Morgunblaðið - 01.10.2011, Side 8

Morgunblaðið - 01.10.2011, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2011 Björn Bjarnason skrifar á Evr-ópuvaktina um glímu Skota við tillögu um aflakvóta frá Bruss- el. Hann bendir á að fróðlegt sé að skoða hverju Skotar standi frammi fyrir í fiskveiðistjórnun og þar með hvað Íslend- ingar ættu í vændum gengju þeir í ESB.    Björn segirfrá því að Skotar séu síður en svo sáttir við tillögu framkvæmda- stjórnarinnar um hámarksafla fyrir næsta ár, en ætlunin sé að ráð- herraráð ESB taki ákvörðun um hana í nóvember.    Tillagan geri ráð fyrir mun minniaukningu ýsukvóta en vís- indamenn telji stofninn þola, eða 25% aukningu í stað 410% aukn- ingar.    Björn segir einnig frá því hvern-ig framkvæmdastjóri skoska sjómannasambandsins kvarti yfir því að raunverulegt ástand fiski- stofna sé ekki látið ráða ákvörð- unum heldur reglur um skil á upp- lýsingum sem ákveðnar séu í Brussel. Breyti þar engu þó að Skotar skili upplýsingum þjóða best.    Skotar eiga nú allt sitt undirákvörðunum í Brussel og eins og Björn bendir á mundi hið sama gilda um Íslendinga innan ESB.    Að halda því fram að Íslendingaryrðu ekki að sætta sig við þetta stjórnkerfi ESB við fram- kvæmd hinnar sameiginlegu sjáv- arútvegsstefnu ESB er einfaldlega blekking,“ segir Björn.    Þessum ljóta blekkingarleik eruforysta Samfylkingar og Vinstri grænna staðráðin í að halda áfram. Blekkingarleikur STAKSTEINAR Veður víða um heim 30.9., kl. 18.00 Reykjavík 10 skúrir Bolungarvík 12 rigning Akureyri 12 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 10 skýjað Vestmannaeyjar 10 skúrir Nuuk 2 skúrir Þórshöfn 13 alskýjað Ósló 22 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 heiðskírt Stokkhólmur 18 heiðskírt Helsinki 18 heiðskírt Lúxemborg 22 heiðskírt Brussel 25 heiðskírt Dublin 16 skúrir Glasgow 18 skúrir London 27 heiðskírt París 27 heiðskírt Amsterdam 22 heiðskírt Hamborg 25 heiðskírt Berlín 23 heiðskírt Vín 23 léttskýjað Moskva 11 skýjað Algarve 27 heiðskírt Madríd 27 heiðskírt Barcelona 25 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 25 léttskýjað Aþena 22 léttskýjað Winnipeg 8 léttskýjað Montreal 18 skýjað New York 22 heiðskírt Chicago 11 skýjað Orlando 31 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 1. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:37 18:59 ÍSAFJÖRÐUR 7:43 19:03 SIGLUFJÖRÐUR 7:26 18:45 DJÚPIVOGUR 7:06 18:29 Andri Karl andri@mbl.is Lögregla höfuðborgarsvæðisins tek- ur mjög alvarlega aðfinnslur Hæsta- réttar á rannsókn í líkamsárásarmáli sem dæmt var í á fimmtudag. Rétt- urinn sýknaði sakborning sem áður hafði verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir árásina og kemur í dómnum fram að ekki sé hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn sé sekur. Fundið var að skýrslutökum hjá lögreglu og meðferð sýna á vett- vangi. „Við höfum sett af stað starfshóp sem skal skoða dóminn og fjalla um þær aðfinnslur sem settar eru fram um rannsókn máls og ákvörðun um ákæru,“ segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri. „Hópurinn á að gera tillögur um úrbætur og þær geta verið um setningu sér- stakra verklags- reglna eða að skerpa beri verk- lagsreglur, svo eitthvað sé nefnt.