru í ágústmánuði á
árinu 2002.
Mest aukning í Reykjavík
„Ágúst hefur verið óvenjugóður
mánuður hvað varðar fjölda ferða-
manna en við höfum nú yfirleitt
meiri áhuga á gistináttatölunum
heldur en hausatalningu. Það er
augljóst af þeim gistináttatölum sem
við höfum þegar fengið vegna sum-
arsins, sem eru reyndar bara heils-
árshótel, að það hefur orðið ansi
mikil aukning á höfuðborgarsvæð-
inu,“ segir Erna Hauksdóttir, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón-
ustunnar.
Hún segir að samkvæmt þeim töl-
um sé um að ræða mikla fjölgun
ferðamanna sem stoppi tiltölulega
stutt á landinu. „Fólk sem stoppar í
kannski tvo, þrjá daga og gerir í
sjálfu sér ekki mikið meira en að
vera í Reykjavík og fara í dagsferðir
þaðan. En við sjáum þetta betur
þegar við höfum fengið almenni-
legar gistináttatölur fyrir sumarið.
Þá sjáum við betur hvernig ferða-
mennirnir hafa dreifst og hversu
mikil fjölgun er á gistinóttum miðað
við það hversu mikil fjölgun er á
hausum. Það er augljóst það sem af
er að það er minni fjölgun á gisti-
nóttum frekar en hausum sem þýðir
að fólk er að stoppa styttra.“
Víða fjölgun úti á landi
Víða úti á landi hafi engu að síður
verið þokkaleg fjölgun á gistinóttum
á heilsárshótelum að sögn Ernu
miðað við fyrirliggjandi tölur. Hins
vegar sé hætt við að þegar upplýs-
ingar berist frá minni gististöðum og
tjaldsvæðum verði ekki um að ræða
alveg jafn góðar tölur. Íslendingar
sæki mikið í slíka gististaði og kalt
veður hafi verið víða á landinu í sum-
ar sem má búast við að hafi skilað
sér í minni ferðalögum þeirra.
„En þetta er gríðarlegur fjöldi
sem er að koma hérna inn í ágúst-
mánuði og ágústmánuður er mjög
góður mánuður þó það nái kannski
ekki á öll landsvæði. Ég hef bara
fundið það á fólki bæði í Reykjavík
og úti á landi,“ segir Erna.
Aukning í endurgreiðslum
Valur Fannar Gíslason, fram-
kvæmdastjóri Iceland Refund, segir
að fjölgun ferðamanna til landsins
komi einnig fram í tölum yfir endur-
greiðslur á virðisaukaskatti til
þeirra. Aukningin í íslenskum krón-
um nam um 20,4% á tímabilinu maí
til ágúst í ár miðað við sama tíma í
fyrra. Hins vegar sé tilfinningin sú
að margir þeirra eyði ekki mjög
miklu.
„Heilt yfir þá er þetta búið að
vera flott sumar og það skýrist nátt-
úrulega af aukinni komu ferða-
manna en hver og einn eyðir
kannski svipuðu og í fyrra. Þetta er
nokkurn veginn í sama farinu að því
leyti,“ segir Valur. Hann segir að
þessi mál séu klárlega á réttri leið.
Iceland Refund hafi til dæmis boðið
upp á þá þjónustu að ferðamenn geti
á nokkrum stöðum á höfuðborgar-
svæðinu fengið endurgreiðslu á virð-
isaukaskatti á meðan þeir eru enn í
landinu og geti þar með verslað fyrir
þann pening hér. Margar verslanir
til að mynda í Reykjavík séu farnar
að leggja mikla áherslu á viðskipti
við ferðamenn og þau viðskipti séu
farin að skipta þær verulega miklu
máli.
Metfjöldi ferðamanna í ágúst
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ferðamenn Samkvæmt tölum frá Ferðamálaráði fór fjöldi farþega um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í fyrsta sinn yfir
eitt hundrað þúsund manns í ágúst síðastliðnum miðað við brottfarir. Fjölgunin miðað við ágúst í fyrra er 13,7%.
