Morgunblaðið - 01.10.2011, Side 21
Beint yfir?
Oddur Guðmundsson, sem rekur
ferðaþjónustuna í Bjarkalundi, hefur
talað fyrir nýrri útfærslu á B-leiðinni
sem hann kallar áætlun B á leið B.
Hún hefur raunar komið til umræðu
áður. Leiðin byggist á því að fara út
með Þorskafirði að sunnanverðu og
þvera fjörðinn utar en áformað hefur
verið. Þá myndi vegurinn koma inn á
áformaða leið B utan við Teigsskóg.
Ekki hefur verið metið hversu dýr
framkvæmd þetta yrði. Ljóst þykir
að þverun svo utarlega yrði mun
dýrari framkvæmd en þverun við
Kinnarstaði. Mismunur á kostnaði
yrði þá það verð sem samfélagið þarf
að greiða fyrir verndun Teigsskógar.
Þó telja sumir, ekki síst íbúar í
Reykhólahreppi, skynsamlegra að
stíga skrefið lengra og taka upp hug-
myndir um þverun Þorskafjarðar frá
Stað á Reykjanesi beint yfir að
Skálanesi. Með því yrðu firðirnir þrír
þveraðir í einu lagi. Þessi leið hefur
verið í umræðunni í áratugi, kannski
vegna þess að menn vita að fjörð-
urinn rennur að mestu í tiltölulega
þröngum ál, kannski um 300 metra
breiðum, og steinar sjást standa upp
úr á fjöru meginhluta leiðarinnar.
Þessi leið er lengri en svokölluð B-
leið en hefur í för með sér að Reyk-
hólar kæmust í þjóðleið, ef farið yrði
þeim megin Reykjaness. Það yrði
ekki hægt nema með lagfæringum á
veginum. Þess vegna getur allt eins
komið til greina að fara með veginn
um sunnanverðan Þorskafjörð og út
að Árbæ. Þverunin kostar á annan
tug milljarða og ýtti Vegagerðin
þessari leið út af borðinu af þeim
sökum. Umhverfisáhrif voru því ekki
metin. Síðan hafa komið fram hug-
myndir um að nýta mannvirkið fyrir
sjávarfallavirkjun. Eyrún Ingibjörg
Sigþórsdóttir, oddviti Tálknafjarð-
arhrepps, telur sjálfsagt að gera
format á þessari leið, til að fá upp á
borðið helstu upplýsingar.
Vegagerðin lét gera umhverfismat
fyrir svokallaða C-leið sem felur í sér
þverun Gufufjarðar og veg inn með
Djúpafirði að vestanverðu. Fram-
kvæmdinni var hafnað við úrskurði
stjórnvalda um umhverfismat vegna
arnarhreiðurs sem er nálægt vænt-
anlegu vegstæði. Sveitarfélögin hafa
í umræðunni nú lagt til að þessi leið
verði skoðuð á ný og þá í tengslum
við göng undir Hjallaháls. Önnur út-
færsla er að þvera báða firðina og
fara inn með Djúpafirði að austan.
Þrjú ár til stefnu
Þótt innanríkisráðherra hafi ekki
fallið frá því að sannfæra íbúana um
ágæti þess að fara Hálsaleiðina hef-
ur hann ekki útilokað aðrar leiðir.
Hann verður þó að horfa til kostn-
aðar enda lítið fé ætlað til nýfram-
kvæmda.
Sveitarstjórnirnar á svæðinu og
áhugafólk eru þessa dagana að fara
yfir kostina. Haft verður samband
við Vegagerðina og ráðherrann.
Ekki er ólíklegt að reynt verði að
ná samkomulagi um tvær til þrjár
útfærslur á leiðum og koma þeim í
farveg. Stefnan þarf að vera klár inn-
an þriggja ára þannig að hægt verði
að halda áfram með Vestfjarðaveg
nr. 60 þegar stórum áfanga í Múla-
sveitinni verður náð.
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2011
Í annarri grein um samgöngumál
á suðurhluta Vestfjarða er meðal
annars rætt við íbúa í Gufudals-
sveit og Reykhólasveit.
Á mánudag
Tóbaksvarnaþing Læknafélags Ís-
lands lýsir yfir eindregnum stuðn-
ingi við þingsályktunartillögu um
aðgerðaáætlun um tóbaksvarnir og
fagnar framsýni þeirra þingmanna
sem það mál flytja. Þetta kemur
fram í ályktun sem félagið sendi frá
sér í gær.
