Morgunblaðið - 18.10.2011, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2011
Íslandsmótið í ökuleikni á trukkum
og rútum fór fram á keppnissvæði
við Borgartún á laugardaginn. Til
leiks mættu 15 keppendur.
Keppnin var mjög spennandi og
munaði aðeins örfáum sekúndum á
efstu mönnum. Keppendur tóku
þátt sem einstaklingar en mynduðu
einnig lið þeirra fyrirtækja sem
þeir starfa hjá.
Skemmst er frá því að segja að
keppendur frá Íslandspósti röðuðu
sér í efstu sætin. Í rútukeppninni
varð Mikael Jónsson hlutskarp-
astur og Íslandspóstur vann liða-
keppnina. Í trukkaflokki bar Finn-
ur Trausti Finnbogason
Íslandspósti sigur úr býtum og Ís-
landspóstur hreppti liðaverðlaunin.
Keppni Sigurvegarar með verðlaun sín.
Íslandspóstur bar af
Fundur verður haldinn um skulda-
vanda ungs fólks í Sjóminjasafninu
á Granda í kvöld kl. 20.
Frummælendur verða: Þórólfur
Matthíasson, Eva H. Baldursdóttir
og Sverrir Bollason.
Þau munu ræða um stöðuna í
dag og hvernig megi leysa úr
þeim vanda sem við blasir.
„Lánsveðin hvíla sérstaklega á
ungu fólki og aðstandendum
þeirra. Aðgerðir stjórnvalda hafa
ekki tekið að neinu marki tillit til
þeirra sem tóku sín fyrstu skref á
húsnæðismarkaði 2004-2008,“ seg-
ir í fundarboði.
Er ungt fólk í þessari erfiðu
stöðu sérstaklega hvatt til að
mæta svo og foreldrar sem lánuðu
börnum sínum veðrými í eignum
sínum.
Fundur um
skuldavanda
ungs fólks
Miðvikudaginn 19. október verður
haldið síðasta erindið í tilefni af út-
komu bókar Sigríðar Víðis Jóns-
dóttur Ríkisfang: Ekkert.
Erindið er á vegum Alþjóða-
málastofnunar og Forlagsins og
verður haldið í Odda 101, frá
klukkan 12:25-13:20.
Sveinn H. Guðmarsson, frétta-
maður Ríkisútvarpsins, mun rifja
upp aðdraganda innrásarinnar í
Írak 2003 og velta fyrir sér hvaða
afleiðingar hún hefur haft á líf
fólksins í landinu. Hverjir fengu
völd í landinu og hvernig.
Fundarstjóri er Ólafur Steph-
ensen ritstjóri.
Innrásin í Írak
Matvæla- og
næringarfræði-
félag Íslands
(MNÍ) heldur
Matvæladag sinn
í dag á Hilton
Reykjavík Nor-
dica hóteli. Mat-
væladagurinn er
árviss viðburður
sem haldinn hefur verið frá árinu
1993 og er nú haldinn í nítjánda
skipti.
Ráðstefnan ber yfirskriftina
Heilsutengd matvæli og markfæði.
Megininntakið er vöruþróun, fram-
leiðsla, rannsóknir og markaðs-
setning á heilsutengdum matvælum
og markfæði úr íslensku hráefni.
Dagskráin stendur frá tólf á há-
degi til átján að kvöldi.
Matvæladagurinn
haldinn í dag
STUTT
Í Rauðakrossvikunni sem haldin er 17.-22. október vek-
ur félagið athygli á framlagi sjálfboðaliða Rauða kross-
ins til samfélagsins á Evrópuári sjálfboðaliðans undir
yfirskriftinni Tíminn er dýrmætur. Rauðakrossdeildir
um allt land kynna verkefni sín þessa viku.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hrinti
Rauðakrossvikunni úr vör í gærmorgun með heimsókn
í Kópavogsdeild Rauða krossins, Hamraborg 11, þar
sem hann hitti sjálfboðaliða í ungmennastarfi félagsins.
Samkvæmt útreikningum Alþjóða Rauða krossins
starfar einn af hverjum 30.000 sem sjálfboðaliði Rauða
krossins eða Rauða hálfmánans. Á Íslandi starfa rúm-
lega 3.000 sjálfboðaliðar með Rauða krossinum, eða
einn af hverjum 100 Íslendingum.
