Morgunblaðið - 01.10.2011, Síða 2

Morgunblaðið - 01.10.2011, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vegna samdráttar í sölu kindakjöts í sumar er það um sinn fallið niður fyrir svínakjöt á innanlandsmarkaði og er nú í þriðja sæti yfir vinsælustu kjöttegundirnar. Það hefur ekki gerst oft frá fyrstu áratugum Ís- landsbyggðar að meira væri borðað af svínakjöti en kindakjöti. Alifuglakjöt hefur í allmörg ár verið vinsælasta kjöttegundin og velti þá kindakjötinu af stalli. Kinda- kjötið sem lengi var uppistaðan í kjötmeti Íslendinga hefur þó yfirleitt verið annað söluhæsta kjötið á inn- anlandsmarkaði. Er þetta ólíkt neyslumynstri í flestum nágrannalöndum þar sem svínakjöt er gjarnan söluhæsta kjöt- ið og kindakjöt ekki ofarlega á lista. Sölutölur í ágúst sýna 15% sam- drátt í sölu á kindakjöti síðustu mán- uði og rúmlega 6% samdrátt síðustu tólf mánuði, miðað við sama tímabil þar á undan. Sala á svínakjöti hefur einnig minnkað en þó minna. Það leiddi til þess að svínakjöt var í öðru sæti kjötlistans á tólf mánaða tíma- bili. Samkvæmt upplýsingum Bændasamtakanna er það sjaldgæft en hefur þó gerst áður. Þannig var sala á svínakjöti meiri en á kinda- kjöti, á sama mælikvarða, í fimm mánuði sumarið 2009. Söguleg þróun Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, bendir á að þessi þróun geti talist söguleg. „Lambakjötið hefur lengi verið ríkjandi kjöttegund hér á landi og því hefur gjarnan verið haldið á lofti að hún hafi haldið lífi í þjóðinni um aldir. Það má til sanns vegar færa. Nú bregður svo við að vegna breyttra aðstæðna og nýrra mögu- leika fyrir lambakjötið á erlendum mörkuðum, þá hefur lambakjötið gefið eftir á innanlandsmarkaði,“ segir Hörður. Svínin fjölguðu sér hraðar Í sögu svínaræktar á Íslandi sem Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðing- ur tók saman eru leiddar líkur að því að svínakjötið hafi verið helsta kjöt- meti landsmanna fyrst eftir land- nám. Hann færir meðal annars þau rök fyrir niðurstöðu sinni að land- námsmennirnir hafi ekki getað tekið nema fá húsdýr með sér og svínin verið fljótari að fjölga sér en féð. Stórir flokkar villtra svína hafi geng- ið um landið. Þá segir hann frá fjölda örnefna sem tengist svínum til marks um að þau hafi verið mikil- vægari húsdýr en síðar varð. Svínið vinsælla en lambið  Meira hefur selst af svínakjöti síðustu tólf mánuði en kindakjöti  Það hefur ekki oft gerst frá fyrstu áratugunum eftir landnám  Lambakjötið flutt út Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Svín Svínaræktin hefur verið í vörn. Bleika slaufan, árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, hefst formlega í dag en í gær afhenti verndari Krabbameinsfélagsins, Vigdís Finnbogadóttir, sex hvunndagshetjum fyrstu slaufurnar. Félagið hefur einsett sér að selja 50 þúsund slaufur fram til 15. október en í ár var valin sú leið að fá „ömmur“ í Zúlúþorpum Suður-Afríku til að perla bleikar slaufur fyrir átakið en þær sjá einar fyrir fjölda barna. Hvunndagshetjur fengu fyrstu bleiku slaufurnar Morgunblaðið/Golli Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Hlýtt var um land allt í nýliðnum september, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Trausta Jónssyni veðurfræðingi. Meðalhiti í Reykjavík var 2 stigum fyrir ofan meðallag áranna 1961 til 1990 en 1,4 stigum ofan þess á Akureyri. Mánuðurinn kvaddi með miklum hlýindum því hitinn komst hæst í 19,6 gráður á Skaftafelli í gær og 18,6 gráð- ur í Öræfum. Þetta er trúlega met fyrir 30. september að sögn Trausta. Hins vegar eiga bæði 29. september og 1. október nokkru hærri gildi. Fyrri dagurinn á metið 22,3°C og 1. október 23,5°C. Lengi vel var mjög þurrt á landinu vestanverðu í sept- ember en mikil rigning síðustu dagana sá til þess að heildarúrkoma mánaðarins var í ríflegu meðallagi. Norð- anlands og austan var úrkoma yfirleitt yfir meðallagi, langmest þó suðaustanlands. Í Reykjavík var úrkoman í rúmu meðallagi, á Akureyri var hún hins vegar meira en 60% umfram meðallag. Mjög sólríkt var í Reykjavík og ekki hafa mælst fleiri sólskinsstundir í Reykjavík í sept- ember síðan 1994. Hlýr september kvaddi með miklum hlýindum Með regnhlíf Votviðri hefur verið ríkjandi undanfarið.  Rigning var áberandi síðustu daga mánaðarins Mikið hvassviðri og úrkoma var víðast hvar á landinu í gærkvöldi og nótt. Meðalvindhraði mældist mestur 24-25 metrar á sekúndu í Kolgrafarfirði á norðaustanverðu Snæfellsnesi, en vindhviður þar fóru allt upp í 46 metra á sek- úndu. Kalla þurfti eftir aðstoð björg- unarsveita á nokkrum stöðum. Í Hnífsdal á Vestfjörðum fuku þak- plötur af bílskúr. Björgunarsveitin á Akureyri var kölluð út, en skút- ur sem liggja við flotbryggjuna við menningarhúsið Hof losnuðu og skemmdu millibryggjur. Mikil úrkoma fylgdi óveðrinu sem gekk yfir landið í gær. Mest var úrkoman á Snæfellsnesi. Í Ólafsvík féll 77 millimetra úrkoma og 55 mm á Grundarfirði. Í gær- kvöldi var búist við stormi á norð- vestanverðu landinu í nótt og fyrir hádegi í dag. robert@mbl.is Vonsku- veður gekk yfir landið  Vindhraði mestur á vestanverðu landinu Vindur Stórt grenitré féll í mikilli vindhviðu í Hæðargarði í Reykjavík síðdegis í gær. Allar ferðir Baldurs milli lands og Vestmannaeyja féllu niður í gær vegna óveðurs. Taka átti ákvörðun um það seint í gærkvöldi hvort einnig þyrfti að fella niður ferð Baldurs milli lands og Eyja fyrir hádegi í dag en útlitið var ekki gott vegna óhagstæðrar ölduspár. Allar ferðir féllu niður Frábært grill fyrir íslenskar aðstæður Mjög vandað 3ja brennara gasgrill á vandaðri viðargrind Brennarar úr pottjárni Grillgrindur úr postulíns emaleruðu pottjárni Milligrindur úr pottjárni Lok og grill eru postulíns emaleruð utan sem innan Neistakveikja í öllum tökkum Skúffa undir öllu grillinu sem tekur fitu - Hitamælir Orka: 13,2 kw/h = 45.000 BTU Grillflötur: 64 x 48,5 cm Stærð: 145 x 108 x 62 cm 13,2 kw/h Hlíðasmára 13, Kóp - S. 554-0400 ÚTSALA YFIR 30 GERÐIR GASGRILLA Á ÚTSÖLUNNI Opið lauga da og sunnudag til kl. 16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.