Morgunblaðið - 13.09.2011, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2011
✝ Magnús Bald-vinsson fæddist
á Signýjarstöðum í
Hálsasveit í Borg-
arfirði hinn 4. jan-
úar 1913. Hann
andaðist á Hjúkr-
unarheimilinu
Holtsbúð í Garða-
bæ 4. september
síðastliðinn. For-
eldrar Magnúsar
voru Baldvin Jóns-
son frá Hurðabaki í Hvítársíðu,
f. 21.9. 1874, d. 1.7. 1964, og
Benónía Þiðriksdóttir frá Háa-
felli í Hvítársíðu, f. 20.11. 1872,
d. 8.2. 1969. Þau bjuggu lengst
af á Grenjum í Mýrasýslu.
Magnús var sjötti í röðinni af
átta systkinum en hin voru Ei-
ríkur, Helga, Guðjón, Þuríður,
Þiðrik, Guðný og Ólöf Baldvins-
börn. Guðný er ein eftirlifandi
systkinanna og býr hún í Borg-
arnesi.
Eiginkona Magnúsar var
Bjarney Jóna Finnbogadóttir
frá Auðkúlu í Arnarfirði, f.
12.8. 1922, d. 26.1. 2004. Eign-
uðust þau átta börn, sem eru: 1)
Arndís, húsmóðir f. 28.4. 1943,
gift Hafsteini Filippussyni hús-
gaganasmið. Þau eiga fjögur
börn og búa í Ástralíu. 2) Benja-
mín Grendal arkitekt, f. 18.8.
1944, maki Guðbjörg Kristjáns-
Bragadóttir matreiðslumaður.
Þau eiga þrjú börn og búa í
Kópavogi.
Magnús ólst upp á Grenjum í
Álftaneshreppi á Mýrum. Skóla-
gangan var fyrst heimakennsla
og síðar einn vetur í héraðsskól-
anum í Reykholti. Seinna fór
Magnús í Iðnskólann í Reykja-
vík, útskrifaðist þaðan sem
múrari og síðan múrarameist-
ari.
Magnús varð snemma af-
kastamikill byggingameistari í
Reykjavík og nágrenni og rak
eigið fyrirtæki. Hann tók þátt í
að byggja fjöldann allan af
byggingum á seinni hluta síð-
ustu aldar og má þar nefna
Glæsibæ, Domus Medica, Lág-
múla 5-9 (Glóbus o.fl.), Sunda-
borg, ýmsar byggingar fyrir
Landsbankann og Silla og
Valda, Frímúrarahöllina, Mjólk-
ursamsöluna, verslunar-, skrif-
stofu- og íbúðabyggingar við
Hamraborg í Kópavogi ásamt
fjölda einbýlis- og fjölbýlishúsa.
Magnús tileinkaði sér snemma
nýja tækni í byggingum svo sem
notkun múrdælu og skriðmóta
t.d. við uppsteypu fjölbýlishúsa
og við byggingu strompsins sem
reistur var við Klöpp. Magnús
tók þátt í stjórnmálum á yngri
árum og var á meðal stofnenda
Þjóðvarnarflokksins. Hann var
meðlimur í Rótarýklúbbi Aust-
urbæjar og virkur bridgespilari
í Krummunum um árabil.
Útför Magnúsar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 13. sept-
ember 2011, og hefst athöfnin
kl. 13.
dóttir listfræð-
ingur. Þau eiga tvo
syni og búa í Kópa-
vogi. 3) Sæunn
Grendal hjúkr-
unarfræðingur, f.
23.2. 1946, sam-
býlismaður Grétar
Sveinsson húsa-
smíðameistari. Þau
búa í Reykjavík.
Sæunn eignaðist
tvær dætur með
fyrri maka en önnur þeirra er
látin. 4) Guðný Grendal bóndi, f.
15.9. 1947, maki Jóhannes
Magnús Þórðarson bóndi í
Krossnesi á Mýrum. Eignuðust
þau sex börn. Guðný lést 19.8.
2008. 5) Tvíburasystir Gunýjar,
Sigrún Grendal, lést 24.4. 1948.
6) Baldvin Grendal skipamiðl-
ari, f. 19.2. 1949, maki Að-
alheiður Rósa Emilsdóttir, f.
25.3. 1942. Þau eignuðust tvö
börn saman en Aðalheiður átti
tvær dætur áður. Aðalheiður
lést 1.6. 2008. Baldvin býr í
Garðabæ. 7) Sigrún Grendal tal-
meinafræðingur og afród-
anskennari, f. 15.4. 1953, maki
Guðmundur J. Guðlaugsson
pípulagningameistari. Þau eiga
þrjú börn og búa í Garðabæ. 8)
Sigurður Grendal líffræðingur
og viðskiptafræðingur, f. 25.6.
