Morgunblaðið - 01.10.2011, Page 36

Morgunblaðið - 01.10.2011, Page 36
36 MESSUR Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2011 ✝ Guðrún Jóns-dóttir fæddist 5. maí 1920 á Stekkjarflötum, Akrahreppi, Skagafirði. Hún lést 22. september 2011, á Heilbrigð- isstofnun Sauðár- króks. Foreldrar henn- ar voru Jón Guð- mundsson, f. 17. mars 1877, d. 3. september 1960, og Soffía Jóns- dóttir, f. 12. júlí 1891 d. 27. maí 1959. Guðrún ólst upp á Hofi í Vesturdal. Alsystkini hennar voru: Jón, f. 28. ágúst 1917, d. 11. apríl 1983, Gestheiður, f. 28. febrúar 1919, d. 6. nóvember 2010, Jónatan, f. 23. apríl 1923, d. 23. janúar 1980, Sæunn, f. 23. október 1924, d. 28. maí 1997. Hálfsystkini samfeðra, móðir Margrét Guðrún Jóhannsdóttir, f. 25. september 1876, d. 15. júní 1927: Sigurlaug Jónína, f. átti 2 dætur áður. 3. Jón Sævin, f. 9. desember 1940, maki Erna Jóhannsdóttir. Þau eiga 2 dæt- ur. Jón átti einn son áður og Erna 2 syni sem ólust upp hjá þeim. 4. Gunnar Stefán, f. 6. maí 1947, maki Sólveig Þor- valdsdóttir og eiga þau eina dóttur. Gunnar átti 3 börn áður með Jónínu Jónsdóttur en þau slitu samvistum. Sólveig átti 2 börn áður. 5. Pétur Axel, f. 13. desember 1952, maki Steinunn Kristinsdóttir og eiga þau 3 börn. 6. Svanhildur Hrönn, f. 25. október 1955, maki Hlynur Unnsteinn Jóhannsson. Þau slitu samvistum . Eiga þau 4 dætur. 7. Skarphéðinn Rúnar, f. 22. ágúst 1957, maki Steinunn Guðmundsdóttir og eiga þau 4 dætur. Steinunn átti áður einn son sem ólst upp hjá þeim. 8. Hrafnhildur Sæunn, f. 1. janúar 1962, maki Birgir Rafn Rafns- son og eiga þau 3 börn. Afkom- endur Guðrúnar og Péturs eru í dag 104 talsins. Útför Guðrúnar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 1. október 2011, og hefst athöfnin kl. 14. 26. janúar 1900, d. 12. febrúar 1900, Ingibjörg, f. 10. október 1901, d. 21. október 1956. Ágústa Jón- asdóttir, f. 1. ágúst 1904, d. 8. desem- ber 2006, ólst upp hjá Jóni og Mar- gréti til 16 ára ald- urs. Guðrún giftist 15. júní 1941 Pétri Jóni Stefánssyni, f. 22. apríl 1909, d. 6. ágúst 2000. For- eldrar hans voru Guðrún Haf- liðadóttir og Stefán Pétursson. Guðrún og Pétur bjuggu á Hofi í Vesturdal frá 1943 til 1976 er þau fluttu til Sauðárkróks. Börn þeirra eru: 1. Soffía Bára, f. 10. október 1937, maki Númi Svein- björn Adolfsson, þau slitu sam- vistum. Eiga þau 4 börn. 2. Mar- grét Stefanía, f. 1. apríl 1939, maki Baldur Ingimar Sigurðs- son. Eiga þau 7 börn. Baldur Elsku amma mín. Það er rosa- lega skrítið og erfitt að hugsa til þess að geta aldrei aftur kíkt í heimsókn til þín á Freyjugötuna. Það var alltaf jafngott að koma til þín, þú áttir alltaf konfekt og kók handa okkur yngra fólkinu og kaffi og kökur handa þeim eldri. Og sögurnar sem þú sagðir mér voru alltaf jafnskemmtileg- ar, ég gat setið hjá þér tímunum saman og hlustað á gamlar sögur frá því að þú varst ung. Og miðað við aldur þinn var alveg ótrúlegt hvað þú mundir eftir afmælum allra, þótt afkomendurnir væru orðnir 102. Alltaf fékk maður eitthvað fallegt frá þér, best finnst mér allt sem þú föndraðir og prjónaðir, mér þykir svo rosa- lega vænt um að eiga svona fal- lega hluti sem þú gerðir. En núna ertu komin til afa og þið jafnglöð að hitta