Morgunblaðið - 18.10.2011, Page 22

Morgunblaðið - 18.10.2011, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2011 ✝ Adolf L. Steins-son fæddist í Ólafsvík 1. sept- ember 1942. Hann andaðist á Heil- brigðisstofnun Vesturlands á Akranesi 7. október 2011. Foreldrar hans voru Steinn Sig- urgeir Kristjánsson, f. 13.8. 1912, d. 11.5. 1988, frá Ólafsvík og Dagbjört Nanna Jónsdóttir, f. 15.4. 1913, d. 18.12. 1987, frá Arnarbæli á Fellsströnd. Adolf var kvæntur Álfheiði Erlu Þórðardóttur, f. 24.5. 1946, d. 22.10. 2000. Systk- ini Adolfs eru: Eygló Guðmunda Steinsdóttir, f. 15.9. 1936, d. 19.11. 2005, gift Jóni Auðuni Vig- gósyni, f. 4.9. 1938; Halla Bryndís 1997; c) Arna Berg, f. 10.8. 2000. Adolf ólst upp í Ólafsvík, byrjaði mjög snemma að vinna líkt og tíðkaðist þá og var gerður að landformanni 17 ára gamall. Hann starfaði sem sjómaður fram til ársins 1970 en hóf þá störf í lögreglu og starfaði sem lögreglumaður til ársins 2006 er hann fór á eftirlaun. Hann starf- aði lengst af sem lögreglumað- ur/varðstjóri í Ólafsvík en frá árinu 2000 hjá lögreglunni í Reykjavík. Adolf og Erla giftu sig 3. desember 1966 og bjuggu lengst af í Ólafsvík en fluttu til Reykjavíkur um aldamótin vegna veikinda Erlu. Adolf bjó á Akranesi síðustu fjögur ár ævi sinnar. Hann var í sambandi með Hansínu Jónu Traustadóttur þegar hann lést. Útför Adolfs verður gerð frá Háteigskirkju í dag, 18. október 2011, og hefst athöfnin klukkan 15. Steinsdóttir, f. 22.10. 1937, gift Birgi Jónssyni, f. 11.8. 1935, d. 25.9. 2011; Nína Breið- fjörð Steinsdóttir, f. 9.2. 1951, í sambúð með Smára Vil- hjálmssyni. Börn Adolfs og Erlu eru: 1) Ólafur Guðmundur, f. 18.10. 1967. Fyrr- verandi eiginkona Ólafs var Hrafnhildur Jónsdóttir, f. 12.7. 1968. Börn: a) Svandís Erla, f. 22.9. 1991, er í sambúð með Andra Má Jóhannssyni, b) Arnar Steinn, f. 19.7. 1995. 2) Steinar Dagur, f. 25.1. 1970, kvæntur Hafrúnu Jóhannesdóttur, f. 15.8. 1970. Börn: a) Alexandra Berg, f. 5.9. 1991; b) Stefanía Berg, f. 6.7. Elsku pabbi og tengdapabbi. Þá er komið að kveðjustund. Allt of fljótt. Eftir stendur sökn- uður og minningar, í þessari röð. Saman vinnum við fjölskyldan úr sorginni og minningarnar munu lifa með okkur. Sögugleðin var einstök, ákefðin, vinnusemin og hlýjan. Alltaf stutt í brosið og hnyttin svör. Við vitum að þú munt vaka yfir fjölskyldunni áfram. Færðu mömmu/tengdamömmu ástar- kveðju okkar. Við viljum kveðja þig með sálminum sem var henni svo kær. Hvíl í friði. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Steinar og Hafrún. Elsku afi okkar, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman, það er skrítið að hugsa til þess að þær geti ekki orðið fleiri. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar ömmu í Ólafsvík og það verður skrítið að kíkja ekki í heimsókn á Jaðarsbrautina og horfa á fótbolta með þér. Þú varst alltaf svo glaður og það var svo gaman að tala við þig. Við eigum eftir að sakna þín svo mikið að það eru fá orð sem lýsa því. En nú vitum við að þú ert kominn á betri stað, kominn til ömmu. Við vitum að þið eigið eftir að líta eftir okkur og hjálpa okkur í gegnum erfiðustu tímana. Við erum svo glaðar að hafa fengið að kynnast þér, elsku afi. Við elskum þig og munum alltaf minnast þín. Alexandra, Stefanía og Arna. Öll við færum, elsku vinur, ástar þökk á kveðjustund. Gleði veitir grátnu hjarta. guðleg von um eftirfund. Drottinn Jesú, sólin sanna, sigrað hefur dauða og gröf. Að hafa átt þig ætíð verður, okkur dýrmæt lífsins gjöf. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Í dag kveð ég yndislega bróður minn sem var mér svo kær. Hann lést langt um aldur fram. Vilja- styrkur hans var ótrúlegur en aldrei heyrði maður hann kvarta eða sýna einhverja uppgjöf. Addi bróðir minn var einstaklega vel gerður maður, vinsæll og skemmtilegur, hvort sem var í einkalífi eða starfi. Hann var lög- regluþjónn í Ólafsvík í mörg ár og það hefur örugglega stundum verið erfitt starf í svona litlu þorpi þar sem allir þekkja alla. Ég bjó hjá Adda og Erlu fyrir vestan um tíma og þau sýndu mér ekkert nema góðmennsku og þolinmæði. Svo kom ég alltaf vestur í öllum fríum og var þá til skiptis hjá þeim eða mömmu og pabba. Þannig var ég meira og minna inni á heimili hans og mágkonu minnar í gegn- um árin og fannst mér þetta vera mitt annað heimili. Synir þeirra tveir eru mér mjög kærir enda frábærir í alla staði. Árið 2000 þá flytja þau hjónin síðan í bæinn og þá nánast hitt- umst við á hverjum degi. Addi fer að starfa sem lögregluþjónn í Mosfellsbæ og líkaði það mjög vel. Þar kynntist hann góðum félögum í löggunni. Á þessum tíma var mágkona mín búin að vera veik í nokkur ár. Erla lést þá um haustið og var það mikill harmur fyrir feðgana og fjölskylduna alla. Það hefur alltaf verið mikill samgang- ur á milli okkar systkinanna. Við í þessari fjölskyldu höfum alla tíð haft mikinn áhuga á mat og höfum gaman af að hittast og borða sam- an. Þá var mikið hlegið og reyttir af sér brandararnir. Addi sá yf- irleitt um að baka Dæjubrauð sem okkur þykir öllum mjög gott. Ekki má heldur gleyma okkar frægu hrossakjötsveislum en þá var borðað á sig gat svo allir lágu flatir á eftir. Addi hafði mikið jafnaðargeð og þurfti mikið til að reita hann til reiði. Ég held ég hafi tvisvar um ævina séð hann virkilega reiðan. Hann var mjög bónþægur og það var nánast sama hvað maður bað hann um, hann reyndi alltaf að hjálpa manni ef hann gat. Hann hafði mikinn áhuga á hvers konar veiðiskap enda alinn upp við það frá blautu barnsbeini. Hann hafði gaman af öllum íþróttum en fylgd- ist sérstaklega með knattspyrnu og það var harðbannað að hringja þegar enski boltinn var í sjónvarp- inu enda var það heilög stund fyrir honum. Kæri bróðir. Það verða vonandi endurfundir hjá ykkur pabba þar sem þið getið horft saman á fót- boltann og svo ertu örugglega bú- inn að hitta Erlu þína, mömmu, Eygló systur og alla hina sem voru þér kærir. Með söknuði og þakk- læti fyrir árin okkar saman kveð ég þig nú. Ég óska þér góðrar ferð- ar. Þín litla systir, Nína. Kveðja frá Smára, Hildi Ýr og Kolla vini þínum. Nína Breiðfjörð Steinsdóttir. Elsku Addi. Við andlátsfregn þína, allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn, tjáð var í bænunum mínum, en Guð vildi fá þig, og hafa með englunum sínum. Við getum ei breytt því sem frelsarinn hefur að segja. Um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð, við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár, og erfitt er við hana að una. Við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna, að Guð hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú, að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért, og