Morgunblaðið - 01.10.2011, Side 34
34 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2011
Þegar Gylfi Arn-
björnsson gerði mér
það ljóst snemma árs
2009 að ég þyrfti að
velja á milli lög-
fræðistöðu hjá ASÍ eða
þess að fara í framboð
fyrir Framsóknar-
flokkinn í Reykjavík
var ég hvött til þess að
fara í mál við ASÍ á
grunni 65. gr. stjórn-
arskrárinnar en hún hljóðar svo:
„Allir skulu vera jafnir fyrir lögum
og njóta mannréttinda án tillits til
kynferðis, trúarbragða, skoðana,
þjóðernisuppruna, kynþáttar, lit-
arháttar, efnahags, ætternis og stöðu
að öðru leyti.“ Ég hef ekki skeytt um
að sækja rétt minn en vissulega væri
ég að skapa fordæmi þar sem um
hjarta verkalýðsbaráttunnar er að
ræða – sjálft flaggskipið sem á að
standa vörð um störf fólks – bæði á
grunni pólitískra skoðana og ekki
síður kvenréttindabaráttu. Rang-
færslur Gylfa í blaðinu hinn 30. sept-
ember eru hrópandi. Ég var ekki
varaþingmaður Framsóknarflokks-
ins er mér var boðin lögfræðings-
staða hjá ASÍ og ég var launalaus
þegar ég sótti héraðsdómsnámskeið.
Ég sótti ekki um launalaust leyfi hjá
ASÍ því mér var sagt upp störfum.
Sannleikurinn er sá að þegar ljóst
var að uppstillingarnefnd Framsókn-
arflokksins ætlaði að gera tillögu um
nafn mitt í oddvitasæti í Reykjavík
hringdi ég í Gylfa Arnbjörnsson –
snemma á laugardagsmorgni – til að
tjá honum tíðindin. Sagði ég honum
jafnframt að kosið yrði um tillögu
uppstillinganefndar því tveir aðilar
hefðu gefið kost á sér í sama sæti.
Gylfi gerði mér það ljóst þennan
morgun að ef ég tæki oddvitasætið
þá jafngilti það upp-
sögn hjá ASÍ. Urðu
vitni að þessu símtali og
það sáu allir að ég var
mjög slegin en tók
ákvörðun og áhættu um
að vinna að kjöri mínu
launalaus. Um starfslok
mín hjá ASÍ ræði ég
ekki frekar.
Gylfi skeytir engu
um að svara mér efn-
islega og útskýrir ekki
að hann hafi algjörlega
brugðist félagsmönnum sínum á
haustdögum 2008 er hann fór fyrir
verðtryggingarnefnd forsætisráð-
herra sem hafnaði aftengingu verð-
tryggingar á húsnæðislán tímabund-
ið. Hann svarar ekki gagnrýni minni
á stuðning ASÍ við ríkisstjórnina og
útgreiðslu séreignalífeyrissparnaðar.
Hann útskýrir ekki stjarnfræðilegt
tap lífeyrissjóðanna upp á 400-500
milljarða samkvæmt upplýsingum
frá Seðlabankanum. Gylfi beitir ASÍ
til stuðnings aðlögunarferlinu að
ESB og talar grimmt niður íslenskan
landbúnað – þrátt fyrir að um 10.000
félagsmenn hans hafi atvinnu af
störfum tengdum landbúnaði. Gylfi
skuldar mér ekki svör – heldur fé-
lagsmönnum sínum. Ég gleðst yfir
því að greinarkorn mitt hafi vakið
Gylfa og verkalýðsforystuna af með-
virkninni með ríkisstjórninni – þótt
hljómurinn sé holur.
Gylfi Arnbjörnsson
og sannleikurinn
Eftir Vigdísi
Hauksdóttur
»Rangfærslur Gylfa í
blaðinu hinn 30.
september eru hróp-
andi.
Vigdís Hauksdóttir
Höfundur er lögfræðingur og þing-
maður Framsóknarflokksins í
Reykjavík.
Það er mál til komið
að stjórnvöld opinberi
stefnu sína í málefnum
landsbyggðarinnar –
og segi okkur umbúða-
laust hvort samfélögin
á landsbyggðinni eigi
sér lífs von.