hvort annað og getið núna alltaf verið saman. Ég bið kærlega að heilsa afa. Ég sakna þín alveg rosalega mikið. Hvíldu í friði elsku besta amma mín. Þín sonardóttir, Elín Petra. Amma mín kvaddi skyndilega hinn 22. september sl. Hún var orðin 91 árs en var hress og bjó ein þó að sjón og heyrn væru far- in að daprast. Mínar fyrstu minn- ingar um ömmu eru frá Hofi, þar sem hún og afi bjuggu þar til ég var 8 ára. Þetta var næsti bær og þangað fór ég oft. Ég man að það var alltaf eitthvað gott til í búrinu hjá ömmu, hún átti falleg hugg- unarorð og höndin hennar var mjúk og hlý þegar hún stauk mér um vangann eftir einhverja af þeim ótal byltum sem ég lenti í. Þegar amma og afi fluttu út á Sauðárkrók hitti ég þau mun sjaldnar en það var alltaf vel tek- ið á móti manni á Hólaveginum. Á jóladag var alltaf jólaboð hjá ömmu. Þegar ég var krakki fannst mér íbúðin á Hólavegin- um breytast í ævintýraheim jólanna með marglitu jólaskrauti, litríku jólatré, jólaseríum, kökum og nammiskálum um allt. Öll önnur hús voru litlaus í saman- burði við ríkulega jólaskreytt húsið hennar ömmu. Í stofunni var þá spilað og hlegið og í minn- ingunni áttu jólin heima hjá ömmu og þar var gott að vera. Þegar ég var að vinna á Krókn- um sem unglingur, fór ég oftast í hádeginu til ömmu og afa og fékk að borða og síðan var spjallað eða tekið í spil. Eftir að amma flutti á Freyjugötuna, við hliðina á mömmu, var stutt að skreppa til hennar í notalegt spjall þegar ég kom norður og fá að launum faðmlag og knús. Amma var duglega að gauka að mér prjónaplöggum fyrir Óla og krakkana og verður mikil eft- irsjá í að fá ekki lengur ullar- sokka og vettlinga til að ylja sér í frostinu. Það verður líka skrýtið að fá ekki símtal frá ömmu á af- mælisdaginn minn í næstu viku, hún gleymdi ekki að hringja þó að árin færðust yfir. Hún vildi vita hvernig allt gegni, hvort börnin væru frísk og hvort Óli væri að fiska eitthvað og hvernig væri í vinnunni hjá mér. Við ræddum alltaf dágóða stund og mér leið vel eftir að hafa talað við hana. Amma vildi vera fín og vel til höfð þegar eitthvað stóð til. Þeg- ar sjónin fór að daprast spurði hún gjarnan hvort ekki væri í lagi með fötin og skartið, hvort þetta færi ekki vel saman. Hún varð glöð þegar ég sagði henni að hún væri alltaf fín og flott. Henni fannst heldur ekki leiðinlegt þeg- ar fólk sagði við hana, þegar hún var orðin níræð, að hún liti ekki út fyrir að vera degi eldri en átta- tíu ára. Í dag kveð ég yndislega ömmu mína, sem hefur verið dýrmætur hluti af lífi mínu, og þakka fyrir allt, þakka fyrir að eiga góðar minningar til að fylla upp í tómið sem myndast við fráfall hennar. Elsku besta amma mín, góða ferð og ég bið kærlega að heilsa afa. Við hittumst aftur síðar. Við kveðjum þig kæra amma með kinnar votar af tárum á ást þinni enginn vafi til okkar, við gæfu þá bárum. Horfin er hönd þín sem leiddi á hamingju- og gleðifundum, ástúð er sorgunum eyddi athvarf á reynslustundum. Margt er í minninga heimi mun þar ljósið þitt skína, englar hjá guði þig geymi við geymum svo minningu þína. (Höf. ók.) Þín, Sigrún Baldursdóttir. Elsku amma mín, nú er komið að kveðjustund. Þótt þú hafir verið orðin rúmlega níræð bjóst ég ekki við því að