Morgunblaðið - 18.10.2011, Síða 36
ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 291. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Jón Ásgeir kom með Bónuspoka
2. Kappakstursmaður lét lífið
3. Eldur logar í fjölbýlishúsi
4. „Þeir voru eldsnöggir að þessu“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Sænska kvikmyndin Svinalängorna
eftir Pernillu August hlaut Kvik-
myndaverðlaun Norðurlandaráðs í ár.
Heiðursformaður dómnefndar,
breska leikkonan Helen Mirren, til-
kynnti það í gær í Kaupmannahöfn.
Morgunblaðið/Eggert
Svinalängorna
hreppti hnossið
Fyrsta íslenska teiknimyndin í
fullri lengd, Hetjur Valhallar – Þór,
var frumsýnd í 24 bíósölum á 11
stöðum um landið 14. október sl. og
seldust um átta þúsund miðar á
hana yfir helgina. Mun það vera
fimmta besta aðsókn að teiknimynd
hér á landi
frá upphafi
mælinga,
skv. til-
kynningu
frá fyr-
irtækinu
Senu.
8.000 miðar seldir á
teiknimynd um Þór
Tónlist-
armað-
urinn Páll
Óskar
Hjálmtýs-
son mun
halda mán-
aðarlegar
kvikmyndauppákomur í Bíó Paradís í
vetur og á þeirri fyrstu, 23. október
nk., mun hann sýna úrval teikni-
mynda með Tomma og Jenna úr safni
sínu, kl. 14 og 20. Teiknimyndirnar
eru 12 talsins og allar gerðar af
Hanna og Barbera.
Palli og Tommi og
Jenni í Bíó Paradís
Á miðvikudag Suðvestlæg átt, 3-10 m/s og bjart veður, en þykkn-
ar upp vestanlands. Hiti 1-6 stig sunnan- og vestantil, en víða frost
annars staðar. Á fimmtudag Suðlæg átt og rigning eða slydda
með köflum, en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti yfirleitt 1-7 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðanátt, lægir talsvert og léttir til, einkum
síðdegis, en él norðaustan- og austanlands. Kólnandi veður.
VEÐUR
Bjarki Már Elísson, horna-
maður úr HK, er marka-
hæsti leikmaðurinn í úrvals-
deild karla í handbolta eftir
fjórar umferðir, og hann er
útnefndur leikmaður 4. um-
ferðar af Morgunblaðinu.
„Framtíðardraumurinn er
að komast í atvinnu-
mennsku. Áður en að
því kemur nær maður
vonandi að vinna einn
titil með HK,“ segir
Bjarki Már. »2
Titill og síðan
atvinnumennska
Gunnar Guðmundsson,
þjálfari U17 ára lands-
liðsins, hefur stýrt því
til sigurs í undanriðli EM
tvö ár í röð. „Þetta er ein-
staklega sterk liðsheild
sem við erum með, breiður
hópur af góðum strákum
með rétt hugarfar og
metnað,“ segir Gunnar um
strákana. »3
Þetta eru strákar með rétt hugarfar og metnað
Ólafur Jóhannesson, fráfarandi
landsliðsþjálfari, kveðst vera ánægð-
ur með að vera kominn aftur þangað
sem hann byrjaði ferilinn í fótbolt-
anum. Hann samdi í gær við Hauka til
þriggja ára og fær reynsluboltann
Sigurbjörn Hreiðarsson
með sér sem aðstoð-
arþjálfara og leikmann.
„Ég sakna þess að
vera með leik-
mönnum daglega í
þessu basli og ég er
mjög spenntur að
byrja,“ segir Ólaf-
ur. »1
Ólafur ánægður
á fornum slóðum
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Ylfa Kristín K. Árnadóttir
ylfa@mbl.is
Söfnun hefur verið hrundið af stað
fyrir unga foreldra, þau Oddnýju
Lísu Ottósdóttur og Hauk Þór
Smárason, en tæplega sjö vikna gam-
all sonur þeirra, Hrafn Þór, veiktist
alvarlega fyrir um tíu dögum. Þau
eru búsett á Akureyri en hafa þurft
að dvelja í Reykjavík undanfarna
viku og er ekki vitað hvenær litli
drengurinn verður nógu hress til að
þau geti snúið aftur heim.
