Morgunblaðið - 01.10.2011, Side 7

Morgunblaðið - 01.10.2011, Side 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2011 Þór Saari mun í dag taka við hlutverki for- manns þinghóps Hreyfingarinnar af Margréti Tryggvadóttur. Margrét verður varaformaður þinghópsins og Birgitta Jóns- dóttir ritari hans. Fram kemur í tilkynningu frá Hreyfingunni að þingmenn Hreyf- ingarinnar skiptist á að gegna þess- um hlutverkum, eitt ár í senn, enda sé fyrirkomulag valddreifingar Hreyfingarinnar byggt á jafnræði. Þá segir í tilkynningunni, að einnig verði „formannsskipti“ í Hreyfingunni sjálfri en þá muni Birgitta taka við hlutverki for- manns í stað Þórs. Birgitta muni, líkt og fyrrverandi formenn Hreyf- ingarinnar afþakka formannsálag ofan á þingfararkaup sitt. Þór Saari formaður þinghóps Þór Saari Steinþór Guðbjartsson steinthor@mb.is Öll kaup og leigu hjá ríkinu sem fara yfir tiltekin útboðsmörk verður að bjóða út, að sögn Guðmundar Hann- essonar, forstöðumanns ráðgjafar- sviðs hjá Ríkiskaupum. Kaup eða leiga á þyrlu eru yfir efri mörkunum og því þarf að bjóða út bæði fjár- mögnun og kaup eða leigu innan Evrópska efnahagssvæðisins. Hugsanleg aðkoma lífeyrissjóð- anna að fjármögnun þyrlukaupa fyr- ir Landhelgisgæsluna hefur verið í umræðunni að undanförnu. Fari Landhelgisgæslan fyrir hönd ríkis- ins út í að kaupa eða leigja þyrlu þarf að fylgja ákveðnu regluverki. Guðmundur segir að kosti tiltekin vara, sem ríkið hyggst kaupa, meira en 6,2 milljónir króna skuli bjóða kaupin út innanlands og jafnframt skal útboðið vera innan EES fari verðið yfir 16,7 milljónir króna. Í sambandi við leigu skal óskað eftir tilboðum innanlands fari samnings- upphæðin yfir 12,4 milljónir króna og innan ESS, sé samningsfjárhæðin meira en 16,7 milljónir króna. Guðmundur bendir á að eitt sé að kaupa eða leigja þyrlu og annað að fjármagna kaupin. Fjármögnunin falli undir kaup á þjónustu. Í stuttu máli eru þyrlukaup og fjármögnun þeirra útboðsskyld. Reglur um útboðsskyldu Morgunblaðið/Kristinn Þyrla Fjármögnun og þyrlukaup eða -leiga eru útboðsskyld.  Ekki sjálfgefið að lífeyrissjóðirnir fjármagni þyrlukaup  Bjóða verður út fjármögnun og kaup eða leigu á þyrlu Hreyfill / Bæjarleiðir er styrktaraðili árveknisverkefnis Krabbameinsfélagsins. Með hverri pantaðri ferð styrkir þú verkefni Krabbameins- félagsins til að berjast gegn krabbameini hjá konum. Af því tilefni höfum við sérmerkt bílana okkar enn á ný með bleikum taxaljósum og munu bílstjórarnir taka fagnandi á móti þér. Taktu bleikan bíl næst flegar flú pantar leigubíl! „Bleika slaufan” er til sölu í bílunum okkar frá 1. – 15. október. Ökum undir bleikum merkjum enn á n‡ í október og nóvember Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 Póstsendum Langur laugardagur 15% afsláttur af öllum vörum í dag - nýr auglýsingamiðill 569-1100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.