Morgunblaðið - 01.10.2011, Síða 20

Morgunblaðið - 01.10.2011, Síða 20
20 Samgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Línur eru lítið farnar að skýrast með tengingu Vestfjarða við þjóðvega- kerfið í gegn um Gufudalssveit. Sveitarstjórnirnar á svæðinu og meginhluti íbúanna sætta sig ekki við annað en láglendisleið en innan- ríkisráðherra hefur ekki fallið frá til- lögu sinni um að halda veginum á hálsunum þótt hann hafi opnað fyrir umræðu um jarðgöng. Það eru jafn- framt skoðanir nokkurra íbúa sem einangrast við færslu vegarins, land- eigenda við Teigsskóg og nátt- úruverndarsamtaka. Tveir slæmir kaflar eru eftir á Vestfjarðavegi nr. 60. Annars vegar er vegarkafli í Múlasveit. Vegagerð- in er að ljúka umhverfismati á nýjum vegi sem meðal annars felur í sér þverun Mjóafjarðar og samhliða er unnið að breytingum á aðalskipulagi. Stefnt er að því að bjóða þá fram- kvæmd út, að minnsta kosti að hluta, fyrir áramót. Lagning vegarins tek- ur tvö til þrjú ár og það er sá tími sem stjórnvöld og heimamenn hafa til að koma sér niður á lausnir um framhaldið, þrætukaflann um Gufu- dalssveit. Hálsaleiðin stöðvuð Sveitarstjórnirnar á svæðinu hafa verið nokkuð samstiga í afstöðu sinni um vegalagningu um Gufudalssveit, þótt hagsmunir fari ekki að öllu leyti saman vegna þess að umræddur veg- ur þjónar einnig sem innansveit- arvegur í Reykhólasveit. Gústaf Jökull Ólafsson, hrepps- nefndarmaður í Reykhólahreppi, segir afstöðu sveitarstjórnar skýra. Hún muni ekki gefa út fram- kvæmdaleyfi nema fyrir veg á lág- lendi. Þegar af þeirri ástæðu eru hugmyndir Ögmundar Jónassonar um að halda sig við Hálsaleiðina, sem heimamenn hafa margoft hafnað, óframkvæmanlegar. Vestari hálsinn, Ódrjúgsháls, er lægri, um 160 metr- ar yfir sjávarmáli, og þar væri hægt að gera nýjan veg yfir en heimamenn hafa slæma reynslu af gamla veg- inum og vilja ekki heyra minnst á vegi yfir hálsana tvo. Innanrík- isráðherra gaf undir fótinn með jarð- göng í Hjallaháls á hitafundum með Vestfirðingum, með því að bjóðast til að láta gera rannsóknir á jarðlögum á vori komanda þannig að hægt verði að meta betur kostnað við ganga- gerð. Hann treysti sér þó ekki til að tímasetja göng. Það getur sjálfsagt enginn stjórnmálamaður gert því bú- ið er að skera illilega niður fjár- framlög til vegagerðar og jarðgöng víða um land hafa verið sett í for- gang. Á þessu átta heimamenn sig og treysta ekki á að göng komi á næstu árum. Varla er raunhæft að ætla að þarna fáist vegur á tveimur hæðum, það er að segja að jarðgöng verði boruð fljótlega eftir að nýr veg- ur kemur yfir hálsinn. Þarna er stál í stál. Ljóst er að fulltrúar heimamanna og stjórnvöld verða að setjast niður og finna lausn. Í umræðunni hafa komið fram hug- myndir að ýmsum útfærslum. Rann- saka þarf hvort þessar leiðir eru raunhæfar og áhrif þeirra á um- hverfið. Ljóst er að leiðin sem heimamenn og stjórnvöld komu sér saman um á sínum tíma, svokölluð B-leið, er eðli- legsta láglendisleiðin, þegar landa- kort er skoðað. En fleira kemur þar til. Hún felur í sér þverun Gufu- fjarðar og Djúpafjarðar og lagningu nýs vegar við norðanverðan Þorska- fjörð þar sem farið er eftir endilöng- um Teigsskógi. Þessi framkvæmd myndi hafa áhrif á umhverfið, eins og raunar allar aðrar nýjar leiðir. Mest umtöluð er skerðing Teigs- skógar. Landeigendur á Gröf og Hallsteinsnesi og náttúruvernd- arsamtök fengu umhverfismati hnekkt fyrir dómstólum. Sá dómur nær yfir alla leiðina. Því er ekki hægt að þvera firðina á meðan verið er að hugsa um framhaldið í Teigsskógi eða jarðgöng. Fara þarf í nýtt um- hverfismat alla leið. Margir Vestfirðingar efast um gildi Teigsskógar, í samanburði við hagsmuni samfélagsins af greiðari og öruggari samgöngum, og benda á skógi- og kjarrivaxnar hlíðar um all- an fjórðunginn. Við ramman reip er að draga vegna þess að Teigsskógur er orðinn tákn í náttúruverndarbar- áttunni