Morgunblaðið - 18.10.2011, Side 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2011
Höfundar nýrrar
og viðamikillar
ævisögu um hol-
lenska listmál-
arann Vincent
van Gogh halda
því fram að mál-
arinn hafi ekki
framið sjálfs-
morð árið 1890,
eins og talið hef-
ur verið, heldur
hafi hann orðið fyrir voðaskoti
tveggja drengja sem voru með bilað
skotvopn. Samkvæmt BBC komust
höfundarnir, Steven Naifeh og
Gregory White Smith, að þeirri nið-
urstöðu eftir að hafa unnið að bók-
inni í meira en tíu ár, með aðstoð
fjölda þýðenda og rannsakenda.
Segja þeir van Gogh hafa viljað
vernda drengina og því hafi hann
sagst hafa skotið sig, en hann lést
skömmu síðar sökum blæðingar.
Sérfræðingar við Van Gogh-
safnið í Hollandi segjast ekki sann-
færðir um þessa söguskoðun
Segja van
Gogh hafa
verið skotinn
Sjálfsmynd
eftir van Gogh.
Björn Bergsson
flytur í dag,
þriðjudag, fyr-
irlestur um ís-
lenska tréskurð-
arlist í
Þjóðminjasafni
Íslands. Fyrir-
lesturinn hefst
klukkan 12.05 í
fyrirlestrarsal
safnsins og er í
tengslum við sýningar á íslenskum
útskurði sem stendur þar yfir.
Í fyrirlestrinum fer Björn stutt-
lega yfir sögu íslensks tréskurðar
frá landnámi og tengir hann við
það sem var að gerast í Noregi og á
meginlandi Evrópu á sama tíma.
Aðaláherslu leggur hann þó á tré-
skurð við lok 19. aldar og allt til
dagsins í dag.
Björn Bergsson er ritari Félags
áhugamanna um tréskurð og kenn-
ir félagsfræði við Menntaskólann
við Hamrahlíð. Hann hefur sjálfur
lagt stund á myndskurð.
Fjallar um
þróun tré-
skurðarlistar
Björn
Bergsson
Þrettánda vefuppboð Gallerís
Foldar hófst um helgina á
vefnum www.uppbod.is.
Á uppboðinu eru 36 tvívíð
verk, teikningar, þrykk og mál-
verk. Nokkur verkanna eru
eftir suma þekktustu lista-
menn 20. aldar, þar á meðal
Þorvald Skúlason, Nínu
Tryggvadóttur, Kristínu Jóns-
dóttur og Jóhannes Kjarval.
Einnig eru boðin upp verk eftir
Hring Jóhannesson, Jón Þorleifsson, Tolla, Eirík
Smith, Sigurð Sigurðsson, Jón Engilberts, Bene-
dikt Gunnarsson og fleiri.
Uppboðinu lýkur eftir viku, mánudaginn 24.
október næstkomandi.
Myndlist
Fjölbreytileg
verk á vefuppboði
Uppstilling eftir
Jón Þorleifsson.
Pétur H. Ármannsson arkitekt
flytur í dag, þriðjudag kl. 20.00,
fyrirlestur í Hönnunarsafni Ís-
lands við Garðatorg í Garðabæ.
Í fyrirlestrinum fjallar Pétur
um byggingarlist þar í bænum
og er þetta fyrsti fyrirlesturinn
í röð sem safnið stendur að og
kallast Áratugir í íslenskri
hönnunarsögu.
Á 7. áratug síðustu aldar risu
í nýjum hverfum í Garðahreppi
framúrstefnuleg einbýlishús sem þóttu og þykja
enn tíðindum sækja í íslenskum arkitektúr. Áhrif
frá bandarískum nútímaarkitektúr voru áberandi
á þessu tímabili. Í fyrirlestrinum fjallar Pétur um
þetta merka skeið í íslenskri byggingarlist.
Húsagerðarlist
Fjallar um tíma-
mótahús í Garðabæ
Pétur H.
