Morgunblaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2011 Holað niður Hvalbátunum Hval 6 og Hval 7 hefur verið komið fyrir í fjörunni í Hvalfirði þar sem þeir verða geymdir. Þeim var fleytt upp í fjöru á háflóði, í holu sem grafin hafði verið. Eggert Í grein minni í Morg- unblaðinu á höfuðdag- inn 29. ágúst sl. fjallaði ég um skuldsetta yf- irtöku á þekktu ís- lensku fyrirtæki og rifj- aði upp hvernig þeir sem höfðu þannig eign- ast félagið fyrir ekkert seldu fasteignir félags- ins við yfirverði og leigðu þær til baka á samsvarandi hærri leigu en nam markaðsleigu. Andvirði eignanna notuðu þeir til að borga sjálfum sér út háar fjárhæðir sem arð. Hvort tveggja var vitaskuld ólöglegt og raunar refsivert. Stjórnvöld verða að bregðast við, því annars verður slík sjálftaka endurtekin. Skuldsett yfirtaka Ríkisskattstjóri gefur út ritið Tí- und. Í desember 2008 birtist þar grein eftir Aðalstein Hákonarson, fv. lögg. endurskoðanda, og nú forstöðu- mann eftirlitssviðs embættisins. Gef- um honum orðið: „Sú var tíðin að þegar menn keyptu sér eignir þurftu þeir að borga fyrir þær. Í byrjun þessarar aldar fundu íslenskir við- skiptajöfrar leið til að komast hjá því. Þeir keyptu fyrirtæki og létu fyrirtækin sjálf, sem keypt voru, greiða kaupverðið í gegnum eignalausa samruna. Með því að hengja skuldir utan á fyr- irtækin með samruna eftir kaupin, setja þau síðan á markað og selja hlutina í þeim til lífeyr- issjóða og almennings á enn hærra verði en keypt hafði verið á, þrátt fyrir skuldsetn- inguna, gátu forvígismennirnir skap- að sér miklar tekjur.“ Aðalsteinn lýsir þessu svo í smáat- riðum og efast um réttmæti þess að færa upp viðskiptavild á móti skulda- aukningunni, í stað þess að færa eig- ið fé niður. Þá undrast hann yfirlýs- ingar stjórna þessara félaga um að „samruninn komi ekki til með að skerða hag lánardrottna“. Þetta er mikilvægt atriði af því að skv. 76. gr. hlutafélagalaga má fé- lagsstjórn „ekki gera neinar þær ráðstafanir sem bersýnilega eru fallnar til þess að afla ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hlut- hafa eða félagsins“. Í þessu felst að stjórninni ber skylda til að gæta hagsmuna allra þeirra sem kröfur eiga á félagið, s.s. viðskiptavina, birgja, banka og starfsmanna. Þegar féflett félag fellur í fang banka eiga forsvarsmenn bankans að láta fara fram rannsókn og eftir atvikum kæra málið til lögreglu. Almenningur, sem leggja þurfti fram fé og ábyrgðir vegna bankanna, á rétt á að þeir fylgi þessum hagsmunum eftir. Að- alsteinn segir „vafamál hvort hluta- félag megi skuldsetja sig í þágu hlut- hafa þannig að þeir komist yfir eignarhald á félaginu“ og vísar til 104. gr. hlutafélagalaga. Loks efast Aðalsteinn um lögmæti þess að draga frá til skatts vexti af þeim skuldum sem stofnað var til í tengslum við kaupin, þar sem þeir vextir eru óviðkomandi starfsemi fé- lagsins og tekjuöflun. Líklega hefur embætti Ríkisskattstjóra gert at- hugasemdir við slíkar gjaldfærslur. Arður af sýndarhagnaði Ekki er nema hálf sagan sögð. Fé- flettarnir seldu eignir félagsins á verulegu yfirverði. Þeir tóku þær síð- an á leigu til baka á samsvarandi yf- irverði til langs tíma. Andvirði eign- anna notuðu þeir strax til að greiða sjálfum sér stórfelldan arð. Nú kunna einhverjir að segja sem svo að við sölu eignanna hafi myndast sölu- hagnaður og að skv. reglum sé heim- ilt að borga hann út sem arð. Þetta er rangt. Salan fór fram á yfirverði m.v. markaðsverð og leiga eignanna til baka fór einnig fram á yfirverði. Samningar voru til langs tíma og óuppsegjanlegir. Þarna mynduðust útgjöld til framtíðar sem ekki var varið til öflunar tekna og ekki komu rekstrinum við, á móti sýndarhagn- aði af sölunni. Slík leiga var því ekki frádráttarbær til skatts að því leyti sem hún var umfram markaðsleigu. Meira máli skiptir þó að þann hluta leigugjalda sem var umfram mark- aðsleigu bar að gjaldfæra strax