Morgunblaðið - 01.10.2011, Side 11
Þeir sem búa á Austurlandi og geta
ekki skroppið til Reykjavíkur á hverj-
um degi meðan á kvikmyndahátíð
stendur ættu að fagna, því núna um
helgina verður þar sérstök kvik-
myndahelgi í samvinnu við RIFF.
Fjórar myndir af alþjóðlegu kvik-
myndahátíðinni RIFF verða sýndar í
Sláturhúsinu á Egilsstöðum og í
Skaftfelli á Seyðisfirði. Báða dagana,
laugardag og sunnudag, verða sýn-
ingar kl. 15 og 17 á báðum stöðum.
Aðgangseyrir er 500 kr. en hægt að
fara á allar myndirnar fyrir 1.500.
Myndirnar sem sýndar verða eru
eftirfarandi (nánar á riff.is):
Að búa til bók með Steidl
(How To Make a Book With Steidl),
þýsk heimildarmynd.
Flamenco: A Way of Life (Flam-
engó: Leið gegnum lífið), spænsk
heimildarmynd.
HISTORIAS que so existem
quando lembradas (SÖGUR sem lifna
í minni), brasilísk/argentínsk/frönsk
mynd.
The Hunter (Veiðimaðurinn), rúss-
nesk mynd.
Kvikmyndahelgi framundan á Austurlandi
Flamenco Stilla úr einni myndinni sem sýnd verður, Flamenco: A Way of Life.
Sófabíó í Sláturhúsi Egilsstaða
og Skaftfelli á Seyðisfirði
Orka Annska Ólafsdóttir segir 5Rytma dansinn skemmtilega líkamsrækt og góða fyrir líkama og sál.
því því þetta er alltaf nýtt og ferskt.
Það eru engar fyrirfram ákveðnar
hreyfingar nema þær sem eiga heima
í hverjum rytma fyrir sig en fyrst og
síðast er þetta dansinn minn þann
daginn. Það eru engin spor, sem er
það besta við þetta allt saman. Ég get
ekki lært fleiri en tvö dansspor í röð
og hefur aldrei hentað mér að vera í
svona almennri danskennslu en þetta
er alveg mitt. Í dansinum end-
urheimtir fólk líka jafnvægi og finnur
aftur tenginguna við kjarnann, sjálf-
ið, sem hefur grafist undir gráum
hversdagsleikanum,“ segir Annska.
Heill heimur dans
Í grunninn er dansinn sá hinn
sami þótt einhverjar breytingar verði
á honum frá ári til árs. Kallað er að
dansa ölduna þegar þessir fimm
rytmar koma saman og kemur hver
og einn kennari með sitt innlegg og
hefur þannig áhrif á dansinn. Því
verða námskeiðin eins mismunandi
og þau eru mörg. Grunnurinn er
kenndur hér heima en fyrir utan það
fylgir þessum dansi heill heimur
heimspeki og fræða. Notuð er alls
konar tónlist í 5Rytma dansi en Gabr-
ielle Roth hefur líka gefið út sérstaka
geisladiska með 5rytma tónlist. Ann-
ars segir Annska í raun allt notað
sem fái fólk til að hreyfa sig. „Þetta er
virkilega skemmtileg líkamsrækt og
virkar ekki bara á líkamann heldur
tekur maður til í sér í leiðinni. Það
gerist eiginlega bara sjálfkrafa og ég
hvet fólk til þess að leyfa sér að prófa.
Það er eins og við þurfum oft að gefa
okkur einhverja heimild. Ég upplifi
að fólk er stundum feimið því þetta er
svo frjálst en þetta er bara yndislegt.
Það geta í raun allir dansað 5Rytma
dans en hver og einn fylgir sínum eig-
in takmörkunum,“ segir Annska.
Dansað um allt land
Einn virtasti og vinsælasti
5Rytma danskennari heims, Alain
Allard, hefur komið reglulega til Ís-
lands síðastliðin ár til að kenna. Hann
heldur nú um helgina námskeið sem
kallast Maps to Ecstasy. Sigurborg
heldur opna tíma einu sinni í viku og
Annska fyrsta fimmtudag í mánuði.
Þeir tímar fara fram á Dansverk-
stæðinu á Skúlagötu. Þá kennir
Annska fyrsta laugardag í mánuði á
Akureyri og í bígerð er námskeið á
Ísafirði. Annska mun einnig halda
prufutíma á Dansverkstæðinu nú á
mánudaginn klukkan 20.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2011