Morgunblaðið - 18.10.2011, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2011
Morgunblaðið/Eggert
Landsbankinn Hluti skila- og slita-
stjórnar gamla Landsbankans.
Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
Ólíklegt þykir að skilanefndir
Landsbanka Íslands og Glitnis fái
meira en einn milljarð punda fyrir
hlut sinn í bresku verslunarkeðjunni
Iceland eða ríflega 182 milljarða
króna. Þetta hefur tímaritið Inter-
national Supermarket News eftir
sérfræðingum í frétt á vefsvæði sínu.
Verðið á hlut skilanefndanna, sem er
77%, hefur til þessa verið metið á um
1,5 milljarða punda. Skilanefnd
Landsbankans á 67% hlut í félaginu
en skilanefnd Glitnis 10%. Interna-
tional Supermarket News segir að
þeir sérfræðingar sem miðillinn hef-
ur leitað til séu sammála um að ólík-
legt sé að væntanlegir kaupendur
muni greiða meira en milljarð punda
fyrir hlutinn. Ástæðan fyrir því sé
versnandi efnahagshorfur á Bret-
landi en að undanförnu hafa ýmisleg
teikn komið fram sem benda til þess
að verulega hafi dregið úr vexti hag-
kerfisins.
Áhugi á hluta Iceland
Salan á hlut skilanefndanna í Ice-
land er hafin og hafa áhugasamir
fjárfestar frest til morguns að leggja
inn tilboð í fyrstu umferð. Inter-
national Supermarket News segir að
um tuttugu fjárfestar hafi sýnt kaup-
unum áhuga og fengið aðgang að
upplýsingum um verslunarkeðjuna.
Meðal þeirra eru verslunarkeðjurn-
ar Asda og Morrisons en hermt er að
þær hafi aðeins áhuga á hluta Ice-
land. Fram kemur í frétt Inter-
national Supermarket News að ef
annaðhvort Asda eða Morrisons
myndu kaupa Iceland þá þyrftu þær
að selja frá sér um 20% af verslunun-
um vegna ákvæða í breskum sam-
keppnisreglum.
Ennfremur er fullyrt að fjárfest-
ingarsjóðirnir Cinven, BC Partners
og Blackstone séu meðal áhuga-
samra kaupenda að Iceland.
Ekki ljóst hvað Walker gerir
Ekki er ljóst hvort Malcolm Wal-
ker, stofnandi Iceland Foods, sem á
23% hlut í fyrirtækinu, verður með í
fyrstu umferð tilboða. Hann hefur
forkaupsrétt sem þýðir að hann get-
ur jafnað hæsta boð til að eignast
hlutinn sem er til sölu.
Einn milljarður sterlingspunda fyrir Iceland
Sérfræðingar segja að ólíklegt sé að meira en milljarður fáist fyrir hlut skilanefnda
Landsbankans og Glitnis í Iceland Tuttugu fjárfestar sagðir hafa áhuga á keðjunni
Stuttar fréttir ...
● Álframleiðsla í
heiminum hefur
aukist um liðlega
6% fyrstu átta
mánuði þessa árs,
samanborið við
sama tímabil í
fyrra. Samkvæmt
spá samtaka evr-
ópskra álframleið-
enda, EAA, stefnir
framleiðsla og sala áls í um 45 millj-
ónir tonna á þessu ári og hefur aldrei
verið meiri. Vöxtur hefur verið á öllum
helstu markaðssvæðum en mestur í
Kína. Í fréttatilkynningu frá Sam-
tökum álframleiðenda hér á landi
segir að aukin eftirspurn í bílaiðnaði
og flugvélaframleiðslu skýri einna
helst þessa aukningu á milli ára en
samhliða hækkandi orkuverði leita
framleiðendur nú leiða til að létta bif-
reiðar og flugvélar til að draga úr
eldsneytisnotkun þeirra. Spár aðild-
arfyrirtækja gera ráð fyrir frekari
aukningu á næsta ári og muni heild-
arframleiðsla nema rétt tæpum 49
milljónum tonna eða sem svarar
nærri 9% aukningu frá áætluðu fram-
leiðslumagni þessa árs.
