Morgunblaðið - 01.10.2011, Síða 43
DAGBÓK 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2011
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
AH, VORIÐ... ...ÉG
ELSKA VO...
ÉG ÞOLI
EKKI VORIÐ
NEI,
ÞAÐ MÁ
EKKI
EN KASTI Í
ANDSTÆÐ-
INGINN?
NEI, ÞAÐ MÁ ALLS EKKI
GERA SVOLEIÐIS
EN ÞETTA ERU
BESTU KÖSTIN MÍN
HÚN FÓR
FRÁ MÉR FYRIR
MICHAEL
JACKSON
EFTIRHERMU
ÉG ÞARF AÐ
FARA Í
RÁNSLEIÐ-
ANGUR...
...ER
SKIPIÐ
MITT
TILBÚIÐ?
ÉG
HELD AÐ VIÐ
ÞURFUM EINN
EÐA TVO DAGA
Í VIÐBÓT
ÞAÐ ERU EINN EÐA
TVEIR HLUTIR SEM ÉG ÞARF
AÐ SKOÐA
HEYRÐU... ÞÚ MÁTT
EKKI VERA HÉRNA!
ER
ÞAÐ!
ÆTLAR ÞÚ AÐ
STOPPA MIG?
NEI... HVAÐ ER Í
GANGI ÞARNA
NIÐRI?
ÞETTA
HLJÓMAR
EKKI VEL
VIÐ ERUM AÐ FYLGJAST MEÐ
LIÐUNUM OKKAR TVEIMUR BYGGJA
GO-KART BÍLA. VIÐ SKULUM SJÁ
HVERNIG ÞEIM GENGUR...
RÓBERTI OG BARNABÖRNUM
HANS MIÐAR MJÖG VEL
ÞAÐ ER
VEL HERT!
ER ÞETTA
HJÓL FAST?
EN MAGNÚSI OG BARNABÖRNUM HANS
GENGUR EKKI ALVEG JAFN VEL...
HVAR ER
BÖLVUÐ
SKRÚFAN?!
ER
AÐ KOMA
MATUR?VAAAAA!
VILTU
AÐ ÉG KASTI
HRÁKABOLTA?
Inniskór fundust
Í Lundarskóla á Ak-
ureyri fundust mjög
fínir og sérstakir inni-
skór sem svo lengi
hafði verið leitað að.
Nú finnst hins vegar
ekki símanúmer eig-
andans. Skórnir eru
nokkurskonar flóka-
skór, gráir að lit með
bleikum ullarkanti yf-
ir ristina, aðeins
munstraðir. Eigand-
inn vinsamlegast hafi
samband í s. 462-4888.
POWERtalk, áður
Málfreyjur
Það er komið haust og skammdegið
er á næstu grösum. En haustið býð-
ur upp á mikla möguleika í fé-
lagsstarfi og í því sambandi vil ég
minna á að núna í september og
byrjun október halda allar POWER-
talk-deildir á Íslandi kynningar-
fundi, þar sem fólk getur mætt og
kynnt sér starfsemina án skuldbind-
ingar eða kostnaðar. POWERtalk
hét áður Málfreyjur og var stofnað
árið 1975 og hefur
starfað óslitið síðan.
POWERtalk eru þjálf-
unarsamtök sem efla
sjálfstraust og byggj-
ast á því að félagar
setji sér markmið og
nái þeim. Þjálfunin
felst m.a. í að taka að
sér verkefni í ræðu-
formi og flytja fyrir
aðra félaga. Það að
þora að taka til máls
eru mannréttindi sem
margir eiga erfitt með
að nýta sér vegna ein-
hvers sem hamlar
þeim. Í POWERtalk
fer fram góð þjálfun
sem nýtist alls staðar á lífsleiðinni,
sérstaklega vegna þess að þar er
þjálfunin samfelld. POWERtalk eru
samtök sem rekin eru án ágóða og
innheimta aðeins lágmarksgjald sem
þarf til reksturs samtakanna.
Guðrún Barbara
Tryggvadóttir.
Ást er…
… að leyfa henni að
velja fyrir þig.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Ég hitti karlinn á Laugaveginumfyrir utan Biskupsstofu. Hann
veik talinu að Eyrbyggju, er sauða-
maður sá að Helgafell „laukst upp
norðan; hann sá inn í fjallið elda
stóra og heyrði þangað mikinn
glaum og hornaskvöl (hornaskvald-
ur); og er hann hlýddi, ef hann
næmi nokkur orðaskil, heyrði hann,
að þar var heilsað Þorsteini þorska-
bít og förunautum hans.“ „Já,“
sagði hann. „Þorsteinn þorskabítur
dó inn í fjallið.“ Síðan leit hann í
kringum sig: „Hér á móti okkur var
Ostakjallarinn og Kjötbúð Tóm-
asar. Þar fengust Berlínarpylsur.
