Morgunblaðið - 18.10.2011, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2011
SVIÐSLJÓS
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Ákæran í skattahluta Baugsmálsins
er 14 blaðsíður sem skipt er í sex kafla
og enn fleiri undirkafla. Málskjölin
þurfa nokkrar þykkar skjalamöppur.
Það er því ekki að undra að í þing-
haldinu í gær rugluðust málflytjend-
ur nokkrum sinnum á köflum í ákær-
unni og tilvísunum í málskjöl.
Málið er með öðrum orðum nokkuð
flókið en hér verður staldrað við
nokkur atriði sem standa upp úr eftir
fyrsta dag aðalmeðferðinnar.
Skattahluti Baugsmálsins snýst
um meint skattsvik á árunum 1998-
2002. Meint brot Jóns Ásgeirs Jó-
hannessonar og Tryggva Jónssonar
lúta ýmist að þeirra eigin, persónu-
legu skattskilum eða brotum sem
framin voru í rekstri Baugs í tilviki
Tryggva og Baugs og Gaums í tilviki
Jóns Ásgeirs. Meint brot
Kristínar Jóhannesdóttur varða
rekstur Fjárfestingarfélagsins
Gaums.
Þegar Jón Ásgeir, Tryggvi og
Kristín voru yfirheyrð í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gærmorgun neituðu
þau alfarið sök í málinu.
Jón Ásgeir er m.a. sakaður um að
hafa komið sér undan að greiða tekju-
skatt, útsvar, sérstakan tekjuskatt og
fjármagnstekjuskatt á árunum 1998-
2002. Hann hafi m.a. ekki talið fram
bifreiðahlunnindi, fjármagnstekjur
vegna sölu á hlutabréfum og tekjur af
hlutabréfaeign. Jón Ásgeir, Tryggvi
og Kristín eru einnig m.a. ákærð fyrir
að skila inn röngum upplýsingum um
staðgreiðslu opinberra gjalda, ýmist í
rekstri Gaums, fjárfestingarfélags
Bónus-fjölskyldunnar, eða Baugs.
Vissi ekki af 10 milljónum
Helgi Magnús Gunnarsson, vara-
ríkissaksóknari, hóf sóknina með því
að spyrja Jón Ásgeir út í greiðslur
upp á samtals 11,8 milljónir króna
sem Jón Ásgeir fékk greiddar inn á
bankareikning sinn frá Bónusi sf. árið
1998 en ekki hefði verið greiddur fjár-
magnstekjuskattur af upphæðinni.
Jón Ásgeir svaraði því að þessi
greiðsla hefði borist inn á reikning
hans án hans vitundar. Fjármála-
stjóri Bónuss hefði um langt skeið séð
um þennan bankareikning og greitt
út af honum vegna ýmissa útgjalda.
Hann hefði ekki orðið var greiðsluna,
jafnvel þótt reikningurinn hefði þegar
fyrstu 10 milljónirnar komu inn á
hann, verið yfirdreginn um 56.000
krónur. Jón Ásgeir sagði að í þessu
tilfelli hefði Bónus verið að greiða
Baugi arð en Gaumur átti þá um
fjórðung í Baugi. Vegna mistaka hefði
fjárhæðin farið á hans eigin persónu-
lega reikning. Hann hefði síðar
hlutast til um að þetta yrði leiðrétt.
Ein hæsta fjárhæðin sem lýtur að
persónulegum skattskilum Jóns Ás-
geirs er tilkomin vegna nýtingar á
kauprétti í Baugi hf., upp á 18,8 millj-
ónir árið 1999 sem ekki voru gefnar
upp til skatts, skv. ákæru.
Fyrir dómi í gær gaf Jón Ásgeir
m.a. þá skýringu að í tengslum við
starfslok Óskars Magnússonar, sem
þá var starfandi stjórnarformaður
Baugs, hefði verið ákveðið að kaup-
réttur Jóns Ásgeirs gengi yfir til Ósk-
ars en þetta hefði verið hluti af stærra
samkomulagi. Hann hefði því milli-
fært þessa upphæð yfir á reikning
Óskars og Óskar hefði síðan greitt
skatta af þessum kauprétti. Jón Ás-
geir sagði að hann hefði verið látinn
borga skatta af þessum kauprétti og
því hefðu þeir í raun báðir greitt
skatta af þessari greiðslu.
