Morgunblaðið - 01.10.2011, Síða 29
FRÉTTIR 29Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2011
www.gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Ódýr og góð gisting
í hjarta Kaupmannahafnar
Básaskersbryggju | 900 Vestmannaeyjar | Sími 481 2800 | Fax 481 2991 | www.herjolfur.is
Með Herjólfi í vetur milli lands og Eyja
– fjórar ferðir alla daga
Eftir 1. október verður eingöngu hægt að bóka í 2 ferðir milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar fram í tímann á meðan
vetraráætlun gildir. Um er að ræða fyrstu og þriðju ferð. Þær bókanir gilda síðan í Þorlákshöfn ef ekki er siglt í Landeyjahöfn.
Í lok hverrar viku á föstudögum kl. 15:00 er opnað fyrir bókanir í aðrar ferðir vikunnar á eftir ef Landeyjahöfn er áfram opin.
Hægt verður að bóka ferðir fram til 20. desember. Áætlun yfir jól og áramót verður kynnt fljótlega.
Alla daga vikunnar:
Frá Vestmannaeyjum 08:00 11:30 15:30 20:30
Frá Landeyjahöfn 10:00 13:00 19:00 21:30
Ef ekki er hægt að sigla um Landeyjahöfn verður fyrsta ferð þann dag ávallt um Þorlákshöfn og síðan tvær ferðir seinnipartinn
um Landeyjahöfn ellegar ein ferð til Þorlákshafnar ef ófært er um Landeyjahöfn.
Ákvörðun um hvort ferðir nr. 3 og 4 verði farnar í Landeyjahöfn eða ferð nr. 2 í Þorlákshöfn verða teknar fyrir kl. 11 á hverjum
morgni. Farþegar sem eiga bókað verða látnir vita af öllum breytingum með SMS og tölvupósti.
Upplýsingar um bókanir í ferðir Herjólfs fram í tímann og ferðir hans á stórhátíðum er að finna á heimasíðu skipsins: herjolfur.is
Sölumenn falbjóða gullfíflakransa á útimarkaði í ind-
versku borginni Kolkata sem hét áður Kalkútta. Slíkir
kransar renna út eins og heitar lummur í borginni um
þessar mundir því hindúar nota þá til að skreyta hof og
heimili sín á Durga Puja, stærstu hátíð hindúa í Bengal.
Hátíðin hefst á morgun og stendur í fimm daga.
Reuters
Hof og híbýli skreytt með krönsum
Forseti Búrma tilkynnti í gær að
stjórn landsins hefði ákveðið að
fresta gerð umdeildrar stíflu sem
ráðgert var að reisa í samstarfi við
kínverskt stórfyrirtæki.
Mikil andstaða hefur verið við
Myitsone-stífluna í Irrawaddy-fljóti
sem á að vera 152 metra há og ein
hæsta stífla í heimi. Verði ráðist í
framkvæmdirnar verður til 760 fer-
kílómetra miðlunarlón, tugir þorpa
hverfa undir vatn og flytja þarf
minnst 10.000 íbúa þeirra af svæð-
inu. Framkvæmdirnar myndu einnig
valda óbætanlegu tjóni á svæði sem
er þekkt fyrir óvenjumikinn líffræði-
legan fjölbreytileika.
Kveðst virða vilja þjóðarinnar
Ljúka átti stíflunni árið 2019 til að
reisa orkuver í samstarfi við stórt
kínverskt orkufyrirtæki. Ráðgert
var að mikill meirihluti orkunnar
yrði fluttur út til Kína.
Hershöfðingjar, sem hafa verið við
völd í Búrma, mynduðu fyrr á árinu
ríkisstjórn sem er borgaraleg að
nafninu til, en er aðallega skipuð
fyrrverandi herforingjum. Orku-
málaráðherra stjórnarinnar sagði
nýlega að hvergi yrði hvikað frá
áformunum um virkjunina þrátt fyr-
ir andstöðuna. Thein Sein, forseti
Búrma, tilkynnti þó í gær að fram-
kvæmdunum yrði frestað, að
minnsta kosti til ársins 2015 þegar
skipunartímabili stjórnarinnar lýk-
ur. Hann sagði ástæðuna þá að
stjórnin vildi „virða vilja þjóðarinn-
ar“. Að sögn fréttaskýrenda er
ákvörðunin til marks um að stjórnin
vilji auka stuðning sinn meðal lands-
manna með því að sýna að hún taki
tillit til almenningsálitsins.
Aung San Suu Kyi, leiðtogi
stjórnarandstöðunnar, er á meðal
þeirra sem hafa lagst gegn stíflunni.
bogi@mbl.is
Umdeildri risa-
stíflu frestað
Fyrirhuguðu raforkuveri í Búrma í
samstarfi við Kínverja skotið á frest