Morgunblaðið - 18.10.2011, Síða 20
Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2011
Umboðsmaður Al-
þingis hefur nú sam-
þykkt að taka til skoð-
unar kvörtun mína um
meint lögbrot Hagstof-
unnar, Trygging-
arstofnunar og Inn-
heimtustofnunar
sveitarfélaga við að
hafna formlegri beiðni
minni um að taka sam-
an fjölda einstæðra
meðlagsgreiðenda.
Forsaga þeirrar kvörtunar er sú að á
undanförnum misserum hafa verið
birtar ýmsar rannsóknir um stöðu
ólíkra þjóðfélagshópa frá hruninu ár-
ið 2008. Þannig hafa stofnanir á borð
við Creditinfo, Rauða krossinn, Hag-
stofuna og Velferðarráð Reykjavík-
urborgar komist að þeirri niðurstöðu
að þeir þjóðfélagshópar sem sárast
eigi um að binda séu einstæðir for-
eldrar og aldraðir.
Án þess að draga úr erfiðleikum
þeirra þjóðfélagshópa sem þær út-
tektir fjalla um, fannst mér nið-
urstöður þessara rannsókna skjóta
skökku við, einkum þar sem einfaldir
útreikningar á kjörum og réttindum
einstæðra meðlagsgreiðenda sýna að
lífskjör þeirra eru jafnan miklu verri
en hjá einstæðum foreldrum. Ég
ákvað því að gera sjálfstæða úttekt á
kjörum einstæðra meðlagsgreiðenda
og skuldastöðu, t.d. með samkeyrslu
gagna við vanskilaskrá. Komst ég að
því að engar opinberar stofnanir eða
fyrirtæki hafa tölur um hve margir
einstæðir meðlagsgreiðendur eru.
Ég leitaði upplýsinga hjá Credit-
info, Skattstjóra, Hagstofunni, Vel-
ferðarráðuneyti, Innheimtustofnun
sveitarfélaga, Tryggingastofnun og
Félags- og mannvísindadeild Háskóla
Íslands. Svör þeirra voru öll á einn
veg. Engin þessara stofnana hafði
nokkrar upplýsingar um fjölda ein-
stæðra meðlagsgreiðenda; þær töldu
ómögulegt í framkvæmd að komast
yfir þær tölur og litu ekki á það sem
skyldu sína að halda þeim til haga eða
afla þeirra. Þessi svör
eru ákaflega athygl-
isverð, einkum í ljósi
þess að eini tilgangur
Innheimtustofnunar
sveitarfélaga er að inn-
heimta meðlög og halda
til haga tölulegum upp-
lýsingum um mála-
flokkinn. Þegar Inn-
heimtustofnun beitir
óvægnum inn-
heimtuaðgerðum, eins
og að skuldajafna með-
lagsskuldum við vaxta-
bætur eða draga með-
lagsskuldir af útborguðum launum,
veit hún ekki hvort viðkomandi með-
lagsgreiðandi er einstæður, hver kjör
hans eða þessa hóps yfirleitt eru, né
heldur hversu margir þeirra eru á
vanskilaskrá.
Það er e.t.v. tímanna tákn að Hag-
stofan telur hvert hænsni og svín í út-
tektum sínum, og veit hversu stórt
hlutfall þjóðarinnar heitir Jón eða
Gunna, en telur sér hins vegar ofviða
að telja einstæða meðlagsgreiðendur
og halda tölfræðilegum upplýsingum
um málaflokkinn til haga. Sjálfsagt er
þetta ástand til marks um viðhorf
hins opinbera til meðlagsgreiðenda
og e.t.v. sá mannskilningur sem hefur
lagt grunninn fyrir jafnréttisbarátt-
una á Íslandi. Hænsni, svín og annað
búfé er sýnilegra hinu opinbera en
einstæðir meðlagsgreiðendur.
Sjálfsagt gera fæstir sér grein fyrir
mikilvægi þess að hið opinbera viti
fjölda einstæðra meðlagsgreiðenda.