horfin ert burt þessum heimi. Ég minningu þína, þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína, ég bið síðan Guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir.) Ég veit satt að segja ekki hvar er best að byrja því minningarnar eru svo margar, Holtabrúnin, Ólafsbrautin, þú að sækja mig og mömmu í rútuna, ormadallurinn í bílskúrnum, hesthúsin, jólin, bát- urinn, besti steikti fiskur í heimi og svona gæti ég haldið lengi áfram en ég læt nægja hér að þakka þér fyrir að vera mér besti frændi í heimi og brosi því ég veit að þín bíður hópur af góðu fólki hinumegin sem þú hefur saknað (þú knúsar þau frá mér). Ég passa líka að segja Nínu litlu sögur af Adda frænda, sem gat allt, og er ég svo glöð að þið hafið náð að hittast og að eiga svona fallegar myndir af ykkur saman. Allri fjölskyldunni votta ég samúð mína og þá sér í lagi Óla, Steinari og þeirra fjölskyldum og einnig Hönnu því hún missti svo góðan vin. Góða ferð frændi! Kveðja, Guðrún Dagný, Engilbert og Nína Magnea. Kær vinur og félagi er fallinn frá eftir hetjulega og snarpa við- ureign við illkynja mein. Kynni okkar við Adda og Erlu hófust í ársbyrjun 1975 þegar við flutt- umst vestur í Ólafsvík. Kynni sem þróuðust fljótt í góða og trausta vináttu. Í Ólafsvík áttum við langt og farsælt samstarf, hann sem lögregluvarðstjóri og ég sem hér- aðslæknir. Saman fórum við í margar erfiðar sjúkravitjanir og sjúkraflutninga, oft að vetrarlagi við afspyrnu erfið veðurskilyrði. Í þessu samstarfi var Addi traustur sem klettur, samviskusamur og úrræðagóður. Adddi var mikill veiðimaður. Með honum fórum við í margar laxveiðiferðir og oftast í Hauka- dalsá í Dölum. Þá voru fjölskyld- urnar með, bæði eiginkonur og börn. Í þessum ferðum urðu kynnin enn nánari. Góð kynni og vinátta varð einnig hjá börnum okkar Edda og Guffu með þeim bræðrum Óla og Steinari. Addi kynnti mig fyrir skotveiði og oft fórum við saman til rjúpna upp við rætur Snæfellsjökuls. Ég kynnti Adda fyrir badmintoníþróttinni og saman lékum við badminton í allmörg ár með góðum vinum, báðum til mikillar ánægju. Addi missti Erlu sína árið 2000 eftir erfið veikindi í sjö ár. Erla féll frá í blóma lífsins aðeins 54 ára gömul. Addi missti mikið þegar Erla féll frá, en Erla var sterkur og heilsteyptur persónuleiki. Upp á Akranes flutti Addi fyrir nokkrum árum og naut þar dag- legra samvista við Óla og Steinar. Síðustu árin höfum við Addi og Óli ásamt nokkrum vinum borðað saman skötu á Þorláksmessu. Skötuna borðum við ekki oftar saman í þessu jarðlífi, en tækifæri mun gefast á ný þegar við hitt- umst á nýjum stað. Við erum afar þakklát fyrir þessar ánægjulegu samveru- stundir í gegnum árin. Það er bjart yfir minningu okkar um góð- an dreng. Elsku Óli og Steinar. Við vott- um ykkur og fjölskyldum ykkar okkar dýpstu samúðarkveðjur og megi minningin um góðan föður sefa sorg ykkar. Kæri vinur, Addi. Hvíl í friði. Kristófer Þorleifsson og Sigríður Magnúsdóttir. Nú er fallinn frá góður dreng- ur vinur og félagi, Adolf L. Steinsson lögregluþjónn. Mig langar til þess að minnast hans í nokkrum orðum, sem á engan hátt geta lýst þessum öðlingi full- komlega. Leiðir okkar Adolfs lágu sam- an árið 2000 er hann kom inn á skrifstofu til mín á lögreglustöð- inni í Mosfellsbæ. Þar