Morgunblaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Íslensk stjórn-völd hafa gertmálefni norð-
urslóða að for-
gangsverkefni ís-
lenskrar
utanríkisstefnu. Ís-
inn á norðurskaut-
inu er að bráðna og
þynnast og við það opnast sigl-
ingaleiðir og möguleikar á að
komast að auðlindum á borð við
olíu og gas.
Fimm strandríki gera kröfur
um landgrunnsréttindi í Norður-
Íshafi. Ísland er ekki þeirra á
meðal, en byggir tilkall sitt til að
hafa sitt að segja á því að vera að
hluta innan norðurskautssvæð-
isins.
Um tíma virtust ríkin fimm
ein ætla að ráða ráðum sínum um
norðurslóðir. Nú bendir allt til
þess að Norðurskautsráðið verði
vettvangur viðræðna um þær og
þar eru Íslendingar innanborðs.
Fyrir rúmri viku héldu Rússar
ráðstefnu um málefni norð-
urslóða í Arkangelsk. Þar var
talað um að gæta þyrfti alls jafn-
vægis í umgengni á norð-
urslóðum, hvort sem um væri að
ræða siglingar eða nýtingu auð-
linda. Náttúra norðursins væri
viðkvæm og sömuleiðis samfélög
þeirra fjögurra milljóna manna,
sem nyrst búa.
Það er til marks um þá
áherslu, sem Rússar leggja á
norðurslóðamál, að Vladimír
Pútín forsætisráðherra flutti
ræðu á ráðstefnunni. Athygli
vakti að hann sá
ástæðu til að draga í
efa að breyting-
arnar á norð-
urslóðum væru að
einhverju leyti af
mannavöldum. Vek-
ur það spurningar
um hvernig eigi að
túlka orð hans um sjálfbærni ef
hann telur einu gilda um áhrifin
af athafnasemi mannsins á þess-
um slóðum.
Hér hafa heyrst raddir um að
á Íslandi gæti orðið til risavaxin
uppskipunarhöfn, sem yrði mið-
stöð flutninga milli Asíu annars
vegar og Evrópu og Bandaríkj-
anna hins vegar. Í þessu kunna
að felast möguleikar, en hafn-
armannvirki með tilheyrandi
innviðum kosta sitt og ljóst að
fleiri munu vilja vera um hituna.
Á ráðstefnunni kom fram að
styrkja ætti innviði í Rússlandi
til að geta tekið á móti auknum
siglingum, auk þess sem Norð-
menn vilja bita af kökunni.
Hagsmunir Íslendinga liggja
fyrst og fremst í því að á norð-
urslóðum sé traust björgunar-
og slysavarnakerfi og grannt eft-
irlit með því að ýtrustu varkárni
sé gætt við nýtingu auðlinda.
Mengunarslys á norðurslóðum
gætu haft hrikalegar afleiðingar
fyrir íslenskan sjávarútveg og
þar með íslenskt efnahagslíf.
Það er ekki síst út af þeim hags-
munum, sem Íslendingar gera
tilkall til að taka þátt í að móta
framtíð norðurslóða.
Mengunarslys á
norðurslóðum gætu
haft hrikalegar af-
leiðingar fyrir ís-
lenskan sjávarútveg }
Kapphlaupið um pólinn
Eftir að hafatekið sjáv-
arútvegsmálin út
úr þeim sáttafar-
vegi sem þau voru
komin í og fært
þau yfir í nefnd
stjórnarflokkanna,
þar sem hún átti
sjálf sæti, segir Jóhanna Sig-
urðardóttir, forsætisráðherra,
nú að stóra kvótafrumvarpið
hafi verið gallað þegar það var
lagt fram. Stjórnarflokkarnir
breyttu frumvarpinu til að
þjóna eigin duttlungum og for-
sætisráðherra lagði áherslu á að
málið næði fram að ganga, en
veikleikar í stjórnarmeirihlut-
anum urðu að lokum til þess að
málið kláraðist ekki.