kveðja þig al- veg strax, við ræddum það nú um daginn að þú yrðir örugglega hundrað ára. Mér þykir óendanlega vænt um að þú gast komið í brúðkaup- ið okkar Donna og auðvitað varstu aðalskvísan, þótt þú hafir verið orðin slöpp ætlaðir þú ekki að missa af því. Þú varst alltaf svo fín og flott og naust þess að klæða þig upp og skreyta þig með fallegum skartgripum. Þú hafðir líka skoðun á öllu hvað varðar útlit og klæðnað og vorum við ekki alltaf sammála um hvað væri flott og hvað ekki, enda væri nú ekkert gaman ef allir hefðu sama smekk. Mér finnst líka yndislegt að þú hafir getað kynnst Hrafnhildi Köru, þið vor- uð góðar saman. Ég hlakka til að sýna henni dúkkurúmið sem þú bjóst til handa henni þegar hún verður aðeins eldri, það er svo ótrúlega fallegt. Síðan ég man eftir mér hefur þú verið stór hluti af lífi mínu. Ég á eftir að sakna þess að koma á Freyjugötuna til þín í spjall og fá að stelast í jóla- konfektið sem þú geymdir alltaf sérstaklega handa mér. Þú varst ótrúlega stolt af öllum afkomend- um þínum og ljómaðir alltaf þeg- ar þú vissir að von væri á nýju barni í fjölskylduna. Það verður tómlegt án þín amma mín en ég veit að nú ertu komin í faðm Pét- urs afa sem þú saknaðir svo sárt. Ég veit að hann tekur vel á móti þér. Takk fyrir öll jólin, áramótin og frábæru stundirnar sem við áttum saman. Hvíldu í friði amma mín. Elska þig. Þín Hera. Elsku langamma mín kvaddi heiminn 22. september sl. en þá var hún orðin 91 árs gömul. Mín helsta minning um þig er huggu- lega húsið þitt, hvað mér fannst æðislegt að koma á Krókinn og kíkja til þín. Þú áttir alltaf ís í kistunni og nóg af gömlu dóti í kössunum inni í búri. Það var alltaf gaman að leika heima hjá þér því þú áttir dót sem ég sá sjaldan. Einu sinni ýtti ég á neyðarhnappinn þinn. Mamma var ekki sátt en þú hlóst bara að því. Stundum var ég svo æst að komast til þín að ég hljóp ein yfir og þá fórum við í göngutúr sam- an, þá notaðir þú ekki göngu- grindina því ég hélt svo fast í þig. Það er ekki hægt að lýsa því hvað ég varð glöð þegar mamma sagði mér að þú kæmist í ferminguna mína í sumar. Þú ferðaðist hægt, sást og heyrðir illa en lést ekkert stoppa þig. Hvað þú varst alltaf hress og kát þótti mér vænst um. Hlátur þinn kemur alltaf upp í hugann þegar ég hugsa um þig, mér þótti hann æði. Á laugardag- inn mun ég kveðja æðislega ömmu sem ég fékk heiðurinn af að hafa í lífi mínu. Nú á ég bara góðar minningar til að gleðja mig á verstu stundum. Elsku langamma mín, ég elska þig og mun alltaf gera. Hvíldu í friði og vonandi hittumst við aftur seinna. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín Margrét Olsen. Guðrún Jónsdóttir AÐVENTKIRKJAN: Aðventkirkjan Reykjavík | Samkoma í dag, laugardag, kl. 11 hefst með biblíu- fræðslu fyrir börn, unglinga og fullorðna. Einnig er boðið upp á biblíufræðslu á ensku. Guðsþjónusta kl. 12. Manfred Lemke prédikar. Aðventkirkjan Vestmannaeyjum | Samkoma í dag, laugardag, kl. 11. Boðið upp á biblíufræðslu fyrir börn og full- orðna. Guðsþjónusta kl. 12. Bein útsend- ing frá kirkju aðventista í Reykjavík. Man- fred Lemke prédikar þar. Aðventsöfnuðurinn Suðurnesjum | Samkoma í dag, laugardag, kl. 11 í Reykjanesbæ hefst með biblíufræðslu. Guðsþjónusta