settist hann niður gegnt mér, kynnti sig og sagðist vera fyrrverandi lög- regluþjónn úr Ólafsvík. Hann hefði sótt um stöðu hjá embætti lögreglustjórans í Reykjavík, og samkvæmt ábendingu félaga síns Gunnleifs lögreglufulltrúa hefði hann sótt sérstaklega um stöðu í Mosfellsbæ. Gunnleifur hafði sagt honum að Hörður væri alveg mátulega kærulaus svo okkur mundi því lynda vel. Þetta fannst mér alveg frábært og að þarna var maður sem talaði hreint út. Ég bauð Adolf velkominn en sagðist ekki mundu kalla hann Adolf eða Adda hér gengi hann undir nafninu Dolli. Hann hló bara og sagðist ganga að þessum skilmála mínum. Eftir þetta var Adolf alltaf Dolli. Við ræddum saman lengi vel og þar kom fram að báðir höfðum við aðeins migið í saltan sjó og ekki spillti það fyrir. Ég verð að segja það að ég hef aldrei séð eftir þessari aukningu í annars frábæran hóp starfs- manna stöðvarinnar. Dolli reynd- ist drengur góður samkvæmur sjálfum sér og sífelldur sprellari. Persónulega var Dolli mér mikill gleðigjafi og á einhvern hátt þá kallaði hann fram hjá mér þörf til að hnoða saman vísum sem urðu talsvert margar og um hin ýmsu tilvik honum tengd. Ósjaldan skellti hann saman deigi í vöfflur og þá var nú fjör. Hann eldaði æði oft ofan í okkur hafragraut og fleira matarkyns og má sem dæmi nefna sviðaveislu sem hann sló upp. Það má segja að hann hafi verið hálfgerð mamma okk- ar, því þegar hann var á vakt svalt enginn. Dolli vann hug og hjörtu þeirra sem kynntust honum og varð mjög vinsæll enda hnyttinn í orðum og athöfnum. Við sem störfuðum á stöðinni þennan tíma vorum allir á einu máli um það að sætta aðila, sem deildu, ef nokkur kostur var fyrir hendi, í stað þess að skrifa einhver ósköp af skýrslum. Þarna féll Dolli vel í hópinn með sína glettni sem hann gat séð í hinum ótal útköllum og atvikum. Hann sá, og mat einnig alvarleika útkallsins og að ekki var glettnin alltaf við hæfi. Dolli var frábær starfsfélagi en númer eitt traustur vinur. Ég hefði vilj- að kynnast honum fyrr en svona er lífið. Ég naut til fulls samveru- stunda okkar og kveð Adolf með miklum söknuði. Í andrá er burtu allt tekið hvert andartak runnið á braut Þar sem áður fyrr ólgaði þrekið undan sjúkdómi að endingu þraut Margt eftir í minningu geymist því mörg var sú ánægjustund með glettni sem aldrei gleymist hann gladdi og létti manns lund Ég vil því nú kveðja vin minn kæra sem vikinn er af lífsins braut fátækar þakkir honum færa fyrir þá gleði sem ég naut Ég vil votta öllum aðstandend- um Adolfs mína dýpstu samúð vegna fráfalls hans. Guð blessi ykkur öll. Hörður Jóhannesson. Leiðir okkar Adda lágu saman þegar við byggðum okkur hús og fórum að aðstoða hvor annar við steypuvinnuna. Alltaf var stutt í glettnina og galsann hjá þér. Það var smitandi. Eftir að þú fórst í ævistarfið þitt sem lögreglumaður varst þú tíður gestur á bryggjunni til að frétta að aflabrögðum. Oft hittumst við þá og gengu þá brandararnir á milli okkar. Þegar þannig stóð á að maður fékk far með þér í lögreglubílnum af bryggjunni og heim. Í einni af þeim ferðum kom til tals á milli okkar að ég ætti að koma í lögguna. Nokkur ár liðu og ég lét tilleið- ast Það sem hafði mest áhrif á mig að fara í starfið var þessi léttleiki yfir þér. Maður kom aldrei að tómum kofum er það varðaði og alltaf á hverri vakt komu upp