Morgunblaðið - 18.10.2011, Qupperneq 4
Að mínu mati gekk
ríkisendurskoð-
andi of langt í fjöl-
miðlaviðtölum með
fullyrðingum um
lögbrot
Haraldur Johannessen
Sigrún Rósa Björnsdóttir
sigrunrosa@mbl.is
„Í greinargerð embættis ríkislög-
reglustjóra til Ögmundar Jónassonar
innanríkisráðherra er sýnt fram á að
innkaup ríkislögreglustjóra voru lög-
um samkvæm og ábending Ríkis-
endurskoðunar byggð á reglugerð
sem öðlaðist ekki gildi fyrr en ári eftir
innkaupin. Ýmsar aðrar rangfærslur
Ríkisendurskoðunar eru reifaðar í
greinargerð embættis ríkislögreglu-
stjóra. Ég tel að greinargerðin sé
áfellisdómur yfir vinnubrögðum
Ríkisendurskoðunar,“ segir í svari
Haraldar Johannessen ríkislögreglu-
stjóra þegar leitað var eftir við-
brögðum hans, en embættið hefur
sent innanríkisráðherra, Ögmundi
Jónassyni, greinargerð þar sem gerð
er grein fyrir tilteknum innkaupum
embættisins.
Ríkisendurskoðun taldi embætti
ríkislögreglustjóra hafa brotið lög um
opinber innkaup við kaup á vörum af
fjórum fyrirtækjum í eigu lögreglu-
manna eða náinna venslamanna
þeirra fyrir yfir 91 milljón króna á
tímabilinu janúar 2008 til apríl 2011
og að frekar hefði átt að leita tilboða.
Dómstóla að dæma
Haraldur segist í greinargerðinni
hafa vakið athygli á þeirri spurningu
hvort ríkisendurskoðandi, Sveinn
Arason, hafi farið út fyrir hlutverk
sitt með yfirlýsingum í fjölmiðlum um
lögbrot ríkislögreglustjóra. „Að mínu
mati gekk ríkisendurskoðandi of
langt í fjölmiðlaviðtölum með fullyrð-
ingum um lögbrot og hafði engan
fyrirvara þar á. Ég fæ ekki séð að slík
framkoma eigi sér nokkurt fordæmi
eða stoð í lögum um Ríkisendurskoð-
un nr. 86/1997 þar sem skýrt er kveð-
ið á um hlutverk Ríkisendurskoðun-
ar,“ segir Haraldur.
Þá segir hann það ekki á valdi ríkis-
endurskoðanda að kveða upp dóm um
það hvort ríkislögreglustjóri fór að
þeim lögum sem ríkisendurskoðun
byggi meginniðurstöðu sína á; lögum
um opinber innkaup og regluverk
Evrópusambandsins, heldur þar til
bærra dómstóla.
Ríkisendurskoðandi hafnaði mati
lögreglu um það þjóðfélagsástand
sem ríkti á haustmánuðum 2009 þeg-
ar innkaupin áttu sér stað. „Ég leyfi
mér að fullyrða að ekki þekkist hjá að-
ildarríkjum Evrópusambandsins að
sambærilegar stofnanir og Ríkisendur-
skoðun endurmeti árum eftir atburði
mat lögreglu á yfirvofandi neyðar-
ástandi í ríkjunum enda ekki hlutverk
Ríkisendurskoðunar og aðeins á færi
lögreglu og dómstóla að meta slíkt.“
Ekki náðist í innanríkisráðherra,
Ögmund Jónasson, en fundað var
vegna málsins í ráðuneytinu í gær.
Sökuð um rangfærslur
Ríkislögreglustjóri segir greinargerð sína áfellisdóm yfir vinnubrögðum Ríkis-
endurskoðunar Spyr hvort ríkiendurskoðandi hafi farið út fyrir hlutverk sitt
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2011
Gleðin skein úr augum barnanna í Grunnskóla
Barnaspítala Hringsins þegar sýningin „Ekki
snerta jörðina!“ var opnuð þar í gær. Sýningin er
afrakstur rannsóknar átta safna á leikjum barna
haustið 2009 en starfsmenn þeirra heimsóttu 10
ára börn víðsvegar um landið. Á sýningunni
gefst börnum, og fullorðnum, kostur á því að
leika sér með vinsælustu leikföngin og skoða
ljósmyndir og myndbönd af börnum að leik.
Viltu koma að leika?
Morgunblaðið/Golli
Yfirlæknir öldrunarlækningadeildar Landspítala á Landa-
koti nefndi þá hugmynd við framkvæmdastjórn spítalans á
kynningarfundi hennar um niðurskurðaraðgerðir að
kanna sem valkost hagkvæmni þess að flytja líknardeild-
ina í Kópavogi á Landakot, en ekki öfugt eins og boðað var.
Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir þennan
möguleika hafa verið kannaðan. Af mörgum ástæðum, og
sumar þeirra eigi vonandi eftir að koma í ljós, henti þessi
möguleiki hins vegar ekki. Björn nefnir einnig aðrar
ástæður, eins og þá að aðstaðan á Landakoti sé töluvert
verri en í Kópavogi. „Það er einnig búið að kanna þetta frá
öðrum hliðum og eins og staðan er nú hentar það ekki. Allt
er þó áfram í athugun,“ segir Björn.