Út af fyrir sig er rétt hjá Jó-
hönnu að frumvarpið var gallað
eins og margítrekað var bent á
án þess að hún gerði nokkuð til
að laga gallana eða stöðva mál-
ið. En það að hún hafi reynt að
knýja málið í gegnum Alþingi
þrátt fyrir galla þess sem hún
nú viðurkennir sýnir ótrúlegt
ábyrgðarleysi. Um er að ræða
mikilvægasta undirstöðu-
atvinnuveg þjóðarinnar og for-
sætisráðherra landsins getur
ekki leyft sér að leika sér að svo
mikilvægum þjóðarhagsmunum.
Nú er málið
komið á byrj-
unarreit. Ætli
stjórnarmeirihlut-
inn sér að halda
því áfram þarf að
semja nýtt frum-
varp og leggja fyr-
ir þingið með allri
þeirri óvissu sem slíku fylgir
fyrir sjávarútveginn, tengdar
greinar og þar með þjóðina
alla. Þetta er ótæk leið sem
mundi ekkert gera annað en
staðfesta illan hug ríkisstjórn-
arinnar til sjávarútvegsins og
framlengja þá erfiðu stöðu sem
hann hefur verið settur í.
Nú er mál að linni. Kominn
er tími til að ríkisstjórnin veiti
sjávarútveginum starfsfrið með
því að hætta við þær breyt-
ingar sem hún hefur áformað.
Með því gæti ríkisstjórnin
stuðlað að því að hleypa fjár-
festingu í sjávarútveginum af
stað aftur sem mundi á
skömmum tíma skapa fjölda
nýrra starfa. Séu yfirlýsingar
Jóhönnu um að ríkisstjórnin
leggi sig alla fram í atvinnu-
málum eitthvað annað en orðin
tóm er þetta augljós kostur.
Miklu líklegra er þó að duttl-
ungarnir fái áfram að ráða
ferðinni.
Ríkisstjórnin stend-
ur frammi fyrir
auðveldri leið til
að skapa mikinn
fjölda starfa}
Barist fyrir gölluðu frumvarpi
Í
vikunni voru ræddar niðurstöður könn-
unar starfshóps Menntaráðs Reykja-
víkurborgar sem sýnir að nær einn af
hverjum fjórum 15 ára drengjum í
reykvískum grunnskólum getur ekki
lesið sér til gagns. Mikill munur er á milli
kynjanna þegar kemur að læsi og ánægju af
lestri. Vissulega er vitað að munur er á milli
kynjanna þegar kemur að námi en þessar nið-
urstöður eru sláandi og ástæða til að taka þær
alvarlega. Þar er ég ekki aðeins að tala um
skólakerfið heldur einnig hlut okkar foreldra í
námi barnanna.
Ég sjálf er svo sem enginn aðdáandi heima-
náms en lestur er samt nauðsynleg færni í nú-
tímaþjóðfélagi. Og lestur er greinilega ekki
sama og lestur.
Það segir sig sjálft að allt bóknám er grund-
vallað á því að lesskilningur sé fyrir hendi. Hvort sem um
er að ræða orðadæmi í stærðfræði, túlkun á inntaki texta í
bókmenntum eða fræðilestur.
Við Íslendingar höfum í gegnum tíðina státað okkur af
því að vera bókmenntaþjóð en síðustu árin hefur lestur
ungmenna minnkað verulega. Ég vil segja skelfilega.
Ég neita að trúa því að það sé vegna þess að ekki séu til
bækur sem séu nógu áhugaverðar og skemmtilegar. Ég
hef sjálf verið lestrarhestur frá því að ég lærði að lesa fimm
ára gömul og var fljót að komast að því mér til mikillar ar-
mæðu að þó að ég sé hraðlæs mun mér aldrei endast ævin
til að lesa allar þær bækur sem mig langar til að lesa. Jafn-
vel þó að ég geri ekkert annað.
