Morgunblaðið - 18.10.2011, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 18.10.2011, Qupperneq 10
María Ólafsdóttir maria@mbl.is Hjónin Elísabet Bjarnadótt-ir og Benedikt Vilhjálms-son fóru í ævintýralegagönguferð nú í sept- ember og klifu Toubkal, hæsta tind Norður-Afríku. Ferðin var farin á vegum Íslenskra fjallaleiðsögumanna og voru 14 Íslendingar í hópnum. Þrír ættliðir á hnjúknum „Minn gönguáhugi nær nokkuð langt aftur en það var þó ekki fyrr en í kringum fertugt sem við hjónin fór- um að fara í lengri ferðir. Fyrir þrem- ur árum sáum við síðan auglýsta ferð á Hvannadalshnjúk með Fjallaleið- sögumönnum og 66° Norður. Þetta var rétt í kringum sextugsafmælin okkar, en við erum fædd hvort á sínu árinu, og við ákváðum að láta á það reyna hvert við kæmumst. Það var skemmtilegt að í þeirri ferð voru einnig með sonur okkar og barnabarn svo það voru þrír ættliðir sem fóru saman. Fyrir þessa ferð vorum við í þjálfun frá áramótum og fram í maí sem vakti enn meiri áhuga okkar og hvatti okkur áfram. Eftir þetta höfum við hjónin verið í gönguhópnum Fjallafólk hjá Íslenskum fjallaleið- sögumönnum og göngum allt árið. Yf- ir veturinn förum við einu sinni í viku í þrek og púl í Öskjuhlíðinni og göng- um á fjall mánaðarlega en á sumrin er klifið fjall á hverju þriðjudags- kvöldi,“ segir Elísabet. Erfið en skemmtileg upplifun Í desember síðastliðnum kom til tals í hópnum að það væri spennandi að fara og ganga erlendis. Þá var ákveðið að halda til Norður-Afríku, nánar tiltekið í Atlasfjallgarðinn, og ganga þar á tindinn Toubkal. Þau El- ísabet og Benedikt ákváðu að skella sér með og segir Elísabet ferðina hafa verið mikla upplifun en gangan hafi verið sú erfiðasta sem þau hafi farið. „Þetta var þrælerfitt og þar hafði hækkunin sitt að segja. Leið- sögumaðurinn okkar, Jón Gauti Jóns- son, reiknaði út að við hefðum sam- tals gengið 93 kílómetra og að hækkunin hefði verið samtals 7255 metrar. Við gengum þó talsvert upp og niður og yfir fjallaskörð í gegnum fjallaþorp. Þessi aðlögun gerði það að verkum að við fundum aðeins lítillega fyrir fjallaveiki en hitinn var líka oft mikill. Við vorum alltaf farin af stað fyrir klukkan átta og tekið var hlé yf- ir heitasta tímann í hádeginu. Leiðin sem við gengum er hringur sem end- ar síðan á Toubkal-tindinum sem er 4200 metrar á hæð. Þetta var ein- staklega skemmtileg ferð og maður fór þarna marga tugi ára aftur í tím- ann því þarna er engin tækni notuð og víða ekki hægt að komast að fjalla- þorpunum á bílum. Þetta var að vissu leyti lúxusferð því við vorum með sjö Á hæsta tind Atlasfjallgarðsins Hópur íslenskra göngugarpa gekk í september á Toubkal, hæsta tind Norður- Afríku í Atlasfjallgarðinum. Alls gekk hópurinn 93 kílómetra í ferðinni en tind- urinn sjálfur er um 4200 metrar og var hækkunin því töluverð. Að lokinni sex daga göngu dvaldi hópurinn einn dag í borginni Marrakesh og naut þess meðal annars að láta þreytuna líða úr sér í baðhúsi eða hamam. Hádegismatur Yfir heitasta tíma dagsins var gert hlé á göngu og matast. 