Morgunblaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2011 Norræna vandamálasaganer orðin að glæpasögu,það er löngu ljóst ogvirðist hvergi eins ljóst og hjá dönskum sakamálahöf- undum, sjá þannig nýjar bækur Ag- nete Friis og Lene Kaaberbøl, Hæg- ur dauði, og Anna Grue, Fallið er hátt, sem hér er tekin til kosta, en þótt báðar bæk- urnar séu ætl- aðar til að skemmta og æsa lesendur þá eru þær líka að stinga á kýlum í dönsku sam- félagi. Aðalpersóna þessarar bókar Önnu er sjálenskur auglýsingasmiður á miðjum aldri, Dan Sommerdahl, sem er svo þungt haldinn af starfsleiða og kvíða að hann hefur verið óvinnufær vikum saman. Um það leyti sem hann er að hjarna við gerist það að skúr- ingakona er myrt í fyrirtæki hans og fyrir hálfgerða tilviljun fer hann að grennslast fyrir um hvað bar við, en lögregluforinginn sem rannsakar morðið er einmitt besti vinur Somm- erdahls. Fljótlega kemur í ljós að morðið tengist ólöglegum innflytjendum, enda finnst lík af annarri stúlku sem laumast hefur til landsins og unnið svarta vinnu til að framfleyta sér. Smám saman raknar ofan af heil- miklu samsæri í kringum þessa ólöglegu innflytjendur og þá ekki bara á Sjálandi heldur um Dan- mörku þvera; landið er fullt af fólki sem tilbúið er til þess að vinna fyrir lítið frekar en að svelta í heimaland- inu, en það er líka fullt af stúlkum sem eru þar gegn vilja sínum, kyn- lífsþrælar og nauðugar vænd- iskonur. Dan Sommerdahl er geðþekkur og hæfilega snjall, hann er ekkert ofurmenni eins og vill stundum vera með amríska reyfara, og fram- vindan í sögunni er hröð og spenn- andi. Það er reyndar galli á bókinni að sumt í henni er svo fjar- stæðukennt að erfitt er að koma því niður, sjá til að mynda samtal Dans og eiginkonu hans um miðja bók, en öðru er hægt að trúa, til að mynda harkalegri gagnrýni á dönsk stjórn- völd og það hvernig þau koma fram við fórnarlömb mansals og nauðung- arflutninga – stúlkurnar fá að dvelja í landinu í 100 daga og eru svo send- ar í klærnar á óþokkunum að nýju. Fín spennusaga sem fléttar sam- an við spennuna beittri gagnrýni á galið kerfi og eins á alla þá sem eru að „hjálpa“ fórnarlömbunum og græða ríflega á þeim í leiðinni. Reyfari til að skemmta og æsa og stinga á dönskum kýlum Fallið er hátt bbbnn Eftir Önnu Grue. Vaka-Helgafell gefur út 2011. 358 bls. kilja. ÁRNI MATTHÍASSON BÆKUR Reyfari Anna Grue, höfundur bókaraðarinnar um Dan Sommerdahl. Framleiðendur næstu kvikmyndar um James Bond hafa verið beðnir af indverskum stjórnvöldum um að breyta einu atriði myndarinnar sem verður að hluta til tekin á Indlandi. Í því stekkur Bond á vélhjóli ofan á þak lestar þéttsetið farþegum. Þær breytingar verða á atriðinu að engir farþegar verða á þakinu. Ráðherra lestaráðuneytis Indlands, Dinesh Trivedi, segir í samtali við frétta- stofuna AFP að ekki megi hvetja til þess að farþegar sitji á þökum lesta, það sé ólöglegt athæfi í landinu. Reuters Lestarferð Daniel Craig mun ham- ast á þaki lestar í næstu Bond-mynd. Engir far- þegar á þaki NEI, RÁÐHERRA! – aftur á svið annað kvöld TRYGGÐU ÞÉR SÆTI! 4 sýningar á 11.900 kr. með leikhúskorti Allar kvöldsýningar hefjast kl. 19.30 Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F Íslenski dansflokkurinn 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Fullkominn dagur til drauma Fös 30/9 kl. 20:00 Fös 7/10 kl. 20:00 Sun 9/10 kl. 20:00 Sun 23/10 kl. 20:00 Sun 30/10 kl. 20:00 Sun 6/11 kl. 20:00 Svanurinn (Tjarnarbíó) Sun 6/11 kl. 14:00 Sun 13/11 kl. 14:00 Sun 20/11 kl. 14:00 Sun 27/11 kl. 14:00 Leikhúsin í landinu www.mbl.is/leikhus Tjarnarbíó 5272100 | tjarnarbio@leikhopar.is Tanz Fim 8/9 kl. 21:00 Reykjavík Dance Festival What a feeling + Heilaryk Fim 8/9 kl. 19:00 Reykjavik Dance Festival Dedication Fim 8/9 kl. 20:00 Fös 9/9 kl. 18:00 Reykjavik Dance Festival - Sýnt á Kex Hostel Nú nú Fim 8/9 kl. 12:15 Lau 10/9 kl. 17:00 Reykjavik Dance Festival - Sýn á Listasafninu, Hafnarhúsið. The Lost Ballerina Fim 8/9 kl. 15:30 Lau 10/9 kl. 13:30 Lau 10/9 kl. 15:15 Reykjavik Dance Festival - Sýnt á Listasafni Reykjavíkur Retrograde + Cosas Fös 9/9 kl. 19:00 Lau 10/9 kl. 19:00 Reykjavik Dance Festival Court 0.9144m Fim 8/9 kl. 22:00 Fös 9/9 kl. 22:00 Reykjavik Dance Festival ˆ > a flock of us > ˆ Lau 10/9 kl. 13:00 Lau 10/9 kl. 14:15 Lau 10/9 kl. 16:00 Reykjavik Dance Festival - Sýnt á Listasafninu, Hafnarhúsinu Belinda og Gyða + Vorblótið Fös 9/9 kl. 20:30 Lau 10/9 kl. 20:30 Reykjavik Dance Festival Tripping North Lau 10/9 kl. 22:00 Reykjavik Dance Festival Gróska 2011 Fim 15/9 kl. 19:30 Fös 16/9 kl. 19:30 Lau 17/9 kl. 14:30 Höfundahátíð Félags leikrita og handritshöfunda Eftir Lokin Lau 29/10 kl. 20:00 Fim 3/11 kl. 20:00 Lau 5/11 kl. 20:00 Lau 12/11 kl. 20:00 Fim 17/11 kl. 20:00 Fös 18/11 kl. 20:00 Fös 25/11 kl. 20:00 Lau 26/11 kl. 20:00 Fös 2/12 kl. 20:00 Lau 3/12 kl. 20:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.