Morgunblaðið - 01.10.2011, Síða 31
31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2011
Prúðbúnir Nemendur á lokaári í Kvennaskólanum í Reykjavík héldu í gær árlegan peysufatadag. Sungið og dansað var fyrir starfsfólk skólans og aðra nemendur og einnig fyrir heimilisfólkið á
Grund og Hrafnistu í Reykjavík. Um kvöldið var peysufötunum skipt út fyrir öllu nútímalegri klæðnað og Kvenskælingarnir hittust á Rúbín í Öskjuhlíð og snæddu saman kvöldverð.
Eggert
Lítil frétt á heima-
síðu Atlantshafs-
bandalagsins vakti at-
hygli mína. Fréttin er
tæplega tveggja vikna
gömul, frá 21. sept-
ember, og segir frá
ákvörðun Norður-
Atlantshafsráðsins um
að framlengja hern-
aðaraðgerðir Atlants-
hafsbandalagsins í Líb-
íu um 90 daga.
Ákvarðanir ráðsins eru teknar ein-
róma og hefur hvert aðildarríki neit-
unarvald.
Aðgerðir bandalagsins í Líbíu hóf-
ust eins og kunnugt er í mars sl. og
var ákvörðun um yfirtöku hernaðar-
aðgerða á grundvelli ályktunar Ör-
yggisráðs Sameinuðu þjóðanna tek-
in með samþykki allra aðildarríkja,
þ.m.t. ríkisstjórnar Vinstri grænna á
Íslandi. Steingrímur J. Sigfússon
var reyndar ekki spurður álits, eins
og fram kom í máli hans á Alþingi
daginn eftir.
En svo var tekin ákvörðun í júní
um að framlengja hernaðaraðgerð-
irnar um 90 daga. Þá mætti utanrík-
isráðherra Íslands í utanríkis-
málanefnd, ræddi málin og Vinstri
grænir bókuðu mótmæli. En allt
kom fyrir ekki, Vinstri grænir héldu
áfram að styðja hernaðaraðgerðir
Atlantshafsbandalagsins í Líbíu
þegar fulltrúi Íslands
greiddi framlenging-
unni atkvæði sitt.
Og nú er aftur búið
að framlengja um 90
daga. Ég veit ekki til
þess að utanrík-
ismálanefnd hafi verið
kölluð saman, og ég
veit ekki hvort Stein-
grímur Joð hefur verið
spurður álits í þetta
sinn. „Við erum stað-
ráðin í að halda aðgerð-
um áfram eins lengi og
þörf er á,“ er haft eftir fram-
kvæmdastjóra bandalagsins í frétt-
inni.
Kannski finnst honum líka að það
þurfi ekkert að spyrja Steingrím.
Eftir Ragnheiði
Elínu Árnadóttur
» Og nú er aftur búið
að framlengja um 90
daga. Ég veit ekki til
þess að utanríkismála-
nefnd hafi verið kölluð
saman, og ég veit ekki
hvort Steingrímur Joð
hefur verið spurður álits
í þetta sinn.
Ragnheiður Elín
Árnadóttir
Höfundur er formaður þingflokks
Sjálfstæðisflokksins.
Var Steingrímur
spurður?
Baldur Guðlaugsson
lögfræðingur skrifaði
grein í Morgunblaðið
7. sept. sl. vegna óska
Kínverjans Huang
Nubo um kaup á
Grímsstöðum á Fjöll-
um, sem mjög hefur
verið um fjallað. Birtir
hann þar málsgreinar
úr lögum nr. 34/1991,
um fjárfestingar er-
lendra á Íslandi, og er að sjá, að í
þeim fáu orðum séu gerð skil öllu
sem hafi þótt þurfa við. Segir þar:
„Fjárfestingar erlends ríkis, sveit-
arfélags eða annars erlends stjórn-
valds í atvinnurekstri hér á landi er
óheimil nema með sérstöku leyfi
efnahags- og viðskiptaráðherra.“
Í greinargerð með lögunum virð-
ast einnig aðeins nefnd „erlend ríki
eða fyrirtæki í eigu erlends ríkis.“ –
Virðist Baldur telja að með þessari
lagagrein hafi íslenzk yfirvöld í
hendi sér hvort af slíkum kaupum
megi verða, og sama hefur verið
haft eftir forsætisráðherra í blöðum,
að íslenzkt „lagaumhverfi“ (orðað
svo) tryggi fullkomlega að engin
óhöpp verði af landsölu af þessu
tagi.
Hér sýnist þó vera nokkur brota-
löm, ef þetta lagaákvæði er tæm-
andi. Ekki er nefnt að einstaklingur
þurfi að fá slíkt leyfi. Aðeins er
nefnt erlent ríki, sveitarfélag eða
annað erlent stjórnvald.
Varla hefur verið ætlun lagasmiða
að undanskilja jarða-
kaup einstaklinga, en
hér virðist samt vera
glufa í lögunum.
Kannske hafa kínversk
stjórnvöld komið auga
á þessa glufu og því
þótt vænlegt að láta
einstakling leita hófa
um landakaup, þar sem
erfiðara væri fyrir er-
lent ríkisvald að eign-
ast landsvæði á Íslandi.
