Morgunblaðið - 13.09.2011, Side 12

Morgunblaðið - 13.09.2011, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2011 klóra sér, borða og fara á salernið hjálparlaust. „Það er allt betra en þetta.“ Árangur sjáist helst níu til átján mánuðum eftir aðgerð. Þá séu taugarnar að vaxa langmest og það sjáist merkjanlegar framfarir á milli vikna. Fernt þarf að vera á hreinu Guðmundur segir að það séu fjórir hlutir sem verði að vera á hreinu: Tæknileg atriði, fjármálin, biðlistinn og frönskukunnátta en hann er á þriðja ári hjá Alliance Française. „Fyrst eru það tæknileg atriði en læknarnir þurfa í rauninni að æfa aðgerðina fyrirfram. Biðlistinn skiptir líka máli en eftir að boðunin kemur þá þarf ég að vera kominn á skurðarborðið innan sex klukku- tíma. Þess vegna er ég að flytja til Frakklands. Ef þetta væri í gegnum ríkið, þá væru þeir með sjúkraflug.“ Hann fær ekki aðstoð frá ríkinu þar sem aðgerðin telst vera „til- raunaaðgerð“. Guðmundur stefnir á að vera hugsanlega áfram úti í Frakklandi eftir aðgerðina svo fremi að hann lepji ekki dauðann úr skel en þá verði hann að koma heim. Best væri þó ef hann gæti verið áfram í Frakklandi í tvö ár eftir aðgerð. Læknateymið í Lyon hafi þegar gert yfir tuttugu framhand- leggjaaðgerðir og þar fáist því besta endur- hæfingin. Vildi geta klórað sér hjálparlaust  Á leið til Frakklands í handaágræðslu  Aðgerðin sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum  Ágræðslan og kostnaður henni tengdur um 30-40 milljónir króna  Ríkið greiðir ekki kostnað Ljósmynd/Gísli Hjálmar Svends Gleði Guðmundur Felix Grétarsson er að flytja til Frakklands þar sem hann mun bíða þess að vera kallaður í aðgerð vegna handleggjaágræðslu. Guðmundur Felix Grétarsson er þegar byrjaður að safna fyrir handa-ágræðslunni í Frakk- landi. Þær tvær milljónir sem söfnuðust í Handahlaupi í Reykjavíkurmaraþoni nýttust Guðmundi til að borga skuldir vegna fyrri ferða til Frakklands þar hann fór í rannsóknir. Að- gerðin mun kosta um 21 milljón króna en Guðmundur segist þurfa að flytja til Frakklands á meðan hann bíður þess að handleggir fáist. Biðin geti tek- ið upp í tvö ár. Hann þurfi einnig að greiða aðstoðarmanneskju sem honum sé nauðsynlegt að hafa. Endurhæfing taki um tvö ár. Heildarkostnaður sé því 30- 40 milljónir króna. Hægt er að leggja inn hjá styrktarfélagi hans á reikning: 537-26- 2164, kt. 530711-0130. Einnig má hringja í 901 5100, 901 5200 og 901 5500. Þarf að safna 30-40 milljónum KOSTNAÐUR Guðmundur Felix Grétarsson Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Sveitarfélögin í landinu fengu til sín um 27% af öllum tekjum hins opin- bera í fyrra og þau standa undir tæp- lega 26% af öllum opinberum útgjöld- um eða ríflega 204 milljörðum á seinasta ári skv. nýju yfirliti Hagstof- unnar yfir fjármál hins opinbera. Tekjuhalli sveitarfélaga árið 2010 var um 13 milljarðar kr. eða lítið eitt minni en á árinu 2009 en hins vegar drógust skatttekjur sveitarfélaga nokkuð saman frá árinu á undan. Staða sveitarfélaga er mjög mis- munandi. Mörg glíma við ofurmiklar skuldir. Ársreikningar sveitarfélaga hafa nú verið birtir á vefsíðu Sam- bands ísl. sveitarfélaga. Þar má t.a.m. sjá að í lok seinasta árs voru lang- tímaskuldir sveitarfélaga um 165 milljarðar kr. Í frumvarpi innanríkisráðherra til nýrra sveitarstjórnarlaga sem unnið var í samvinnu við sveitarfélögin og lagt fyrir Alþingi í apríl, eru boðaðar veigamiklar breytingar á sveitar- stjórnarlögunum. Samgöngunefnd hefur nú afgreitt frumvarpið frá sér til 2. umræðu með fjölmörgum breyt- ingartillögum, sem kollvarpa þó ekki viðamestu atriðum frumvarpsins. Er að því stefnt skv. upplýsingum blaðs- ins að afgreiða það sem lög á yfir- standandi þingi. Í frumvarpinu er m.a. sett sú regla að heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélaga séu ekki meiri en nem- ur 150% af reglulegum tekjum. Sveit- arfélögin í landinu eru 76 og eru mörg þeirra skuldsett vel fyrir ofan þetta skuldaþak í dag. Skv. upplýsingum Halldórs Halldórssonar, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, má gera ráð fyrir að nálægt 20 sveit- arfélög séu fyrir ofan þessi mörk. Skv. ársreikningayfirliti Sam- bands sveitarfélaga yfir skuldir í hlutfalli við tekjur (að lífeyrisskuld- bindingum frátöldum) má sjá