Ármannsson
Leikhópurinn Aldrei óstelandi
efnir um næstu helgi til
tveggja lokasýninga á leikrit-
inu Fjalla-Eyvindi eftir Jó-
hann Sigurjónsson í leikhús-
inu Norðurpólnum á
Seltjarnarnesi. Sýningarnar
verða 22. og 23. október og
hefjast klukkan 20.00.
Leikritið var sýnt 30 sinn-
um í Norðurpólnum síðasta
vetur og þrisvar á Akureyri og
hlaut afar góða dóma. Sýningin fékk tvær tilnefn-
ingar til Grímuverðlauna. Leikarar eru Edda
Björg Eyjólfsdóttir, Guðmundur Ingi Þorvalds-
son, Bjartur Guðmundsson og Valdimar Örn Fly-
genring. Leikstjóri er Marta Nordal.
Leiklist
Fjalla-Eyvindur
í Norðurpólinn
Úr sýningunni á
Fjalla-Eyvindi.
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
„Það var ótrúleg aðsókn um helgina,“
segir Halldór Guðmundsson, verk-
efnisstjóri Sögueyjunnar Íslands, en
á sunnudag lauk bókastefnunni í
Frankfurt þar sem Ísland var heið-
ursgestur. „Mér var sagt að bara á
laugardaginn hefðu komið 70 þúsund
gestir, sem er aðeins meira en í fyrra.
Þar af er reiknað með að að minnsta
kosti helmingurinn hafi komið í ís-
lenska skálann. Umfjöllunin var gríð-
arleg, þýsku blöðin tala um að þetta
hafi verið öflugasta kynning á gesta-
landi í manna minnum. Tilgangurinn
var að vekja athygli á okkar bókum
og ég held að það hafi tekist.“
Hann segir gaman hversu mikil að-
sókn var á viðburði sem staðið var
fyrir. „Um helgina stóðu þrjú til fjög-
ur hundruð manns eða sátu á gólfinu,
fyrir utan þau tvö hundruð sem voru í
sætum.“
Helgin hratt af stað
„Helgin var allt öðruvísi en dag-
arnir á undan,“ segir Helga Thors,
viðburðastjóri Saga Film, sem hafði
umsjón með íslenska skálanum á
bókastefnunni í Frankfurt.
„Þegar hópurinn kom á laugar-
dagsmorgni þá umbreyttist allt. Þá
voru fagaðilarnir farnir heim og al-
menningur streymdi inn, margir í
búningi af því að þá var ókeypis inn.
Það var því skrípófólk út um allt,“
segir hún og hlær.
„Helgin fór hratt af stað, það var
allt troðfullt á laugardagsmorgninum
og á tímabili var ég að spá í að hleypa
inn í salinn í hollum, af því ég var
hrædd um að annars yrði of mikill
troðningur, en öryggisverðir sögðu
að það væri óþarfi.“
Á sunnudaginn segir Helga
að hafi verið aðeins minni ör-
tröð en þau bjuggust við, en
dagskráin hafi gengið vel.
„Við afhentum Nýja-
Sjálandi keflið í gær í mikilli
athöfn, þar sem nefnd
þeirra steig máradans á
sviðinu, stappaði og
klappaði. Mér
skilst dansinn sé
alltaf stiginn
þegar Márar
vinna land.“
Skrípófólk út um allt
Ljósmynd/Þorsteinn J.
Keflið afhent Halldór Guðmundsson, verkefnisstjóri Sögueyjunnar Íslands, afhenti fulltrúum Nýja-Sjálands keflið.
grundvallar því þindarlausa kapp-
hlaupi sem þreytt var vegna peninga
og gagnsýrði þjóðarsálina og blind-
aði stjórnendur landsins.
