Morgunblaðið - 22.10.2011, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 22.10.2011, Qupperneq 6
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við munum klára þetta mál. Til þessa verks vorum við kosin og því umboði verðum við trú, allt til enda,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir, for- sætisráðherra og formaður Sam- fylkingarinnar, um viðræður um að- ild Íslands að Evrópusambandinu, í setningarræðu sinni á landsfundi flokksins sem hófst í gær. Jóhanna fór yfir árangur af starfi ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og VG það sem af er kjörtímabilinu. Meðal annars nefndi hún aðgerðir til að draga úr halla á ríkissjóði. „Þess- um árangri höfum við náð án þess að vega þannig að velferðarkerfinu að úr því verði ekki bætt þegar hagur okkar vænkast á ný og án þess að hækka hér skatta á þá sem síður geta borið þá,“ sagði Jóhanna og vís- aði til þess að þetta hefði tekist vegna þess að unnið hefði verið skipulega eftir plani A strax frá upp- hafi en ekki B-plani Framsóknar- flokksins eða D-plani Sjálfstæðis- flokksins sem fram hefði komið þremur árum eftir hrun. Gæðum lífsins skipt jafnar Jóhanna sagði að nú væru mögu- leikar til að sækja fram og hefja kraftmikla lífskjarasókn, ekki síst ef það tækist að ljúka viðræðum um aðild Íslands að ESB og þjóðin yrði sammála um kosti aðildar. Hún lagði áherslu á það hlutverk Samfylkingarinnar að sjá til þess að lífsins gæðum yrði jafnar skipt en áður. Undir lok ræðu sinnar taldi for- maður Samfylkingarinnar upp nokkur mál, auk aðildarviðræðna við ESB, sem leiða þyrfti til lykta fyrir lok kjörtímabilsins. Koma þyrfti atvinnulífinu á fullt skrið og ná atvinnuleysinu niður í 4-5%. Ljúka endurskoðun fiskveiðistjórn- unarkerfisins. Ljúka endurskoðun stjórnarskrárinnar. Samþykkja rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða og stofna auðlinda- sjóð. Lögfesta nýtt og einfaldara al- mannatryggingarkerfi. Leggja grunn að nýju húsnæðiskerfi og hefja endurreisn fæðingarorlofs- sjóðs. Mikilvægasta erindið „Ég heiti á okkur öll að gera það sem í okkar valdi stendur til að ná fram þessum stóru og mikilvægu málum og marka þannig farsæla braut fyrir þróun íslensks samfélags til framtíðar. Þetta eru að mínu mati mikilvægustu erindi Samfylkingar- innar við þjóðina á síðari hluta kjör- tímabilsins. Ég heiti því að gera allt sem í mínu valdi stendur til að koma þessum málum í höfn áður en þessu kjörtímabili lýkur,“ sagði Jóhanna. Á annað þúsund Samfylkingar- félagar eiga rétt á setu á landsfundi flokksins sem haldinn er í íþrótta- miðstöð Vals á Hlíðarenda í Reykja- vík. Fundinum lýkur á sunnudag. „Munum klára þetta mál“  Formaður Samfylkingarinnar leggur línurnar fyrir síðari hluta kjörtímabilsins  Ljúka verði aðildarviðræðum við ESB  Koma atvinnulífinu á fullt skrið Morgunblaðið/Golli Setning Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, lagði áherslu á árangur ríkisstjórnarinnar og áherslur í setningarræðu sinni. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2011 ’ Nú þegar við komum saman á ný og kjörtímabil ríkisstjórnarinnar er vel hálfnað er björgunarstarfinu að mestu lokið og raunveruleg sókn til betri lífskjara og manneskjulegra sam- félags er komin vel á veg. ’ Við höfum þurft að glíma við stjórnarandstöðu bæði á þingi og í fjölmiðlum sem hefur að stórum hluta verið óvenjulega heiftúðug og ómál- efnaleg og óvæntar ákvarðanir Hæsta- réttar og forseta Íslands. ’ … þúsundir fjölskyldna hafa náð tökum á vandanum og heimili þeirra hafa verið varin. Fjöldi heimila mun þó áfram glíma við mikinn vanda, ekki síst á þetta við um þá sem fjár- festu í fyrsta sinn á árunum fyrir hrun og nýttu til þess lánsveð. Vanda þess hóps þarf að skoða sérstaklega og að því er unnið. ’ Þótt ýmsir kjósi að freista gæf- unnar erlendis er fjarri því að gras- ið sé grænna í okkar helstu samanburð- arlöndum, hvort sem litið er til hagvaxtar, stöðu hins opinbera eða stöðunnar á vinnumarkaði. Það kemur því ekki á óvart að jafnt og þétt dregur saman með brottfluttum og aðfluttum. ’ Hvorugur flokkurinn [Sjálfstæðis- flokkur og Framsóknarflokkur] er stjórntækur fyrr en hann viðurkennir ábyrgð sína, gerir upp við hrunið og breytir um stefnu í þeim grundvallar- málum sem hruninu ollu. Orðrétt Volvo S60 R-Design Verð frá 5.690.000 kr. Spyrðu um aðrar gerðir Volvo í R-Design sportútgáfu. Kynntu þér sérpöntunarþjónustu Volvo. Vertu m aður sportlegur og þú kem ur við sögu á hverjum degi Nýttu þér gott sýningartilboð í dag sýning ÍDAG MILLI 12-16 KAFFI & KONFEKT Brimborg og Volvo áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara, að auki er kaupverð háð gengi. Nánari upplýsingar veita ráðgjafar Volvo.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.