Morgunblaðið - 18.10.2011, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2011
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
GE kæliskápar
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson,
vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Ræningjarnir þrír sem réðust inn í
úraverslunina Michelsen við Lauga-
veg og tæmdu skápa fulla af dýrum
úrum ganga enn lausir. Er lögregla
þess fullviss að fagmenn hafi verið á
ferð. Er helst litið til þess að menn-
irnir hafi verið austur-evrópskir,
samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins. Var landamæraeftirlit á
Keflavíkurflugvelli strax hert ef ske
kynni að ræningjarnir reyndu að
komast úr landi.
Tveir starfsmenn auk eiganda
voru í versluninni þegar ræningjarn-
ir ruddust inn um klukkan korter yf-
ir tíu í gærmorgun. Voru þeir vopn-
aðir byssu, sem síðar reyndist
eftirlíking, og ógnuðu eigandanum
með henni. Þá voru þeir með verk-
færi til að brjóta öryggisgler í sýn-
ingarskápum. Ávörpuðu þeir starfs-
fólkið á ensku með hreim að sögn
Franks Michelsen, eiganda verslun-
arinnar.
Byssa fannst í flóttabílnum
Þegar þeir höfðu hreinsað úr af
Rolex-, Tudor- og Michelsen-gerð úr
sýningarskápum forðuðu ræningj-
arnir sér á blárri Audi-bifreið sem
lagt hafði verið fyrir utan bókaversl-
un Máls og menningar. Hafði bílnum
verið stolið í Gnoðarvogi og er hann í
eigu starfsmanns tæknideildar lög-
reglunnar. Fannst bíllinn skömmu
síðar á Smáragötu. Í aftursætinu
fannst önnur byssueftirlíking.
Grunur leikur á að önnur bifreið
sem stóð í gangi við stöðumæli á
Vegamótastíg, skammt frá verslun-
inni, tengist ráninu. Samkvæmt
heimildum blaðsins hafði henni einn-
ig verið stolið. Engin ummerki fund-
ust á eða í bílunum. Telur lögregla að
ræningjarnir hafi verið í hlífðarföt-
um sem þeir hafi fljótlega losað sig
við og jafnvel brennt að verkinu
loknu.
Þýfið líklega sent úr landi
Að sögn Sigurðar G. Steinþórs-
sonar, gullsmiðs og eiganda Gulls og
silfurs á Laugavegi, er enginn mark-
aður fyrir þýfi af þessu tagi hér á
landi. „Ef þetta eru þekkt merki
koma þeir þessu hvergi í verð á Ís-
landi. Þetta verður klárlega selt er-
lendis,“ segir Sigurður sem sjálfur
hefur orðið fyrir barðinu á þjófum.
Líklegast verði úrin sett í geymslu
um tíma en síðan send úr landi innan
hálfs árs eða svo, þegar ránið verði
gleymt.
Vopnaðir ræningjar létu greipar sópa um sýningarskápa úraverslunar Michelsens á Laugavegi
Stálu fjölda af dýrum úrum sem enginn markaður er fyrir á Íslandi Þýfið líklega sent úr landi
Ræningjanna er enn leitað
Morgunblaðið/Júlíus
Flóttabíll Lögreglan leitar ummerkja í Audi-bifreið sem fannst yfirgefin á
Smáragötu. Hafði bílnum verið stolið og hann notaður sem flóttabifreið.
Laugavegur
Verslunin
Önnur stolin bifreið
sem talin er tengjast
ráninu finnst
Flóttabifreiðin
finnst
Smáragata
Ránið á Laugavegi
Skotvopn Eftirlíking af byssu
fannst í flóttabílnum á Smáragötu.
Sigmundur G. Sigurgeirsson
Árborg
Fullt var út úr dyrum á Hótel Örk í Hveragerði í gær-
kvöldi þar sem fram fór íbúafundur á vegum Orku-
veitu Reykjavíkur um skjálftavirkni við Húsmúla. Til-
efni fundarins voru skjálftahrinur síðustu vikna sem
raktar eru til niðurdælingar á jarðhitavökva frá Hellis-
heiðarvirkjun. „Ég átti nú kannski ekki von á þessu
þegar ég tók við starfi mínu,“ sagði Bjarni Bjarnason,
forstjóri Orkuveitunnar, í upphafi fundar en ljóst var
að margir Hvergerðingar voru mættir til að fá útskýr-
ingar á því við hverju mætti búast í framhaldinu.