Án þeirra tölfræðilegu upplýsinga
eru rannsóknir á þjóðfélagshópum
ómögulegar og ekki er hægt að sam-
keyra lista um fjölda þeirra við van-
skilaskrá til að kanna hversu stórt
hlutfall þeirra er í vanskilum, alvar-
legum vanskilum eða í þroti. Um-
boðsmaður skuldara er t.a.m. ekki
með nokkur úrræði fyrir einstæða
meðlagsgreiðendur og eru ekki einu
sinni til lágmarks neysluviðmið fyrir
þann þjóðfélagshóp.
Svör við fyrirspurn minni til sex
prófessora Félags- og mannvís-
indadeildar leiddu í ljós að þjóðfélags-
hópurinn hefur aldrei verið rannsak-
aður svo nokkru nemi; hvorki
fjárhagsleg staða hans né aðrir fé-
lagslegir þættir. Hins vegar má halda
til haga að einstæðir karlmenn á van-
skilaskrá eru ríflega 11 þúsund á
meðan einstæðar konur á van-
skilaskrá eru aðeins um 2800. Ástæð-
an fyrir þessu er sú að einstæðir með-
lagsgreiðendur eru færðir til bókar
sem einstæðingar en ekki sem for-
eldrar, en til samanburðar er heild-
arfjöldi meðlagsgreiðenda um 11500.
Af þessum tölum má ætla að hlutfall
einstæðra meðlagsgreiðenda á van-
skilaskrá geti verið á bilinu 45-75%.
Nú hef ég tvívegis sent erindi á alla
alþingismenn þar sem ég hef farið yf-
ir kvörtun mína til Umboðsmanns Al-
þingis. Kvörtunin er því komin til vit-
undar þeirra sem og sú staðreynd að
fjöldi þjóðfélagshópsins hefur aldrei
verið tekinn saman. Í bréfi mínu spyr
ég þingmenn hvort þeir yfirhöfuð við-
urkenni einstæða meðlagsgreiðendur
sem sjálfstæðan þjóðfélagshóp, líkt
og á við um einstæða foreldra (ein-
stæða meðlagsþega). Þá spyr ég einn-
ig, ef svarið er játandi, hvernig standi
á því að löggjafinn viti ekki fjölda
þjóðfélagshópsins eða félagslega
stöðu hans. Við þessum spurningum
hef ég engin svör fengið.
Ef það verður niðurstaða Umboðs-
manns Alþingis að Hagstofan hafi
lögboðnar skyldur til að afla upplýs-
inga um fjölda einstæðra meðlags-
greiðenda er ljóst að margt óhugn-
anlegt muni koma fram sem ekki
hefur þolað dagsins ljós eða almenna
umræðu.
Hænsni, svín og einstæðir
meðlagsgreiðendur
Eftir Gunnar
Kristin Þórðarson »Hagstofan telur
hvert hænsni og svín
í úttektum sínum, en
telur sér hins vegar of-
viða að telja einstæða
meðlagsgreiðendur.
Gunnar Kristinn
Þórðarson
Höfundur er guðfræðimenntaður
stuðningsfulltrúi og einstæður með-
lagsgreiðandi.
Bréf til blaðsins
„Hann telur affarasælast að fyrstu
fjögur ár grunnskólans séu helguð
grunnþekkingu í lestri, skrift og
stærðfræði til að
leggja grundvöll
fyrir aðrar náms-
greinar síðar á
námsferlinum.“
(Hermundur
Sigmundsson,
prófessor í lífeðl-
islegri sálarfræði
við Háskólann í
Þrándheimi)
Það var eig-
inlega sláandi að
lesa ofangreinda tilvitnun í upp-
slætti á forsíðu Morgunblaðsins 13.
okt. 2011, sem vel má umorða þann-
ig, að nú þyki rétt að fara aftur að
fylgja því eftir að börn læri að lesa,
skrifa og reikna í yngri bekkjum í
stofnunum þeim sem áður hétu
barnaskólar. Í blaði allra lands-
manna er einnig haft eftir prófess-
ornum á umræddri forsíðu að
breyta þurfi kennsluaðferðum og
skipulagi skóladagsins á yngsta
stigi grunnskóla til þess að bæta
námsárangur.
Það var og.
Í „gamla daga“ gengu menn í
skóla í bókstaflegri merkingu á
unga aldri til að læra þessar listir.
Er eitthvað annað uppi á ten-
ingnum nú til dags? Er virkilega
svo komið fyrir Íslendingum að þeir
þurfi lærðan mann frá Noregi til að
benda á að fyrstu skólaárin eigi
börn að læra lestur, skrift og reikn-
ing og ekkert múður? Nú hljóta
þeir gömlu að vera orðnir órólegir.
