Morgunblaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2011
Í tilefni ,,Dags án ofbeldis“ hyggst
Samhljómur menningarheima í
samvinnu við fjölmörg félaga-
samtök og einstaklinga standa fyrir
friðargjörningi sem felur í sér
myndun mannlegs friðarmerkis,
sunnudaginn 2. október á Klambra-
túni kl. 20.00.
Með þessu er haldinn hátíðlegur
„Dagur án ofbeldis“, en Sameinuðu
þjóðirnar hafa helgað þessum degi
þann málstað, en 2. október er fæð-
ingardagur Mahatma Gandhi. Fjöl-
breytt dagskrá verður á Klambra-
túni þetta kvöld.
Aðstandendur gjörningsins
hvetja alla sem vilja sýna samstöðu
með friði til þess að mæta á
Klambratún kl. 20:00 á sunnudags-
kvöld, vestan megin við Kjarvals-
staði og taka sér stöðu í friðar-
merkinu og upplifa frið innra með
sér. Blys verða seld á staðnum á 500
kr.
Friðarmerki á Klambratúni
Sameinaður leikskóli Furu-
borgar og Skógarborgar fær
nafnið Furuskógur. Tillaga
þess efnis var samþykkt í
skóla- og frístundaráði hinn
28. september.
Alls bárust 70 tillögur frá
börnum, foreldrum og starfs-
fólki um nafn á nýja skól-
anum. Nafnanefnd fór yfir all-
ar tillögurnar og var það
samdóma álit hennar að Furu-
skógur væri besta heitið, það
væri táknrænt fyrir umhverfi
skólanna í Fossvoginum og
samræmdist vel íslensku máli.
Þá þótti það gott til fram-
sagnar fyrir börnin.
Nýja nafnið á leikskólanum er Furuskógur
Nýtt nafn Börn að leik í Furuskógi.
Í tilefni 30 ára afmælisviku IKEA á
Íslandi dagana 15.-21. september
sl., lét verslunin 30 krónur af hverri
greiðslufærslu í verslun og á veit-
ingastað renna til innlendra verk-
efna Barnaheilla – Save the Child-
ren á Íslandi. Einnig seldu þrjú pör,
sem kepptu í leiknum Helgarferð til
IKEA, vinabönd í eina klukkustund
og rann allur ágóði af sölunni til
samtakanna. Alls safnaðist 758.801
króna. Viðskiptavinir IKEA gátu,
með því að fara aftur í röðina,
greitt fyrir varning sinn í nokkrum
færslum og tryggt þannig að 30
krónur rynnu í hvert sinn til mik-
ilvægra verkefna Barnaheilla –
Save the Children á Íslandi.
IKEA safnaði fé fyrir
starf Barnaheilla
Fræðslumorgnar í Hallgrímskirkju
hefjast sunnudaginn 2. október með
erindi sr. Jóns Dalbú Hróbjarts-
sonar, sóknarprests í Hallgríms-
kirkju.
Sjálfboðaliðastarf kirkjunnar
verður í brennidepli og mun hann í
erindi sínu fjalla um hvernig gera
megi helgihald sunnudagsins að há-
punkti safnaðarstarfsins í gleði og
með virkri þátttöku. Fræðslu-
erindin eru haldin í suðursal Hall-
grímskirkju og hefjast klukkan 10
og lýkur um kl. 10.45.
Fræðslumorgnar í
Hallgrímskirkju
Rangt var farið með orð Ragnheiðar
Elínar Árnadóttur, formanns þing-
flokks Sjálfstæðisflokksins, um að
ágreiningur ríkti um hversu mörg
formanns- og varaformannsembætti
í fastanefndum Alþingis ættu að
koma í hlut stjórnarflokkanna og
hversu mörg í hlut stjórnarand-
stöðu. Hið rétta er að ekki náðist
samkomulag um eftir hverju skyldi
fara þegar formennsku og varafor-
mennsku í tilteknum nefndum yrði
skipt á milli fylkinganna. Beðist er
velvirðingar á þessum mistökum.
Bíða eftir staðfestingu
LEIÐRÉTT
ÚR BÆJARLÍFINU
Kristín Sigurrós Einarsdóttir
Hólmavík
Göngudagur fjölskyldunnar var
haldinn í Strandabyggð sem og ann-
ars staðar á landinu á fimmtudaginn.
Gengið var um Kálfanesborgir og
stóð gangan í rúman klukkutíma
með nestisstoppi. Göngustígurinn
um Kálfanesborgir ofan við Hólma-
vík er gríðarvinsæll, bæði meðal
heimamanna og ferðamanna. Hann
var upphaflega lagður af unglingum
í unglingavinnunni fyrir rúmum 15
árum og hefur reglulega verið end-
urnýjaður síðan. Hæsti punktur leið-
arinnar er Háborgarvarða sem er í
um 125 metra hæð og þaðan og víðar
á leiðinni gefst gott útsýni yfir þorp-
ið Hólmavík og Steingrímsfjörð.
Miklar framkvæmdir standa
yfir á hafskipabryggjunni á Hólma-
vík þessa dagana. Verið er að reka
niður stálþil um bryggjuhausinn.
Þilið var áður notað við byggingu
tónlistarhússins Hörpunnar í
Reykjavík og var þaðan flutt til
Hólmavíkur fyrir nokkrum vikum.
