Morgunblaðið - 18.10.2011, Síða 29

Morgunblaðið - 18.10.2011, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2011 Hætt er við því að þeir semlesa bók JóhannsHaukssonar í þeim til-gangi að lesa um ný spillingarmál í íslensku samfélagi verði fyrir vonbrigðum. Bókin af- hjúpar ekki neinn nýjan sannleik, en þar er fjallað um nokkur mál sem hafa á síðustu árum verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Jóhann hefur í mörg ár starfað sem blaðamaður, en hann er einnig menntaður í félagsfræði og í bókinni fá kenningar í félagsvísindum mikið rúm. Jóhann fléttar síðan ýmis um- deild mál á innlendum vettvangi saman við gamlar og nýjar kenn- ingar í félagsvísindum. Hann fer vítt og breitt í umfjöllun sinni og vitnar í fjölbreyttar heimildar, allt frá Háva- málum til kenninga Svans Kristjáns- sonar og eru þá ótaldir margir er- lendir fræðimenn. Oft saknar maður þess að Jóhann fari ekki dýpra í einstök mál og stundum verður tilhneiging hans til að vísa fram og aftur í tímann til þess að bókin verður nokkuð sund- urlaus. Þegar líður á bókina minnir hún talsvert á greinasafn enda fer hann þar að lýsa skoðunum sínum á ýmsum málum, sjávarútvegsmálum, einkavæðingu, fjárfestingum Orku- veitunnar og fleiri málum. Athyglisverðasti kafli bókarinnar er um tilraunir kaupahéðna til að komast yfir orkufyrirtækin, en það mál sýnir vel í hvaða ógöngur stjórn- málamenn geta ratað þegar þeir fara að véla um mál við fjár- glæframenn á leynifundum án þess að þeir hafi hugsað út í að þeir gætu verið komnir inn á grátt svæði. Tæp- lega þarf neinn að velkjast í vafa um að tengsl eru milli þessa máls og hárra fjárframlaga til kosningabar- áttu stjórnmálaflokka og einstakra stjórnmálamanna. Jóhann gerir hins vegar enga tilraun til að kafa dýpra ofan í þetta mál en hægt er að gera með því að lesa opinberar skýrslur frá rannsóknarnefnd Alþingis, Reykjavíkurborg og Ríkisendur- skoðun, en samantektin er ágæt. Kaflinn um pólitískar ráðningar ber keim af því að Jóhann telur að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn- arflokkur séu fyrst og fremst þeir flokkar sem stundi pólitískar ráðn- ingar. Ekki er t.d. minnst einu orði á að hálfur þingflokkur Alþýðuflokks- ins, sem kosinn var á þing 1991, var síðar ráðinn í sendiherrastöður og forstjórastöður hjá ríkinu. Jóhann ver drjúgu plássi í bókinni í að rifja upp ýmis umdeild mál sem tengjast Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki, en um núverandi stjórnarflokka seg- ir hann að þeir „virðast sjá sig til- neydda til þess að beita aðferðum pólitískra andstæðinga við fram- gang stefnumála sinna“. Sem sagt, stjórnarflokkarnir eru að reyna að koma góðum málum í höfn og „neyð- ast“ því til að beita til þess sömu brögðum og hinir. Þetta er dálítið barnaleg framsetning. Það er án efa rétt hjá Jóhanni að þjóðin lokaði augum fyrir spilling- unni fyrir hrun og að stjórn- málamenn lögðu ekki neina sérstaka áherslu á að setja reglur sem fallnar væru til að draga úr hættu á spill- ingu. Þjóðin vildi trúa því að hér væri allt gott og allt gengi vel. Hrun- ið hefur neytt þjóðina til að horfast í augu við að hér fór margt úrskeiðis og stjórnmál og viðskipti voru farin að vefjast saman með óeðlilegum hætti. Það er jákvætt að menn eins og Jóhann reyni að varpa ljósi á þessi mál, en hætt er við margir les- endur hefðu viljað sjá aðeins meira kjöt á beinunum og minna af fé- lagsfræði. Nokkrar kenningar um spillingu Þræðir valdsins bbnnn eftir Jóhann Hauksson. Veröld. Reykjavík, 2011. 