Morgunblaðið - 22.10.2011, Síða 10

Morgunblaðið - 22.10.2011, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2011 Þá er komin helgi og rétti tíminn til að dekra svolítið við sig. Það þarf ekki endilega að kosta svo mikið og þú getur breytt baðherginu þínu í eigin heilsulind. Þvoðu sloppinn og hafðu hann ilmandi og ferskan, smeygðu þér í þægilega inniskó og spilaðu rólega tónlist. Þannig ertu strax búin/n að skapa notalega stemningu og þinn eigin litla heim bara í baðherberginu heima. Hug- myndir að sniðugum hlutum fyrir heima-heilsulindina má síðan finna á vefsíðu tímaritsins glamour.com. Þar er að finna lista yfir 14 hluti sem ekki má vanta og einfaldar lausnir til að gera lífið dálítið betra. Á listanum er meðal annars að finna uppskrift að heimatilbúnu skrúbbi sem er gott að maka á húðina til að losna við dauðar húðflögur. Í skrúbb- inu er haframjöl, púðursykur og olía sem hrært er saman og síðan borið á með hringlaga hreyfingum og helst með þar tilgerðum skrúbbhanska. Hann má kaupa úti í næsta apóteki fyrir ekki svo mikinn pening. Um að gera að skrúbba vel olnboga, hæla og aðra erfiða staði. Einnig má á listan- um finna uppskrift að rósavatni sem er gott fyrir húðina. Það er gott að byrja daginn á svona notalegan hátt og fara frísk/ur út í daginn. Vefsíðan www.glamour.com/beauty/ Notalegt Það er ósköp gott að slappa af í heitu vatni og dekra við sig á eftir. Skrúbbað með púðursykri Það verður nóg við að vera í Dölunum þessa helgina þegar Haustfagnaður Félags sauðfjárbænda verður hald- inn. Samkvæmt vefsíðu Dalabyggðar verður dagskráin með nokkuð hefð- bundnu sniði en fagnaðurinn hófst í gær og stendur áfram í dag. Ýmislegt verður á dagskrá í dag, til að mynda lambhrútasýning og opin fjárhús á Hömrum í Haukadal, rúningskeppni og markaður, svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Þá verður prjónasamkeppni haldin í Reiðhöllinni í Búðardal, líkt og síð- astliðin tvö ár, í samvinnu við Ístex. Að þessu sinni á að prjóna fylgihluti úr íslenskri ull og verður keppt bæði í flokki fullorðinna og barna 16 ára og yngri. Skráningar í prjónasamkeppn- ina verða á laugardaginn samhliða annarri dagskrá í reiðhöllinni. En úr- slit verða kynnt við lok dags og eru verðlaunin vegleg að vanda. Hljóm- sveitin í svörtum fötum slær síðan botninn í dagskrá dagsins með balli um kvöldið í Dalabúð. Nánari upplýs- ingar má nálgast á vefsíðu Dala- byggðar. Endilega… … kíkið á skemmtilegan haustfagnað í Dölunum Prjónaskapur Það er um að gera að senda afraksturinn í prjónasamkeppni. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Guðbjörg Glóð Logadóttirsegir gott að borða mikiðaf fiski allan ársins hring,en þó ekki síst á haustin. „Við getum alltaf leyft okkur að borða vel af fiski, enda er hann vítamínríkur og hollur. A- og D-vítamínið og Ómega-3 fitusýrurnar hjálpa okkur að komast í gegnum skammdegið, og hafa gert allt síðan Ísland byggðist.“ Japanskt brauðrasp vinsælt Smekkur landans á fiski breyt- ist ögn þegar dagurinn er orðinn stuttur. „Fólk setur þá inn grillin sín og fer frekar að ofnbaka og pönnu- steikja. Þessar helstu tegundir eru vinsælar allt árið en ögn meira er sótt í feitari fisk á þessum árstíma.“ Hefðbundnir fiskréttir eins og soðin ýsa með kartöflum segir Guð- björg Glóð að verði alltaf herra- mannsfæða, en svo er líka hægt að breyta skemmtilega til. „Við sjáum t.d. að japanskt brauðrasp nýtur vax- andi vinsælda. Það gefur skemmti- legan vinkil á pönnusteiktan fisk að breyta raspinu og japanska raspið er léttara en þetta gamla appelsínugula. Bæta má fræjum og hnetum út í raspið til að gera réttinn enn meira spennandi, og börn veit ég að eru sólgin í raspaðan fisk.“ Guðbjörg Glóð er fram- kvæmdastjóri Fylgifiska og segir hún að áherslurnar í fiskborðinu breytist á haustin, í takt við stemninguna hjá viðskiptavinunum. „Þegar fer að kólna leitar fólk úr léttu og fersku réttunum yfir í ögn meiri fyllingu í réttunum. Við fækk- um grillréttunum og fjölgum ofn- réttum í fiskborðinu okkar sem á hverjum degi býður yfir 30 fiskrétti.“ Berin fín í sósur Þegar nær dregur jólum bæta Fylgifiskar við úrvalið reyktum fiski og marineraðri síld, en á haustin er hægt að gefa fiskinum hálfgert villi- bráðaryfirbragð með réttu aðferð- unum. „Íslensku sveppirnir sem fólk er að tína fara mjög vel sem meðlæti með fiski, og berin geta líka verið góð í fiskrétti,“ segir Guðbjörg Glóð. „Til dæmis getur komið vel út að nota ber og íslenskar kryddjurtir í sósur út á fiskinn.“ Síðast en ekki síst er haustið oft tími matarboða. „Sumarið er að baki og rútína vetrarins að hefjast, og margir hafa gaman af að halda matarboð á þess- um árstíma. Æ fleiri koma auga á hvað það er góður kostur að kaupa þá fiskréttina tilbúna. Ekki er nóg með að það spari tíma að kaupa t.d. fisk- rétt sem smeygt er í ofninn áður en gestirnir mæta, heldur getur þessi leið líka sparað fólki peninga því ekki þarf að kaupa allt hráefnið hvað í sínu lagi og leggja út fyrir heilu krydd- pakkningunum til að nota kryddklípu í góða sósu,“ segir Guðbjörg. „Fólk hefur þá líka meiri tíma til að nostra við að gera góðan eftirrétt.“ Leitum í meiri fyll- ingu þegar kólnar Hefðbundnir fiskréttir eru vinsælir allan ársins hring en þó sérstaklega á haustin. Tilvalið er að nota íslensk ber og sveppi með fisknum. Fiskur Guðbjörg Glóð Logadóttir segir börn sólgin í raspaðan fisk. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.