Morgunblaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 1. O K T Ó B E R 2 0 1 1
Stofnað 1913 230. tölublað 99. árgangur
ÞYKIR VÆNT
UM GÖMLU
GÓÐU LÖGIN
MUGISON
FÆDDIST Í KA-
RÓKÍ Í MALASÍU
KRÖKKUM KENNT
AÐ BÚA TIL
STUTTMYND
SUNNUDAGSMOGGINN AFRAKSTURINN Í BÍÓ PARADÍS 45PAUL YOUNG ER FJÖLHÆFUR 48
Morgunblaðið/Einar Falur
Sjónmengun? Háspennumastur á Kili,
sumum finnst þau fögur, öðrum ljót.
Þórður Guðmundsson, forstjóri
Landsnets, segir að ef leggja ætti
allar nýjar háspennulínur í jörð
myndi það þýða 400-500 milljarða
króna aukakostnað. Meirihlutinn í
sveitarfélaginu Vogum á Vatns-
leysuströnd er fallinn eftir að sam-
þykkt var að heimila Landsneti að-
eins lagningu jarðstrengja um land
sveitarfélagsins.
Verði þetta niðurstaðan mun
ekki verða hægt að stækka Reykja-
nesvirkjun og ekki hægt reka álver
í Helguvík. Að sögn Landsnets yrði
viðbótarkostnaður af lagningu
jarðstrengs á landi Voga í stað loft-
línu sex milljarðar króna. »25
Jarðstrengir um allt
land gætu kostað
500 milljarða
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Rótgróin verktakafyrirtæki í bygg-
ingariðnaði hafa að undanförnu
neyðst til að segja upp þeim starfs-
mönnum sem búa yfir mestu reynsl-
unni og lengsta starfsaldrinum, lyk-
ilstarfsmönnum, vegna skorts á
verkefnum.
Friðrik Á. Ólafsson hjá Samtökum
iðnaðarins bendir á að ekkert fyr-
irtæki geti starfað án lykilstarfs-
manna. Fyrirtækin vilji ekki missa
þá en uppsagnirnar séu varúðarráð-
stöfun enda sjái þau fram á verk-
efnaskort. Komi þær til fram-
kvæmda sé lítið orðið eftir af
viðkomandi fyrirtækjum enda geti
þau vart starfað án sinna mikilvæg-
ustu starfsmanna.
Margir afar reynslumiklir menn
hafi þegar misst vinnuna og margir
þeirra hafi flutt til útlanda í kjölfarið.
Þungt hljóð sé í byggingarverk-
tökum. Nánast engin verkefni séu í
vinnslu og ekkert í pípunum.
Erfitt sé að spá fyrir um hvort
uppsagnir halda áfram í haust og
vetur. „Og það er líka spurning hvort
það eru einhverjir eftir til að segja
upp,“ segir Friðrik.
Sigurður Bessason, formaður Efl-
ingar, segir atvinnuleysið innan
þeirra raða hafa heldur sigið niður.
„En maður hefur þó á tilfinning-
unni að það sé svikalogn,“segir hann.
Sigurður segist jafnframt óttast
að mikið verði skorið niður í fjárlaga-
frumvarpinu.
Lykilstarfsmenn á brott
Rótgróin verktakafyrirtæki neyðast til að segja upp reynslumestu starfsmönn-
unum Þungt hljóð í byggingarverktökum Nánast engin verkefni í pípunum
Staðan Fá verkefni í byggingaiðn-
aði og lítið sem ekkert framundan.
Morgunblaðið/RAX
MDeyfðin svífur »4
Fjölmenni var á fundi lögreglumanna í Menntaskólanum
við Hamrahlíð í gærkvöld og menn voru sammála um að
fylkja sér á bak við sína menn í viðræðunum sem hafnar
eru við fulltrúa ríkisstjórnarinnar um bætt kjör. Starfs-
hópurinn sem stofnaður var á fimmtudag hefur þegar
hist og mun halda annan fund á mánudag, að sögn Guð-
mundar Fylkissonar, aðalvarðstjóra hjá Ríkislögreglu-
stjóra, sem var fundarstjóri.
„Ég er ekki bjartsýnn en heldur ekki svartsýnn, menn
eru að tala saman, það er það sem þetta snýst um,“ sagði
Guðmundur um viðræðurnar við ráðherra. Hann sagði að
grunnkrafan væri að launakjörin yrðu bætt. Menn sem
áður hefðu verið í óeirðasveitinni en sagt sig úr henni
myndu mæta til vinnu í dag vegna þingsetningar og
klæðast sínum hefðbundnu búningum. kjon@mbl.is
„Menn eru að tala saman“
Lögreglumenn vilja styðja vel sína menn í viðræðunum
Morgunblaðið/Golli
Alvara Lögreglumenn á fundinum í MH í gærkvöldi.
Laufblöðin þyrluðust hátt upp í loft, með smá-
hjálp frá kröftugum haustvindinum, þegar þess-
ar glaðlegu skólastúlkur brugðu á leik í gær. Ár-
leg haustlægð hefur gert hressilega vart við sig
undanfarna daga og virðist ekkert lát vera á,
spáð er áframhaldandi rigningu og roki.
Haustinu tekið fagnandi
Morgunblaðið/RAX
„Ég held að strákar sjái einfald-
lega ekki tilganginn í því að lesa
bækur þegar þeir geta nálgast allar
þessar upplýsingar á netinu og
skólarnir eru enn í fyrirlestra-
formi,“ segir Þorbjörg Helga Vig-
fúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins og formaður starfshóps
á vegum Reykjavíkurborgar um
námsárangur drengja í skólum.
Hún segir að sínu mati nauðsyn-
legt fyrir kennara og skólastjórn-
endur að nýta sér margmiðlunar-
tækni eins og myndabandavefinn
YouTube í náminu og höfða þannig
betur til nemenda með því að færa
námsefnið meira í slíka miðla sem
þeir þekki og noti mikið. Til að
mynda í formi fyrirlestra á netinu í
stað þess að þeir fari fram í
kennslustofunni. »12
Nýta þarf vinsæla
margmiðlunartækni
Ágúst Ingi Jónsson
Kristján Jónsson
Stóra kvótafrumvarpið var sam-
þykkt af allri ríkisstjórninni, að sögn
Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs-
ráðherra sem vísar því á bug að gall-
ar séu á frumvarpinu. Hann er
spurður um tilboð formanns og vara-
formanns sjávarútvegsnefndar,
Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur og
Ólínu Þorvarðardóttur, um að semja
nýtt frumvarp. „Það hefur verið í
þeirra höndum hvernig málið var
unnið og mér finnst sérkennilegt að
fá álit frá einstökum nefndar-
mönnum í lok
meðferðar þing-
nefndarinnar,“
svarar Jón.
Samfylking-
armaðurinn Ró-
bert Marshall
segir eðlilegt að
Lilja Rafney og
Ólína hafi unnið
álitið sem sent
var ráðherra, þær hafi haft mest tóm
til að sinna málinu. „Þetta er ekki
hefðbundið nefndarálit sem lagt er
fram á milli umræðna,“ segir Ró-
bert. »6
Allir ráðherrarnir sam-
þykktu kvótafrumvarpið
Jón Bjarnason