Morgunblaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 34
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Crymogea gaf í vikunni út bókina Treystið okkur! Við erum myndlist- armenn, sem er yfirlitsrit um gallerí Crymo, sem var opnað í júní árið 2009 og rekið í tvö ár sem sýning- arrými og gallerí fyrir unga mynd- listarmenn. Stofnendur voru Solveig Páls- dóttir og Þor- gerður Ólafs- dóttir, sem báðar útskrifuðust úr myndlistardeild Listaháskóla Ís- lands vorið 2009. Í bókinni Treyst- ið okkur! Við erum myndlistarmenn er sagt frá starfi gallerísins og stórum hluta þeirra myndlist- armanna sem voru meðlimir í gall- eríinu eða héldu þar sýningar. Gallerí Crymo var til húsa á Laugavegi 41a. Þar voru alls settar upp 87 sýningar rúmlega 100 lista- manna, en einnig fór fram í gall- eríinu fjöldi tónleika, leiksýninga og upplestra. Gallerí Crymo tók þátt í listakaupstefnum á borð við Super- market og Alt_Cph og einnig í menningarhátíð um Ísland í Varsjá. Í ljósi þess hve margar sýningar voru haldnar í Galleríi Crymo gefur augaleið að þær hafa verið mjög örar og Þorgerður Ólafsdóttir segir að að jafnaði hafi verið settar upp nýjar sýningar á tveggja vikna fresti, en stundum vikulega. „Í bókinni tökum við fyrir við eins marga af þeim lista- mönnum sem sýndu í galleríinu og við getum og reynum þannig að gefa mynd af þeirri fjölbreytni, sýning- argleði og grósku sem birtist í Gall- eríi Crymo. Bókin er til þess að halda minningu gallerísins lifandi, einnig að skrásetja það sem var í gangi og síðan að halda utan um þá listamenn sem voru virkastir félagar í gallerínu og sem sýndu oft. Eins og getið er stofnuðu þær Sol- veig og Þorgerður galleríið, en það komu fleiri að því; „félagar í gall- eríinu á einhverjum tímapunkti voru á milli 40 og 50 listamenn. Lista- menn gátu fengið að sýna þó að þeir væru ekki félagar, en þeir sem voru félagar fengu að taka þátt í stærri verkefnum, til dæmis að taka þátt í listamessum erlendis og svo fram- vegis.“ Viðleitni leiðir af sér viðleitni Gróskan sem birtist á þeim tæpu tveimur árum sem Gallerí Crymo starfaði bendir eindregið til þess að það sé mikil eftirspurn eftir sýning- arrými fyrir unga listamenn og Þor- geður segir að galleríið hafi verið skapað til þess að vera rými fyrir þá kynslóð sem var að útskrifast um svipað leyti og þær. „Það var mikil þörf fyrir þetta rými, en þau rými og gallerí sem eru listmannsrekin lifa yfirleitt ekki nema tvö ár. Það hefur þó ýmislegt orðið til út frá starfi Gallerís Crymo, þaðan hafa sprottið vinasambönd og ýmsar samstarfshugmyndir; það má segja að Gallerí Crymo hafi verið leikvöllur til að mynda tengsl. Öll svona viðleitni leiðir af sér aðra við- leitni.“ Skrásett gróska og fjölbreytni  Saga Gallerís Crymo rakin í nýrri bók Eftirspurn Kristín Rúnarsdóttir, Módel af gallery Crymo. Þorgerður Ólafsdóttir Gróska Kolbrún Ýr Einarsdóttir, frá sýningu Crymo á ATL_CPH. Tilraun Þorgerður Ólafsdóttir, You’ve got a face with a view, klippimynd. 