Morgunblaðið - 13.09.2011, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 13.09.2011, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Rannsóknarnefnd umferðaslysa telur að eft- irliti á vegum með ástandi stórra ökutækja sé ábótavant á Íslandi og nauðsynlegar vega- bætur eins og breikkun vega hafi ekki fylgt því að farmflutningar fluttust nær alfarið af sjó yfir á vegakerfi landsins á stuttum tíma. Kemur þetta fram í skýrslu rannsóknar- nefndar umferðarslysa 2010. Þá segir að það sé mjög mikilvægt að umferðareftirlit á þjóð- vegum sé öflugt vegna öryggis vegfarenda og mikilla farmflutninga. Í úttekt á banaslysi sem varð í Langadal í desember 2010 þar sem tengivagn vöruflutn- ingabifreiðar lenti á vörubifreið sem kom á móti svo ökumaður hennar lést er sérstak- lega fjallað um breidd vega á Íslandi. Þar sem slysið í Langadal átti sér stað er veg- urinn 6 m breiður milli kantlína. Bifreið- arnar í slysinu voru 2,5 og 2,6 m á breidd, auk spegla. „Ef ökumenn svo stórra öku- tækja halda sig innan akreina- og kantlína hefur hvor ökumaður 40-50 cm rými eða 20- 25 cm á hvorri hlið. Ekki er óþekkt á Íslandi að speglar stórra ökutækja rekist saman. Til viðbótar hafa ökumenn vegaxlir en breidd þeirra og ástand er mismunandi,“ segir í skýrslunni. Tengivagninn í slysinu í Langa- dal var ónothæfur til að flytja farminn sem á honum var. Eru farmflytjendur sagðir þurfa að gera sér grein fyrir ábyrgðinni. Segir í skýrslunni að það sé hlutverk stjórnvalda að tryggja að samgöngukerfið sé öruggt og að umferðarmannvirki séu með þeim hætti að þótt ökumenn geri mistök leiði það ekki til alvarlegra umferðarslysa. Margt í gangi til að draga úr slysum „Við erum endalaust að betrumbæta vega- kerfið og erum með sérstakt átak í að setja fjármagn í lagfæringar á vegum, breikka þá, laga hættulega staði og bæta merkingar. Það er heilmikið í gangi til þess að bæta umferð- aröryggi vegakerfisins og draga úr slysum,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri spurður út í gagnrýnina í skýrslunni. „Vega- kerfið er ekki síst byggt fyrir atvinnulífið og þar á meðal farmflutninga. Þeir verða að miklu leyti áfram á vegakerfinu og svarið við því er að bæta vegakerfið og gera það betur í stakk búið fyrir þessa flutninga.“ Hreinn segir að gert sé átak í því að breikka helstu flutningaleiðir. Ekki er búið að breikka veginn þar sem slysið átti sér stað í Langadal. Eftirlit með hleðslu og frágangi farms er í höndum lögreglu og eftirlitsmanna Vegagerðarinnar. „Það er verið að reyna eins og hægt er, miðað við mannskap og fjármagn, að taka prufur. Það er ekkert stórátak fram- undan í því en hinsvegar er verið að reyna að bæta að- stöðu þeirra sem stunda þetta eftirlit því það má ekki stoppa þessa bíla hvar sem er,“ segir Hreinn. Lítið svigrúm til að bregðast við  Vegakerfið gagnrýnt í ársskýrslu rannsóknarnefndar umferðarslysa  Lítið eftirlit með farmflutningum og vegir of mjóir fyrir stóra bíla Árið 2010 létust átta manns í sjö umferð- arslysum á Íslandi. Það eru níu færri en fór- ust í umferðarslysum árið 2009. Banaslys- um í umferðinni hefur fækkað nokkuð reglubundið frá árinu 2000 ef undan er skilið árið 2006. Þetta kemur fram í árs- skýrslu rannsóknarnefndar umferðarslysa. Tvö banaslys árið 2010 urðu vegna ölvunar- aksturs og tvö slys þar sem ökumenn virtu ekki biðskyldu. Þá telur nefndin að tveir af þeim fimm sem fórust árið 2010 hefðu líklega lifað slysið af hefðu þeir notað bílbelti. Innlögnum slasaðra einstaklinga vegna umferðarslysa á Landspítala háskólasjúkrahús hefur fækkað um helming á undanförnum ellefu árum. Árið 2000 voru rúmlega tvö hundruð manns lögð inn á sjúkrahús vegna umferðarslysa en árið 2010 um hundr- að. Þá er fylgni á milli þróunar innlagna og þróunar í fjölda banaslysa. Hefur hvoru tveggja fækkað verulega. Banaslysum fækkar nokkuð UMFERÐARSLYS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, sagðist á Alþingi vera reiðubúinn til að fara til Brussel og hitta „hina háu herra“ til að komast að kröfum Evrópusambandsins varðandi áætlanagerð Íslendinga um landbún- aðarmál. Þetta sagði Jón í utandagskrár- umræðum í gær um stöðuna í viðræðum við ESB um landbúnaðar- og sjávarútvegsmál. Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, hóf umræðuna. Hann sagði að í skýrslu framkvæmdastjórnar ESB kæmi skýrt fram að krafist væri nákvæmrar áætl- unar um hvernig íslensk stjórnvöld hygðust uppfylla kröfur ESB áður en viðræður hæf- ust. „Það er gengið út frá því sem vísu að ís- lensk stjórnvöld ætli sér að taka upp löggjöf Evrópusambandsins á Íslandi,“ sagði Bjarni. Jón Bjarnason sagði að stærstu tíðindin í rýniskýrslunni væru þau að Evrópusam- bandið kysi að beita svonefndum opnunarskil- málum til að samningaviðræður um landbúnað og dreifbýlisþróun gætu hafist. