Morgunblaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 35
MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2011 Leikstjórinn John CameronMitchell tekur heldur bet-ur u-beygju með kvik-myndinni Rabbit Hole ef litið er til síðustu kvikmyndar hans, Shortbus. Í þeirri mynd stunduðu leikarar kynlíf fyrir framan mynda- vélarnar og var allt sýnt en myndin fjallaði í stuttu máli um fólk sem sækir kynlífsklúbb í New York og eðlar sig með ókunnugum. Hin hráa og hressandi nálgun Mitchell í þeirri mynd er víðs fjarri í Rabbit Hole, undirritaður geispaði af leiðindum þegar um þriðjungur hennar var lið- inn og var nær sofnaður undir lokin. Þó skal tekið fram að undirritaður er ekki mótsnúinn lágstemmdum kvik- myndum eða hægum. Þær þurfa hins vegar að fela í sér nógu sterka sögu og persónur til að ráða við hægaganginn. Því er ekki fyrir að fara í Rabbit Hole. Í myndinni segir af hjónum, Beccu og Howie sem leikin eru af Nicole Kidman og Aaroni Eckhart. Becca er húsmóðir og eyðir dög- unum í lítið annað en að sinna hús- verkum. Howie fer í vinnuna og stundar líkamsrækt með félaga sín- um. Viti menn ekki um hvað myndin fjallar áður en áhorf hefst er það lík- lega betra því fátt kemur á óvart í henni. Becca og Howie sækja fundi með ókunnugum pörum og í ljós kemur að öll eiga það sameiginlegt að hafa misst barn. Áhorfandinn átt- ar sig þá á því af hverju samskipti Beccu og Howie eru jafnstirð og raun ber vitni, sonur þeirra lést fyrir nokkrum mánuðum. Becca er lítið gefin fyrir fundina og hættir að sækja þá en Howie heldur því áfram. Þegar líður á myndina kemur í ljós að sonur þeirra lést í bílslysi, hljóp á eftir hundinum sínum út á götu og varð fyrir bíl. Ökumaður bílsins er táningur og Becca ákveður einn dag- inn að hitta hann að máli. Dreng- urinn biður hana fyrirgefningar og er hún veitt þar sem um slys var að ræða. Howie fer hins vegar að reykja gras með konu einni sem sækir fundi hinna syrgjandi for- eldra. Þau takast með ólíkum hætti á við sorgina, Becca og Howie. Becca reynir að losa sig við alla hluti á heimilinu sem minna á soninn en Howie vill halda þeim og horfir á myndbönd af syni þeirra að leik. Becca á í samskiptaörðugleikum við móður sína og systur sem og alla aðra, að því er virðist, en Howie virð- ist eiga auðveldara með að komast í gegnum hið daglega amstur. Og þar með er það upp talið. Það gerist eiginlega ekki neitt í mynd- inni, því miður. Sumum kann að finnast það í takt við efnið en und- irritaður hefði þó heldur viljað að eitthvað gerðist, að sagan þróaðist í átt að einhvers konar niðurstöðu. Jú, reyndar er komist að ákveðinni nið- urstöðu: Lífið heldur áfram og mað- ur þarf að lifa því. Myndin er hins vegar ágætlega leikin, Kidman og Eckhart standa sig með sóma miðað við það sem þau hafa úr að moða. Að vísu er það dálítið ósannfærandi að maður sem nýverið hefur misst son sinn sé sólbrúnn og í fantaformi með óaðfinnanlega klippingu, eins og Eckhart er í myndinni, eins og fyr- irsæta í rakspíraauglýsingu. Þá er Kidman álíka vel förðuð og greidd en fegrunaraðgerðir hafa sett sitt mark á andlit leikkonunnar, hrukku- laus enni og fylltar varir koma ekki nógu vel út þegar leikkonur brynna músum og andlitin eiga að afmynd- ast af sorg en eru þess í stað eins og gljáfægður marmari. Gagnrýnendur vestanhafs hafa flestir ausið þessa mynd lofi og því bjóst undirritaður við meiru. Nið- urstaðan varð því þessi: ágætlega leikin mynd (stjörnurnar tvær fá að- alleikararnir) en hreint út sagt ótta- lega leiðinleg. Viðburðalítil sorgarsaga Sambíó Kringlunni Rabbit Hole bbnnn Leikstjóri: John Cameron Mitchell. Að- alhlutverk: Nicole Kidman, Aaron Eck- hart og Dianne West. 91 mín. Bandarík- in, 2010. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Sorg Nicole Kidman og Aaron Eckhart leika hjón, sem nýverið hafa misst son sinn í bílslysi, í Rabbit Hole. Ólgusjór er fyrsta plata pilt-anna í hljómsveitinni Loc-kerbie en sveitin er frem-ur ný af nálinni. Lögin á plötunni eiga það sameiginlegt að vera vel útsett með góðum hljóð- færaleik sem smellpassa við ein- kennandi og fallega háa rödd söngv- arans. Lögin „Snjóljón“, „Ólgusjór“ og „Reyklykt“ þykja mér standa upp úr á plötunni. Þar blandast vel sam- an melódískt popp og rokk með vel sömdum textum. En allir textar hljómsveitarinnar eru á íslensku sem mér finnst alltaf notalegt „hvarf til fortíð- arinnar.