Álframleiðslan í
heiminum vex um 6%
Álframleiðsla
● Sigurjón Pálsson hefur verið ráðinn
framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Arion.
Sigurjón tekur við starfi fram-
kvæmdastjóra rekstrarsviðs af Helga
Bjarnasyni sem færir sig um set og tek-
ur nú við starfi framkvæmdastjóra við-
skiptabankasviðs. Helgi tekur við þeirri
stöðu af Hermanni Björnssyni, sem ný-
verið var ráðinn forstjóri Sjóvár. Sig-
urjón er verkfræðingur að mennt með
meistaraprófsgráður frá KTH-
háskólanum í Stokkhólmi og MIT í
Massachusetts. Helgi er stærðfræð-
ingur að mennt og með cand. act.-
gráðu í tryggingastærðfræði frá Kaup-
mannahafnarháskóla.
Breytingar í fram-
kvæmdastjórn Arion
óverðtryggðum vöxtum til jafn langs tíma og
fastvaxtatímabilið á útlánunum,“ segir Kristján
og bætir því við að verðtryggðu lánin verði fjár-
mögnuð m.a. með verðtryggðum innlánum eins
og hafi lengi tíðkast.
Ólíkt viðskiptabönkunum getur Íbúðalánasjóð-
ur ekki fjármagnað sig með innlánum. „Við þurf-
um alfarið að fjármagna okkur í gegnum útgáfu
skuldabréfa á skuldabréfamarkaði og þurfum
alltaf að fara þá leið áður en við getum lánað út,“
segir Sigurður og bætir því við að Íbúðalánasjóð-
ur reyni að takmarka áhættu síma með því að
fjármagna sig jafn lengi og lánað er út. „Bank-
arnir fjármagna sig stutt með innlánum og ég
veit ekki til þess að þeir hafi farið í skuldabréfa-
útgáfu á markaði til að endurspegla venjulegan
lánstíma húsnæðislána.“
Íbúðalánasjóður mun væntanlega svara útspili
Landsbankans og bjóða upp á óverðtyggð lán en
Sigurður segir það vera til skoðunar.
Óttast ekki afturhvarf til 2004
Landsbankinn undirbýður verðtryggð lán Íbúðalánasjóðs Framkvæmdastjóri
Íbúðalánasjóðs segist ekki óttast endurtekningu á ástandinu sem skapaðist 2004
Framkvæmdastjórinn Sigurður Erlingsson,
framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs.
Vilhjálmur Andri Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
„Uppgreiðsluáhættan er alltaf til staðar en við
erum líklega ekki að fara að sjá endurtekningu á
ástandinu sem skapaðist 2004 þegar viðskipta-
bankarnir fóru að undirbjóða Íbúðalánasjóð.
Núna erum við á allt öðrum stað í hagsveiflunni,“
segir Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri
Íbúðalánasjóðs. Landsbankinn hóf nýlega að
bjóða upp á 3,9 prósenta vexti á verðtryggðum
lánum með 70 prósenta veðsetningarhlutfalli og
óverðtryggð lán m.a. á föstum vöxtum. Að sögn
Kristjáns Kristjánssonar, upplýsingafulltrúa
Landsbankans, mun sterk fjárhagsstaða bankans
fyrst um sinn gefa honum svigrúm hvað fjár-
mögnun óverðtryggðu lánanna varðar. „For-
senda þess að slík útlán verði til lengdar í boði á
ásættanlegum kjörum og í umtalsverðu magni er
sú að bankinn geti fjármagnað sig á föstum
Morgunblaðið/Ernir
!"# $% " &'( )* '$*
++,-./
+/+-0
++1
.+-23.
.4-,3/
+3-255
+./-,3
+-15+1
+/+-,1
+,5-+2
++,-,0
+/.-41
++1-22
.+-12,
.4-025
+3-1,
+./-52
+-15,/
+/.-4/
+,5-,/
.+1-2,+,
++,-/1
+/.-1/
++1-00
.+-15/
.4-3
+3-,4+
+.5-.5
+-,44.