„Hann var búinn að vera hraustur
og hafði dafnað vel en þarsíðasta
laugardag, um nóttina, fer hann í
öndunarstopp og pabbi hans verður
vitni að því,“ segir Oddný. Hrafn Þór
var fluttur í snatri á Sjúkrahúsið á
Akureyri þar sem hann gekkst undir
ýmsar rannsóknir og voru mænu-
vökvasýni og blóðprufur tekin auk
röntgenmynda af lungunum. „Lækn-
arnir töldu líklegt að honum hefði
svelgst á mjólk og misst þannig and-
ann en þegar líður á daginn byrjar
hann að fá flogaköst.“ Fleiri blóð-
prufur voru teknar og Hrafn Þór
settur í segulómun. Illa gekk að halda
krömpunum niðri og því var ákveðið
að senda hann suður á Barnaspítala
Hringsins á mánudagsmorgninum.
Greindur með veirusýkingu
Á barnaspítalanum gekkst Hrafn
Þór undir enn fleiri rannsóknir til að
reyna að ákvarða orsök krampanna
og hvort öndunarstoppið hefði orsak-
að þá eða einfaldlega verið afleiðing
þeirra. Ástand hans varð stöðugt og
var hann þá látinn liggja á barna-
deildinni en þegar kramparnir byrj-
uðu aftur var hann fluttur á vöku-
deildina.
Læknar hafa greint Hrafn Þór
með veirusýkingu sem myndar bólg-
ur við heila og bregst hann vel við
meðferð. „Fyrstu fimm dagarnir voru
krítískir. Hann vaknaði ekki, drakk
ekki heldur var í krömpum. Á sunnu-
daginn fannst hins vegar virkilega
mikill munur á honum og þetta fór
allt að líta betur út,“ segir Oddný og
bætir við að lyfjameðferð sé það
skammt á veg komin að ekki sé farið
að ræða um hvenær hægt verði að út-
skrifa drenginn.
Reyna að finna bestu
fjárhagslegu lausnina
Oddný er í fæðingarorlofi en mað-
ur hennar Haukur hóf aftur störf 1.
október. Hún viðurkennir að það sé
dálítið basl að ákveða næstu skref,
það sé dýrt að vera frá vinnu og því
séu þau að reyna að finna bestu fjár-
hagslegu lausnina. „Við erum að
skoða möguleikana sem eru í boði,“
segir Oddný að lokum.
Orðlaus yfir stuðningi víða að
Fimm vikna
í öndunarstopp
vegna veiru-
sýkingar
Morgunblaðið/Ómar
Á spítalanum Hrafn Þór Hauksson með foreldrum sínum, Oddnýju Lísu Ottósdóttur og Hauki Þór Smárasyni.
Um 250 verðandi og núverandi
mæður á Akureyri eru meðlimir í
Facebook-hópnum „Múttur á Ak-
ureyri“. Stofnandi hópsins,
Signa Hrönn Stefánsdóttir, opn-
aði styrktarreikning fyrir Hrafn
Þór í því skyni að sýna samhug
kvennanna í hópnum í verki.
Aðspurð segir Oddný að fjöl-
skyldan hafi fundið fyrir gríðar-
miklum stuðningi frá vinum og
ættingjum á Akureyri, auk fjölda
annarra. „Maður á eiginlega ekki
til orð. Við finnum fyrir miklum
samhug og stuðningi frá fólki
sem við þekkjum ekki einu sinni.
Þessi reikningur var stofnaður
og á einum sólarhring voru
fréttir af honum komnar um allt
netið.“
Þeir sem vilja styrkja ungu
fjölskylduna geta lagt peninga
inn á reikning 1145-05-200643,
kennitala 040987-4289.
Studd af vinum og vandalausum
MÚTTUR Á AKUREYRI SÝNA SAMHUG Í VERKI