Og hér fyrir ofan var Sokkabúðin,
Iðunnarapótek og Sláturfélag Suð-
urlands á horninu. Nú er þetta allt
orðið að krám eða pöbbum“:
Þó að gott mér þyki öl
þá er drykkjuraus mér kvöl.
Ég heyrði glaum og hornaskvöl
og hafði á kránni stutta dvöl.
„Þorskabítur var skáld fyrir vest-
an haf. Fæddur í Kjósinni,“ sagði
hann síðan. Þessi vísa varð fleyg:
Kerling eitt sinn kát á rúmið sest,
við karl sinn tér hún: Heyrðu, góði
minn!
Veistu hvaða mein mér þykir best
að bíta? Það er hryggjarliðurinn.
Ólafur Vigfússon hét gamall karl
á Laugaveginum og bjó í kjall-
aranum á númer 67, þegar ég var
drengur. Hann kom stundum til
föður míns og þeir ræddu skáld-
skap og vísnagerð. Úr þeim sjóði
eru þessar vísur Ólafs:
Ýlfrar, vælir, veinar,
veit þó síst hvað meinar
andans afhöggs greinar
illa klæða Steinar.
Ýmsum hindrun utan töf
auðnuleysið sendi
lífið þótt sé lukkugjöf
lausnarans frá hendi.
Ef ég pretti iðka þétt
óðs í grettum línum
finn settan blakkan blett
barns á rétti mínum.
Falls er von að fornu tré
fáir við það leggja rækt
að því streymir egg og spé
öllu skrauti frá er bægt.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Heyrði glaum og hornaskvöl
Jón Óskar rifjaði upp í einni minn-ingabók sinni, Gangstéttum í
rigningu, þegar hann sat á kaffi-
húsum með öðrum róttækum æsku-
mönnum um miðja tuttugustu öld:
„Ég uppgötvaði það smám saman,
að til var á Íslandi ein merkileg
grýla, sem var ýmist fáránlega
heimsk eða slóttug og illvíg: Hún hét
Morgunblaðið.“ Þessum kaffi-
húsaspekingum var tamt orðið
„Morgunblaðslygin“. Sú lygi var í
fæstum orðum, að alræði væri í Ráð-
stjórnarríkjunum, eymd og kúgun,
en valdhafar þess árásargjarnir.
Fyrsta dæmið, sem ég finn um
notkun orðsins „Morgunblaðslygi“ í
þessari merkingu, var í málgagni
Kommúnistaflokks Íslands, Verk-
lýðsblaðinu, 4. mars 1935. Þar var
andmælt þeirri frétt, sem Morg-
unblaðið hafði birt eftir skeytum frá
Kaupmannahöfn, að einn forystu-
maður Ráðstjórnarríkjanna, Andrej
Andrejev, yrði brátt leiddur fyrir
rétt. Raunar var sú frétt sennilega
ekki á rökum reist. Andrejev lifði af
hreinsanir Stalíns, enda dyggur stal-
ínisti. En margar og raunar flestar
aðrar fréttir Morgunblaðsins af ógn-
arstjórn Stalíns reyndust réttar.
Styttingin „Moggalygi“ er yngri.
Jóhannes úr Kötlum notaði hana til
dæmis, þegar hann rifjaði í Þjóðvilj-
anum 7. mars 1963 upp hina frægu
ræðu Khrústsjovs um Stalín: „Eg
held maður muni þá tíð þegar félagi
Nikíta gerði stalínpersónuna miklu
að einni allsherjar sorptunnu og
fjörtíu ára moggalygi var þar með
orðin pravda.“ (Pravda merkir sann-
leikur á rússnesku.)
Lokaorðin um Morgunblaðslygina
átti síðan Össur Skarphéðinsson, þá
ritstjóri og síðar ráðherra. Eins og
ég rek í bók um íslensku
kommúnistahreyfinguna beitti Öss-
ur sér fyrir því á miðstjórnarfundi
Alþýðubandalagsins í annarri viku
febrúar 1990, að Alþýðubandalagið
harmaði opinberlega fyrri samskipti
sín og forvera sinna (komm-
únistaflokks Íslands og Sósíal-
istaflokksins) við kommúnistaríkin.
Hvatti hann til uppgjörs við fortíðina
og sagði: „Hin beiska staðreynd er
sú, að Morgunblaðið hafði rétt fyrir
sér varðandi Austur-Evrópu.“
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Morgunblaðslygin