Þilið er rúmir 120 metrar á lengd og
verður rekið niður utan við núver-
andi þil og síðan fyllt á milli. Fyr-
irtækið Ísar ehf. í Reykjavík átti
lægsta tilboð í verkið, en það hljóð-
aði upp á tæpar 36 milljónir. Nokkr-
ir undirverktakar af svæðinu munu
einnig koma að verkinu. Verlok eru
áætluð 1. mars 2012.
Forsvarsmenn orkufyrirtæk-
isins Vesturverks ehf. hafa gert
samstarfsamning við Vatnsfall, fag-
fjárfestasjóð á vegum fjármálafyrir-
tækisins GAMMA, um fjármögnun á
áframhaldandi undirbúningsvinnu
vegna allt að 40 MW vatnsaflsvirkj-
unar í Ófeigsfirði á Vestfjörðum.
Þetta kom fram á vefnum strandir.is
í vikunni. Virkjunin yrði langöflug-
asta virkjun á Vestfjörðum. Áætlað
hefur verið að hún kosti allt að 15
milljarða króna og að rúmlega 300
ársverk þurfi til að byggja hana.
Virkjunin er ein af fimm vatnsafls-
virkjunum í nýtingarflokki sam-
kvæmt drögum að þingsályktun-
artillögu um vernd og orkunýtingu.
Búið er að ná samstöðu um fram-
kvæmdina meðal landeigenda og
eigenda vatnsréttinda.
Starfsmenn Strandabyggðar
gerðu sér glaðan dag í gær og komu
saman á starfsdegi í félagsheimilinu
á Hólmavík í hádeginu í gær. Byrjað
var á að snæða dýrindissúpu og síð-
an farið í hópefli undir stjórn Ingi-
bjargar Valgeirsdóttur sveitar-
stjóra. Um kvöldið var
starfsmannagleði á Café Riis þar
sem snædd var dýrindismáltíð að
hætti Báru og Kidda. Nokkrir
vinnustaðir komu með tilbúin
skemmtiatriði sem vöktu að vonum
mikla kátínu. Eftir mat og skemmti-
atriði var stiginn dans fram á nótt.
Hörpuþilið til Hólmavíkur
Ljósmynd/Ingibjörg Emilsdóttir
Áð við Háborgarvörðu Gott útsýni er yfir Hólmavík og Steingrímsfjörð.
STUTT
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Við Kröflu Starfsmenn Landsvirkjunar fylgjast með holunni við Kröflu.
Birkir Falldal
Mývatnssveit
Hjá Íslenska djúpborunarverkefn-
inu við Kröflu (IDDP) er að hefjast
nýr rannsóknaáfangi sem beinist að
því að finna málma sem staðist geta
hita, þrýsting og efnasamsetningu
gufunnar og einnig hvernig bæta
megi efnasamsetningu gufunnar
þannig að hún verði vinnsluhæfari.
Svo sem komið hefur fram áður
er holan gríðarlega aflmikil og
mælist um 30 MW í rafafli en hvern-
ig beisla má þessa miklu orku er
rannsóknaverkefnið sem nú er
komið í gang. Holan var sett í tak-
markaðan blástur í vikunni, þó að-
eins til að keyra megi fyrrnefndar
rannsóknir, en búnaður til þessara
rannsókna fyllir tvo stóra vöru-
gáma.
Það er mikið í húfi að takast
megi að virkja þessa orkumiklu
holu, sem er mjög vandmeðfarin
þar sem þrýstingur á holutoppi er
um 140 loftþyngdir.
Að sögn Bjarna Pálssonar verk-
efnisstjóra verða rannsóknirnar í
gangi a.m.k. næstu mánuði.
Hver getur staðist
ofurholuna?
Bandaríska utanríkisráðuneytið
opnar fyrir skráningu í hið árlega
„grænakortshappdrætti“, hinn 4.
október. Þetta kemur fram í tilkynn-
ingu frá bandaríska sendiráðinu.
Happdrættið veitir vinningshöfum,
sem handhöfum græna kortsins,
ótímabundið landvistar- og atvinnu-
leyfi í Bandaríkjunum. Vinnings-
hafar, hvaðanæva úr heiminum, eru
dregnir út handahófskennt í gegn-
um tölvuforrit. Í fyrra unnu 56 Ís-
lendingar í happdrættinu.
Umsóknum í happdrættið skal
skila rafrænt, frá og með 4. október
til 5. nóvember, á síðunni:
www.dvlottery.state.gov. Það kostar
ekkert að senda umsókn, en vinn-
ingshafar verða síðan að greiða
kostnað við formlega umsókn um
vegabréfsáritun. Nákvæmar leið-
beiningar og aðrar upplýsingar
varðandi ferilinn má finna á heima-
síðu bandaríska utanríkisráðuneyt-
isins: http://travel.state.gov.
56 unnu í
grænakorts-
happdrætti
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið virka daga 10–18, laugardaga kl. 11–16 og sunnudaga kl. 14–16
Bókauppboð
stendur til 11. október
Síðasta sýningarhelgi
Hrafnhildur Inga
Straumar
lýkur sunnudaginn 2. október
Erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð
Íslensk listasaga
Fullt verð 49.990 kr.
Tilboð 39.990 kr.
Tilboðið gildir fyrir félaga
í Safnaranum og þeirra sem
eru á póstlista gallerísins