1959, maki Sigríður Björk
Það var á föstudegi sem hann
greip um vanga minn og strauk
þumlinum um andlitið á mér eins
og hann gerði svo oft í gamla
daga. Ég varð allt í einu sex ára.
Þetta var svo ótrúlega, ótrúlega
gott. Hann var stóra ástin í lífi
mínu og við vorum einlægir
aðdáendur hvor annars. Svo
sofnaði hann. Ég hélt í höndina á
honum næstu tvo sólarhringa,
strauk honum og kyssti hann
eins og lífið lægi við. Lífið lá við.
Hann kvaddi okkur á sunnu-
dagskvöldi á friðsælan og und-
urfallegan hátt. Við fjölskyldan
vorum hjá honum og ég hélt enn
í höndina á honum.
Hetjan mín. Tilbúinn að fara
en þó svo erfitt að sleppa.
Ég átti hann pabba minn svo
lengi og fyrir það er ég þakklát.
Frá því að ég man eftir mér vor-
um við pabbi í nánu sambandi.
Ég var yngsta stelpan hans og
hann dekraði við mig. Pabbi var
svo glettinn og skemmtilegur að
það var ekki hægt annað en að
falla fyrir honum. Hann stóð
heldur ekki í því veseni að vera
að siða mann mikið til því hann
lét mömmu alfarið um uppeldið á
okkur systkinunum. Þegar ég
var unglingur áttum við pabbi
það til að skreppa upp í Bláfjöll
snemma á sunnudagsmorgnum.
Á meðan ég skíðaði pússaði
pabbi kannski blett á bílnum sín-
um ef hann fann einhvern og las
Moggann. Svo mættum við sæl
og glöð í sunnudagslærið hennar
mömmu. Pabbi var ólatur að
skutla mér í skólann. Einu sinni
benti ég honum á að ég væri ein
af fáum nemendum sem ekki
ættu bíl. „Nú, ert þú sú eina sem
hefur einkabílstjóra,“ svaraði
hann jafnharðan. Það er mér líka
eftirminnilegt þegar við Gummi
maðurinn minn mættum til
pabba eitt laugardagskvöld með
rauðvínsflösku og súkkulaðirús-
ínur. Við ætluðum að horfa á
góða mynd saman. Þegar hann
faðir minn sá að það lækkaði
ískyggilega hratt í nammiskál-
inni án þess að þeir karlarnir
væru byrjaðir að smakka á góð-
gætinu sagði hann; „Gummi, eig-
um við ekki að skipta á milli okk-
ar einni rúsínu áður en það
verður of seint?“
Pabbi hafði lifað tímana
tvenna og það var eins og að
vera komin inn í sögubók þegar
hann rifjaði upp gamla tíma.
Ekki versnaði það þegar þau
Guðný systir hans hittust og
ræddu um sveitina. Þau voru
bæði svo ótrúlega ern þrátt fyrir
háan aldur. Ég spurði þau einu
sinni hver áhrifamesta umbylt-
ingin hefði verið í lífi þeirra og
þau hugsuðu sig ekki um er þau
bæði svöruðu „stígvélin“. Það
var dýrmætt að fylgja pabba eft-
ir inn í ellina. Hann var orðinn
einn og samræður okkar breytt-
ust þar sem mömmu naut ekki
við lengur. Honum var umhugað
um fjölskylduna og þegar krepp-
an skall á spurði hann mikið um
líðan barna sinna og afabarna.
Nú voru mjúku málin orðin mik-
ilvægari en allt annað. Hann var
meira að segja farinn að spyrja
mig um afródansinn minn og
þóttist sjá mest eftir að hafa ekki
komið á námskeið til mín. Taldi
það of seint núna en danshæfi-
leikana hafði ég a.m.k frá hon-
um.
Ég elskaði hann pabba minn
skilyrðislaust. Ég kveð hann nú
með auðmýkt og þakklæti í
hjarta fyrir allt það sem hann
var mér og fjölskyldu minni.
Hetjan mín.
Sigrún Grendal
Magnúsdóttir.
Afi minn, Magnús Baldvins-
son, er nú dáinn.
Það má segja að ég hafi verið
sannkallaður afastrákur.
Þegar við bjuggum á neðri
hæðinni hjá ömmu og afa í
Grænuhlíðinni var auðvelt um
vik að kíkja í heimsókn.
Um eins árs aldurinn kenndi
afi mér að meta kaffi. Kaffið hjá
afa var alltaf dísætt en sterkur
grunur er um að oftar en ekki
hafi eitthvað fleira verið sett út í.
Hann lét mig sötra kaffið úr te-
skeið svo það væri ekki of heitt
fyrir mig, sagði hann. Þar sem
ég komst að því seinna að afi
drakk kaffið alltaf frekar kalt
ályktaði ég að hann hefði sagt
það til að ég fengi ekki of mikið
af því „góða“.
