Morgunblaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2011 Andríki telur ekki líklegt að leið-togar ESB hafi fundið lækn- ingu við meininu sem hrjáir mynt- samstarf svo ólíkra ríkja sem Þýskalands og Grikklands. Leiðtog- arnir hafi hangið í voninni um að enginn vilji taka bindin af sárinu með þeim afleiðingum að sam- starfið liðist í sund- ur og að allir óttist afleiðingar þess að samstarfið rofni. „En hvað ef það brestur ekki?    Breski þingmað-urinn Sajid Ja- vid og fyrrverandi stjórnandi hjá Deutsche Bank ritar afgerandi grein í The Wall Street Journal í dag undir yfirskriftinni: „Hver dagur sem líður með evruna í öndunarvél mun gera afleiðing- arnar af óhjákvæmilegum dauða hennar alvarlegri.“ Evrópskir stjórnmálamenn héldu þrátt fyrir allt að þeir gætu bæði sleppt og haldið: haft eina mynt fyrir mis- munandi hagkerfi og leyft hverju ríki fyrir sig að stýra eigin rík- isfjármálum og slá lán að vild.    Það kemur því ekki á óvart aðevran hefur orðið að eins kon- ar gjaldþrotavél. Þegar fjár- málamarkaðir höfðu lokið sér af við Grikkland, Írland og Portúgal var óhjákvæmilegt að Spánn og Ítalía yrðu næst og innan tíðar Frakk- land.    Þúfan sem velti hlassinu í hvertsinn kann að vera mismunandi (óhófleg skuldasöfnun ríkis, bankar með skuldbindingar sem þeir ráða ekki við, fasteignabóla) en rót vandans er alltaf sú sama: evran.    Með upptöku evrunnar gátuþessi ríki falið vandamál sín um stund og slegið lán út á láns- traust annarra ríkja.“ Evran: Sjúklingur eða meinið? STAKSTEINAR Veður víða um heim 7.9., kl. 18.00 Reykjavík 8 skýjað Bolungarvík 4 alskýjað Akureyri 3 rigning Kirkjubæjarkl. 9 skýjað Vestmannaeyjar 9 skýjað Nuuk 5 skýjað Þórshöfn 11 skýjað Ósló 13 heiðskírt Kaupmannahöfn 16 léttskýjað Stokkhólmur 16 skýjað Helsinki 17 skýjað Lúxemborg 16 skýjað Brussel 17 léttskýjað Dublin 12 skúrir Glasgow 12 skúrir London 17 léttskýjað París 17 skýjað Amsterdam 16 léttskýjað Hamborg 15 skýjað Berlín 17 skýjað Vín 21 skýjað Moskva 17 heiðskírt Algarve 27 heiðskírt Madríd 33 heiðskírt Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 27 léttskýjað Aþena 26 léttskýjað Winnipeg 23 heiðskírt Montreal 17 skúrir New York 18 alskýjað Chicago 18 léttskýjað Orlando 26 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 8. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:31 20:22 ÍSAFJÖRÐUR 6:30 20:32 SIGLUFJÖRÐUR 6:13 20:15 DJÚPIVOGUR 5:59 19:52 Lyfjakostnaður Sjúkratrygginga Ís- lands vegna þunglyndislyfja minnk- aði um nær hálfan milljarð króna á einu ári miðað við síðustu 12 mánuði á undan. Minnkunin er vegna hag- ræðingar auk þess sem verð á ýms- um lyfjum hefur lækkað. Kostnaður Sjúkratrygginga Ís- lands vegna þunglyndislyfja minnk- aði um 488 milljónir króna frá 1. júní 2010 til 31. maí 2011 miðað við 1. júní 2009 til 31. maí 2010. Um 32 þúsund einstaklingar fengu ávísað þung- lyndislyfi á umræddu tímabili og er það svipaður fjöldi og á sama tímabili á undan. Í Fréttabréfi Sjúkratrygginga Ís- lands í gær kemur jafnframt fram að greiðsluþátttaka sjúkratrygginga vegna þunglyndislyfja hafi breyst 1. júní 2010 þannig að aðeins hag- kvæmustu pakkningar þunglyndis- lyfja voru