Að sögn Pálma Jónssonar yfirlæknis hefur verið bent á
að ein deild á annarri hæð, neðan við líknardeildina á
Landakoti, hafi verið lokuð síðastliðin þrjú ár og þar sé
mögulegt að útbúa viðbótarrými fyrir líknardeildirnar.
Þannig náist einnig samnýting með starfseminni á Landa-
koti, þar sem heilmikil önnur starfsemi fer fram. Vel geti
komið til álita að kanna hagkvæmi þessa. „Hins vegar átta
ég mig vel á því að það myndi fylgja veruleg tilfinningaleg
vanlíðan hjá starfsfólki líknardeildarinnar í Kópavogi að
fara þaðan, og sömuleiðis fyrir þá sem styrkt hafa deildina
þar. Deildin í Kópavogi er ágæt, þó að hún sé einnig tals-
vert einangruð. Besti kosturinn væri auðvitað að leyfa báð-
um líknardeildunum að starfa áfram þar sem starfsemin er
að hluta til með mismunandi áherslur tengdar aldri og það
er þörf fyrir þjónustu beggja deilda,“ segir Pálmi, sem hef-
ur áhyggjur af stöðu aldraðra sjúklinga og aðstandenda
þeirra sem fylgir hugsanlegri upplausn líknardeildarinnar
á Landakoti og flutningi á hluta starfseminnar í Kópavog.
bjb@mbl.is
Vilja kanna flutning
líknardeildar á Landakot
Morgunblaðið/Eggert
Líknardeild Starfsmenn á Landakoti hafa sett fram þá
hugmynd að líknardeildin í Kópavogi flytjist til þeirra.
Forstjóri Landspítala segir
þann möguleika ekki henta
Stíf fundahöld voru hjá Flugfreyju-
félagi Íslands um helgina en flug-
freyjur og flugþjónar felldu síðast-
liðinn föstudag nýgerðan kjara-
samning við Samtök atvinnulífsins
fyrir hönd Icelandair.
Í kjölfar þess að samningurinn
var felldur var ákveðið að skipa nýja
samninganefnd og er kominn vísir
að henni að sögn Krístinar Bjarna-
dóttur, varaformanns félagsins, en
hún hefur ekki fengið formlegt um-
boð. Hún segir beðið eftir því að rík-
issáttasemjari boði til samninga-
fundar en að óbreyttu hefst tveggja
daga verkfall flugfreyja og flugþjóna
næsta mánudag, 24. október, og alls-
herjarverkfall hinn 7. nóvember.
Um 60% þeirra 414 sem voru á
kjörskrá tóku þátt í atkvæðagreiðsl-
unni en aðeins átta atkvæðum mun-
aði; 119 sögðu já við samningnum en
127 nei. Þetta var í annað sinn í þess-
ari samningalotu sem flugfreyjur
felldu kjarasamning en sá fyrri var
felldur með 85% greiddra atkvæða í
lok september.
holmfridur@mbl.is
Styttist
í verkfall
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ekki verið boðað
til sáttafundar
Tveir karlmenn voru á sunnudag úr-
skurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald
á grundvelli rannsóknarhagsmuna af
Héraðsdómi Reykjavíkur en þeir eru
grunaðir um að hafa nauðgað ungri
konu snemma sunnudagsmorguns.
Friðrik Smári Björgvinsson, yf-
irmaður rannsóknardeildar lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu, segir
að konan hafi ekki þekkt mennina en
hún hafi fengið far með þeim úr mið-
borginni snemma morguns.
Mennirnir voru handteknir
skömmu eftir að konan tilkynnti um
kynferðisbrotið. Að öðru leyti vildi
lögregla ekki tjá sig um málið.
Veittu far
og nauðguðu
Íslendingar gerðu jafntefli við
Ítali, 15-15, í sjöttu umferð heims-
meistaramótsins í brids í Hollandi
síðdegis í gær og eru nú í 14. sæti
með 85 stig en Ítalir eru efstir
með 126 stig. Spilaði íslenska liðið
nánast villulaust og náði sér aftur
á strik eftir slæmt tap gegn
Gvadelúp, 8-22, í fimmtu umferð
mótsins.
Hófu daginn á tapi
Íslendingarnir hófu daginn í
gær með því að tapa naumlega
fyrir A-sveit Bandaríkjanna, 14-16,
í fjórðu umferð en Bandaríkja-
menn eru núverandi handhafar
Bermúdaskálarinnar. Í dag mætir
íslenska liðið Kína, Síle og Japan
en Kína er nú í 11. sæti, Japan í
15. sæti og Síle í síðasta sæti,
númer 22. Undankeppninni lýkur
á laugardag og þá verður ljóst
hvort íslenska liðið heldur áfram í
átta liða úrslit.
Heimsmeistaramótið í Hollandi í
ár er það fertugasta í röðinni en
Bandaríkjamenn hafa oftast unnið
Bermúdaskálina, eða 18 sinnum.
Ítalir koma þar á eftir með fjórtán
skipti, Frakkar tvisvar og Ísland,
Bretland, Brasilía, Holland og
Noregur hafa unnið til skálarinnar
einu sinni hvert.
Jafntefli við Ítali
Íslenska liðið í fjórtánda sæti á
heimsmeistaramótinu í brids
Morgunblaðið/Eggert
Brids Landsliðið undirbjó sig af
kappi fyrir heimsmeistaramótið.