kl. 12. Þóra Jónsdóttir pré- dikar. Aðventsöfnuðurinn Árnesi | Samkoma á Selfossi í dag, laugardag, kl. 10, hefst með biblíufræðslu fyrir börn og fullorðna. Guðsþjónusta kl. 11. Jeffrey Bogans pré- dikar. Aðventsöfnuðurinn Hafnarfirði | Sam- koma í Loftsalnum í dag, laugardag, hefst kl. 11. Samkoman verður sérstaklega helguð börnum. Biblíufræðsla fyrir börn, unglinga og fullorðna kl. 11.50. Boðið er upp á biblíufræðslu á ensku. Samfélag aðventista Akureyri | Sam- koma í Gamla Lundi í dag, laugardag, hefst kl. 11 með biblíufræðslu fyrir alla. Guðsþjónusta kl. 12. AKUREYRARKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er sr. Hildur Eir Bolladóttir. Fé- lagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja, org- anisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu kl. 11. Umsjón hefur Sunna Dóra Möller og Hjalti Jónsson. ÁRBÆJARKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Sigrún Óskarsdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Kirkjukórinn undir stjórn Kristine K. Szklnár leiðir safnaðarsöng. Sunnu- dagaskólinn í umsjón Ingunnar og Hjör- leifs á sama tíma í safnaðarheimilinu. Nýr þáttur með Hafdísi og Klemma. Veitingar á eftir. ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Sameiginlegt í upphafi. Sunnu- dagaskóli í umsjá Ásdísar Pétursdóttur Blöndal, djákna. Félagar úr Kór Áskirkju syngja, organisti Magnús Ragnarsson. Vöfflukaffisala safnaðarfélags Áskirkju á eftir. Guðsþjónusta á Skjóli kl. 13, í umsjá sr. Sigurðar Jónssonar sókn- arprests. Forsöngvari er Tinna Sigurð- ardóttir og organisti er Magnús Ragn- arsson. ÁSTJARNARKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Starfsfólk sunnudaga- skólans, undir stjórn Hólmfríðar Jóns- dóttur, leiðir söng, stjórnar brúðum og segir sögur. Helga Þórdís leikur undir á pí- anó og sr. Kjartan Jónsson stjórnar stund- inni og hefur hugleiðingu. Kaffi verður á eftir. BESSASTAÐAKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Hans Guðberg Al- freðsson þjónar ásamt Auði S. Arndal, Heiðu Lind Sigurðardóttur, Bjarti Loga Guðnasyni organista og ungum leiðtog- um. BORGARPRESTAKALL | Messa í Borg- arneskirkju kl. 11. Organisti Jónína Erna Arnardóttir, prestur er Þorbjörn Hlynur Árnason. Fjölskylduguðsþjónusta í Borg- arkirkju kl. 15. BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er sr. Gísli Jónasson. Kór Breið- holtskirkju syngur, organisti er Örn Magn- ússon. Sunnudagaskóli á sama tíma. Kaffi á eftir. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Söngur og fræðsla. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Tónlist í hönd- um Jónasar Þóris. Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjukór Bústaðakirkju syngur og org- anisti er Jónas Þórir, prestur er sr. Pálmi Matthíasson. Bolvíkingar taka þátt í messunni og eru með árlegt kaffi Bolvík- ingafélagsins eftir messu. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Magnús B. Björnsson, félagar úr kór Digraneskirkju leiða söng. Sunnu- dagaskóli hefst í kirkju en síðan í kapellu á neðri hæð. Veitingar á eftir. Sjá www.digraneskirkja.is. