Morgunblaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2011 Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 Ný sending af heimakjólum frá FÁKAFENI 9 - Sími: 553 7060 Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16 Sérverslun með Mikið úrval af fallegum skóm og töskum Gæði & Glæsileiki www.gabor. is Til sölu Orkuveita Reykjavíkur • Bæjarhálsi 1 • 110 Reykjavík Sími 516 6000 • Fax 516 6308 www.or.is/udtbod Húsgögn og fleira Orkuveita Reykjavíkur hefur til sölu ýmsa lausafjár- muni. Um er að ræða a.m.k. eftirfarandi búnað: Skápa, fundarborð, kaffiborð, fundarstóla, hillur sófa og sófaborð, gler og fl. Orkuveita Reykjavíkur býður áhugasömum kaupendum til sölusýningar í húsnæði fram- kvæmdasviðs að Réttarhálsi 4. (í porti bak við aðalstöðvar fyrirtækisins) nk. föstudag 9. september frá kl. 14-18. Eingöngu verður tekið við greiðslu á staðnum með debet eða kreditkortum. Nánari upplýsingar eru veittar í þjónustuveri Orkuveitu Reykjavíkur í síma 516-6000. GLÆSILEGAR HAUSTYFIRHAFNIR Laugavegi 63 • S: 551 4422 Dómnefnd hefur tilnefnt fjóra til fjölmiðlaverðlauna umhverfisráðu- neytisins sem veitt verða í fyrsta sinn 16. september næstkomandi á degi íslenskrar náttúru. Tilnefn- ingarnar voru kunngerðar í gær. Tilnefnd til verðlaunanna eru: Morgunblaðið fyrir upplýsandi og vandaða umfjöllun um áhrif loftslagsbreytinga á íslenska nátt- úru í greinaflokknum Hamskipti lífríkis og landslags. Greinarnar skrifuðu blaðamennirnir Guðni Einarsson og Rúnar Pálmason en þeim til aðstoðar var Elín Esther Magnúsdóttir sem vann grafík, Sig- urbjörg Arnarsdóttir og Ingólfur Þorsteinsson sem brutu flokkinn um og flestar ljósmyndir tóku Óm- ar Óskarsson og Ragnar Axelsson. Ragnar Axelsson ljósmyndari fyrir að beina sjónum að nátt- úruvernd og samspili manns og náttúru í verkum sínum. Steinunn Harðardóttir, stjórn- andi þáttarins Út um græna grundu á Rás 1, fyrir umfjöllun um íslenska náttúru, umhverfið og ferðamál. Svavar Hávarðsson, blaðamaður Fréttablaðsins, fyrir ítarlega um- fjöllun um mengun sem ógnar nátt- úru og fólki. Um tilgang verðlaunanna segir í frétt frá umhverfisráðuneytinu: „Verðlaununum er ætlað er að hvetja til hverskyns umfjöllunar um íslenska náttúru, hvort heldur er í því skyni að vekja athygli á ein- stakri náttúru landsins eða benda á þær ógnir sem steðja að íslenskri náttúru og mikilvægi þess að varð- veita hana og vernda í þágu kom- andi kynslóða.“ Verðlaunagripurinn er listmunur hannaður af Finni Arnari Arn- arsyni. Í dómnefnd vegna verðlaunanna sitja María Ellingsen formaður, Jónatan Garðarsson og Valgerður A. Jóhannsdóttir. Morgunblaðið/RAX Náttúran Skeiðará er horfin undan lengstu brú á Íslandi. Farvegur árinnar breyttist þegar Skeiðarárjökull hopaði. Fjórar tilnefningar til fjölmiðlaverðlauna  Verða veitt í fyrsta skipti á degi íslenskrar náttúru  Er ætlað að hvetja til umfjöllunar um íslenska náttúru Efnahags- og skattanefnd Alþingis fjallar nú um að framlengja heim- ild til að taka út séreignarsparnað en samkvæmt bráðabirgðaákvæði í lífeyrissjóðslögum rann sú heimild út 31. mars síðastliðinn. Upphaflega stóð til að fram- lengja heimildina til ársloka en á fundi nefndarinnar í fyrradag komu fram tillögur frá fjár- málaráðuneytinu um að fresturinn yrði framlengdur til 1. júlí 2012. Ennfremur að heildarupphæð úttektar yrði hækkuð úr 5 millj- ónum í 6.250.000 krónur. Lilja Mósesdóttir, meðlimur efnahags- og skattanefndar, segir ástæðu þess að ráðuneytið vilji hækka upphæðina vera þá, að rík- issjóður geri ráð fyrir að hafa um 2 milljarða króna tekjur af útborg- un séreignarsparnaðarins. Hún segir ergilegt að alltaf sé verið að sækja tekjur ríkissjóðs í vasa heimilanna. Til stendur að af- greiða frumvarpið á september- þinginu og telur Lilja að ekki muni verða mikill ágreiningur um það innan nefndarinnar. „Ég held að það sé almennur vilji til þess að fólk ráði því sjálft hvort það tekur þetta út eða ekki, en á sama tíma er maður meðvit- aður um að við erum að breyta eðli séreignarsjóðanna úr því að vera viðbótarsparnaður fyrir elli- árin í það að verða varasjóður fyr- ir mögru árin,“ segir Lilja. Auk þess sé sú gagnrýni beitt sem segir að með þessum laga- breytingum sé verið að hvetja fólk til þess að taka út einu eignina sem ekki er aðfararhæf við gjald- þrot, til þess að bjarga fasteign sem fólk er að missa úr hönd- unum. Framlengi heimild og hækki fjárhæð  Fái rúmlega 6,2 milljónir af séreign

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.