Undanfarin ár hefur
niðurskurðarhnífurinn
verið á lofti – hörð at-
laga hefur verið gerð
að grunnþjónustu hvar sem er í
dreifðari byggðum.
Síðastliðið haust sýndu íbúar víðs
vegar um landið hug sinn í verki er
þeir slógu skjaldborgir um heil-
brigðisstofnanir og heilsugæslu-
stöðvar í sínum heimabyggðum – til
þess að mótmæla harkalegum
áformum um niðurskurð á fjárveit-
ingum til þessara stofnana. Sem bet-
ur fer var tekið tillit til þessara mót-
mæla en bara til eins árs. Nú búa
stjórnendur þessara stofnana sig
undir aðra atlögu. Verið er að und-
irbúa ný fjárlög – hvaða framtíð þau
koma til með að kynna okkur íbúum
þessa lands er ekki gott að vita og
við sem búum úti á landi bíðum með
ugg í brjósti eftir þeim dómi. Verður
stoðunum endanlega kippt undan
okkur með niðurskurði á fjárveit-
ingum – niðurskurði sem í raun lam-
ar alla opinbera þjónustu. Nið-
urskurði sem leiðir til þess að
langveikir verða neyddir til að flytja
úr sinni heimabyggð til að eiga kost
á þeirri þjónustu sem þeir þurfa á að
halda og þeir eiga rétt á. – Nið-
urskurði sem dregur allan mátt úr
löggæslunni á landsbyggðinni. Nið-
urskurði sem enn eyk-
ur á aðstöðumuninn
milli höfuðborgarsvæð-
isins og landsbyggð-
arinnar. – Niðurskurði
sem hefur það í för með
sér að þurfi menn að
sinna persónulegum
erindum hjá opinber-
um stofnunum verða
þeir að leggja á sig löng
ferðalög. – Niðurskurði
sem hefur það í för með
sér að þeir sem vilja
stunda framhalds-
skólanám þurfa að flytja úr foreldra-
húsum um 16 ára aldurinn – og svo
mætti lengi telja.
Það er tími til kominn að menn
átti sig á alvöru málsins. Með sí-
auknum niðurskurði á fjárveitingum
í opinberri þjónustu á landsbyggð-
inni er hægt og bítandi verið að
murka lífið úr byggðunum.
Íbúar á landsbyggðinni eru komn-
ir í spor músarinnar sem gekk í gin
kattarins eftir að hann var búinn að
leika sér að henni í drjúgt langa
stund – það er betra að segja okkur
það strax að það sé mat stjórnvalda
að leggja af byggð utan við ákveðinn
radíus í kringum höfuðborgina en að
halda áfram að draga okkur á asna-
eyrunum.
Það er óviðunandi að fjárlög séu
gerð til eins árs í senn, lögð fram og
kynnt í lok árs og þeim sem ætlað er
að framfylgja lögunum gert að
bregðast við stórfelldum lækkunum
á rekstrarfé á örskotstíma. Það ætti
að vera krafa allra íbúa þessa lands
að fjárlögin séu sett fram með það
markmið að gera mönnum kleift að
fara að lögum – fjárlög eiga að
styðja önnur landslög, ekki vera
þeim æðri. Það er óþolandi að fjár-
lög til eins árs kollvarpi forsendum
byggðar í landinu. Skamm-
tímamarkmið séu sett ofar lang-
tímamarkmiðum. Máttvana opinber-
ar stofnanir eru í raun einskis nýtar.
Það er kominn tími til að slá
skjaldborgir um alla opinbera þjón-
ustu á landsbyggðinni – sýslumanns-
embættin – heilbrigðisstofnanir –
skólana o.s.frv. Það er ekki nóg að
verja heilbrigðisþjónustuna, við
þurfum að verja öll opinber störf og
þjónustu – það styður hvað annað.
Landsbyggðin lifi vill fá lands-
menn til að ræða saman um þessa
hluti – fá stjórnmálamenn til að
hlusta á raddir okkar allra. Við vilj-
um opna hreinskilnislega og upp-
lýsta umræðu um þessi mál.
Aðalfundur samtakanna Land-
byggðin lifi verður haldinn í Ketilási
í Fljótum 8. október og eru allir sem
áhuga hafa á að ræða framtíð og
mikilvægi opinberrar þjónustu
hvattir til að mæta á fundinn og taka
þátt í umræðunni.