Langt um liðið
Hæsta einstaka fjárhæðin í ákær-
unni er vegna meintra brota við sam-
einingu þeirra fyrirtækja sem runnu
inn í Baug. Í þeim lið ákærunnar eru
Jón Ásgeir og Kristín Jóhannesdóttir
ákærð fyrir að hafa komið Gaumi
undan því að greiða um 200 milljónir í
tekjuskatt. Þessu höfnuðu þau alfarið
og Jón Ásgeir benti á að „engar
smákanónur“ hefðu verið fengnar til
að veita ráðgjöf um hvernig ætti að
fara með skattgreiðslur vegna sam-
einingarinnar, þ.e. þeir Baldur Guð-
laugsson og Helgi V. Jónsson. Talið
hefði verið fram skv. þeirra ráðlegg-
ingum. Um þetta báru Kristín og
Tryggvi á sama veg.
Í nokkrum tilvikum vísaði Jón Ás-
geir til þess að hann hefði ekki ákveð-
ið hvernig tekjur yrðu taldar fram en
benti m.a. á endurskoðanda sinn og
Baugs, Stefán Hilmarsson, en hann
er meðal þeirra sem bera vitni í mál-
inu í dag.
Það fór ekki á milli mála að Jóni Ás-
geiri var skapraun að ýmsum spurn-
ingum Helga Magnúsar og hann
minnti oftar en einu sinni á að langt
væri um liðið frá því þessir atburðir
áttu sér stað. Áður en hann var
ákærður hefði það síðasta sem hann
hefði frétt af þessu máli verið þegar
fékk 42 milljónir endurgreiddar
vegna ákvörðunar yfirskattanefndar.
„Við erum búin að bíða ansi lengi,“
sagði Jón Ásgeir. „En þið hafið nú
ekki setið aðgerðalaus á meðan,“
svaraði saksóknari.
Átti að fá 5 millj. eftir skatta
Tryggvi Jónsson, fyrrum forstjóri
Baugs, er m.a. ákærður fyrir að hafa
komið sér undan því að greiða 13,3
milljónir í skatt.
Í skjali sem fannst við húsleit hjá
Baugi árið 2002 kom fram að Tryggvi
ætti að fá fimm milljónir þannig að
ekki kæmi til skatts. Tryggvi sagði að
þarna væri verið að vísa til þess að
hann ætti að fá fimm milljónir þegar
skattar hefðu verið dregnir frá. End-
urskoðandi Baugs hefði ekki gengið
frá skattgreiðslunni með réttum
hætti og Tryggvi hefði sjálfur hlutast
til um að það yrði gert. Að lokum
hefði hann borgað skatt af þessari
fjárhæð og því gæti verið um tvískatt-
lagninu að ræða. Hann hefði aldrei
vísvitandi talið rangt fram til skatts.
Aðalmeðferðin heldur áfram í dag.
„Erum búin að bíða ansi lengi“
Sakborningar í skattahluta Baugsmálsins neita allir sök Greiðslur komu inn á reikning fyrir mistök
Fengu ráðleggingar frá færustu sérfræðingum um skattskil Dýrir en lítið notaðir bílar í eigu Gaums
Vörnin Jón Ásgeir Jóhannesson býr sig undir upphaf aðalmeðferðar. Við hlið hans er verjandi hans, Gestur Jónsson, og samstarfsmaður hans, Almar Möll-
er, að gera slíkt hið sama. Tryggvi Jónsson gengur til sætis í salnum en verjandi hans, Jakob R. Möller, tekur sér sæti við borðið.
Morgunblaðið/Kristinn
Meðal þess sem Jón Ásgeir Jó-
hannesson er ákærður fyrir er að
hafa ekki talið fram bifreiðahlunn-
indi vegna þriggja bifreiða í eigu
Gaums, fjárfestingarfélags Bón-
uss-fjölskyldunnar, sem hann er í
ákæru sagður hafa haft afnot af á
árunum 2000 og 2001. Um var að
ræða Porsche 911-bifreið sem áð-
ur var í eigu Jóns Ásgeirs en var
seldur inn í Gaum, Hummer-jeppa
og Cherokee-jeppa.
Í ákæru kemur fram að samtals
nemi vantaldar tekjur, að mati rík-
isskattsstjóra, tæplega níu millj-
ónum króna.
Jón Ásgeir sagði að hann hefði í
sjálfu sér getað fengið þessa bíla
að láni og það gæti vel verið að
hann hefði keyrt þá einhverja kíló-
metra en það væri út í hött að
láta hann gjalda fyrir með því að
greiða heilsárshlunnindi fyrir þá.
„Það er nú ekki hægt að ákæra
menn þó þeir hafi lykil að bíl,“
sagði hann.
Jón Ásgeir sagði að það væri
ótrúlegt hvernig þetta sakarefni
væri sett fram; að hann hefði ekið
um á þessum þremur bílum, átt
sjálfur fjóra bíla og mótorhjól og
líka verið í fullu starfi sem for-
stjóri Baugs. Helgi Magnús Gunn-
arsson, saksóknari, skaut því þá
inn að það væri næsta víst að
maður í hans stöðu gæti ekki ver-
ið úti að aka. „Nei, það er einhver
annar hérna inni sem er úti að
aka,“ svaraði Jón Ásgeir. „Það er
nú ekki tilfinning sækjanda,“ var
andsvar Helga Magnúsar.