með núvirðingu og sú gjaldfærsla hefði þurrkað út sýndarhagnaðinn sem bú- inn var til með sölu eignanna. Ákvæði 99. gr. hlutafélagalaga voru brotin því ekki var um raunveruleg- an hagnað að ræða, auk þess sem reglur um reikningsskil og bókhald voru brotnar, allt í auðgunarskyni. Stjórnlaus glannaskapur Bankar standast ekki nema þeir starfi í þágu samfélagsins. Þeir sem þeim stjórna fara með sparifé al- mennings sem er almannafé. Einka- bankar verða af þessari ástæðu eins konar „hálfopinberar stofnanir“, hvort sem hluthöfum þeirra líkar betur eða verr. Alvörubankar lána atvinnufyrirtækjum vegna fram- leiðslutækja og rekstrar og fjöl- skyldum vegna húsnæðis. Á síðustu árum voru eignarhaldsfélög og inn- antómar skeljar misnotaðar í stórum stíl í samstarfi við stjórnendur í bönkum sem brugðust skyldum sín- um. Heimilum voru lánuð geng- isbundin lán til kaupa á íbúðar- húsnæði og jafnvel hlutabréfum. Þetta má ekki endurtaka sig. Látum Aðalstein hafa síðasta orð- ið: „Nauðsynlegt er að koma böndum á þann stjórnlausa glannaskap sem skuldsettu yfirtökurnar og samrun- inn hafa verið og aðrar sambærilegar ráðstafanir eins og t.d. hjá fasteigna- leigufélögunum.“ Og loks þetta: „Við þurfum að tryggja að viðskiptalíf framtíðarinnar þrífist ekki á blekk- ingum og að sýndarveruleiki nái ekki tökum á stjórnendum þess.“ Eftir Ragnar Ön- undarson » Í þessu felst að stjórninni ber skylda til að gæta hags- muna allra þeirra sem kröfur eiga á félagið, s.s. viðskiptavina, birgja, banka og starfsmanna. Ragnar Önundarson Höfundur er viðskiptafræðingur og fv. bankamaður. Viðskiptanefnd þingsins þarf að bregðast við Undanfarið hefur töluvert verið fjallað um samein- ingu Landlækn- isembættisins og Lýðheilsustöðvar sem nýlega fluttu í gömlu Heilsuvernd- arstöðina við Bar- ónsstíg. Þessi sam- eining er spennandi og áhugaverð fyrir þá sem starfa að velferðar- og heilbrigðismálum. Nokkurn skugga hefur þó borið á fréttaflutning af sameiningunni. Komið hefur í ljós að eldra húsnæði þessara stofnana stendur autt eftir flutninginn og ráðuneytið er skuld- bundið að greiða árlega tugi milljóna í húsaleigu vegna óhagstæðra samn- inga þar um. Okkur sem rekum fyrirtæki í vel- ferðarþjónustunni rekur í rogastans við þessar fréttir. Undanfarið hefur Velferðarráðu- neyti Íslands ekki veigrað sér við, með einhliða ákvörðunum, að brjóta undirritaða þjónustusamninga við ýmsa í velferðarþjónustunni, meðal annars aðildarfélög innan Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Rökin eru þá að velferðarráðu- neytið megi brjóta undirritaða samninga og greiða minna fyrir þjónustuna, þar sem ástandið í fjár- málum ríkisins sé svo slæmt. Þetta hefur í för með sér að notendur vel- ferðarþjónustunnar fá ekki alla þá þjónustu sem þeir þurfa en búið var að semja um og þjónustuaðilarnir sem vinna eftir samningunum lenda skiljanlega í miklum erfiðleikum með sinn rekstur. Þetta er að gerast á sama tíma og þetta sama velferðarráðuneyti borg- ar tugi milljóna í húsaleigu fyrir hús- næði sem það notar ekki. Ekki ætlum við að mæla því bót að samningar séu sviknir og lög séu brotin. En ef neyðin er það mikil að velferðarráðuneytið verður að ganga á bak orða sinna og svíkja samninga hefðu nú margir talið að húsaleigu- samningar ættu að vera með því fyrsta sem lenti í slíkum flokki. En kannski höfum við bara misskilið málin og kannski er velferð stein- steypunnar mikilvægari en velferð þeirra landsmanna sem þurfa á þjónustu velferðar- og heilbrigð- isstofnana að halda? Eftir Gísla Pál Pálsson og Pétur Magnússon »… og kannski er vel- ferð steinsteyp- unnar mikilvægari en velferð þeirra lands- manna sem þurfa á þjónustu velferðar- og heilbrigðisstofnana að halda? Gísli Páll Pálsson Höfundar eru formaður og varafor- maður Samtaka fyrirtækja í heil- brigðisþjónustu. Velferðarráðuneyti steinsteypunnar Pétur Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.