Nefnt hefur verið að
Kínverjar hafi keypt
stór lönd í Afríku og víðar (til ferða-
mennsku?) Íslendingar hafa fram að
þessu lítt vitað um landakaup út-
lendinga hérlendis. Að vísu hefur
nokkrum sinnum heyrzt að Sviss-
lendingur eigi dal einn austur í Mýr-
dal; fyrst að hann ætti eina jörð, en
nú dalinn allan, og loki hann dalinn
af fyrir öðrum en sínu fólki. Nýlega
kom hins vegar í fréttum, að 23 út-
lendingar hefðu fengið leyfi til að
kaupa land á Íslandi. Er hér komin
af stað skriða? – Hve margar jarðir
kunna útlendingar að eiga á Íslandi
eftir 50 ár?
Margir hugsa nú um stund-
argróða. Margt virðist falt fyrir pen-
inga, jafnvel þjóðarauðurinn. Fossar
voru seldir útlendingum fyrr á tíð og
jarðhitavinnsla nú nýlega.
Þjóðerniskennd sýnist ekki vera
ofarlega í huga margra nú um
stundir. Jafnvel má ekki minnast á
þjóðerniskennd án þess að mönnum
sé núið um nasir ofstæki.
Kínverjinn Huang Nubo fær gott
orð þeirra sem hann hafa hitt eða
kynnzt. En komist stórt landflæmi í
kínverskar hendur er ekki afar lík-
legt að það verði laust í hendi á ný?
Ekki verður Huang Nubo eilífur
frekar en við hin. Hverjir munu svo
taka við þessu landi eftir hann?
Ekki er víst að það verði skáld eða
náttúruunnendur eða ferðafröm-
uðir. Þá gæti einnig farið svo, að síð-
ari eigendur kölluðu eftir vatnsrétt-
indum, þótt Nubo kveðist vilja
afsala sér þeim. Ekki má víst lengur
láta hlunnindi frá jörðum, eins og
fyrrum mun stundum hafa verið
gert. Rennandi vatnið mun því
fylgja jörðinni áfram þótt nýtingu
þess verði slegið á frest.
Margir þekkja orðatiltækið „að
plata sveitamanninn“. Þá er ekki átt
við sveitafólk í venjulegum skilningi,
heldur einfeldninga yfirleitt.
Mönnum þykir sumum, sem um
þetta mál hafa fjallað, að Gríms-
staðir séu með ólíklegri stöðum til
afþreyingar ferðamanna. Stundum
verður ekkert úr stórum áformum.
En einhverjum gæti þótt ágætt að
eiga stórt landsvæði á Íslandi, þótt
það nýttist ekki alveg í bili.
Eftir Þór
Magnússon » Varla hefur verið
ætlun lagasmiða að
undanskilja jarðakaup
einstaklinga, en hér
virðist samt vera glufa í
lögunum.
Þór Magnússon
Höfundur er fv. þjóðminjavörður.
Um Grímsstaði
Kæri Jón.
Það voru heldur
kaldar kveðjur sem Jó-
hanna Sigurðardóttir
forsætisráðherra sendi
þér í Kastljósi Rík-
issjónvarpsins síðast-
liðinn fimmtudag.
„Þetta var gallað
frumvarp að mörgu
leyti,“ sagði Jóhanna
um frumvarp þitt til
breytinga á lögum um stjórn fisk-
veiða. Ég efast um að
nokkur forsætisráð-
herra hafi fellt viðlíka
dóm á opinberum vett-
vangi yfir verkum ráð-
herra í eigin rík-
isstjórn. Þó var
frumvarpið samþykkt í
ríkisstjórn og því á
ábyrgð Jóhönnu Sig-
urðardóttur.
Nú get ég tekið und-
ir með Jóhönnu og
raunar gott betur.
Frumvarpið er ekki
aðeins gallað heldur stórhættulegt
fyrir íslenskt efnahagslíf. En um það
verðum við seint sammála.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
forsætisráðherra og aðrir samfylk-
ingar senda þér kaldar kveðjur. En
þar sem ég veit að þú ert ekki geð-
laus maður – ekki frekar en aðrir
sem kynnst hafa ferskum vindum
Skagafjarðar – vil ég spyrja þig
tveggja spurninga:
1. Finnst þér gæta mikils dreng-
skapar í þinn garð þegar forsætis-
ráðherra fellir dóm af því tagi sem
gert var í Kastljósi og reynir um leið
að víkjast undan ábyrgðinni? Finnst
þér drengskapur einkenna fram-
göngu samstarfsráðherra þinna í
öðrum málum, svo sem er varðar
Evrópusambandið?
2. Ert þú sammála því að eftir allt
sem á undan er gengið eigir þú að-
eins tveggja kosta völ: Annaðhvort
að sitja áfram í ríkisstjórn Jóhönnu
Sigurðardóttur og láta allt yfir þig
ganga, eða að taka hatt þinn og staf
og segja skilið við ríkisstjórn?
Ég veit að þú munt svara þessu
fljótt og vel, að ekki sé talað um skil-
merkilega. Gamlir sveitungar okkar
í Skagafirði munu lesa svör þín af at-
hygli, líkt og margir fleiri lands-
menn.
Með kærri kveðju.
Opið bréf til Jóns Bjarnasonar
Eftir Óla Björn
Kárason »Nú get ég tekið und-
ir með Jóhönnu og
raunar gott betur.
Frumvarpið er ekki að-
eins gallað heldur stór-
hættulegt fyrir íslenskt
efnahagslíf.
Óli Björn Kárason
Höfundur er varaþingmaður Sjálf-
stæðisflokksins.