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari, Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Sunnudagaskóli á kirkjuloft- inu á sama tíma. Kaffi á eftir. FELLA- og Hólakirkja | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Prestur er sr. Svavar Stef- ánsson og Þórey Dögg Jónsdóttir djákni leiðir stundina. Listasmiðjan Litróf syngur og leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Ragnhildar Ásgeirsdóttur djákna. Undirleik annast Guðný Einarsdóttir org- anisti, meðhjálpari er Jóhanna F. Björns- dóttir. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudaga- skóli kl. 11. Messa kl. 20. Kór og hljóm- sveit kirkjunnar leiða söng. FRÍKIRKJAN Kefas | Sunnudagaskóli kl. 11. Hljómsveit leikur undir, brúðu- leikrit o.fl. Í lokin verður Pálínuboð, sam- eiginlegt hádegisverðarborð þar sem öll- um er frjálst að leggja eitthvað til. Almenn samkoma kl. 13.30. Hjónin Gréta og Teddi segja frá mótorhjólaferð í Bandaríkjunum í sumar og reynslu sinni af Amish-fólki og Menónítum. Lofgjörð, barnastarf og fyrirbænir. Kaffi á eftir. GARÐAKIRKJA | Messa kl. 14. Sr. Hans Guðberg Alfreðsson þjónar, Álft- aneskórinn syngur undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar. GLERÁRKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar, félagar úr Kór Glerárkirkju leiða sönginn. Sunnu- dagaskóli í safnaðarheimili kl. 11. Sam- eiginlegt upphaf verður í messu. GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Grétar Helgason pré- dikar og þjónar fyrir altari, kór Graf- arvogskirkju syngur og organisti er Há- kon Leifsson. Sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Vigfús Þór Árnason. Umsjón hefur Gunn- ar Einar Steingrímsson djákni og undir- leikari er Stefán Birkisson. Borgarholtsskóli Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón hefur Þóra Björg Sigurð- ardóttir. Gospelmessa kl. 17. Sr. Guðrún Karlsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Vox Populi syngur, organisti er Stefán Birkisson. GRENSÁSKIRKJA | Morgunmatur kl. 10 og bænastund kl. 10.15. Barnastarf kl. 11, umsjón hafa Nanda María og Helga Kolbeinsdóttir. Messa kl. 11. Alt- arisganga og samskot til ABC- barnahjálpar. Messuhópur þjónar. Kirkju- kór Grensáskirkju syngur, organisti er Árni Arinbjarnarson og prestur er sr. Ólaf- ur Jóhannsson. Molasopi verður eftir messu. Hversdagsmessa með Þorvaldi Halldórssyni á fimmtudaginn kl. 18.10. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðsþjónusta kl. 14 í hátíðarsal Grund- ar. Prestur er sr. Auður Inga Einarsdóttir og organisti er Kristín Waage. Grund- arkórinn syngur undir stjórn organista. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Fjölskyldumessa á Græna deginum kl. 11. Prestur er sr. Sigríður Guðmarsdóttir, organisti er Hrönn Helgadóttir. Barnakór- ar Guðríðarkirkju syngur undir stjórn Berl- indar Björgúlfsdóttur, Meðhjálpari er Að- alsteinn D. Októsson. Kaffisopi á eftir. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir þjón- ar og sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédik- ar. Barbörukórinn leiðir sönginn undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar kant- ors. Sunnudagaskóli i safnaðarheimilinu kl. 11. Molakaffi eftir messu. Morg- unmessur á miðvikudag kl. 8.15. Tíða- söngur á fimmtudag kl. 10. