Morgunblaðið - 13.09.2011, Page 11

Morgunblaðið - 13.09.2011, Page 11
Chitwan-þjóðgarðinum og skoðum villt dýr. Við munum ferðast á ýmsan máta, auk þess að ganga förum við á fílsbaki, siglum á eintrjáningum og hjólum líka eitthvað. Við gistum á fín- um hótelum, í fjallakofum og sofum í tjaldi. Þetta hefur allt sinn sjarma og við náum ansi breiðri sýn. Innfæddir menn munu bera farangurinn fyrir okkur og þeir ætla líka að elda ofan í okkur. Þetta verður því fjölbreytileg ferð og náttúran er ekki síður fjöl- breytt sem við förum um, allt frá regnskógum til snævi þakinna tinda Himalaja-fjalla þar sem ægifagurt útsýni bíður okkar á Annapurna- fjallgarðinum,“ segir Ragnheiður og bætir við að þau séu ekki síður að fara til að kynnast landi og þjóð og ólíkum trúarbrögðum. „Í upphafi ferðar göngum við til dæmis nokkra kílómetra til að skoða elsta hindúahof Kathmandu-dalsins, Chengu Nara- yan. Við heimsækjum líka borgina Bhaktapur sem var konungdæmi áð- ur fyrr og er á heimsminjalista og undir vernd UNESCO. Við heim- sækjum apahofið Swayabonath í Kat- hmandu, og svo mætti lengi telja.“ Gekk á skíðum í Vasagöngu Það er að ýmsu að huga fyrir svona ferð og Ragnheiður segir mjög mikilvægt að vera ströng á farangri og allir þurfa að fara í bólusetningar. „Einnig er mikilvægt á svona svæði að passa hvað maður borðar og drekkur, og svo getur flugan smitað okkur af malaríu, en það er áhætta sem verður að taka.“ Hún segir þau félagana í Átta vitrum þekkja hvert annað mjög vel, enda séu þau búin að vera lengi saman. „Við vorum eins og lítil fjölskylda þegar við bjuggum í Svíþjóð, héldum saman jól og hvað- eina. Þá ferðuðumst við mikið og fór- um saman á skíði. Við stunduðum líka öll mikla útivist á námsárunum, hlupum hálfmaraþon og fleira. Meðal annars gekk ég Vasagönguna sem er 90 kílómetrar á gönguskíðum. Ein í hópnum fékk þessa hugmynd en mér leist ekkert á það, ég hafði aldrei stigið á gönguskíði. En við æfðum okkur og við kláruðum þetta og það reyndist vera rosalega skemmtilegt.“ Hreyfing fyrir sál og líkama Ragnheiður er mikil útivistar- kona og segist hafa hjólað heilmikið þegar hún bjó úti í Svíþjóð. „Ég hjól- aði 25 kílómetra á hverjum degi, til og frá vinnu. Ég hljóp líka mikið þeg- ar ég var þar og tók meðal annars þátt í hálfmaraþonhlaupum. Ég er hætt að hlaupa eins mikið og ég gerði, bakið á mér þoldi það ekki. Ég er gjörgæsluhjúkrunarfræðingur en við sem erum í þeirri stétt þurfum að lyfta mjög þungu fólki, sérstaklega á hjartagjörgæslu. Almennt er ganga líka miklu betri fyrir bak en hlaup. Ég er í hópnum Fjallafólk sem hittist einu sinni í viku þar sem markmiðið er að halda við og byggja upp styrk og úthald svo við getum áfram gengið á fjöll og haft gaman af. Síðan förum við í lengri ferðir einu sinni í mánuði. Ég syndi á hverjum degi og ég gutla líka í golfi og tennis,“ segir Ragn- heiður sem þarf ekki að æfa sér- staklega fyrir Nepalferðina. „Ég passa mig að vera í minni þjálfun, ég geng með vinkonu minni um helgar og syndi mikið. Ég er í ágætisformi til að takast á við þetta.“ Hún segir það halda sér gangandi bæði líkam- lega og andlega að stunda markvisst útivist og hreyfingu. „Það er ekki síður félagslega mikilvægt að stunda útivist með öllu þessu skemmtilega fólki og spjalla.“ Ánægja Gleðin skín úr andliti Ragnheiðar og þeirra sem með voru í för í þessari göngu upp á Eyjafjallajökul. Ljósmynd/Helgi Ben Nepal Þar er landslag fjölbreytt og framandi. Mynd úr ferð með Helga Ben. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2011 Skráðu þig núna á www.unwomen.is eða hringdu í síma 552-6200 og styrktu systur þínar. FiðrildaáhrifHafðu Bjóddu systur þinni í kaffi og köku! Fyrir aðeins 1000 krónur á mánuði getur þú bætt kjör kvenna og barna þeirra í fátækustu löndum heims. Að hjóla er bæði hollt og gott en það sparar fólki líka eyrinn, því ekki þarf að kaupa bensín á reiðhjólið. Eftir hrun hefur fólk í auknum mæli dregið fram hjólafáka sína og er það vel, því ekki veitir af að efla hjólreiðar til sam- gangna. Landssamtök hjólreiða- manna og Hjólafærni á Íslandi standa fyrir ráðstefnu í upphafi samgöngu- viku næsta föstudag, þann 16. sept- ember, og er yfirskrift ráðstefnunnar: Hjólum til framtíðar. Áhersla ráðstefnunnar er á hvernig stuðla megi að auknum hjólreiðum, hver staðan sé á Íslandi og hvert stefnan sé tekin. Þrír erlendir fyrirlesarar eru vænt- anlegir til landsins vegna ráðstefn- unnar en auk þeirra munu íslenskir fyrirlesarar flytja erindi. Þar á meðal er innanríkisráðherra sem ávarpar ráðstefnuna og tekur þátt í pallborðs- umræðum. Ráðstefnan er haldin með stuðn- ingi frá Reykjavíkurborg og land- læknisembættinu auk annarra styrktaraðila. Ráðstefnan verður haldin í Iðnó, við Tjörnina í Reykjavík, og hefst klukkan 09:00 og stendur til kl. 16:00. Aðgangseyrir er 4.000 kr. (1.500 kr. fyrir námsmenn og hjólandi almenning). Innifalið: Hressing í kaffihléum, há- degisverður og léttar veitingar að ráð- stefnu lokinni. Gaman er að geta þess að Bergþór Pálsson mun syngja íslensk hjólalög eftir hádegishlé. Allir eru velkomnir en skráningu lýkur 15. september. Ráðstefna á föstudaginn Morgunblaðið/Eggert Hjól Hjólreiðar eru frábær ferðamáti, bæði heilsusamlegur og peningasparandi. Hjólum til framtíðar Þeir sem hafa áhuga á að dansa JazzFunk, Street og Hip Hop geta fagnað, því enginn annar en dansstjarnan Kame- ron Bink úr þáttunum So You Think You Can Dance? verður aðalkenn- ari skólans DanceCenter RVK í vetur. Hann er ný- lentur á landinu og í til- efni komu hans verður einn boðsdagur, í dag, í Þrótti í Reykjavík. Þeir sem vilja njóta dansgleð- innar með stjörnunni geta skráð sig á dance- center.is. Dagskráin verður svona: Kl. 16.30 – 7-9 ára Kl. 17.30 – 10-12 ára Kl. 18.30 – 13-15 ára Kl. 19.30 – Nútíma- dans (modern) Kl. 20.30 – 16-19 ára og 20 ára og eldri. DanceCenter RVK Boðsdagur með dansstjörnunni Kameron Bink í Þrótti í dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.