“ Í lögum Loc- kerbie má heyra áhrif frá hljóm- sveitum á borð við Aminu og Sigur-Rós þó þau fengsælu mið séu enn fjarri Locker- bie. Nafnið fer plötunni vel enda má segja að hlustandinn sé á ólgusjó við hlustun. Ekki þó neinu fárviðri þar sem hann virðist aldrei ætla að ná landi heldur frekar á báti sem rugg- ar honum eftir öldunum sem stíga mishátt upp og niður. Sjóferðin er fremur ljúf þó að inni á milli sé stigið ágætlega á bensínið. Þrátt fyrir nafn hljómsveitarinnar er hér ekkert stórslys á ferð heldur ágætis frumraun ungrar sveitar sem spennandi verður að fylgjast með í framtíðinni. Hæfilegur öldugangur Geisladiskur Lockerbie/Ólgusjór bbbnn MARÍA ÓLAFSDÓTTIR TÓNLIST Meðal þess sem verður í brennidepli á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, í ár eru kvik- myndir frá Norður-Afríku og Mið- Austurlöndum. Í tilkynningu segir að hrina byltinga hafi farið um Mið- Austurlönd það sem af er þessu ári sem sjái ekki fyrir endann á. Til að varpa ljósi á tíðaranda og menningu landanna í Norður-Afríku og Mið- Austurlöndum muni RIFF bjóða upp á sérstakan flokk með myndum frá umræddum heimshluta og nefn- ist sá Arabískt vor. Myndirnar sem sýndar verða eru Babylon, No More Fear og 18 dagar. Í heimildarmyndinni Babylon er fjallað um þau hundruð þúsunda manna af yfir 20 þjóðernum sem hafa verið á flótta á byltingarsvæð- unum í Norður-Afríku á þessu ári, einkum á landamærum Túnis og Líbýu. No More Fear er leikin mynd um byltinguna í Túnis, sagan sögð frá sjónarhorni þriggja mismunandi einstaklinga sem eiga það sameig- inlegt að hafa lifað í ótta við yfirvöld. Þeir taka undir hið sameiginlega heróp byltingarinnar í landinu, þ.e. að óttast ei meir. 18 dagar er safn tíu stuttra heimildarmynda eftir jafn- marga leikstjóra sem fjalla um bylt- inguna í Egyptalandi. Leikstjór- arnir, um tuttugu leikarar, átta kvikmyndatökumenn og lítill hópur tæknimanna tóku sig saman án fjár- hagslegs stuðning og gerðu röð af stuttmyndum sem fjalla hver með sínum hætti um 25. janúar, daginn sem Mubarak, forseti Egyptalands, hrökklaðist frá völdum eftir 30 ára spillingarstjórn. Arabískt vor á RIFF Óttalaus Úr No More Fear, leikinni mynd um byltingu í Túnis. LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar THE DEVILS DOUBLE Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:20 THE CHANGE-UP Sýnd kl. 8 - 10:20 SPY KIDS 4 4-D Sýnd kl. 6 CONAN THE BARBARIAN Sýnd kl. 10:20 STRUMPARNIR 3-D ÍSL TAL Sýnd kl. 6 HÖRKU SPENNUMYND HANN ER FÆDDUR STRÍÐSMAÐUR HEFURÐU EINHVERN TÍMANN VILJAÐ VERA EINHVER ANNAR? FRÁ LEIKSTJÓRA WEDDING CRASHERS OG HANDRITSHÖFUNDUM THE HANGOVER Í FYRSTA SINN Á ÍSLANDI! BÍÓMYND Í FJÓRVÍDD! BYGGÐ Á SANNRI SÖGU! ÞRÆLMÖGNUÐ MYND UM SON SADDAM HUSSEIN -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum Hvar í strumpanum erum við ? Sýnd í 3D með íslensku tali SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR A.K. - DV FRÁ LEIKSTJÓRA SUPER SIZE ME 5% 30 MINUTES OR LESS KL. 8 - 10 14 THE CHANGE-UP KL. 6 - 8 - 10 14 SPY KIDS 4 4D KL. 6 L T.V. - KVIKMYNDIR.IS / SÉÐ OG HEYRT 30 MINUTES OR LESS LÚXUS KL. 4 - 6 - 8 - 10 14 30 MINUTES OR LESS KL. 6 - 8 - 10 14 Á ANNAN VEG KL. 8 10 THE CHANGE-UP KL. 5.30 - 8 - 10.30 14 SPY KIDS 4 4D KL. 3.30 - 5.50 - 8 L COWBOYS AND ALIENS KL. 10 14 STRUMPARNIR 3D ÍSL. TAL KL. 3.20 - 5.40 L STRUMPARNIR 2D ÍSL. TAL KL. 3.30 L FRIENDS WITH BENEFITS KL. 10.10 12 Á ANNAN VEG KL. 6 - 8 - 10 10 30 MINUTES OR LESS KL. 8 - 10 14 THE CHANGE-UP KL. 8 - 10.30 14 GREATEST MOVIE EVER SOLD KL. 5.50 L SPY KIDS 4D KL. 5.50 L CONAN THE BARBARIAN KL. 10.20 16 ONE DAY KL. 5.30 - 8 L Þ.Þ. - FRÉTTATÍMINN FRÁBÆR ÍSLENSK GAMANMYND -K.H.K., MBL - H.V.A. - FRÉTTABLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.