Morgunblaðið - 13.09.2011, Qupperneq 6
BAKSVIÐ
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Þetta kemur okkur í opna skjöldu
og við erum öll slegin yfir þessum at-
burðum. Maður fær sjokk þegar
svona gerist,“ segir Ingvar Breið-
fjörð, formaður trúnaðarmannaráðs
Arion banka, við Morgunblaðið um
uppsagnir á 57 starfsmönnum bank-
ans sem tilkynntar voru til Vinnu-
málstofnunar í gær sem hópupp-
sögn. Ingvar segir trúnaðar-
menn hafa fengið að vita af upp-
sögnunum í gærmorgun og
ekki hafi verið hægt að
undirbúa sig fyrir þetta.
Aðgerð sem þessi hafi
eðlilega mest áhrif á þá
sem sagt er upp en ekki
síður hina sem eftir
standa. „Það er alltaf
slæmt að horfa á eftir góðum vinnu-
félögum,“ segir Ingvar.
Af þessum 57 starfsmönnum voru
38 í höfuðstöðvunum við Borgartún
og 19 á öðrum starfsstöðvum, þar af
12 á landsbyggðinni. Meðalaldur
þeirra sem sagt var upp er 47 ár og
konur eru í um 79% tilvika, eða 45
talsins. Meðalstarfsaldur þessa hóps
er ríflega 12 ár. Að meðtöldum þess-
um uppsögnum, sem eru þær mestu
frá stofnun bankans í október 2008,
hefur starfsmönnum Arion banka
fækkað um 90 undanfarið ár en um
30 þeirra hafa hætt störfum. Eftir
uppsagnirnar eru starfsmenn bank-
ans 890 talsins. Kynjahlutföllin eru
um 70% konur og 30% karlar. Ná
uppsagnirnar til allra starfssviða
bankans og taka gildi frá og með
næstu mánaðamótum.
Í tilkynningu frá bankanum eru
uppsagnirnar sagðar liður í hagræð-
ingarferli sem staðið hafi yfir frá
stofnun bankans.
„Almennt má ljóst vera að rekstur
íslenska fjármálakerfisins er of
kostnaðarsamur. Fjöldi starfsfólks
hjá fjármálafyrirtækjum hér á landi
er of mikill miðað við umfang kerf-
isins. Sú staðreynd á einnig við um
Arion banka. Að auki eru ný verk-
efni, s.s. eftirspurn eftir nýjum lán-
um og fjárfestingar í lægð sem
stendur. Þrátt fyrir að afkoma bank-
ans hafi verið viðunandi síðastliðin
„Sjokk þegar svona gerist“
Arion banki segir upp 57 starfsmönnum, þar af 45 konum Slæmt að horfa á eftir góðum vinnu-
félögum, segir formaður trúnaðarmannaráðs bankans Of kostnaðarsamur rekstur, segir Arion banki
Bankinn í tölum
» Arion banki hagnaðist um
10,2 milljarða á fyrstu sex
mánuðum ársins. Að mestu er
það tilkomið vegna endurmats
á lánasafni.
» Sjóðsstreymi var á sama
tíma neikvætt um 3,1 milljarð
króna.
» Starfsmenn Arion banka eru
um 890 eftir uppsagnir á 57
starfsmönnum.
» Til viðbótar hafa um 30
starfsmenn hætt störfum und-
anfarið ár.
» Útibú bankans eru núna 24
en þeim hefur fækkað um 15 á
tveimur árum.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2011
Höskuldur H. Ólafsson, banka-
stjóri Arion banka, segir það
hafa verið þung skref að taka
að segja upp 57 starfs-
mönnum en þetta hafi
verið lokahnykkur á ferli
sem hófst fyrir ári með
það að markmiði að
draga úr rekstrar-
kostnaði. Frekari upp-
sagnir séu ekki fyrirhugaðar.