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði að vissulega væru kröfur Evrópusam- bandsins um áætlanagerð ekki sérlega skýrar, en Íslendingum væri nánast í sjálfsvald sett, með hvaða hætti þeir útfærðu áætlunina. Blekkingarleikur Bjarni Benediktsson kom þá aftur í ræðu- stól og spurði hvort utanríkisráðherra væri að reyna að blekkja sjálfan sig, eða þjóðina. „Reyndar kemur á óvart að heyra landbún- aðarráðherrann segja að það liggi ekki fyrir til hvers er ætlast af okkur,“ sagði Bjarni. „Við skulum hætta þessum blekkingarleik og fara að takast á við þau atriði sem ESB krefst af okkur að við tökum afstöðu til. Ræðum það, hvort við séum tilbúin að gera allar þessar viðamiklu breytingar.“ Vill hitta háa herra Jón Bjarnason Bjarni Benediktsson Össur Skarphéðinsson Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is „Ég viðurkenni vel að ég sakna dreddanna en ég myndi aldrei taka þetta til baka þar sem ég veit að hjálparstarfið nýtur góðs af þessu,“ segir Aron Bjarnason sem ákvað að láta dreddlokka sem hann safnaði í sjö ár fjúka fyrir gott málefni. „Dreddarnir látnir fjúka til góðs!“ var yfirskrift söfnunar sem Aron setti af stað 4. september á Facebook og stóð hún yfir í viku. Hann ákvað að klippa af sér dredd- lokkana ef hann næði að safna hundrað þúsund krónum sem myndu renna til Hjálparstarfs kirkj- unnar til að sporna við hungursneyðinni í Austur- Afríku. Hársöfnun Arons fór langt fram úr væntingum en hann safnaði í 313.300 kr. Svo það var ljóst að hárið varð að fjúka. Aron mætti því á hárgreiðslu- stofu í gær og lét klippa af sér lokkana. „Höfuðið á mér er létt og skrítið og mér er miklu kaldara á því. Svo bregður mér þegar ég sé sjálfan mig í spegli,“ segir Aron enn að venjast nýja útlitinu. Einnig stóðu Aron og félagar hans í hljómsveit- inni Tilviljun? fyrir styrktartónleikum í Fíladelfíu síðasta sunnudag þar sem auk Tilviljunar? komu fram Pétur Ben og Guðmundur Karl Brynjarsson. Aðgangseyrir tónleikanna skilaði 289.181 krónu. Samtals hefur því safnast 602.481 króna en mark- miðið var að safna 500.000 kr. í heildina sem duga til að gefa tvö þúsund manns korn til þriggja mánaða í Austur-Afríku. „Þetta fór fram úr væntingum. Tónleikarnir gengu mjög vel og gott að geta látið Hjálparstarf kirkjunnar fá þessa peninga. Það er mikil neyð í Afríku og þeir sem vilja gefa til hjálparstarfsins geta nálgast allar upplýsingar á help.is,“ segir Aron. Morgunblaðið/Golli Til góðs Aron með dreddlokkana sem voru klipptir af honum í gær. Þeir viktuðu af klipptir um 400 g. Dreddar fuku til fjár  Klippti dreddlokka af fyrir gott málefni  Safnaði 602.481 krónu til hjálparstarfs í Austur-Afríku Aðstæður í Langadal Breidd vegar og bíla þar sem slysið varð 6 M 7,5 M 2,6 M 2,5 M 3 M 3 M Ferðalög starfsmanna utanríkis- ráðuneytisins og embættismanna undirstofnana kostuðu skattgreið- endur 98 milljónir króna á síðasta ári. Er það heldur hærri fjárhæð en á árinu 2009 en svipuð að krónutölu og 2007. Kostnaðurinn var mun meiri hrunárið, 2008. Starfsmenn utanríkisráðuneyt- isins fóru fleiri ferðir til útlanda á árinu 2010 en árinu á undan. Ferð- um starfsmanna ráðuneytisins og embættismanna undirstofnana hef- ur fækkað mikið frá árunum 2007 og 2008. Kemur þetta fram í svari utan- ríkisráðherra við fyrirspurn Vigdís- ar Hauksdóttur þingmanns. Starfsmenn ráðuneytisins og embættismenn undirstofnana fóru samtals í 537 ferðir á árinu 2007 og 505 ferðir 2008. Ferðunum fækkaði verulega 2009 þegar farnar voru 296 ferðir en fjölgaði aftur 2010 þegar starfsfólkið átti 336 sinnum erindi út fyrir landsteinana. Ferðakostnaðurinn, að dagpen- ingum meðtöldum, var um 98 millj- ónir í heild á síðasta ári, 6 milljónum meiri en 2009. Ferðakostnaðurinn er svipaður og 2007. Tæpar 100 milljónir í ferðir í fyrra Bragi Halldórsson á góðu gengi að fagna á Norðurlandamóti öldunga. Hann gerði sér lítið fyrir og vann fremur öruggan sigur á FIDE- meistaranum Bent Sörensen í þriðju umferð í gærkvöldi. Mennta- skólakennarinn Bragi er nú einn efstur með fullt hús. Sigurður Eiríksson gerði jafntefli við finnska stórmeistarann og þre- faldan Norðurlandameistara öld- unga, Heikki Westerinen. Sigurður er meðal átta keppenda sem eru í öðru sæti hálfum vinningi á eftir Braga. Ólafur Kristjánsson, Jóhann Örn Sigurjónsson og Friðrik Ólafs- son eru einnig með 2½ vinning, en Friðrik vann Halldór Garðarsson í aðeins 12 leikjum í gær. Fjórða umferð fer fram í dag. Bragi efstur öldunganna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.