+/.-0.
+04-42
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Vilhjálmur Andri Kjartansson
vilhjalm@mbl.is
„Uppgjör á milli gömlu og nýju bank-
anna vegna íbúðalánasafna þeirra
liggur núna loksins fyrir en við feng-
um upplýsingar um afsláttinn á lána-
söfnum bankanna á fundi efnahags-
og viðskiptanefndar,“ segir Guðlaug-
ur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins.
Að sögn Guðlaugs fékk Lands-
bankinn íbúðalánasafn sitt með 34%
afslætti, Arion banki á 23,5% og Ís-
landsbanki á 30% afslætti. Þrátt fyrir
töluverðan afslátt telja viðskipta-
bankarnir sig nú þegar búna að nýta
allt það svigrúm sem þeim gafst með
afslættinum og í raun hafi þeir gengið
lengra í afskriftum en sem nam af-
slættinum að sögn Guðlaugs. „Lands-
bankinn segist vera búinn að gjald-
færa 61 milljarð í afskriftir af 46 sem
bankinn telur sig hafa haft svigrúm
til. Íslandsbanki segist ekki vera bú-
inn að klára sitt svigrúm og Arion
banki segist vera kominn tvo millj-
arða umfram það svigrúm sem bank-
inn telur sig hafa.“
Ennfremur telur Guðlaugur það
áhugavert hversu mikill munur er á
afslætti milli bankanna.
Ríkisstjórnin sat á upplýsingum
„Ríkisstjórnin er búin að hafa
þessar upplýsingar frá upphafi. Það
var ríkið sem gekk frá uppgjöri þess-
ara banka og vissi um þetta. Við höf-
um ítrekað kallað eftir þessum upp-
lýsingum og spurt ríkisstjórnina en
aldrei fengið fullnægjandi svör,“ seg-
ir Guðlaugur og bætir því við að sjálf-
ur hafi hann lagt fram fyrirspurn á
Alþingi um hver efnahagsreikningur
Arion banka, Íslandsbanka og NBI
(Landsbankans) hafi verið við stofnun
hvers og eins þeirra haustið 2009 og
óskað svara um bókfært virði eigna
og skulda hvers og eins banka en
aldrei fengið fullnægjandi svör um af-
slátt bankanna á íbúðalánasöfnum
sínum. Fyrirspurn Guðlaugs er að
finna í þingskjali 1901.
„Ætla mætti að mun auðveldara
væri að ræða málin út frá staðreynd-
um en getgátum og núna er loksins
hægt að fara að tala um staðreyndir í
þessu máli.“ Þá spyr Guðlaugur af
hverju óháður aðili eins og Ríkisend-
urskoðun hafi ekki fyrir löngu verið
fenginn til að meta yfirfærslu lána á
milli gömlu og nýju bankanna. „Þrátt
fyrir að við höfum fengið þessar upp-
lýsingar tel ég enn nauðsynlegt að
óháður aðili fari yfir þær upplýsingar
sem liggja hjá ríkisstjórninni um leið-
réttingar milli gömlu og nýju bank-
anna. Þetta er á ábyrgð ríkisstjórn-
arninnar, ekki bankanna, og því
eðlilegt að beina fyrirspurnum til
hennar,“ segir Guðlaugur.
Afsláttur lánasafna bank-
anna liggur loksins fyrir
Þingmaður segir það liggja fyrir að ríkisstjórnin hafi setið á upplýsingunum
Morgunblaðið/Eggert
Lán Stóru bankarnir telja svigrúm til afskrifta vegna afsláttar vera búið.
Afslátturinn
» Töluverður munur er á þeim
afslætti sem bankarnir fengu
á íbúðalánasöfnum sínum.
» Svigrúm bankanna vegna
afsláttarins fullnýtt hjá bæði
Arion banka og Landsbank-
anum.
» Guðlaugur Þór segir ríkis-
stjórnina hafa setið á upp-
lýsngum um afslætti bank-
anna á íbúðalánasöfnum
sínum.