Um 10.000 manns nota reglulega þjónustu Rauða
kross Íslands, en ætla má að um helmingi fleiri njóti
góðs af starfi Rauða krossins óbeint, segir í tilkynningu
frá félaginu. Ársframlag sjálfboðaliða Rauða krossins í
klukkustundum talið er um 302.000 klst. eða 145 árs-
verk sem framreikna má skv. meðallaunum allt að 700
milljónum króna.
Þá tilheyra allir sjúkrabílar á Íslandi, alls 77 á 40
stöðum á landinu, Rauða krossi Íslands sem kaupir þá,
útbýr tækjum og rekur.
Heimsókn Ólafur Ragnar Grímsson hrinti Rauðakrossvikunni úr vör í gærmorgun með heimsókn í Kópavogsdeild
Rauða krossins, þar sem hann hitti sjálfboðaliða í ungmennastarfi félagsins. 260 ungmenni eru þátttakendur.
Þrjú þúsund sjálfboðaliðar
- nýr auglýsingamiðill
Verð 8.900 kr.
Fleiri litir og tegundir
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
www.rita.is
Tvær í einni
Grensásvegur 8 &
Nýbýlavegur 12
Sími 517 2040
Opið
mánud-föstud. 11-18
laugard. 11-16
Dömu
kuldaskór
loðfóðraðir
Kuldastígvél
Herra
kuldaskór
loðfóðraðir
St. 37-42 Verð 18.995
St. 40-47 Verð 18.995
St. 40-46 Verð 11.995
Laugavegi 63 • S: 551 4422
ALLRA VEÐRA
KÁPUR,
vind og vatnsþéttar
20% AFSLÁTTUR
skoðið sýnish
.
á laxdal.is
Borgardekk
Páll Hersteinsson pró-
fessor lést á hjartadeild
Landspítala við Hring-
braut 13. október 2011.
Páll fæddist í Reykja-
vík 22. mars 1951.
Hans sérfræðisvið var
vistfræði spendýra.
Hann var sonur
hjónanna Margrétar
Ásgeirsdóttur hús-
móður, f. 27. janúar
1920 og Hersteins Páls-
sonar ritstjóra f. 31.
október 1916, d. 21.
febrúar 2005. Systir
Páls er Inga Hersteins-
dóttir, verkfræðingur, f. 8. janúar
1947.
Páll var kvæntur Ástríði Páls-
dóttur sameindalíffræðingi, f. 2. apr-
íl 1948 í Reykjavík. Hún lifir mann
sinn. Synir þeirra eru Hersteinn
Pálsson rafmagnsverkfræðingur og
Páll Ragnar Pálsson tölvunarverk-
fræðingur.
Páll lauk B.Sc. (Honours) prófi frá
Lífeðlisfræðideild Háskólans í Dun-
dee í Skotlandi 1975 og doktorsprófi
frá Dýrafræðideild Oxford-háskóla
1984. Doktorsverkefni Páls fjallaði
um atferði og vistfræði íslenska mel-
rakkans. Hann var
veiðistjóri 1985-1995
en þá var hann ráðinn
prófessor við Líf-
fræðiskor Háskóla Ís-
lands (nú Líf- og um-
hverfisvísindadeild) og
gegndi því starfi til
dauðadags. Páll var af-
kastamikill fræðimað-
ur og eftir hann liggur
fjöldi fræðigreina í ís-
lenskum og erlendum
tímaritum. Hann var
ásamt öðrum ritstjóri
fræðibóka um íslensk
spendýr og um Þing-
vallavatn, en sú bók kom út bæði á
íslensku og ensku. Eftir hann liggur
einnig bók um dvöl hans við refa-
rannsóknir í Ófeigsfirði, smásagna-
safn, gamanleikrit og myndabók
með ítarlegri frásögn af ferli refa-
rannsókna á Hornströndum.
Auk starfa sinna sem prófessor
sinnti Páll mörgum opinberum störf-
um í þágu hins opinbera, háskóla,
fagtímarita og fagfélaga, bæði hér-
lendis og erlendis. Hann var virtur
vísindamaður á alþjóðavísu og fékk
ýmsar viðurkenningar fyrir störf
sín.
Andlát
Páll Hersteinsson