Jón Ásgeir sagði aðspurður að
Porsche-bílnum hefði hann ekið
einhverja tugi kílómetra. Humm-
erinn hefði hann ekkert keyrt
enda hefði hann sífellt verið að
bila, líklega verið ekið 50 kíló-
metra en dreginn 500 kílómetra.
Cherokee-jeppann hefði fyrrver-
andi eiginkona hans haft til af-
nota. Aðspurður hver hefði ákveð-
ið að fyrrverandi eiginkona hans
fengi jeppann sagði Jón Ásgeir að
það hefði verið ákveðið á sínum
tíma. Hún hefði átt eitthvað í
Gaumi á sínum tíma.
Framkvæmdastjóri Gaums var
Kristín Jóhannesdóttir og fyrir
dómi sagði hún, aðspurð, að hún
hefði ekki haft yfirsýn yfir notkun
á bílunum og að Jón Ásgeir hefði
haft milligöngu um að fyrrverandi
eiginkona hans hafði Cherokee-
jeppann til afnota.
Lítið notaður Porsche, bilaður
Hummer og Cherokee í láni
ÁKÆRT FYRIR AÐ TELJA EKKI FRAM BIFREIÐAHLUNNINDI
Á líftækni- og lífefnasviði Matís er
verið að rannsaka lífvirk efni úr þangi
og þörungum sem hafa jákvæða
virkni í mannslíkamanum. Þau hafa
verið notuð t.d. í heilsuvörur til að
fyrirbyggja ýmsa kvilla og sjúkdóma
en Matís er að skoða notkun lífvirku
efnanna til íblöndunar í matvæli og
snyrtivörur. Þau gætu reynst þjóð-
inni milljarða virði á næstu árum.
Frá þessu verður nánar sagt í fyr-
irlestri Rósu Jónsdóttur, matvæla-
fræðings og fagstjóra líftækni- og líf-
efnasviðsins, á matvæladegi MNÍ
(Matvæla- og næringarfræðafélag Ís-
lands) sem haldinn er í dag á Hilton
Nordica hóteli.
Lífvirku efnin
eru m.a. andox-
unarefni og draga
þannig úr oxun í
matvælum og
auka með því
geymsluþol og
stöðugleika
þeirra. Þá stuðla
þau að betri
geymslu á snyrti-
vörum en eru ekki
síður góð fyrir viðhald og viðgang
húðfrumna, auk þess að hafa jákvæð
heilsufarsleg áhrif í líkamanum.
„Húðfrumur verða fyrir árás frjálsra
hvarfeinda (e. free radicals), t.d. frá
sólargeislum, umhverfismengun og
reyk. Andoxunarefni bindast við
svona hvarfeindir og draga úr hætt-
unni á hrörnun af völdum þeirra,“
segir Rósa.
Bóluþang með mikla lífvirkni
Byrjað var að rannsaka íslenska
þörunga og skima fyrir andoxunar-
virkni í þeim fyrir nokkrum árum.
„Við sáum að bóluþang hefur mjög
mikið af fjölfenólum (e. polyphenols)
sem hafa mikla lífvirkni, þar á meðal
andoxunarvirkni. Við fórum að prófa
íblöndun í matvæli en ákveðin fenól í
bóluþanginu eru með mikla andox-
unarvirkni í þeim. Þetta hefur leitt
okkur áfram, við sjáum nýjar og nýj-
ar vísbendingar sem sýna frábæra
eiginleika fjölfenóla í þanginu,“ segir
Rósa. Matís hafi farið að þróa betur
aðferðir til að einangra þessi efni og
skoða í hvað fleira væri hægt að nýta
þau, eins og t.d. snyrtivörur og fæðu-
bótarefni. Stefnt sé að því að koma
fjölfenólunum í snyrtivörur strax á
næsta ári og vonast er til að það muni
reynast Íslendingum milljarða virði
næstu árin. „Það má segja að það sé
framtíðarsýnin, að við getum skapað
mikil verðmæti úr þangi og þör-
ungum, á ýmsan hátt. Með því að
vinna svona, að einangra efni sem
hafa mikla og jákvæða virkni, ertu
farinn að auka verðmæti.“ ylfa@mbl.is
Morgunblaðið/Jim Smart
Dýrmætur Lífvirk efni í þara auka m.a. geymsluþol matvæla.
Þörungar gætu reynst
þjóðinni milljarða virði
Rósa
Jónsdóttir