Óteljandi eru skiptin sem
maður sem smápolli strauk að
heiman í fússi og ætlaði aldrei að
koma aftur. Það fór hins vegar
alltaf á sama veg. Þegar af
manni rann reiðin var nærtæk-
ast að fara til ömmu og afa frek-
ar en heim, svona til þess að
halda andlitinu.
Já, þær voru margar sam-
verustundirnar með ömmu og
afa í Grænuhlíðinni. Þegar ég
hafði aldur til kenndi afi mér að
spila og seinna meir að tefla.
Þær eru líklega taldar í þúsund-
um klukkustundirnar sem við
eyddum saman við það. Afi var
ótrúlega þolinmóður og passaði
að maður næði fram hagstæðum
úrslitum af og til, svo maður
missti ekki áhugann. Amma
stundaði sína handavinnu á með-
an, hæstánægð með að fá frið til
þess, svo bar hún í okkur bakk-
elsi svo ég héldi lengur út. Því
meðan ég var til staðar slapp
hún við að spila við „karlinn“
eins og hún orðaði það. Sama
fyrirkomulag var haft á þær ófáu
helgar sem ég eyddi í sumarbú-
staðnum með þeim.
Á yngri árum áleit maður afa
stóran karl, kannski ekki svo-
kallaðan „útrásarvíking“ enda
voru þeir ekki til á þeim tíma,
heldur meira eins og „innan-
landsvíking“. Hann var um tíma
stórtækur byggingarverktaki og
tók hann þátt í byggingu margra
kennileita höfuðborgarsvæðisins
svo sem Kassagerðarinnar, Do-
mus Medica, Glæsibæjar og
Austurvers að ógleymdri
Hamraborginni í Kópavogi, en
þar reisti hann „fallegri“ hlut-
ann, eða það fannst mér að
minnsta kosti. Maður fylltist
miklu stolti að eiga svona afa og
hvert tækifæri var notað til þess
að koma því á framfæri. Minn-
isstætt er þegar við Kristján
frændi minn bjuggum í Hamra-
borginni og vorum smáguttar að
taka strætó heim frá Ísaksskóla
þegar steypubíll fer fram úr
vagninum. Þá var sagt hátt og
snjallt: Sjáðu steypubílinn! Hann
er örugglega að fara til afa! Eins
og óhugsandi væri að nokkur
annar væri að panta steypu.
Við vorum miklir mátar. Frá
unglingsárum mínum er mér
minnisstæður tími þegar amma
fór í ferðalag með Félagi eldri
kvenskáta. Á meðan á því stæði
skyldi ég flytja inn til þeirra og
passa afa. Á fyrsta degi var farið
út í Suðurver og ísskápurinn
fylltur af ýmsu góðgæti eins og
sviðasultu og súrum lundabögg-
um en skömmu áður hafði einnig
verið send fata frá Krossnesi
með súrsuðum sviðalöppum.
Heil vika fór í að horfa á hina
ýmsu vestra og gæða sér á al-
vöru mat eins og það var kallað.
Það er margt sem stendur
upp úr en umfram allt var hann
góður afi.
Blessuð sé minning hans.
Magnús Baldvinsson.
Elsku afi. Mig langar til að
minnast þín með ljóðinu „Læk-
urinn“ eftir Gísla Ólafsson frá
Eiríksstöðum, sem hefur alltaf
minnt mig á þig og bæinn Grenj-
ar.
Ég er að horfa hugfanginn
í hlýjum sumarblænum
yfir litla lækinn minn,
sem líður framhjá bænum.
Ó, hve marga æskustund
áður hér ég dvaldi,
saklaust barn með létta lund,
og leggina mína taldi.
Bæ ég lítinn byggði þar
og blómum utan skreytti.
Yfir tún og engjarnar
oft ég læknum veitti.
Nú er ekkert eins og fyr;
á öllu sé ég muninn:
löngu týndir leggirnir
og litli bærinn hruninn.
Æska hverfur. Yndi dvín.
Allt er líkt og draumur.
Áfram líður æfin mín
eins og lækjarstraumur.
Meðan æðum yljar blóð
og andinn má sig hræra,
skal ég syngja lítið ljóð
læknum silfurtæra.
Þegar ég er uppgefinn
og eytt hef kröftum mínum,
langar mig í síðasta sinn
að sofna á bökkum þínum.
Styrmir Guðmundsson.
Elsku afi minn. Þú og móðir
mín voru fallegustu feðgin sem
ég hef séð. Samband ykkar var
alveg einstakt og svo fallegt. Það
sást langar leiðir glampinn í aug-
um þínum þegar þú horfðir á
hana og sá sami glampi mynd-
aðist í hennar augum þegar hún
horfði á þig. Eintóm ást, aðdáun,
stolt og umhyggja. Þið gerðuð
hvort annað svo hamingjusamt.
