Morgunblaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2011
Kæri áskrifandi!
Framan á Morgunblaðinu í dag er nýtt Moggaklúbbskort.
Kortið er sent til allra áskrifenda Morgunblaðsins.
Moggaklúbbsfélagar fá góð kjör á m.a. veitingahúsum,
bíóhúsum, utanlandsferðum, listviðburðum, bókum
auk fjölda annarra fríðinda.
KORTIÐ
GILDIR
TIL
31.01.2
012
– MEIR
A FYRI
R ÁSKR
IFEND
UR
MOGGA
KLÚBB
URINN
Hafi kortið ekki borist þér
hafðu þá samband við
áskriftardeild eftir helgi
í síma 569-1100 eða
sendu okkur tölvupóst á
moggaklubburinn@mbl.is
02
6
6
3
Yfir 7.000 miðar eru nú seldir á Töfraflautuna, hina vin-
sælu óperu Wolfgangs Amadeus Mozarts, en frumsýn-
ing verður 22. október í Eldborg í Hörpu. Fáar óperur
hafa náð jafn miklum vinsældum gegnum tíðina og sum
lögin er alþekkt í öðru samhengi. Nefna má að lagið við
kvæðið Hann Tumi fer á fætur er úr óperunni, einnig
lagið við sálminn Í dag er glatt í döprum hjörtum.
Þegar ljósmyndara bar að garði var verið úða kjól
Næturdrottningarinnar, sem sungin verður af Sigrúnu
Hjálmtýsdóttur, Diddú. Þetta óvenjulega verkefni kallar
á óvenjulegar aðstæður – en búningarnir eru úðaðir í
herbergi inn af neðri bílakjallara Hörpu, K2, sem er þrjá
metra undir sjávarmáli.
Filippía Elísdóttir annast búningana en hún er einn
dáðasti búningahöfundur landsins og hefur í fjórgang
hlotið Grímuna fyrir búninga sína, nú síðast í vor fyrir
Ofviðri Shakespeares í Borgarleikhúsinu. Filippía vinn-
ur nú hörðum höndum að því að skapa ævintýralega um-
gjörð utan um Töfraflautuna, fyrsta verkefni Íslensku
óperunnar í Hörpu, með sérstökum búningum sínum.
Fyrir utan að vera sérsaumaðir á hvern einasta þátttak-
anda í sýningunni, hátt í 60 manns – þar fyrir utan með
mörgum búningaskiptum fyrir sum hlutverkin – ætlar
Filippía að auki að úða alla búningana sem eru vel yfir
100 talsins.
Ýmsar furðuverur koma við sögu í Töfraflautu Moz-
arts. Ein aðalpersónanna í verkinu er fuglafangarinn
Papagenó sem Ágúst Ólafsson syngur í uppfærslu Ís-
lensku óperunnar núna. Sér til fulltingis í sýningunni
hefur Ágúst fuglabrúðu úr smiðju Bernds Ogrodnik sem
Magnús Guðmundsson stjórnar.
Bjarni Thor Kristinsson bregður sér í hlutverk hins
dularfulla Sarastros á einni sýningu en það verður á
aukasýningunni sunnudaginn 20. nóvember kl. 16. Á öll-
um öðrum sýningum syngur hins vegar Jóhann Smári
Sævarsson hlutverkið. Jóhann Smári sló síðast í gegn í
uppfærslu Íslensku óperunnar á Rigoletto síðastliðið
haust, í hlutverki morðingjans Sparafucile.
Morgunblaðið/Eggert
Næturdrottningin er kröfuhörð
Lyfjaborg í Borgartúni var oftast
með lægsta verðið þegar verðlags-
eftirlit ASÍ gerði verðsamanburð á
lausasöluvörum sl. mánudag. Skoð-
aðar voru vörur eins og smokkar,
varasalvi og fæðubótarefni.
Hæsta verðið var oftast hjá Lyfj-
um og heilsu í Reykjanesbæ, í 11 til-
vikum af 36, og Skipholts apótek var
næstoftast með hæsta verðið eða í 7
tilvikum af 36. Verðmunur á þeim
vörum sem skoðaðar voru var frá
11% upp í 220%, en í flestum tilvik-
um var munurinn á hæsta og lægsta
verði 25-50%.
220% munur á fæðubótarefni
Mestur verðmunur í könnuninni
var á fæðubótarefninu B6 frá Ein á
dag, sem var dýrast á 1.483 krónur
hjá Apótekaranum á Akranesi,
Urðarapóteki, Lyfjum og heilsu í
Reykjanesbæ og Skipholts apóteki
en ódýrast á 463 krónur hjá Lyfja-
veri við Suðurlandsbraut. Munurinn
var 1.020 krónur eða 220%. Minnstur
verðmunur í könnuninni var á tann-
þræði, frá Oral-B-satin tape, sem var
ódýrastur á 725 kr. hjá Lyfjavali í
Álftamýri og dýrastur á 806 kr. hjá
Lyfjum og heilsu í Reykjanesbæ.
Verðmunurinn var 11% eða 81 kr.
Af öðrum vörum í könnuninni má
nefna að Elite smokkar frá Durex,
12 stk. í pakka, sem voru dýrastir á
2.030 kr. hjá Árbæjarapóteki voru
ódýrastir á 1.090 kr. hjá Lyfjaborg.
Verðmunurinn var 86%. Þungunar-
próf frá „Yes or no“ var dýrast á
1.478 krónur hjá Reykjavíkurapó-
teki á Seljavegi og ódýrast á 1310
krónur hjá Apóteki Garðabæjar,
sem gerir 168 kr. verðmun eða 13%.
Fæðubótarefnið Spirulina var
dýrast á 5.080 krónur hjá Apóteki
Hafnarfjarðar og ódýrast á 3.850
krónur hjá Austurbæjarapóteki í
Ögurhvarfi sem er 32% verðmunur.
Bossakremið frá Lansinoh var
dýrast á 3.035 kr. hjá Garðsapóteki á
Sogavegi og ódýrast á 2.117 kr. hjá
Akureyrarapóteki sem er 43% verð-
munur.
Lyfjaborg með lægsta
verð á lausasöluvörum
Morgunblaðið/Sverrir
Lausasöluvörur Ódýrar í Lyfjaborg.