Þar segir jafnframt að þingið
ítreki nauðsyn þess að tóbaksvarnir
á Íslandi verði auknar verulega og
hvetur til þess að aðferðir sem
draga úr nýliðun tóbaksneytenda
meðal barna og unglinga verði sett-
ar í algeran forgang af stjórnvöld-
um.
Fagnar vinnu við
stefnumótun í tóbaksvörnum
Í annarri ályktun félagsins segir
að það fagni vinnu við stefnumótun
í tóbaksvörnum sem velferðarráð-
herra hefur boðað og minnir á að-
gerðaráætlun, sem Tóbaksvarnar-
þing ársins 2009 samþykkti.
Þar sé bent á hvaða stjórnvalds-
aðgerðir eru nauðsynlegar til að
draga úr tóbaksneyslu barna og
unglinga á Íslandi og hindra að þau
ánetjist tóbaki.
Nauðsyn að auka tób-
aksvarnir á landinu
Fækkun tóbaksneytenda forgangsmál
Morgunblaðið/Golli
Reykingar Tóbaksvarnaþing segir
nauðsyn að tóbaksvarnir á Íslandi
verði auknar verulega.
Stjórn Kvenréttindafélags Íslands skorar á aðila vinnu-
markaðarins að búa í haginn fyrir innleiðingu jafn-
launastaðals hjá fyrirtækjum og stofnunum með mark-
vissu fræðslu- og hvatningarátaki.
Verið er að leggja lokahönd á staðalinn hjá Staðlaráði
Íslands og gert er ráð fyrir að þeirri vinnu verði lokið
jafnvel næsta vor. Mikilvægt sé að sá tími sem til stefnu
er verði nýttur til kynningar á staðlinum.
Vilja innleiða jafn-
launastaðal hér á landi
Í Boðaþingi 24 Kópavogi eru enn til leigu nokkrar glæsilegar
þjónustu- og öryggisíbúðir í fimm hæða húsi með lyftu. Um
er að ræða fyrri áfanga af tveimur, en alls verða íbúðirnar í
húsinu 95. Úr íbúðunum er meðal annars stórkostlegt útsýni
til Elliðavatns, Esjunnar og Hengilsins. Handan götunnar er
hjúkrunarheimilið Hrafnista og þjónustumiðstöðin Boðinn,
þar sem boðið er uppá fjölbreytta og vandaða þjónustu.
Þangað er innangengt um upphitaðann tengigang.
Glæsilegar þjónustu- og öryggisíbúðir í fallegu umhverfi
Sýndar alla virka daga
Lausar íbúðir eru sýndar áhugasömum alla virka daga.
Hafið samband í síma 585 9301 og 585 9302 á skrif-
stofutíma eða sendið tölvupóst til jona.karlsdottir@
hrafnista.is. Sjá nánar á heimasíðunni hrafnista.is.
• Rúmgóðar, vandaðar og bjartar íbúðir
• Stórar flísalagðar og yfirbyggðar svalir
• Innangengt í þjónustumiðstöðina Boðann
• Aðgangur að þjónustu hjúkrunarfræðinga
• Öryggisvöktun allan sólarhringinn
• Sjúkraþjálfun og tækjasalur
• Matsalur
Reynir Björnsson og Dóra Magnúsdóttir
eru ánægð í Boðaþinginu.
Góðir kostir
Fyrir eldri borGara
• Sundlaug og heitir pottar
• Hárgreiðslustofa
• Fótaaðgerðarstofa
• Fjölbreytt félagslíf
• Púttvöllur
• Fjölbreyttar gönguleiðir
• Góð bílastæði
www.hrafnista.is
Íbúðir með sjávarútsýni
Eigum einnig glæsilegar þriggja herbergja íbúðir
með miklu sjávarútsýni og yfirbyggðum svölum að
Hraunvangi við Hrafnistu Hafnarfirði.
Verið velkomin í opið hús í boðaþingi 24 Kópavogi
laugardag 1. og sunnudag 2. október, milli kl. 14:00 og 17:00
opið húS
lauGardaG oG SunnudaG
Skósmiðir • skóaratal
Undanfarin ár hefur verið unnið að gerð
skóaratals á Íslandi frá upphafi. Litlar sem
engar upplýsingar eru til og því allar ábendingar
vel þegnar. Þeir sem þekkja til eða vita um
einhvern úr þessari stétt vinsamlega hafið
samband á netfang skoari@simnet.is
Landssamband skósmiða
Reyðarkvísl 1
110 Rvk