með almenna greiðsluþátt- töku eftir það. Reyndust hagkvæmustu lyfin ófullnægjandi gátu læknar samt sótt um lyfjaskír- teini fyrir dýrari lyfjum sem höfðu ekki almenna greiðsluþátttöku. Fram kemur að í kjölfar breyting- anna hafi notkun á hagkvæmari lyfj- um aukist. Meginbreytingin hafi samt verið vegna þess að verð á nokkrum lyfjum hafi lækkað, bæði vegna breyttra reglna og nýrra sam- heitalyfja inn á markaðinn. Til dæm- is hafi samheitalyf við Cipralex (Esopram) komið á markaðinn í apríl 2010 á lægra verði. Verðið hafi síðan lækkað enn frekar í júlí/ágúst 2010, en með tilkomu samheitalyfs og breyttra reglna hafi verðið lækkað samtals um 77%. Verð á samheita- lyfjunum Venlafaxin Portfarma og Venlafaxin Actavis hafi lækkað um 59% við breytingarnar 1. júní 2010. „Þessi þróun sýnir að árangur hef- ur náðst með aðgerðum stjórnvalda og sameiginlegu átaki heilbrigðis- starfsmanna,“ segir í fréttabréfinu. „Niðurstaðan er sú að hagkvæmni í ávísun lyfja stuðlar að lægri lyfja- kostnaði.“ steinthor@mbl.is Lyfjakostnaður minnkaði um nær hálfan milljarð króna Kostnaður sjúkratrygginga vegna þunglyndislyfja ATC flokkar N06AB og N06AX Milljónir kr. 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 Janúar 2009 Maí 2011 Kostnaður sjúkratrygginga vegna nokkurra þunglyndislyfja fyrir og eftir breytingu Milljónir kr. 400 350 300 250 200 150 100 50 0 Flúoxetín Cítal- ópram Setralín Esci- talópram Dúlox- etín Venla- faxín Búpró- píon Mirta- zapín Júní 2009 - maí 2010 Júní 2010 - maí 2011 Notkun (DDD) nokkurra þunglyndislyfja fyrir og eftir breytingu Þús. ein. Flúoxetín Cítal- ópram Setralín 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 Escítal- ópram Mirtaza- pín Búpró- pon Venla- faxín Dúlox- etín  Hagræðing og lækkun lyfjaverðs Hverjir eiga rétt á endurgreiðslu? Einstaklingar sem fá greiddar fullar atvinnuleysisbætur geta fengið endurgreiðslu vegna kaupa á lyfjum og greiða þá sama gjald og elli- og örorkulífeyrisþegar og börn. Hvernig er endurgreiðslu háttað? Atvinnulausir greiða almennt gjald við kaup á lyfjum en fá síðan sjálf- krafa endurgreiðslu frá Sjúkra- tryggingum Íslands ef staðfesting Vinnumálastofnunar liggur fyrir. Staðfesta þarf á vef Vinnu- málastofnunar að stofnuninni sé veitt heimild til að upplýsa Sjúkra- tryggingar Íslands um greiðslur at- vinnuleysisbóta. Það er gert í raf- rænni umsókn þegar fyrst er sótt um atvinnuleysisbætur. Þeir sem eru þegar skráðir hjá Vinnumálastofnun en hafa ekki veitt þessa heimild þurfa að fara aftur inn á sitt heimasvæði og geta þar merkt við réttan reit. Sjúkratryggingar Íslands fá stað- festingu frá Vinnumálastofnun um hverjir fái fullar atvinnuleysisbætur og upplýsingar um bankareikninga þeirra. Lagt er inn á sama reikning og bæturnar fara inn á. Kvittanir fyrir endurgreiðslum eru ekki send- ar með landpósti en þær má nálg- ast í réttindagátt Sjúkratrygginga Íslands. Réttindagáttin er aðgengi- leg á forsíðu. Þaðan er farið á þjón- ustuvef ríkisskattstjóra en til að fá aðgang að honum þarf veflykil skattsins. Endurgreiðslan fer fram 10-40 dögum dögum eftir kaup á lyfjunum. Spurt&svarað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.