sem erfitt verður að fella af stalli. Á að standa á B-leiðinni? Í tali heimamanna er áberandi áhersla á að setja stefnuna á leið B, þrátt fyrir það sem á undan er geng- ið, annaðhvort með nýju umhverf- ismati eða samþykkt sérlaga um að heimila lagningu vegar um Teigs- skóg. Ögmundur Jónasson hefur sagt að það yrði mjög tafsöm vinna og alls óvíst um niðurstöðuna. Fram kom á fundi hans á Patreksfirði að hann teldi raunar meiri líkur á að hún yrði óvilhöll. Hann vísaði til and- stöðu náttúruverndarfólks og stofn- ana og hugsanlegra málaferla. Hægt væri að óska eftir því að umhverfisráðuneytið endurskoðaði úrskurð sinn um umhverfismat sem dæmdur var ógildur en pólitíski veruleikinn er sá að ráðuneytið hef- ur skipt um skoðun og leggst hart gegn skerðingu Teigsskógar. Ekki er útilokað að láta gera nýtt um- hverfismat fyrir leiðina, samkvæmt nýjum lögum um umhverfismat. Þá þarf væntanlega að vera hægt að benda á nýjar upplýsingar eða breyttar forsendur. Annars yrði af- staða Skipulagsstofnunar sú sama og við fyrra umhverfismatið, þar sem lagst var gegn framkvæmd- inni. Samkvæmt nýju lögunum get- ur sveitarfélagið gefið út fram- kvæmdaleyfi, gegn áliti Skipulagsstofnunar, en það er kær- anlegt og búast má við að allt þetta taki langan tíma vegna þeirrar and- stöðu sem er við skerðingu Teigs- skógar og raunar fleiri atriði á þeirri leið. Þá er spurningin hvort menn vilja standa á þessari leið, eins og hundar á roði, eða athuga aðra möguleika. Hvert liggur leiðin?  Hugað að nýjum útfærslum fyrir lagningu vegar um Gufudalssveit  Reiknað með að tvær til þrjár leiðir fari í umhverfismat  Sveitarstjórn veitir aðeins leyfi fyrir láglendisvegi Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Þverun Malaraflokkur vinnur á Melanesi. Þaðan er stutt leið yfir á Grónes og síðan Hallsteinsnes. Leiðir í Gufudalssveit Þor ska fjör ður Hálfdán 500 Miklidalur 369 Kleifaheiði 404 Klettsháls 332 Ódrjúgsháls 160 Hjallaháls 336 Svínadalur 220 Brattabrekka 402 Fjallvegir frá Bíldudal til Borgarfjarðar Hæð í M.y.s. Djú pif jör ðu r Gu fu fjö rð ur Berufjörður Djúpidalur A. Staður - Skálanes B. Þrætuleiðin C. Framhjá Ódrjúgshálsi D. Hálsaleiðin Leið B(b). jarðgöng undir hjallaháls Gufudalur Skálanes Re yk hó la r MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2011 Vegagerðin bar saman þrjár veglínur um Gufudalssveit í umhverfismati, leiðir B, C og D. Leið B varð fyrir val- inu en hún gerir ráð fyrir þverun Gufufjarðar og Djúpa- fjarðar og vegi um Teigsskóg í Þorskafirði. Hún styttir leiðina um 12 kílómetra. Úrskurði um að heimila þá leið, að loknu umhverfismati, var hnekkt fyrir dóm- stólum. Leið C gerir ráð fyrir þverun Gufufjarðar en að vegurinn liggi síðan inn Djúpafjörð og yfir Hjallaháls. Þeirri leið var hafnað að loknu umhverfismati. Eina leiðin sem hefur samþykkt umhverfismat er end- urbætur á núverandi vegi yfir Ódrjúgsháls og Hjalla- háls. Endurbæturnar myndu stytta leiðina um 6 kíló- metra. Þess ber þó að geta að ekki er gert ráð fyrir Hálsaleiðinni í nýlegu aðalskipulagi Reykhólahrepps og ekki er vilji til að heimila hana. Þverun Þorskafjarðar við Kinnarstaði hlaut samþykki þegar Hálsaleiðin stóðst umhverfismat og gert er ráð fyrir henni á skipu- lagi. Er því heimilt að hefja framkvæmdir þar. Sú fram- kvæmd mun stytta leiðina um 10 km til viðbótar. Ekki verður farið í framkvæmdir við aðrar leiðir en núverandi veg án undangengins nýs umhverfismats. Umræða er hafin um aðrar leiðir, til dæmis að færa veginn úr Teigsskógi suður yfir Þorskafjörð og þvera fjörðinn utar. Þá er gamla hugmyndin um þverun Þorskafjarðar frá Stað yfir að Skálanesi aftur komin í umræðuna. Loks má nefna að innanríkisráðherra hefur lýst yfir vilja til að hefja rannsóknir vegna jarðganga í Hjallahálsi. Hálsaleiðin leyfð í umhverfismati en ekki skipulagi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.