Sem móðir þriggja drengja, sá elsti er reynd-
ar orðinn fullorðinn, hef ég sjálf reynt þá al-
kunnu staðreynd að æfingin skapar meistarann
og að það skiptir máli að lesa eitthvað sem börn-
unum finnst áhugavert. Lesturinn er ekki bara
á ábyrgð skólans heldur verð ég sjálf, sem
ábyrgt foreldri, að taka ábyrgð á námi barna
minna. Ég sá líka mun á lestrargetu og hraða
strákanna sem var í réttu hlutfalli við þann tíma
sem við foreldrarnir gáfum okkur í lesturinn
með þeim. Ég verð að játa að ég var duglegri að
sitja með yngsta stráknum mínum og hlusta á
hann lesa en þeim í miðið enda sá ég fljótt mikl-
ar framfarir hjá þeim stutta og meiri áhuga líka.
Skemmtilegast er þó að lesa fyrir þá og með
þeim, efni sem þeir hafa valið sjálfir af bókasafn-
inu. Í bókavalinu endurspeglast áhugasvið
þeirra og þar hef ég gengið í gegnum ákveðna endur-
menntun. Uppruni og þróun mannsins og alls kyns dýrateg-
unda, risaeðlur og blómatími þeirra krítartímabilið. Óravídd-
ir alheimsins, röðun reikistjarna og stjörnuþokur eru
málefni sem þeim eru hugleikin. Ég hef svo sem ekki enn
lagt í að lesa Sögu tímans eftir Stephen Hawking með þeim,
en þá bók ég las mér til furðu mikillar skemmtunar fyrir
tveimur áratugum.
Hins vegar stefnum við á að skoða saman Heimskringlu
Snorra Sturlusonar, eftir að hafa heimsótt Snorrastofu í
Borgarfirði og þeir lært þar að J.R.R. Tolkien leitaði í smiðju
Snorra við skrif Hringadróttinssögu. sigrunrosa@mbl.is
Sigrún Rósa
Björnsdóttir
Pistill
Af lestri og skemmtilestri
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
J
óhanna Sigurðardóttir for-
sætisráðherra kom að gerð
stjórnarfrumvarpsins um
heildarlög um stjórn fisk-
veiða. Auk hennar komu
Jón Bjarnason, sjávarútvegs-
ráðherra, Steingrímur J. Sigfússon,
fjármálaráðherra, og Guðbjartur
Hannesson, velferðarráðherra, sem
gegndi á sínum tíma formennsku í
sáttanefndinni svokölluðu, að gerð
frumvarpsins. Athygli vakti athygli í
Kastljósi Sjónvarpsins í fyrrakvöld
þegar forsætisráðherra sagði að
frumvarpið hefði verið gallað að
mörgu leyti.
Þingmennirnir Ólína Þorvarðar-
dóttir, Helgi Hjörvar og Róbert
Marshall frá Samfylkingu og þau
Björn Valur Gíslason og Lilja Rafney
Magnúsdóttir frá VG komu einnig að
vinnu við undirbúning frumvarpsins
ásamt Atla Gíslasyni áður en hann
sagði skilið við þingflokk VG.
Margar athugasemdir hafa bor-
ist meðal annars frá hagsmuna-
samtökum, sveitarfélögum, verka-
lýðsfélögum, fjármálastofnunum,
Fiskistofu og fjárlagaskrifstofu fjár-
málaráðuneytis. Þá kom hörð gagn-
rýni á frumvarpið fram í skýrslu hag-
fræðingahóps, sem ráðherra fékk til
að meta hagræn áhrif frumvarpsins,
m.a. um framsal og veðsetningu.