Höskuldur segir að nú hafi orðið
kaflaskil í starfsemi bankans. Að
mestu sé búið að vinna að úrlausn
mála hjá um 1.000 fyrirtækjum og
farið sé að sjá fyrir endann á mál-
um einstaklinga. Einnig sé efna-
hagsbatinn í þjóðfélaginu hægur,
lítil eftirspurn eftir nýjum lánum
og fjárfesting í lágmarki.
Voru þung skref að taka
HÖSKULDUR H. ÓLAFSSON, BANKASTJÓRI ARION BANKA
Höskuldur
H. Ólafsson
Reiknaðu
Komdu í Brimborg í dag
Hugleiddu hvað rúmast í þínu lífi. Frelsi, fjölskylda, félagar,
frítími, ferðalög, friður, þægindi, lúxus, traust, fjárhagslegt
svigrúm. Öryggi! Veldu bíl sem er leiðandi í öryggi. Veldu bíl
sem er hagkvæmur í heild sinni. Veldu sparnað. Reiknaðu
dæmið.. Reiknaðu með Volvo í þínu lífi. Hafðu ráð á að lifa
lífinu. Lifðu í öryggi. Veldu Volvo. Komdu í Brimborg.
VOLVO S40 DÍSIL VOLVO V50 DÍSIL VOLVO S60 DÍSIL VOLVO V60 DÍSIL VOLVO S80 DÍSIL
Notar aðeins 4,0 lítra á
hundraðið í langkeyrslu.
Öryggi, munaður og
þægindi ná nýjum hæðum
í Volvo S80. Endurskil-
greindu gæði í þínum
huga með nýjum
Volvo S80.
Verð frá 5.990.000 kr.
Frítt í bílastæði
í Reykjavík.
Notar aðeins 4,1 lítra á
hundraðið í langkeyrslu.
Volvo V60 stendur vörð
um líf þitt. Mættu
grunnþörfum fjölskyld-
unnar með öryggi Volvo
V60. Mættu ítrustu
kröfum þínum um lúxus
með hátækni og munaði.
Verð frá 5.990.000 kr.
Frítt í bílastæði
í Reykjavík.
Notar aðeins 3,9 lítra á
hundraðið í langkeyrslu.
Volvo S60 sannar
vitsmunalega tilvist okkar.
Volvo S60 er skilgreining
okkar á heiminum eins og
við þekkjum hann.
Endurreiknaðu líf þitt.
Verð frá 5.690.000 kr.
Frítt í bílastæði
í Reykjavík.
Notar aðeins 3,5 lítra á
hundraðið í langkeyrslu.
Veldu Volvo V50 fyrir
notagildið. Valið er
auðveldara ef þú þarft að
finna rétta jafnvægið milli
hagkvæmni og
áhugamála. Volvo V50 er
notadrjúgur bíll, hentugur
fyrir fjölskylduna. Náðu
jafnvægi.
Verð frá 4.690.000 kr.
Frítt í bílastæði
í Reykjavík.
Notar aðeins 3,5 lítra á
hundraðið í langkeyrslu.
Hagkvæmur og glæsi-
legur kostur þar sem
öryggi, ending og lífsgildi
nútímans liggja til
grundvallar. Kjóstu
hagkvæmni Volvo S40.
Verð frá 4.490.000 kr.
Frítt í bílastæði
í Reykjavík.
Notar aðeins 3,5 lítra á
hundraðið í langkeyrslu.
Eigðu sviðið með svölum
Volvo C30. Veldu aðra
leið en þá hefðbundnu.
Fetaðu þína eigin leið
með hinum sportlega
Volvo C30.
Verð frá 4.290.000 kr.
Frítt í bílastæði
í Reykjavík.
VOLVO C30 DÍSIL
milli kl. 9 og 17
Öryggi er lúxus. Lifðu í lúxus.
Spyrðu um fyrirmyndarþjónustu
Brimborgar.
Volvo S60 er sigurvegarinn
í flokki stærri fólksbíla
í vali á Bíl ársins 2012
Brimborg og Volvo áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð bílanna getur verið frábrugðin myndunum í auglýsingunni. Nánari upplýsingar veita ráðgjafar Volvo á Íslandi.
Volvo. Bara fyrir skynsamt fólk.