Ég er svo ánægð að hafa feng-
ið það tækifæri að sýna þér son
minn og að þið hafið fengið að
kynnast pínulítið. Ég er líka svo
hamingjusöm með að eiginmaður
minn hafi fengið að kynnast þér
og hann hafi orðið vitni að því
hversu einstakur maður þú
varst.
Persónuleikinn þinn var alveg
einstakur. Svo skemmtilegur og
hress. Aldrei var langt í grínið
og hláturinn. Það var sama þótt
þú værir orðinn 98 ára gamall
karl, það var alltaf eins og þú
værir unglingur. Það sem skipti
þig mestu máli var fjölskyldan
og þú varst svo stoltur af börn-
um þínum.
Það voru algjör forréttindi að
fá að kveðja þig áður en þú fórst.
Það var stund sem ég á aldrei
eftir að gleyma og ein sú erf-
iðasta sem ég hef upplifað.
Ég er þakklát fyrir tímann
sem við áttum saman. Mitt
hjarta er fullt af fallegum minn-
ingum sem ég mun geyma allt
mitt líf og deila með börnum
mínum.
Nú eruð þið amma loksins
saman aftur ásamt fleirum heitt-
elskuðum. Það er hugsun sem
maður getur hlýjað sér við.
Takk fyrir yndislegt líf, elsku
afi minn.
Ég elska þig.
Agnes Guðmundsdóttir.
Magnús
Baldvinsson
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
MARÍA GUNNARSDÓTTIR,
Maja,
sjúkraliði,
Suðurgötu 2a,
Vogum,
sem lést á heimili sínu miðvikudaginn
7. september, verður jarðsungin frá Kálfatjarnarkirkju fimmtu-
daginn 15. september kl. 15.00.
Þórður Kristinn Guðmundsson,
Ívar Örn Þórðarson, Sigríður Vigdís Þórðardóttir,
Guðríður Kristín Þórðardóttir, Sölvi Hall,
Halla Guðbjörg Þórðardóttir, Sigurjón Veigar Þórðarson
og barnabörn.
✝
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR
frá Vatni í Haukadal,
fyrrv. hjúkrunarforstjóri FSN,
Bakkabakka 4b,
Neskaupstað,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 6. september.
Útför hennar fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag, þriðjudaginn
13. september kl. 14.00.
Halldór Þorsteinsson,
Sveinbjörg Halldórsdóttir, Kári Þormar,
Þórunn Björg Halldórsdóttir, Ragnar Eðvarðsson,
Snorri Halldórsson, Sigrún Þorsteinsdóttir
og barnabörn.
✝
Okkar ástkæra
GUÐMUNDA ERLENDSDÓTTIR
lést á deild B-6, Landspítalanum í Fossvogi
sunnudaginn 11. september.
Jarðarför verður auglýst síðar.
Gunnar Valur Þorgeirsson,
Hrefna Gunnarsdóttir, Jónas Ástráðsson,
Louisa Gunnarsdóttir, Birgir Þór Jónsson,
Erna Gunnarsdóttir, Haukur Ólafsson,
Auður Björk Gunnarsdóttir, Þórhallur K. Jónsson.
✝
Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ANNA BJÖRG BJÖRNSDÓTTIR,
Skálateigi 1,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstu-
daginn 16. september kl. 13.30.
Sigrún Hjaltadóttir, Sævar Sigmarsson,
Jón Hjaltason, Lovísa Björk Kristjánsdóttir,
Hrönn Hjaltadóttir,
Þorsteinn Hjaltason, Hrafnhildur Björnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar og systir,
GUÐBJÖRG EDMONDSON,
Didda,
lést í Grímsby sunnudaginn 11. september.
Ralph og Maureen Edmondson,
Cristopher og Carole Edmondson,
Stella og N.Weir,
Hreiðar Hólm og Sigríður Ólafsdóttir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÞÓREY JÓNSDÓTTIR
fótaaðgerðafræðingur
frá Þorvaldsstöðum í Breiðdal,
lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi laugardaginn
10. september.
Jarðsungið verður frá Akraneskirkju föstudaginn 16. september
kl. 14.00.
Jarðsett verður að Þorvaldsstöðum í Breiðdal mánudaginn
19. september kl. 11.00.
Guðný Jóna Ólafsdóttir, Guðjón Guðmundsson,
Daðey Þóra Ólafsdóttir,
Erla Ólafsdóttir, Fjölnir Þorsteinsson,
Eygló Peta Gilbertsdóttir, Óskar Ingi Ágústsson,
barnabörn og barnabarnabarn.