Vísbendingar um að margir ferðamenn stoppi stutt í landinu og haldi sig aðallega við höfuðborgar-
svæðið Hver ferðamaður eyðir svipuðu í ár að meðaltali og í fyrra Sumarið almennt verið gott
Farþegar um Leifsstöð 2009-2011
Bandaríkin 56.900
Þýskaland 46.624
Bretland 45.791
Danmörk 30.471
Frakkland 30.141
Önnur lönd 196.557
Skipting eftir þjóðerni
janúar - ágúst 2011
14%
11,5%
11,3%
7,5%7,4%
48,4%
Maí Júní Júlí Ágúst
2009
2010
2011
34
.6
37
28
.2
98 3
7.
21
2
54
.4
89
54
.3
91 6
5.
60
6
52
.2
20
83
.4
65
97
.7
57
92
.0
21
89
.5
58 1
0
1.
84
1
„Sumarið fór
mjög seint af
stað hjá okkur.
Þetta fór í raun
ekkert almenni-
lega í gang fyrr
en langt var lið-
ið á júlí og var
síðan fram yfir
miðjan ágúst.
Það var jafnvel
meira að gera
fyrstu tvær vikurnar í ágúst en í
júlí sem er kannski svolítið óvenju-
legt,“ segir Sigríður María Hamm-
er, umsjónarmaður Upplýsinga-
miðstöðvar ferðamanna á Akur-
eyri.
Hún segir að þessi þróun gæti
mjög líklega einfaldlega stafað af
veðrinu sem hafi ekki verið sér-
lega gott í sumar. „Það er búið að
vera mjög lélegt sumar hérna á
Norðurlandinu og það var í raun
ekkert gott veður fyrr en í ágúst.
Þannig að það ræðst alveg örugg-
lega allavega að einhverju leyti af
því.“
Færra fyrir norðan
Sigríður segir að ekki liggi fyrir
tölur um fjölda ferðamanna eða
samanburð við fyrri ár. Þær verði
teknar saman þegar sumarvertíð-
inni er endanlega lokið. Það sé þó
ljóst að það er ekki sama umferð
á Akureyrarsvæðinu og á höf-
uðborgarsvæðinu. „Það er auðvit-
að allt annað umhverfi hér fyrir
norðan en sunnan. Maður hefur
séð það þegar maður hefur verið
fyrir sunnan að oft á tíðum er
bærinn troðfullur af ferðamönnum
en það hefur ekki verið raunin
hér,“ segir hún. Margir erlendir
ferðamenn komi þó til Akureyrar
á sumrin með þeim skemmti-
ferðaskipum sem kjósi að leggja
leið sína til bæjarins.
Dreifingin sé þannig auðvitað
ekki sú sama alls staðar á landinu.
Margir ferðamenn sem komi til
landsins stoppi stutt við og fari þá
í mesta lagi rétt út fyrir höfuð-
borgarsvæðið. „Það er því meðal
annars verkefnið að reyna að fá
fleiri ferðamenn til þess að vera
lengur og koma þá til dæmis líka
hingað norður og skoða það sem
við höfum upp á að bjóða.“
Segir sumarið hafa
farið seint af stað
fyrir norðan
Sigríður María
Hammer
Ólafur Bernódusson
Skagaströnd | Í tilefni af 100 ára
afmæli sínu 3. september hélt
Hrefna Jóhannesdóttir mikla af-
mælisveislu í félagsheimilinu Fells-
borg á Skagaströnd. Þar fylltu ætt-
ingjar og vinir Hrefnu húsið til að
fagna þessum tímamótum með
henni með söng og gleði.
Hrefna fæddist á Skagaströnd 3.
september 1911, dóttir hjónanna
Jóhannesar Pálssonar og Hrefnu
Þorbergsdóttur. Hún eignaðist
fimmtán systkini og eru tvö þeirra
á lífi í dag; Guðrún 86 ára, sem býr
í Ameríku og Guðmundur 91 árs
sem býr á Skagaströnd. Hrefna
sem alltaf hefur átt heima á Skaga-
strönd býr nú á dvalarheimilinu
Sæborg en lengst af átti hún heim-
ili hjá Guðmundi bróður sínum og
fjölskyldu hans. Starfsævi sinni
eyddi Hrefna sem vinnukona og við
fiskvinnslu.
Hrefna hefur alltaf verið glað-
lynd og hress og er það enn nema
hvað heyrninni er mjög farið að
hraka.
Aldargömul, glaðlynd og hress
Morgunblaðið/Ólafur Bernódus
Afmæli Hrefna Jóhannesdóttir með Guðmundi bróður sínum.