“ Spurður hvort ekki séu skýrar verklagsreglur sem lögreglumönn- um beri að fylgja við rannsókn og skýrslutökur segir Jón svo vera. „Það getur verið að annað hvort hafi ekki verið farið að þessum verklags- reglum eða þær séu ekki nægilega skýrar, eða megi vera ítarlegri.“ Sakborningurinn í málinu játaði fyrst árásina við skýrslutöku hjá lög- reglu. Spurður hvort það hafi haft áhrif á rannsóknina segir Jón: „Auð- vitað getur verið að málið hafi verið talið í upphafi svo ótvírætt upplýst að það hafi ráðið framhaldinu. En það verður að koma í ljós hvort svo er.“ Jón segist ekki telja að rannsókn starfshópsins muni hafa afleiðingar í för með sér fyrir þá lögreglumenn sem komu að málinu, aðrar en þá ef breyta þurfi verklagi. „Ég hef ekki ástæðu til að ætla að þarna hafi menn sýnt af sér vanrækslu eða vanþekk- ingu sem getur verið tilefni til [áminningar]. Ég held að það sé óeðlilegt að gefa sér það. Það er miklu eðlilegra að skoða þetta með gagnrýnum augum, átta sig á hvað olli þessu og hvort megi koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig.“ Hæstiréttur gerði einnig athuga- semdir við héraðsdóminn, s.s. að skil- að hafi verið sératkvæði, sem sé í andstöðu við lög um meðferð saka- mála. Ekki náðist í Helga I. Jónsson dómstjóra hjá Héraðsdómi Reykja- víkur. Lögregla tekur aðfinnslur Hæstaréttar mjög alvarlega  Starfshópur stofnaður sem skoða á dóminn og koma með tillögur að úrbótum Jón H.B. Snorrason Málið » Maðurinn var ákærður fyrir að ráðast á stúlku í Laugardal, slá hana ítrekað með hörðu áhaldi í höfuð og taka hana hálstaki og þrengja að þar til hún missti meðvitund. » Hann játaði hjá lögreglu en neitaði sök fyrir dómi. Maðurinn sem sýknaður var í Hæstarétti á fimmtudag var í Hér- aðsdómi Reykjavíkur dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu eina millj- ón króna í miskabætur. Með sýkn- unni var bótakröfunni vísað frá dómi. Réttargæslumaður stúlk- unnar hyggst hins vegar sækja um bætur henni til handa hjá bóta- nefnd. Meðal gagna málsins var votttorð hjúkrunarfræðings á geðsviði Landspítala. Þar segir að sálrænu eftirköstin af árásinni hafi þróast fljótt yfir í áfallastreituröskun og hafi einkennin aukist jafnt og þétt eftir árásina. Árásin hafi haft mikil áhrif á allt hennar daglega líf, t.d. dregið úr athöfnum sem hún tók þátt í áður og skert lífsgæði hennar. Þá kemur fram að þessi einkenni hafi haft áhrif á nám hennar. Óvíst er hvort eða hvenær sálrænu ein- kennin ganga til baka og hugs- anlegt þykir að hún þurfi á lyfja- meðferð að halda til að takast á við kvíðaeinkenni. Á rétt á miskabótum Ljóst er að ráðist var á stúlkuna og hún á því rétt á miskabótum. Kveðið er á um aðstæður líkt og þær sem komnar eru upp í um- ræddu máli í 9. grein laga um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þol- enda afbrota. Þar segir: „Greiða skal tjónþola bætur samkvæmt lög- um þessum þótt ekki sé vitað hver tjónvaldur er, hann sé ósakhæfur eða finnist ekki.“ Samkvæmt upplýsingum frá bótanefnd er þriðjungur útgreiddra bóta vegna óupplýstra brota og oft- ar en ekki vegna líkamsárása. Sækir um miska- bætur hjá bótanefnd minni grindin tekur allt að 10 kg stærri grindin tekur allt að 20 kg Opið virka daga kl. 9-18 og lau. kl. 10-16 Laugavegi 29 - Sími 552 4320 - www.brynja.is - brynja@brynja.is Þurrkgrindur bæði úti og inni 2 stærðir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.