Morgunblaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. ... og rjómi H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -1 6 7 4 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Annarri umræðu um frumvarp efnahags- og viðskiptaráðherra um gjaldeyrismál var frestað í gærkvöldi fram á mánudag. Ákveðið var að verða við þeirri kröfu stjórnarandstöðunnar að sérfræðingar gerðu lagalega og hagfræðilega úttekt á frumvarp- inu. Í frumvarpinu felst meðal ann- ars að lögfesta gjaldeyrishöftin til áramóta 2015-2016. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar tengdri kjara- samningum hinn 5. maí í vor segir: „Mikilvægt er að höftum verði ekki við haldið lengur en brýna nauðsyn ber til.“ Þingmenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafa gagnrýnt þessa lagasetningu harðlega og þeir gagnrýndu einnig í umræðun- um í gær að enginn stjórnarliði skyldi hafa tekið þátt í umræðunni á þingi. Þeir kröfðust þess að efna- hags- og viðskiptaráðherra sæti fyrir svörum. „Ég hef áhyggjur af því að at- vinnulífið sé farið að venjast þess- um höftum,“ sagði Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknar- flokksins, á Alþingi í gær. „Fyr- irtæki eru í síauknum mæli að auka starfsemi sína utan marka haftanna, þ.e.a.s. á erlendri grundu. Þannig að verðmætaaukn- ingin á sér stað þar, fyrir utan okk- ar hagkerfi,“ sagði þingmaðurinn. Úttekt ekki lögbundin „Það vilja allir losna við gjaldeyrishöftin sem allra fyrst,“ segir Árni Páll Árnason efnahags- og við- skiptaráðherra. Hann segir að markmiðið með gjaldeyrishöftunum sé fyrst og fremst að skapa tiltrú og skapa nægilegt svigrúm fyrir efna- hagslífið. Ekki hafi verið lögbundið að framkvæma úttekt á höftunum, heldur hafi verið um að ræða nefndarálit. Umræðan kom á óvart Helgi Hjörvar, formaður efna- hags- og skattanefndar, segir að allir þeir sérfræðingar sem stjórn- arandstaðan óskaði eftir hafi verið kallaðir fyrir nefndina í sumar til að gefa álit. „Að þeirri umfjöllun lokinni leitaði ég eftir því við nefndarmenn hvort þeir teldu frekari umfjöllunar þörf og þeir sögðu enga þörf fyrir skriflegar álitsgerðir. Ég gekk eftir því hvort þeir teldu frekari umfjöllunar þörf og þeir sögðu svo ekki vera. Það er auðvitað gríðarlega brýnt að málið hljóti afgreiðslu, því gjaldeyris- höftin tryggja öryggi íslensks at- vinnulífs og stöðugleika og ég átti ekki von á þessari umræðu.“ Gjaldeyrisumræðu frestað  Gera á úttekt á gjaldeyrisfrumvarpinu  Árni Páll segir alla vilja losna við gjaldeyrishöftin  Atvinnulífið er farið að venjast höftunum segir Birkir Jón Víða snjóaði á Norðausturlandi í gær og í gærkvöldi og spilltist færð á fjöllum og í skörðum. Einhverjir þurftu að snúa við í Víkur- skarði en Dalsmynni var fært. Að sögn fréttaritara Morgunblaðsins í Mývatnssveit var þar krapaslydduveður í allan gærdag og 1° hiti fram undir kvöld en þá var komið 1° frost. Úrkoma var mikil þannig að búast mátti við að snjó myndi setja þar niður í nótt. Björgunarsveitin í Mývatnssveit var á leið- inni upp að Gæsavatnaleið nyrðri í gær- kvöldi til að sækja tvo útlendinga á mót- orhjólum sem voru þar stopp út af snjó og höfðu óskað aðstoðar. Vetur konungur gerði vart við sig snemma á Norðausturlandi Ljósmynd/Gísli Kristinsson Bolti Hrannar Snær Magnússon greip tækifærið í Ólafsfirði. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Útilega Á tjaldstæðinu á Bjargi í Reykjahlíð voru 3-4 tjöld. Ljósmynd/Gísli Kristinsson Slabb Í Ólafsfirði hvítnaði eftir því sem leið á kvöldið. Bókmenntahátíð í Reykjavík var sett í Norræna húsinu í gær. Meðal þeirra sem fluttu ávarp var nóbelsskáldið Herta Müller en rauði þráðurinn í ræðu hennar voru ein- ræðisherrar fyrri tíma og síðari, synir þeirra og sjúkleiki valdagræðginnar, en einnig andófið og máttur orðsins. „Í lýðræðisríkjum rata bókmenntir sínar eigin leiðir,“ sagði Müller. „Í einræðisríkjum hafa þær hins vegar ekki annað val en að ganga brjálæði raunveruleikans á hönd: vanmáttur og ofsahræðsla eru alltaf til staðar. Ef við skrifum ekki um það, til hvers ættum við þá að skrifa?“ Jón Gnarr borgarstjóri flutti einnig ávarp og sagði að menningin væri dýrmætust sameiginlegra auðæfa mannkyns. Þegar Unesco útnefndi Reykjavík bók- menntaborg hefði það verið mikilvæg viðurkenning. Hann sagði eitt mikilvægasta hlutverk bókmenntaborg- ara að halda bókmenntahátíð, sem væri samtal höfunda við lesendur. Bókmenntahátíðin stendur fram á sunnudag og er að þessu sinni tileinkuð minningu Thors Vilhjálmssonar, sem lést fyrr á árinu. „Í lýðræðisríkjum rata bókmenntir sínar eigin leiðir“ Morgunblaðið/Kristinn Bókmenntahátíð 2011 Herta Müller talar á opnun Bókmenntahátíðar í Reykjavík í Norræna húsinu í gær.  Müller talaði á opnun bók- menntahátíðar í Reykjavík Hanna Birna Kristjáns- dóttir, fyrrverandi borgarstjóri í Reykja- vík, segir að margir hafi rætt við sig um að gefa kost á sér til for- ystu í Sjálfstæð- isflokknum en hún hafi enga ákvörðun tekið. Sér beri þó skylda til að hugleiða það. Hanna Birna segist ekki útiloka að hún gefi kost á sér til frekari trúnaðarstarfa fyrir Sjálfstæð- isflokkinn í framtíðinni. Hún segist hins vegar ekki hafa tekið endanlega ákvörðun um hvort það gerist á landsfundi flokks- ins, sem haldinn verður í nóvember. „Það er hárrétt að margir hafa rætt við mig og mér finnst þess vegna að mér beri skylda til þess að hugleiða málið alvar- lega. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem það er gert. Ég vil starfa fyrir Sjálfstæð- isflokkinn og mig langar til að gera góða hluti fyrir samfélagið allt. Þess vegna vil ég ekki útiloka neitt,“ segir Hanna Birna. Hugleiðir áskoranir um framboð Hanna Birna KristjánsdóttirÞó að í frumvarpinu sé kveð- ið á um að gjaldeyrishöftin verði framlengd til ársloka 2015 segir Árni Páll að þau séu fyrst og fremst rammi sem er hugsaður til að mæta verstu hugsanlegu að- stæðum. Er þá ekkert víst að þau muni gilda allan þann tíma? „Nei, um leið og hægt er að afnema þau ger- um við það,“ segir Árni. Höft í fjögur ár í viðbót? FYRST OG FREMST RAMMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.