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni og hópi messu- þjóna. Félagar úr Mótettukór syngja, org- anisti er Björn Steinar Sólbergsson. Tón- leikar Mótettukórs Hallgrímskirkju kl. 17. HÁTEIGSKIRKJA | Messa og barna- guðsþjónusta kl. 11. Páll Ágúst er með barnastarfið. Organisti er Douglas A. Brotchie og prestur er Tómas Sveinsson. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjón- ar, félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng, organisti er Jón Ólafur Sigurðsson. Sunnudagaskóli kl. 13. Sjá www.hjallakirkja.is. HJÁLPRÆÐISHERINN Akureyri | Dagur Heimilasambandsins. Samsæti fyrir konur kl. 15 og samkoma kl. 17. Gestur er Major Paul William Marti. HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Samkoma kl. 20. Anita Gerber talar. HRAFNISTA Reykjavík | Guðsþjón- usta kl. 14 í samkomusalnum Helgafelli, 4. hæð í aðalbyggingu. Organisti er Magnús Ragnarsson og félagar úr Ás- kirkju og söngfélagar Hrafnistu leiða sönginn. Ritningarlestra lesa þær Edda Jóhannesdóttir og Kristín Guðjónsdóttir. Sr. Svanhildur Blöndal prédikar og þjónar fyrir altari. HVALSNESSÓKN | Fjölskyldumessa í safnaðarheimilinu í Sandgerði kl. 11. Barnakórinn syngur undir stjórn Sig- urbjargar Hjálmarsdóttur. Prestur sr. Sig- urður Grétar Sigurðsson, organisti er Steinar Guðmundsson. HVERAGERÐISKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Fjölskyldusamkoma og brauðsbrotning kl. 11. Dögg Harðardóttir prédikar. Café Center verður opið eftir samkomu. Sam- koma hjá Alþjóðakirkjunni kl. 14. English speaking service. Helgi Guðnason pré- dikar. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Samkoma kl. 13.30. Barnastarf, lofgjörð og fyr- irbænir. Friðrik Schram prédikar. Íris Lind Verudóttir og Emil Hreiðar Björnsson syngja. Einnig verður heilög kvöldmáltíð. Kaffi á eftir. KEFLAVÍKURKIRKJA | Samkirkjuleg guðsþjónusta kl. 20. Söfnuðurnir á Suð- urnesjum taka þátt en Hjálpræðisherinn hefur frumkvæði að samverunni. Ræðu- maður er Hafliði Kristinsson sálfræð- ingur og Arnór Vilbergsson er við hljóð- færið. KFUM og KFUK | Samkoma í fé- lagshúsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28, kl. 20. Ræðumaður kvöldsins er Björg Jónsdóttir. Um tónlistarflutning sér hljóm- sveitin Tilviljun. Íslenski Ten Sing- hópurinn fjallar um Ten Sing-mót sem þau sóttu í sumar. KÓPAVOGSKIRKJA | Barna- og fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson prédikar og þjónar fyrir altari. Skólakór Kársnes syngur undir stjórn Þór- unnar Björnsdóttur. Sunnudagaskólinn verður í kirkjunni. LANGHOLTSKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Jón Helgi, Kristín og Aron annast söng, sögur, hugvekju, myndasýningu og bænagjörð. Kaffisopi og djús á eftir. LAUGARNESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Bjarni Karlsson þjónar ásamt sunnudagaskólakennurum. Gunnar Gunnarsson leikur á orgelið, kór Laug- arneskirkju leiðir safnaðarsönginn og hópur messuþjóna annast móttöku. Sjá laugarneskirkja.is. LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur, organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson og sr. Skírnir Garðarsson þjónar og pré- dikar. Kaffi eftir messu. Sunnudagaskóli er kl. 13, umsjón hefur Hreiðar Örn. LINDAKIRKJA