Fölsk eignabóla
Í bréfi til ráðherra svara Lilja
Rafney Magnúsdóttir og Ólína Þor-
varðardóttir, formaður og varafor-
maður sjávarútvegsnefndar, ýmsum
athugasemdum sem fram hafa komið
um frumvarpið og segir m.a. um
skýrslu sérfræðinganna: „Hér skal til
þess litið að verðmyndun á aflaheim-
ildum undanfarin ár hefur verið að
byggjast upp á innbyrðis viðskiptum
greinarinnar. Í þeim viðskiptum hef-
ur verð skrúfast upp meira en raun-
veruleg innistæða er fyrir. Þetta hef-
ur leitt af sér óeðlilega hátt verðmæti
aflaheimilda („froðu“) í efnahags-
reikningum fyrirtækja sem sýnt hafa
betri eignastöðu að nafninu til og leitt
til yfirveðsetningar í greininni. Þar
með hefur myndast fölsk eignabóla
innan greinarinnar. Þennan raun-
veruleika verða bankar sem aðrir að
horfast í augu við og taka afleiðing-
unum af honum.“
Þá leggja þær til að skilið verði
milli veiða og vinnslu þannig að
rekstrarumhverfi sjávarútvegsins
verði gagnsærra en nú er. Hag-
fræðistofnun HÍ skilaði sjávarútvegs-
ráðherra skýrslu í vor um kosti þess
og galla að aðskilja fjárhagslega fisk-
veiðar og vinnslu sjávarútvegsfyr-
irtækja. Þar segir m.a. í niðurstöðu-
kafla: „Útgerðir sem ekki hafa
örugga kaupendur að vöru sinni eru
ólíklegri til að ráðast í miklar fjárfest-
ingar. Slíkt hið sama gildir um fisk-
vinnslur sem ekki hafa öruggan að-
gang að hráefni. Samþætt fyrirtæki
er því líklegra til að ráðast í nauðsyn-
legar fjárfestingar.“
Pólitísk óvissa
Ekki er ljóst hvað næst gerist í
þessu stóra deilumáli og hæpið að út-
spil síðustu daga leiði til lausna. Í
ágripi af niðurstöðum sérfræðinga-
skýrslunnar segir: „Að síðustu vill
sérfræðihópurinn benda á þau nei-
kvæðu áhrif sem ósætti og deilur um
fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar
hafa á rekstrarskilyrði útgerðar-
innar, áhuga á fjárfestingum í grein-
inni og nýliðun. Útgerð er áhættusöm
atvinnugrein. Óvissa um þróun stofn-
stærða, skilyrði til veiða og ástand á
mörkuðum er mikil. Ofan á þessa
óvissu bætist síðan pólitísk óvissa um
framtíð fiskveiðistjórnunar.
Mikilvægt er að þær breytingar
sem nú standa fyrir dyrum séu vand-
aðar í hvívetna svo tryggja megi sjáv-
arútveginum stöðuga umgjörð sem er
forsenda hagkvæmrar langtímanýt-
ingar auðlinda sjávar.“
Morgunblaðið/Rax
Deilur Umræðan um stjórnun fiskveiða hefur að nýju tekið flugið.
Óvissa um „gallað“
stjórnarfrumvarp
Gagnrýni
» Alþýðusamband Íslands
telur frumvarpið í núverandi
mynd svo gallað að það leggst
gegn samþykkt þess.
» Samtök fiskvinnslustöðva,
Samtök atvinnulífsins og
Landssamband íslenskra út-
vegsmanna lýsa sig í öllum at-
riðum ósaamála efni frum-
varpsins og leggja til að það nái
ekki fram að ganga.
» Er það mat Landsbankans
að endurskoða þurfi frumvarpið
frá grunni þar sem tillögur
þess, ef samþykktar verða,
muni fela í sér skerðingu á hag-
kvæmni í sjávarútvegi og rýrari
lífskjör í landinu. Jafnframt lýsir
Landsbankinn yfir sérstökum
áhyggjum af þeim áhrifum sem
samþykki frumvarpsins hefði á
fjárhafgsstöðu bankans og þar
með á fjárhagslegar afleiðingar
fyrir íslenska ríkið, stærsta
hluthafa bankans.
» Eins og að framan er rakið
fær frumvarpið mjög neikvæða
umsögn hjá Sjómannasam-
bandi Íslands og er það ekki
samið í sátt eða samráði við
sambandið. Því er mælst til
þess að frumvarpið verði ekki
að lögum.