180 bls. EGILL ÓLAFSSON BÆKUR Félagsfræði Í bók Jóhanns Haukssonar, Þræðir valdsins, fjallar Jóhann um nokkur mál sem hafa á síðustu árum verið mikið til umfjöllunar í fjöl- miðlum, en afhjúpar ekki neinn nýjan sannleik. Í gær var opnuð í Bergen í Noregi sýning á ljósmyndum Ragnars Ax- elssonar, RAX, ljósmyndara á Morgunblaðinu. Sýningin er í sýn- ingarrými er kallast Chagall og sýnir Ragnar þar 53 ljósmyndir frá Grænlandi og Kanada, allt verk sem voru á sýningunni Veiðimenn norðursins í Gerðarsafni í vetur sem leið og eru í samnefndri bók með verkum hans sem gefin var út í Englandi og í Þýskalandi og er væntanleg í fleiri löndum. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Bergen, BIFF, hefst á morgun og verða sýndar um 170 kvikmyndir, og þar á meðal 90 mínútna löng heimildarkvikmynd Saga-film, Last Days of the Arctic, sem fjallar um Ragnar og heimildaskráningu hans á norðurslóð. Eftir sýninguna mun Ragnar sitja fyrir svörum. Í tengls- um við sýningu kvikmyndarinnar og sýningarinnar á ljósmyndum Ragnars verður einnig efnt til „masterclass“ með honum í Bergen, með stuðningi Leica-myndavéla- framleiðandans, þar sem Ragnar fjallar um myndheiminn og feril sinn. Verk Ragnars í Bergen Morgunblaðið/Kristinn Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson við eitt verka sinna. Menningarhúsið Berg á Dalvík mun bjóða upp á metnaðarfulla tónleika- röð í vetur undir heitinu Klassík í Bergi 2011-2012. Fyrirhugað er að slík tónleikaröð verði framvegis fast- ur liður í starfsemi Bergs. Í vetur verða þrennir tónleikar í tónleikaröðinni og koma fram á þeim nokkrir kunnustu tónlistarmenn þjóðarinnar. Fyrstur í röðinni er Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleik- ari sem heldur einleikstónleika 5. nóvember næstkomandi. Hinn 21. janúar halda Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari og Anna Guðný Guð- mundsdóttir tónleika og 17. mars mæta til leiks þeir Kristinn Sig- mundsson bassa-baritónn og Jónas Ingimundarson píanóleikari. Tón- leikarnir verða allir á laugardögum og hefjast klukkan 16. Með tónleikaröðinni vilja stjórn- endur Menningarhússins Bergs veita fólki tækifæri til að njóta sums af því besta sem íslenskt tónlistarlíf hefur að bjóða, við þær kjör- aðstæður sem hafa skapast með til- komu salarins í Bergi. Metnaðarfull tónleikaröð í Bergi á Dalvík í vetur Morgunblaðið/Ernir Einn flytjenda Víkingur Heiðar Ólafsson kemur fram 5. nóvember. Fólkið i kjallaranum – lokasýning fimmtudagskvöld Miðasala sími: 571 5900 ALVÖRUMENN “Hér er valinn maður í hverju rúmi... Leikurinn er upp á fimm stjörnur.” -Elísabet Brekkan, Fréttablaðið. - harpa alþýðunnar L AU 22 /10 FÖS 28/10 L AU 29/10 FÖS 04/1 1 L AU 05/1 1 FÖS 1 1 / 1 1 L AU 1 2 /1 1 FÖS 18/1 1 FIM 24/1 1 FÖS 25/1 1 L AU 26/1 1 FÖS 02 /1 2 FÖS 09/1 2 L AU 10/1 2 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 Ö Ö Ö U Ö NÝ SÝNING NÝ SÝNING NÝ SÝNING NÝ SÝNING NÝ SÝNING NÝ SÝNING NÝ SÝNING NÝ SÝNING NÝ SÝNING NÝ SÝNING

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.