Morgunblaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2011 Ráðstefna í Ráðhúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 14. september 2011 kl. 10:15 til 17:00 Innlendir og erlendir fyrirlesarar. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis. Táknmálstúlkun og túlkun erlendra fyrirlestra. Bein útsending á netinu. Skráning og upplýsingar á www.innanrikisraduneyti.is Skráning fyrir 12. september. Átakið Göngum í skólann var sett af stað í gær. Ísland tekur nú í fimmta skipti þátt í þessu alþjóðlega verk- efni sem er ætlað að hvetja nemendur, foreldra og starfsmenn skóla til að ganga eða hjóla til og frá skóla. Í ár eru 57 skólar skráðir til leiks hér á landi en verk- efninu lýkur á Alþjóðlega Göngum í skólann deginum 5. október. Aldís, Fanney og Anna María létu votviðrið á Akur- eyri ekki á sig fá heldu bjuggu sig vel og gengu saman í skólann í gærmorgun. ingveldur@mbl.is Átakið Göngum í skólann sett af stað Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vel búnar í votviðrinu BAKSVIÐS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Heilbrigðisnefnd Alþingis er klofin þvert á flokka vegna staðgöngu- mæðrunar. Fimm nefndarmenn af níu samþykktu þingsályktunartillögu Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, þing- manns Sjálfstæðisflokksins, sem var afgreidd úr nefndinni á mánudaginn, en þar er lagt til að velferð- arráðherra skipi starfshóp sem vinni að frumvarpi sem heimili stað- göngumæðrun. Þuríður Backman, formaður nefndarinnar, telur að ekki sé tíma- bært að semja lagafrumvarp um staðgöngumæðrun. Meiri undirbún- ings sé þörf. „Það þarf að skoða ýmis siðferðileg málefni sem tengjast þessu, en það þyrfti líka að fara ræki- lega yfir ættleiðingarlöggjöfina með það fyrir augum að auðvelda fólki að ættleiða börn,“ segir Þuríður. Ekki leyft á Norðurlöndunum Hún segir að líta þurfi til reynslu annarra þjóða. Staðgöngumæðrun sé ekki heimil neins staðar á Norð- urlöndunum, hún hafi verið heimiluð um tíma í Finnlandi, en nú hafi verið tekið fyrir það. „Við þurfum að skil- greina hverjir mega nota þetta úr- ræði. Eiga það bara að vera pör, sem ekki geta eignast börn á annan hátt? Ég er sannfærð um að einhvern tím- ann verður þetta heimilað hjá skil- greindum hópi, en við erum ekki komin á þann tímapunkt ennþá,“ segir Þuríður. Í tillögunni segir að heimila skuli staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. „Það þýðir að láta barnið af hendi þegar það fæðist, án þess að greiðsla sé innt af hendi,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, höfundur tillög- unnar. „Það er vel hægt að gæta þess að svo verði og verði tillagan sam- þykkt, verður lögð áhersla á það í frumvarpinu að þetta sé úrræði fyrir fólk sem ekki getur eignast barn á annan hátt.“ Einsleit umræða Ragnheiður Elín segir að í raun sé um að ræða framhald á löggjöf sem þegar er í gildi um að leyfa gjafaegg og gjafasæði. Hún telur umræðuna hafa verið nokkuð einsleita og á villi- götum. „Ég held að það sé vegna þess að í sumum löndum þriðja heimsins er þetta nokkurs konar iðn- aður og það er eina birtingarmyndin sem sumir sjá,“ segir Ragnheiður og segir að erfitt sé að líkja aðstæðum íslenskra kvenna við aðstæður kvenna í löndum eins og Indlandi. „En það er gott að þessi umræða hef- ur farið fram, það hvetur okkur til að huga vel að málum.