ein- hver atvik sem þú gast gert að einhverju gríni. Ég minnist orða móður þinnar hennar Dæju, þegar hún sagði þið eruð svo líkir að þið gætuð alveg verið bræður. Eruð með sama húmorinn og taktana. Það var nokkuð til í því. Við vorum í takt. Við eignuðumst trillu saman. Komum oft í land með góðan afla. Ég minnist eins skiptis þegar við komum úr róðri, fiskuðum lít- ið. Þú horfðir á mig í glettni og raulaðir úr lagi Bubba ekki benda á mig segir varðstjórinn. Við lentum oft í kröppum dansi í starfinu. Oftar en ekki lempaðir þú málin á vettvangi frekar en að nýta þér vald lögreglumannsins. En það brást sjaldan að þú kæmir með einhverja glettni að máli loknu. Sennilega hefur það verið þín aðferð til að komast yfir ýmsar erfiðar stundir í starfinu. Ég lærði það. Vert er að minnast á vöfflu- kvöldin sem þú stóðst fyrir. Hringdir í félagana og þeim boðið í vöfflur áður en hasarinn byrjar eins og þú orðaðir það. Við vorum stofnfélagar í Lions- klúbbi Ólafsvíkur á sínum tíma og vorum félagar þar í 20 ár. Skemmst er að minnast þess þegar við vorum settir saman í að vera uppistandarar eins og það er kallað, á einni árshátíð Klúbbsins. Fyrirmyndin var einhver sjón- varpsþáttur þar sem þáttastjórn- andi sat við borð drakk viskí og sagði brandara. Gerðum samkomulag um að segja ekki hvor öðrum nema hluta af því sem við vorum að hnoða saman. Auðvitað slógum við í gegn. Síðar flutti ég í bæinn og þú síð- ar vegna veikinda Erlu þinnar. Lentum saman í lögreglunni þar. Þú í Mosó og ég í Grafarvoginum. Það var stutt á milli okkar. Þú hélst uppteknum hætti og bauðst í vöfflukaffi og oftar en ekki kom öll umferðardeildin og brandararnir fuku. Eftir að þú hættir störfum vor- um við í reglubundnu sambandi í síma. Hittumst samt ekki nægi- lega oft. Svo kom áfallið, veikindin. Þú varst samt bjartsýnn og lést eng- an bilbug á þér finna. Þegar ég frétti það hafði ég samband. Þú gerðir bara grín að veikindunum. Ég gæti endalaust sagt frá at- vikum þar sem þú léttir mína lund og fleiri. Af nógu er að taka. Mig tók sárt þegar ég heimsótti þig á sjúkrahúsinu uppi á Skaga þar sem þú eyddir síðustu stund- um þínum. Ég bara sakna þín, svo einfalt er það. Við hjónin sendum Óla og Steinari og börnum ykkar samúð- arkveðjur. Guðlaugur Wíum Hansson. Adolf L. Steinsson HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, TORFI SIGTRYGGSSON framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja, Faxastíg 6b, Vestmannaeyjum, lést á sjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 12. október. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 24. október kl. 13.30. Hólmfríður Jónsdóttir, Guðrún Torfadóttir, Tryggvi A. Guðmundsson, Kristinn Már Torfason, Sunna Vilborg Jónsdóttir, Védís Elfa Torfadóttir, Helgi Ingimarsson, Árni Kár Torfason Eva Hrund Einarsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐBJÖRG KRISTJANA GUÐMUNDSDÓTTIR, Fannafold 3, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtu- daginn 13. október. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 26. október kl. 13.00. Jón Ásgeirsson, Kristján Jónsson, Kristjana Sæunn Ólafsdóttir, Hörður Jónsson, Ólína Klara Jóhannsdóttir, Már Jónsson, Málfríður Jónsdóttir, Sveinlaugur Kristjánsson, Þórunn Jónsdóttir, Hermann Alfreðsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.