Á sýningunni má sjá risastóra
innsetningu þar sem risastórt báts-
form er strengt upp í loft salarins
með segldúkum en formið er síðan
lýst upp svo úr verður trúarlega
uppljómað, upphafið og svolítið
draugalegt minnismerki um útrás-
ina margfrægu. Innsetningin inni-
heldur einnig myndbönd sem varpað
er upp á innkeyrsludyr í sýning-
arsalnum og tekin eru á sjó fyrir ut-
an Reykjavík. Myndböndin eru
táknræn fyrir hvernig atburðirnir
áttu sér stað á vissan hátt fyrir utan
samfélagið um leið og þau vísa á
kaldhæðinn hátt í það hvernig
bankaútvegurinn var borinn saman
við undirstöðuatvinnugrein á borð
við sjávarútveg. Þetta ásamt öllu
ljóðræna og sjávartengda táknmál-
inu sem haft er um efnahags- og
mannlífið, sbr. þjóðarskúta, strand
eða byr í segl, gefur sýningargest-
inum færi á að melta þessi mál um
stund í táknrænni umgjörð Hafn-
arhússins.
Ótalið er þá hljóðverk sem spilað
er inni í verkinu þar sem heyra má
Titill sýning Óskar Vil-hjálmsdóttur Tígris-dýrasmjör vísar sam-kvæmt stuttum texta í
sýningaryfirlitsskrá safnsins í atriði
bókarinnar Litli svarti Sambó þar
sem tígrisdýrin hlupu af græðgi svo
hratt í kringum tréð sem Simbi hafði
forðað sér í að þau breyttust í smjör.
Hér er Ósk að vísa í efnahagshrunið
á Íslandi og þá firringu sem lá til
hraðan andardrátt þess sem hleypur
og hleypur, líklega í hringi eins og
tígrisdýrin í sögunni. Þetta þind-
arlausa hlaup passar við fyrstu sýn
ekki alveg inn í strandaða skips-
myndina og gefur því tilfinningu fyr-
ir því að listakonan sé ekki aðeins að
gagnrýna fortíðina heldur megi lesa
sýninguna sem ádeilu á samtímann
og gullkálfurinn sem nú sé hlaupið í
kringum sé hin strandaða og upp-
ljómaða þjóðarskúta.
Ósk Vilhjálmsdóttir myndlist-
armaður hefur verið ötul við að taka
þátt í þjóðfélagslegri umræðu og
notar myndlistina sem mikilvægan
miðil til að draga fram atriði, spyrja
spurninga eða gagnrýna. Verkið á
sýningunni virkar formrænt sterkt
en skírskotanirnar eru kannski um
leið of víðar eða almennar til að ná
að vera raunverulegt innlegg í lif-
andi umræðu og líkjast því meira
tragískum ljóðrænum eftirmælum.
Þjóðarskútan uppljómuð
Morgunblaðið/Eggert
Ósk Vilhjálmsdóttir á sýningunni „ ... úr verður trúarlega uppljómað, upp-
hafið og svolítið draugalegt minnismerki um útrásina margfrægu.“
Tígrisdýrasmjör
bbbmn
Ósk Vilhjálmsdóttir - blönduð tækni. Í
Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Sýn-
ingin stendur til 1. janúar 2012. Opið alla
daga kl. 10-17, á fimmtudögum kl. 10-20.
ÞÓRA ÞÓRISDÓTTIR
MYNDLIST
Kvöldið endaði svo á
því að Rich bað fólk
um að senda sér smáskila-
boð ef það vildi fá tónlist
hans frítt.30
»
„Ég heyrði í allflestum útgefendum og þeir létu vel af sér,“ segir Krist-
ján B. Jónasson, formaður Félags bókaútgefenda. „Það barst mikið af
heillaóskum, einkum frá Norðurlöndum þar sem framganga Ís-
lands vakti mikla athygli.“
Hann segir að margar fyrirspurnir hafi borist frá löndum,
sem ekki hafi áður sýnt íslenskum bókmenntum mikinn
áhuga, einkum Austur-Evrópu og Asíu. „Hvað Þjóðverja varð-
ar er horft til frekara samstarfs við þá sem gefið hafa út ís-
lenska höfunda. Og það eru allir í skýjunum með hvernig til
tókst.“
Allir í skýjunum
ÁHUGI FRÁ ASÍU OG AUSTUR-EVRÓPU
70 þúsund á
laugardag – Nýsjá-
lendingar stigu dans
Kristján B.
Jónasson