Kópavogi | Sunnudaga- skóli í Lindakirkju og Boðaþingi kl. 11. Stopp-leikhópurinn sýnir; Sálin hennar ömmu Rósu í Boðaþingi. Guðsþjónusta í Lindakirkju kl. 14. Þorvaldur Hall- dórsson, tónlistarmaður leiðir safn- aðarsönginn. Sr. Guðmundur Karl Brynj- arsson þjónar. NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng, organisti er Sigrún Steingrímsdóttir og sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Umsjón með barnastarfi hafa: Sigurvin, Katrín og Ari. Veitingar á eftir. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17 í safnaðarheimili Grensáskirkju. Ræðumaður er Hermann Bjarnason. SELFOSSKIRKJA | Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Prestur er sr. Óskar Haf- steinn Óskarsson. Kl. 14 fer fram prests- vígsla í Skálholtsdómkirkju en þá mun vígslubiskup vígja Ninnu Sif Svav- arsdóttur til embættis æskulýðsprests við Selfosskirkju. Fótboltamessa kl. 20. Úrvalsdeildarliðum í fótbolta fagnað. Prestur sr. Óskar en Kristjana Stef- ánsdóttir og Ómar Guðjónsson annast tónlistarflutning. Sjá www.selfoss- kirkja.is. SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Barn verður borið til skírnar. Almenn guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Kór Seljakirkju leiðir safnaðarsöng og organisti er Tómas Guðni Eggertsson. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Katrín Pálsdóttir, formaður menningarnefndar, flytur ávarp á menn- ingar- og listahátíð á Seltjarnarnesi. Sr. Bjarni Þór þjónar. Ritningarlestra annast Pálína Magnúsdóttir og Málfríður Finn- bogadóttir. Organisti er Friðrik Vignir og félagar úr Kammerkór syngja. Birna Hall- grímsdóttir leikur á flygilinn. Sunnudaga- skóli á sama tíma undir stjórn Pálínu. Tónleikar Friðriks Vignis Stefánssonar, organista, kl. 16. ÚTSKÁLAKIRKJA | Fjölskyldumessa og upphaf sunnudagaskólans kl. 14. Sjana og Jón Árni verða með. Foreldrar hvattir til að mæta með börn sín. Messa á Garðvangi kl. 12.30. Prestur sr. Sigurður Grétar Sigurðsson, organisti Steinar Guð- mundsson. VEGURINN kirkja fyrir þig | Fjölskyldu- samkoma kl. 14. Brauðsbrotning, barna- starf, lofgjörð, prédikun og fyrirbæn. Erna Eyjólfsdóttir prédikar. VÍDALÍNSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Jóna Hrönn Bolladóttir og Margrét Rós Harðardóttir leiða guðsþjón- ustuna. Barnakór Vídalínskirkju kemur fram í fyrsta skipti undir stjórn Skarphéð- ins Þórs Hjartarsonar og organisti er Jó- hann Baldvinsson. Ungt fólk úr æsku- lýðsstarfi Laufássóknar tekur þátt í messunni. Barn verður borið til skírnar. Sjá gardasokn.is. VÍÐISTAÐAKIRKJA Hafnarfirði | Kirkjuskóli í dag, laugardag kl. 11. Dag- skrá fyrir börn á öllum aldri. Messa á sunnudag. kl. 11. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Bjarna Þórs Jónatans- sonar og prestur er sr. Bragi J. Ingibergs- son. ÞORLÁKSKIRKJA | Tónlistarmessa kl. 14. Kirkjukór Þorlákskirkju syngur m.a. gospellög. Söngkonan Karen Dröfn Haf- þórsdóttir syngur, organisti og stjórnandi er Hannes Baldursson. Fermingarbörn og foreldrar þeirra koma. ORÐ DAGSINS: Enginn kann tveim- ur herrum að þjóna. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Beruneskirkja. (Matt. 6) á morgun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.