Opinber þjónusta er grund-
völlur byggðar um allt land
Eftir Regínu
Sigurðardóttur » Íbúar á landsbyggð-
inni eru komnir í
spor músarinnar sem
gekk í gin kattarins eftir
að hann var búinn að
leika sér að henni í
drjúgt langa stund.
Regína Sigurðardóttir
Höfundur er skrifstofustjóri og er
varaformaður í samtökunum Lands-
byggðin lifi.
Íslendingar geta
bætt þjóðarhag um 46
milljarða króna á ári
með því að útrýma at-
vinnuleysinu auk
hinna almennu já-
kvæðu áhrifa á sam-
félagið sem slíkur ár-
angur mundi hafa í för
með sér. Lausnin á
efnahagsvanda Íslend-
inga blasir þannig við.
Í dag eru rúmlega 11 þúsund
manns án vinnu en með því að koma
þeim til starfa er hægt að bæta hag
ríkis og sveitarfélaga um 26 millj-
arða króna á ári. Það munar um
hvern einstakling sem fer af at-
vinnuleysisskrá út á vinnumark-
aðinn. Af bótum og launum greiðist
tekjuskattur og útsvar og af neyslu-
útgjöldum virðisaukaskattur og
vörugjöld þannig að skatttekjur hins
opinbera eykst um 2,3 milljónir
króna á ári þegar atvinnulaus maður
fær vinnu fyrir meðallaun.
Atvinnulífið fjármagnar Atvinnu-
leysistryggingarsjóð og hefur tekið
á sig auknar byrðar undanfarin þrjú
ár vegna aukins atvinnuleysis en at-
vinnuleysi 11 þúsund manna og
kvenna kostar nú launagreiðendur
um 20 milljarða króna á ári. Þessir
fjármunir gætu nýst til nýsköpunar,
vöruþróunar og fjárfestinga í fyr-
irtækjunum og til að bæta stöðu
okkar á samkeppnismarkaði. Ný-
sköpun er drifkraftur efnahagslegra
framfara og 20 milljarða innspýting í
atvinnulífið á ári næstu
árin myndi hjálpa veru-
lega til að segja skilið
við kreppuna.
Ég starfa í atvinnu-
grein, ferðaþjónust-
unni, þar sem Íslend-
ingar eru að nýta
tækifærin. Það er m.a.
vegna þess að þar hafa
stjórnvöld ekki staðið í
vegi okkar, eins og
reyndin hefur verið í
sjávarútvegi, orku-
vinnslu, ýmsum iðnaði
og fleiri greinum. Við höfum að
mestu fengið frið og við höfum nýtt
hann til góðra verka.
Atvinnulífið er uppspretta þeirrar
verðmætasköpunar sem samfélag
okkar hvílir á. Stjórnvöld verða að
vinna með atvinnulífinu í stað þess
að vera sífellt á móti og þvælast fyrir
– aðeins þannig verður hindrunum
rutt úr vegi.
Hefjum nýja atvinnusókn og út-
rýmum atvinnuleysinu.
46.000.000.000
krónur
Eftir Grím
Sæmundsen
Grímur Sæmundsen
»Nýsköpun er drif-
kraftur efnahags-
legra framfara og 20
milljarða innspýting í
atvinnulífið á ári næstu
árin myndi hjálpa veru-
lega til …
Höfundur er forstjóri Bláa lónsins og
varaformaður SA.
Umræðan um er-
lendar fjárfestingar
tók hliðarspor þegar
Kínverjinn Huang
Nubo hugðist kaupa
300 ferkílómetra af Ís-
landi. Mörgum þykir
þetta mikið land sem
leggja á undir óljósa
viðskiptahugmynd.
Öðrum þykir það sjálf-
sagt þar sem ýmsir
Evrópumenn hafa
þegar nælt sér í hluta af Íslandi.
Enn öðrum er nokk sama því Ís-
lendingar hafa hvort sem er glatað
sjálfstæði sínu með EES-
samningnum og því sé best að
þiggja það sem hreytt er í lands-
menn.
Umræðan um erlenda stóriðju á
Íslandi er keimlík umræðunni um
landssöluna. Sumir segja að íslensk
borgarastétt (atvinnurekendur og
hugmyndafræðingar þeirra í há-
skólunum) hafi brugðist í því að
skapa forsendur fyrir uppbyggingu
innlendrar atvinnustarfsemi og því
sé erlend stóriðja eina lausnin. Aðr-
ir segja stóriðju óásættanlegan val-
kost því henni fylgi eyðilegging ís-
lenskrar náttúru, fábreytni á
vinnumarkaði og ójafnvægi í at-
vinnusköpun kynjanna.