34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2011 Jón Gunnar Biering Margeirsson kynnir meistaraverkefni sitt í há- degisfyrirlestri tónlistardeildar LHÍ í Sölvhóli á föstudag kl. 12.00-12.45. Verkefnið er í sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi og hef- ur yfirskriftina Ný tónlist á göml- um grunni. Grunnur þess er að ís- lenskir tónlistarmenn héldu tónlistarsmiðju í samvinnu við grunnskólann í Tasiilaq á Austur- Grænlandi. Í tónlistarsmiðjunni var unnið með efni úr þjóðlagahefð Íslend- inga og Grænlendinga, búin til ný stef og unnið með hryn og í kjöl- far smiðjunnar héldu tónlist- armennirnir tónleika í bænum. Jón Gunnar Biering Margeirs- son útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands í hljóðfæraleik árið 2009. Hefur starfað sem tónlistarkenn- ari í Listaskóla Mosfellsbæjar síð- an 2006 og framhaldsskólann í Mosfellsbæ síðan 2010. Hann er að klára nám í sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi ásamt því að vera í námi í Listkennsludeild við Listaháskóla Íslands. Samstarf Tasiilaq á Grænlandi. Ný tónlist á gömlum grunni  Meistaraverkefni kynnt í LHÍ Gallerí Ágúst býður upp á óformlega leið- sögn með lista- konunni Huldu Vilhjálmsdóttur á laugardag á milli kl. 14.00 og 16.00, en þar hangir nú uppi sýning á port- rettmyndum Huldu með yfirskriftinni Mynd af henni. Hulda Vilhjámsdóttir útskrifaðist frá málaradeild Listaháskóla Ís- lands árið 2000 og hefur sinnt mál- aralistinni frá þeim tíma. Hulda nam nýlega keramik og mótun við Myndlistaskóla Reykjavíkur í eitt ár og hefur meðfram listmálun unnið að þrívíðum verkum. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga, flutt gjörninga og tekið þátt í sam- sýningum bæði á Íslandi og erlend- is. Sýning Huldu stendur til 25. sept- ember. Gallerí Ágúst er við Bald- ursgötu 12. Leiðsögn um Mynd af henni Ein mynda Huldu Vilhjálmsdóttur. Fimmtu tónleikar djass- tónleikaraðar veitingastað- arins Munnhörpunnar í Hörpu verða haldnir kl. 15 á laug- ardag. Þá leikur kvartett saxó- fónleikarans Jóels Pálssonar. Aðrir meðlimir hljómsveit- arinnar eru þeir Eyþór Gunn- arsson á píanó, Valdimar K. Sigurjónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Á efnisskránni er fjölbreytt úrval djassstandarda. Tónleikarnir standa til kl. 17. Aðgangur er ókeypis. Tónleikar í djasstónleikaröð Munnhörp- unnar eru haldnir alla laugardaga . Röðin hófst í ágúst og stendur út september. Tónlist Kvartett Jóels á Munnhörpunni Jóel Pálsson Fyrr á þessu ári kom listamað- urinn Magnús Árnason fyrir innsetningu eða tilraun í Kúlu Ásmundarsafns og nú er til- raunin, sem tileinkuð er franska efnafræðingnum Louis Pasteur, farin að bera ávöxt. Á sunnudag kl. 15.00 mun Magn- ús ræða verkið og fara yfir framgang tilraunarinnar með dr. Guðmundi Eggertssyn, líf- fræðingi og fyrrum prófessor við Háskóla Íslands. Innsetning Magnúsar er endurgerð af tilraun Pasteurs, sem átti mikilvægan þátt í afsönnun sjálfskviknunar lífs og var þekktur fyrir einfaldar en áhrifamiklar tilraunir. Myndlist Tilraunin ber ávöxt í Kúlunni Magnús Árnason Um miðja næstu viku verður haldin í Hörpu stærsta ráð- stefna á sviði týpógrafíu og grafískrar hönnunar sem hald- in hefur verið hér á landi. Sýn- ingin ber heitið ATypI Reykja- vík 2011, en ATypI er alþjóðlegt félag sem helgar sig leturfræðum, leturhönnun, rannsóknum og menntun í týpógrafíu og grafískri hönn- un. Stærsta verkefni félagsins er ATypI ráðstefnan, sem er nú haldin í 55. sinn. Þema ATypI Reykjavík 2011 er bókstafurinn „ð“, en meðal fyrirlesara eru fulltrúar frá Google, Microsoft, Adobe, Fiontlabs, Linitype og Extensis auk innlendra fyrirlesara. Leturfræði Alþjóðleg letur- fræðaráðstefna ð Rætt verður um bókstafinn ð. Áhorfandinn áttar sig þá á því af hverju samskipti Beccu og Howie eru jafnstirð og...35 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.