10 DAGLEGT LÍFÚtivist og hreyfing MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2011 Nú þegar vetur gengur í garð hlakka margir til allra þeirra möguleika sem felast í iðkun hvers konar sports yfir vetrartímann. Sumir láta duga að fara á skíði, aðrir vilja fara í eitthvað meira krassandi eins og ísklifur, enn aðrir vilja djöflast á jeppum upp um fjöll og firnindi og svo mætti lengi telja. Fyrir þá sem vilja fara út fyrir landsteinana til að stunda hvers konar vetrarsport er tilvalið að kíkja á síðuna frommers- .com. Þar undir flipanum Trip ideas (hugmyndir að ferðum) er sérstakur flokkur sem heitir winter sport eða vetraríþróttir. Þarna er heldur betur hægt að vafra og skoða óteljandi möguleika og hugmyndir að vetr- arferðum sem og tilboð og fréttir úr vetrarsportsheiminum. Til dæmis er hægt að skoða hugmyndir að því hvað hægt er að gera í hverjum mánuði fyrir sig í Kanada, hin ýmsu skíðasvæði á Ítalíu og lista yfir 18 toppsætin í adr- enalínævintýraferðum, svo fátt eitt sé nefnt. Þarna getur fólk líka deilt myndum úr ferðum og skoðað myndir annarra. Vefsíðan www.frommers.com Vetrarfjör Veturinn er frábær tími til að stunda allskonar skemmtilegt sport. Hugmyndir að vetrarsporti Veturinn er sannarlega tíminn til að skella sér í jóga, en vissulega er allur tími góður til þess að stunda jóga, af því að það gerir fólki gott. Margir hafa jóga sem lífsstíl og finnst það ómissandi hlut af tilverunni, enda fer hraði og streita nútímans ekki vel með heilsu fólks og mikilvægt að gefa sér tíma til að ekki aðeins styrkja líkamann heldur líka slaka á, en í jóga er mikil áhersla á slökun hugar og líkama. Jógakennarinn, hjúkrunarfræðingurinn og lýðheilsu- fræðingurinn Kolbrún Þórðardóttir ætlar næsta fimmtudag, 20. október, að vera með jógakynningartíma í Heilsumiðstöðinni Hlíðarsmára 2 í Kópavogi klukkan 19:00. Kolbrún mun þar kynna 6 vikna jóganámskeið fyrir konur sem hún kallar ,,Jóga fyrir heilsuna – lífsstíll fyrir mig“, en það verður frá 3. nóv- ember til 12. desember, á mánudög- um og fimmtudögum kl. 19:00- 20:15. Í tilkynningu frá Kolbrúnu segir að hún ætli á námskeiðinu að vera með mismunandi áherslur í tímunum. Gerðar verði mildar, styrkjandi jóga- æfingar með áherslu á öndun inn í orkustöðvarnar og hugleiðslu. Hver tími kemur svo til með að enda á djúpri slökun. Orðrétt segir Kolbrún: „Góð heilsa kemur ekki af sjálfu sér, við veljum okkur lífsstíl. Mikilvægt er að setja sér markmið og taka frá tíma til að hlúa að heils- unni og halda utan um sjálfan sig. Jóga styrkir sál og liðkar stirðan lík- ama. Jóga bætir líka svefninn svo um munar, það sýnir nýleg rannsókn mín í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands. Eflum innri ró og frið sem hjálpar okkur að takast á við verkefni lífsins. Höldum inn í veturinn með jóga.“ Nánari upplýsingar og bókanir í síma 861 6317 og á netfanginu: kolbrunt@mmedia.is www.yoga.bloggar.is. Endilega … … farið í kynningartíma í jóga Liðleiki Jóga er hægt að stunda hvar sem er, bæði utan dyra og innan dyra, á bryggjunni, uppi á fjalli, úti í skógi, heima í garðinum eða á líkamsræktarstöð. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. –– Meira fyrir lesendur MEÐAL EFNIS: Jólahlaðborð á veitingahúsum. Jólahlaðborð heima. Girnilegar uppskriftir. Fallega skreytt jólahlaðborð. Tónleikar og aðrar uppákomur. Ásamt full af spennandi efni. Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um jólahlaðborð, tónleika og uppákomur í nóvember og desember föstudaginn 28. október 2011 PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 24. október. Jólahlaðborð NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Sími: 569-1105 SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.