Á fundinum kynntu fjórir fulltrúar Orkustofn-
unar, OR og Veðurstofu Íslands samantekt sína um
skjálftavirknina og fóru yfir í máli og myndum. „Við
þurfum ekki langa fyrirlestra um orsakir og afleið-
ingar jarðskjálfta,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir, bæj-
arstjóri í Hveragerði, í upphafi máls síns að afloknum
erindum vísindamannanna. „Við Hvergerðingar þekkj-
um jarðskjálfta, stóra sem smáa,“ bætti hún við. Hún
kallaði hinsvegar eftir svörum um það hver bæri
ábyrgð á því að veitt hefðu verið framkvæmdaleyfi án
rannsókna á afleiðingum framkvæmdanna við virkj-
unina. Ekki hefði verið minnst á það í umhverfismati,
en komið í ljós í máli þeirra sem höfðu talað fyrr um
kvöldið að vitneskja var um afleiðingar slíkrar nið-
urdælingar. „Fólk þarf ekki annað en að „gúgla“ um
slíkt til að sjá að þessu hefðu menn átt að búast við,“
sagði Aldís.
Fram komu í máli bæjarbúa á fundinum nokkrar
áhyggjur af ástandinu, einkanlega ef framkvæmdum
yrði haldið áfram af sama krafti, og á svæðum nær
bænum. „Fólk á kannski bara að flytja norður og aust-
ur,“ sagði kona á miðjum aldri stundarhátt yfir þá sem
henni sátu næst. Aðrir sátu og skrifuðu hjá sér spurn-
ingar sem þeir hugðust beina til Orkuveitunnar, sem
hafði dreift blöðum þar með spurningum um hvað það
væri helst sem ylli fólki mestum áhyggjum í tengslum
við framkvæmdir í Húsmúla. »6
„Fólk á kannski bara að
flytja norður og austur“
Fullt var út úr dyrum á íbúafundi um jarðskjálftavirkni
Morgunblaðið / Sigmundur G Sigurgeirsson
Áhyggjur Vel á þriðja hundrað manns létu ekki leiðinlegt veður stoppa sig og mættu á íbúafundinn á Hótel Örk.
„Gullni hringurinn“, átta daga
hestaferð Íshesta þar sem riðið er
um uppsveitir Suðurlands, Gnúp-
verjahrepp og Hrunamannahrepp,
yfir í Tungurnar, um Brúarhlöð og
að Gullfossi og Geysi, lenti á dög-
unum í sæti númer fjögur á lista
ferðavefjar CNN, CNN Go, yfir 15
bestu hestaferðir í heimi.
Segir í umsögn um Gullna hring-
inn, Golden Circle, að í ferðinni sé
hægt að njóta hestamennskunnar á
sama tíma og helstu ferðamanna-
staðir landsins séu heimsóttir, auk
þess sem kvöldunum sé eytt í heitum
laugum undir stjörnubjörtum himni.
„Ekki tala um hestana sem smá-
hesta. Það væri menningarlegt klúð-
ur. Íslenskir hestar eru litlir en
þessir sterku víkinga-hestar eru
sagðir af Íslendingum svo harðgerir
að ómögulegt sé að tala um þá sem
smáhesta,“ segir enn fremur í um-
sögninni.
Íshestar hafa boðið upp á ferðina
frá upphafsárum fyrirtækisins, sem
fagnar þrjátíu ára afmæli á næsta
ári. Ofar henni á lista voru hesta-
ferðir í Tyrklandi, á Írlandi og í
Botswana.
Íslensk hestaferð
sú fjórða besta
Ekki kalla íslenska hestinn smáhest
„Það kemur maður inn með
skammbyssu og beinir henni
beint í andlitið á mér og segir á
ensku: Get down, get down
(leggstu niður),“ segir Frank
Úlfar Michelsen, úrsmíðameist-
ari og eigandi verslunarinnar.
Hann hafi haldið í fyrstu að
um grín væri að ræða en þegar
hann leit upp sá hann að mað-
urinn var með andlitið hulið og
sást bara í augun á honum. „Þá
vissi ég að það var alvara á ferð-
um því það kom annar á eftir
honum. Ég leggst á gólfið og
segi starfsfólki mínu að leggj-
ast niður líka og gera allt sem
þeir segja,“ segir Frank.
Ræningjanum þótti Frank
hins vegar ekki bregðast nógu
fljótt við og öskraði aftur á
hann að leggjast niður. Skömmu
síðar hljóp af skot.
„Þeir voru kunnugir. Þeir
gengu beint að skápunum sem
Rolex-úrin voru í,“ segir hann.
Hleyptu af
byssuskoti
TÖLUÐU ENSKU