“ Enn er deilt um staðgöngumæðrun  Heilbrigðisnefnd klofin þvert á flokka  Þingsályktunartillaga afgreidd til Alþingis  Þuríður Backman: Frumvarp ekki tímabært  Ragnheiður Elín Árnadóttir: Umræða á villigötum Þuríður Backman Ragnheiður Elín Árnadóttir „Þetta er gríðarlega alvarlegt vandamál. Við höfum óskað eftir því að fá tillögur um úrbætur og það hafa ýmsar tillögur komið fram en það er ekki búið að taka afstöðu til þeirra,“ segir Guðbjartur Hannes- son velferðarráðherra, spurður hvort ráðuneytið hafi eitthvað í bí- gerð til að sporna við þeim HIV- faraldri sem er nú meðal sprautu- fíkla. Sautján manns hafa greinst með HIV-smit það sem af er þessu ári og af þeim eru þrettán sprautu- fíklar. „Í lok júlí fundaði sérstakur sam- ráðshópur að frumkvæði landlækn- is og sóttvarnalæknis um aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu HIV meðal fíkla. Hópurinn hittist aftur í næstu viku og er með ágætis greina- gerð um hvaða möguleikar eru í stöðunni. Ein leiðin er að kort- leggja nákvæm- lega hverjir þetta eru, hvar þetta gerist og ná sambandi við þennan hóp til þess að stoppa frekari út- breiðslu. Jafnvel þó að aðgengi að sprautum sé mjög gott er vanda- málið að þarna er hópur sem nær sér ekki í nýjar sprautur og hefur ekki skilning á hvað það er mik- ilvægt.“ Guðbjartur segir líka mik- ilvægt að samfélagið standi vaktina til að sporna við frekari útbreiðslu HIV, láti vita af grunsamlegri sprautunotkun og leggi áherslu á mikilvægi smokkanotkunar. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu í gær er mannekla á smit- sjúkdómadeild Landspítalans þar sem HIV-smituðum er sinnt. Guð- bjartur segir að ekki hafi verið rætt um að auka fjármögnun í þennan málaflokk. „Landspítalinn er með yfir 30 milljarða í fjárveitingar og þeim er fyllilega treyst til þess að forgangsraða innan spítalans.“ ingveldur@mbl.is Ráðuneytið hefur óskað eftir tillögum um úrbætur Guðbjartur Hannesson  Ráðherra segir fjölgun HIV-smita gríðarlegt vandamál Tvær konur sem veltu bíl sínum á brúnni yfir Hornafjarðarfljót í gær voru stálheppnar að sleppa ómeiddar því biti úr brúarhandrið- inu stakkst inn í miðjan bíl. Ökumaður, bandarísk kona, missti stjórn á bílnum þegar hún var að aka inn á brúna, sem er einbreið. Þar var nýlega búið að gera við malbik og því laus möl á veginum. Bíll hafnaði á hliðinni á brúnni. Brúarhandriðið laskaðist og biti úr því gekk inn í bílinn, í gegn um vélarrúmið og inn í miðj- an bíl. Smaug bitinn meðfram hurð bílstjórans, án þess að koma við hann. Stálbiti gekk í gegnum vélarrúmið Óánægja með störf Jóns Gnarrs, borgar- stjóra í Reykja- vík, hefur aukist gríðarlega frá því í fyrra. 61,7% landsmanna eru óánægð með störf hans nú en voru 22,4% í fyrra. MMR vann könnunina dagana 15. til 18. ágúst á meðal 818 ein- staklinga á aldrinum 18-67 ára. Í ágúst á síðasta ári sögðust 77,6% frekar eða mjög ánægð með störf Jóns Gnarrs borgarstjóra en nú hefur sú ánægja minnkað í 38,3%. Yfir 60% lands- manna óánægð með borgarstjórann Jón Gnarr Í nefndaráliti meirihluta heil- brigðisnefndar segir að nauð- synlegt sé að gera siðferðilegan greinarmun á staðgöngumæðr- un sem velgjörð og í hagn- aðarskyni. Það er mat meiri- hlutans að á því sé grundvallarmunur að ganga af velgjörð með barn eða að vera ráðin á viðskiptagrundvelli sem staðgöngumóðir. Siðferðilegur munur STAÐGÖNGUMÆÐRUN Maðurinn, sem lést í haldi lög- reglunnar á Suð- urnesjum að- faranótt þriðjudagsins, var ekki með neina sýnilega áverka, sem gætu hafa leitt til andláts hans. Bráðabirgðaniður- staðna krufningar er að vænta í dag eða á morgun. Maðurinn var fæddur árið 1978 og var pólskur að uppruna. Lögregla hafði fært hann í fangaklefa ásamt félaga hans, þar sem þeir áttu að sofa úr sér áfeng- isvímu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins. „Það þótti eðlilegt í þessu tilviki að ann- að lögregluembætti tæki við rann- sókninni,“ segir Björgvin Björg- vinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum talað við fólk sem hann umgekkst, meðal annars fólk sem hann var með þetta kvöld og erum að vinna úr þeim upplýsingum,“ segir Björgvin. Verði niðurstöðurn- ar úr bráðabirgðarannsókninni óljósar, verður beðið eftir niður- stöðum lyfja- og efnarannsókna, en það getur tekið allt að 6-8 vikur. annalilja@mbl.is Engir sýnilegir áverkar  Lést í fangaklefa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.