að nokkur af stærstu sveitarfélögum landsins voru töluvert fyrir ofan 150% markið um seinustu áramót; t.d. Hafnarfjarðabær 198,4%, Mos- fellsbær 161,3%, Kópavogur 177,1% og Reykjanesbær 360,8%. Meirihluti samgöngunefndar tekur undir að eðlilegt sé að sveitarfélög í vanda fái allt að 6 ár til að aðlaga sig ef þau setja fram raunhæfa áætlun um hvernig þau ætla að ná skulda- og útgjaldaviðmiðunum. Halldór Halldórsson er hins vegar þeirrar skoðunar að eðlilegur aðlög- unartími sé að lágmarki tíu ár. Um 20 sveitarfélög fyrir ofan skuldaþak væntanlegra laga Morgunblaðið/Eggert Rödd íbúanna Verði ný sveitarstjórnarlög samþykkt geta 20% kjósenda knúið fram atkvæðagreiðslur um mál. Stefnt er að því að heildarendurskoðun sveitarstjórnarlaga verði afgreidd á septemberfundum Alþingis Ef Alþingi af- greiðir frum- varpið til sveita- stjórnarlaga sem lög á yfirstand- andi þingi, taka þau gildi um næstu áramót. Þá tekur gildi nýmæli í lögum sem heimilar 10% kosning- arbærra íbúa í sveitarfélagi að óska eftir því að haldinn verði borgarafundur um einstök mál og er þá sveitarstjórn skylt að verða við því. Jafnframt geti 20% kosn- ingabærra íbúa óskað eftir því að fram fari íbúakosningar um einstök mál og er þá líka skylt að verða við því. Engar breytingar eru gerðar á þessum ákvæðum í nefndaráliti meirihluta samgöngunefndar, sem lagt var fram í seinustu viku. 20% íbúa sveitarfé- lags geta krafist kosninga um mál Búast má við fjölg- un íbúakosninga Í frumvarpinu til sveitarstjórn- arlaga er mjög umdeilt ákvæði um vanrækslu sveitarstjórnarmanna og að innanríkisráðuneytið geti með lögsókn krafist dagsekta af þeim sem ábyrgð bera á vanræksl- unni. Margir sem sendu samgöngu- nefnd Alþingis umsagnir við frum- varpið gerðu verulegar athugasemdir við þetta. Erfitt verði að fá fólk til að taka sæti í sveitarstjórn undir þessum kringumstæðum, starf sveitar- stjórnarmannsins sé oft illa launað hugsjónastarf og eigi þeir þetta yfir höfði sér geti það stuðlað að „ákvarðanafælni sveitarstjórna“. Meirihluti samgöngunefndar leggur til í breytingartillögum sín- um að þessi grein frumvarpsins verði felld brott. Grein um sektir fyrir vanrækslu falli brott Í frumvarpi innanríkisráðherra er lagt til að núgildandi ákvæði um lágmarksíbúafjölda sveitarfélags, sem er 50 íbúar, verði fellt brott. Tveir stjórnarþingmenn, sem sæti eiga í samgöngunefnd, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Mörður Árna- son, hafa lagt fram þá breyting- artillögu að lágmarksíbúatala sveitarfélags verði 1500 íbúar. Í tillögu þeirra segir að ef íbúa- fjöldi sveitarfélags hefur verið lægri en 1500 í þrjú ár samfleytt skuli ráðuneytið eiga frumkvæði að því að sameina það nágranna- sveitarfélagi. Einnig megi skipta hinu fámenna sveitarfélagi milli nágrannasveitarfélaga. Undan- tekning yrði heimiluð ef sérstakar aðstæður hindra að mati ráðu- neytisins að íbúar fámenna sveit- arfélagsins geti myndað fé- lagslega heild með íbúum nágrannasveitarfélags. Lágmarksíbúatala verði 1.500 BREYTINGARTILLAGA TVEGGJA STJÓRNARÞINGMANNA VIÐTAL Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is „Ég var dofinn og í rosa spennufalli. Ég svaf eiginlega hvorki né borðaði í síðustu viku. Ég var alltaf viss um að ég væri á leiðinni í þetta. Nema í síð- ustu viku. Þá fór maður að verða stressaður og föstudagurinn var svo- lítið erfiður,“ segir Guðmundur Fel- ix Grétarsson sem gat loks sofið yfir helgina eftir að hafa fengið þær fréttir á föstudag að hann komist í handaágræðslu hjá franska lækn- inum Lionel Badet í Lyon í Frakk- landi. Guðmundur missti báðar hendur við öxl í vinnuslysi árið 1998. Vongóður um árangur Aðgerðin mun væntanlega vekja heimsathygli en hún verður sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Sá sem hefur farið í aðgerð sem er líkust þessari var Þjóðverji. Grædd- ar voru á hann báðar hendur frá miðjum upphandleggjum. Guð- mundur segir hann farinn að hreyfa á sér fingurna. „Vonandi fæ ég það líka. Ég er með axlahreyfingar í lagi og ef olnbogahreyfingar komast í lag þá er ég alveg sáttur. Allt umfram það er plús.“ Guðmundur segist ekki búast við að styrkur handanna verði mikill en hann geti þó væntanlega notað þær við daglegar athafnir eins og að

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.