Til hvers?
Umræðan um erlendar fjárfest-
ingar eins og hún blasir við á Ís-
landi er ólík því sem gerist erlendis.
Í Bandaríkjunum lagði stjórn Clin-
tons áherslu á að skapa infrastrúkt-
úr menntunar, rannsókna- og þró-
unarstarfsemi sem myndi hvetja
erlend/alþjóðleg fyrirtæki til að
staðsetja í landinu þann hluta starf-
semi sinnar sem hlut-
fallslega mestan virð-
isauka skapar, s.s.
þróunardeildir, hönn-
un, markaðsmál og yf-
irstjórn. Sú hugsun
sem þarna liggur að
baki er að leita leiða til
að hámarka margföld-
unaráhrif í tækniþekk-
ingu, tekjum og at-
vinnusköpun.
Stefna ríkja Suð-
austur-Asíu hefur ver-
ið af sama toga. Suður-
Kórea og Taívan hafa haft þá stefnu
að erlend fyrirtæki eru skuldbund-
in til að tiltekinn hundraðshluti af
aðfangakaupum þeirra sé keyptur
af innlendum aðilum. Með þessari
stefnu dafnar innlend þekking-
arsköpun, en þessi lönd hafa auk
þess bundið erlenda fjárfestingu við
atvinnugreinar sem talið er að verði
hávaxtargreinar í framtíðinni.
Lærum af Kínverjum
Kínverjar hafa fylgt í fótspor ná-
granna sinna í Suðaustur-Asíu. Ný-
sköpunarstefna þeirra gengur út á
að fjárfestingar erlendra fyrirtækja
séu bundnar við þátttöku innlendra
fyrirtækja í rannsóknar- og þróun-
arstarfsemi sem leiðir til þess að
tækniþekking eflist, tækninýjungar
skapist og kínverskum einkaleyfum
eða patentum fjölgi. Um þetta er
kínverska ofurhraðalestin gott
dæmi og samstarf Kínverja við jap-
anska fyrirtækið Kawasaki.
Auk markvissrar nýsköp-
unarstefnu hafa Kínverjar þá
stefnu gagnvart erlendum fjárfest-
ingum að land þeirra er alls ekki til
sölu, heldur er það þjóðareign. Af-
not af landi er aðeins í formi land-
leigu.
Framsækna stefnu þurfum við
Kjarninn í framsækinni stefnu um
erlenda fjárfestingu er að 1) greina
hávaxtargreinar framtíðarinnar sem
skila hlutfallslega miklum virð-
isauka; 2) setja skilyrði um að erlend
fjárfesting efli innlenda tækniþekk-
ingu og nýsköpunarstarfsemi; 3)
greina hvers konar starfsemi hefur
mest margföldunaráhrif gagnvart
atvinnusköpun; 4) greina hvers kon-
ar fyrirtæki skapa mesta fjölbreytni
á vinnumarkaði og lágmarka ójafn-
vægi í atvinnutækifærum kynjanna.
Íslenskt vonleysi
Á meðan stefnan er að fá inn í
landið erlenda fjárfestingu hvað sem
það kostar verða Íslendingar jafn
umkomulausir og hingað til og von-
leysi mun ríkja. Framtíðarsýnin er
þá „comprador kapítalismi“, þ.e.
landsmenn verða leiguþý erlendra
fjár- og landeigenda eða hinnar nýju
fjölþjóðlegu auðvaldsstéttar. Minn-
umst orða Jóns Þorlákssonar í
Morgunblaðinu 1929 þegar hann
lagði áherslu á „… eign hjer búsettra
manna og fjelaga, svo að allur arð-
urinn fellur til landsmanna. Þetta er
stefnumark sem ekki má hvika frá“.
Erlendar fjárfestingar
– til hvers?
Eftir Ívar Jónsson »… verða Íslendingar
jafn umkomulausir
og hingað til og vonleysi
mun ríkja. Framtíð-
arsýnin er þá „compra-
dor kapítalismi“ …
Ívar Jónsson
Höfundur er sviðsstjóri.