Að lesa og skrifa list er góð
læri það sem flestir.
Þeir eru haldnir heims hjá þjóð
höfðingjarnir mestir.
Það er eitthvað meira en lítið að á
minningarári Jóns Sigurðssonar þeg-
ar grunngildin sem koma fram í þess-
ari gömlu, fallegu vísu riða til falls hjá
þjóð hans. Hann barðist ekki svo lítið
fyrir því að komið yrði á fót skólum í
landinu. Æskan er stórkostleg á öllum
tímum. Því verður að spyrja alveg
vafningalaust: Hvers konar aum-
ingjaháttur er það að geta ekki komið
henni til nokkurs þroska í undirstöðu-
greinum einmitt á því aldursskeiði
sem hún er hvað móttækilegust?
HALLGRÍMUR SVEINSSON,
bókaútgefandi og léttadrengur á
Brekku í Dýrafirði.
Að lesa og skrifa list er góð
Frá Hallgrími Sveinssyni
Hallgrímur
Sveinsson
Nýlegar fréttir um að loka eigi líkn-
ardeild eldra fólks á Landakoti gera
mann gjörsamlega agndofa.
Núna toppaði ríkisstjórn vinstri-
manna sig algjörlega í aumingjaskap
með því að ætla að rústa því frábæra
starfi sem unnið er á líknardeild
Landakots. Það er ráðherra heil-
brigðismála og þá ríkisstjórnin sem
ber ábyrgð á svona málum. Það
sagði m.a. Sighvatur, fyrrverandi
ráðherra, í sjónvarpinu. Eiga aldr-
aðir sjúklingar ekki rétt á að fá
bestu og þægilegustu meðferð sem
þjóðin getur veitt þeim þegar leiðin
styttist?
Ég kynntist starfi líknardeildar
Landakots fyrir rúmlega þremur ár-
um þegar móðir mín dvaldi þar
hinstu daga lífs síns. Ævinlega á ég
eftir að vera þakklátur því frábæra
starfsfólki sem þar starfaði, sem af
góðmennsku og fagmennsku líknaði
móður minni meðan á dvöl hennar á
Landakoti stóð og gerði okkur að-
standendum lífið léttbærara á þess-
um erfiðu tímum.
Ekkert getur réttlætt það að ann-
að veikt eldra fólk og aðstandendur
þess eigi ekki að fá sömu meðferð og
móðir mín og mínir fengu.
Ég óska eftir því að Jóhanna
„finni“ peningana sem hún var að
gefa Háskólanum annars staðar en í
heilbrigðiskerfinu.
EINAR PÉTURSSON,
Hófgerði, Kópavogi.
Landakot
Frá Einari Péturssyni
– meira fyrir áskrifendur
Fáðu þér áskrift á
mbl.is/askrift
Í jólablaðinu í ár komum við víða við, heimsækjum
fjölda fólks og verðum með fullt af spennandi efni
fyrir alla aldurshópa.
Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16
mánudaginn 21. nóvember.
Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105, kata@mbl.is
Meðal efnis verður :
Uppáhalds jólauppskriftirnar.
Uppskriftir að ýmsu góðgæti til að borða á aðventu og
jólum.
Villibráð.
Hefðbundnir jólaréttir og jólamatur.
Smákökur.
Eftirréttir.
Jólakonfekt.
Grænmetisréttir og einnig réttir fyrir þá sem hafa
hollustuna í huga þegar jólin ganga í garð.
Jólasiðir og jólamatur í útlöndum
Jólabjór og vínin.
Gjafapakkningar.
Tónlistarviðburðir, söfn, kirkjur á aðventu
og í kringum jólahátíðina.
Kerti og aðventukransar.
Jólagjafir
Heimagerð jólakort.
Jólaföndur.
Jólabækur og jólatónlist.
Jólaundirbúningur með börnunum.
Margar skemmtilegar greinar
sem tengjast þessari hátíð ljóss og friðar.
Ásamt fullt af öðru spennandi efni.
JÓLABLAÐIÐ
Morgunblaðið gefur út stór-
glæsilegt jólablað laugardaginn
26. nóvember 2011