Morgunblaðið - 22.10.2011, Page 56

Morgunblaðið - 22.10.2011, Page 56
56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2011 Unnendur Toms Waits hafamátt bíða lengi eftirnýrri hljóðversplötu fráhonum, því sjö ár eru lið- in síðan hin kröftuga Real Gone leit dagsins ljós. Í millitíðinni sendi Waits reyndar frá sér hina þreföldu Orphans: Braw- lers, Bawlers & Bastards, magn- aða og fjöl- breytilega blöndu af allrahanda upptökum, og tónleikaplötuna Glitter and Doom. Nú eftir helgi kemur út 20. hljóðversplata Waits, Bad as Me, með þrettán lögum eftir hann og meðhöfundinn, eiginkonuna Kathleen Brennan. Þetta er fyrir- taks gripur sem reynist fyllilega bið- arinnar virði. Þrettán lög eru á Bad as Me og flest í styttri kantinum. Uppbygg- ingin er kunnugleg; keyrsluslagarar þar sem allt er á útopnu og huglúfar blússkotnar melódíur í bland, og inn á milli lög sem vísa í latínó- og leik- hústónlist. Waits er söngvaskáld af guðs náð og svíkur ekki á því sviði. Í upphafslaginu, Chicago, er sögu- maður í leit að betra lífi og hvetur fólk til að koma með sér: We won’t have to say goodbye / if we all go, syngur hann en undir liggja efa- semdir, hvort grasið sé nokkuð grænna annars staðar. Einstæðings- skapur utangarðsmannsins er áber- andi í textunum eins og stundum áð- ur, írónískar athugsasemdir heyrast og sögur um hlutskipti manns og þjóðfélagsástand. Waits og Brennan eru einhverjir bestu lagahöfundar dægurtónlistar síðustu áratugi, með einstaka hæfi- leika við tregafulla ballöðusmíði. Út- setningar þeirra hafa þróast mark- visst, um tíma voru óvenjuleg hljóðfæri og „beygluð horn“ áber- andi í hljóðheiminum og kölluðust vel á við ráma rödd Waits, en hér snúa þau aftur að hefðbundnari hljóðfæraskipan með einstaklega fínum árangri. Athyglisvert er hvernig þau velja hljóðfæraleikara sem hæfa andrúmi hvers lags. Gítar- fitlarinn fimi Marc Ribot leikur í flestum, rétt eins og fyrrum Los Lo- bos-liðinn David Hildalgo, sem leik- ur á gítar, harmónikku og fiðlu, og Casey sonur Waits og Brennan lem- ur húðir. Hvorki fleiri né færri en sex ólíkir bassaleikarar eru kallaðir til að knýja vélina. James Whiton leikur í flestum laganna en Flea í tveimur þeim kraftmestu, Les Claypool úr Primus í einu og hinn snjalli djassbassaleikari Marcus Selby í gullfallegri ballöðu, Kiss me. Í laginu Satisfied á Waits í sam- ræðu við frægasta gestinn á plöt- unni, Keith Richards, sem hann ávarpar ásamt Jagger í textanum, vísar í frægt lag þeirra og segir sannfærandi: I will be satisfied! Richards leikur í helmingi lag- anna og þeir eru góðir þessir gömlu rokkhundar þar sem þeir kyrja tregafullir að þeir séu síðustu laufin sem hanga á trénu eftir haustlægð- irnar. Eflaust eiga margir hlust- endur eftir að hanga lengi á þessum diski. Fantavel útsettir utangarðsmenn Geisladiskur Tom Waits - Bad as Me bbbbn EINAR FALUR INGÓLFSSON TÓNLIST Reuters Loksins Bad as Me var biðarinnar virði. Hér sést Waits taka lagið þegar hann var gerður að meðlimi í frægðarhöll rokksins við hátíðlega athöfn í Waldorf Astoria hótelinu í New York, 14. mars síðastliðinn. Í dag og á morgun verða haldnar sérstakar barnasýningar í Sambíó- unum Álfabakka á teiknimynd- unum Konungi ljónanna og Bang- símon. Bangsímon verður sýnd kl. 11 og Konungur ljónanna kl. 11.30. Í tilkynningu frá Sambíóunum seg- ir að sýningarnar séu hugsaðar sem fyrsta bíóupplifun ungra barna. Bangsímon Ný teiknimynd um bangsann er sýnd í Sambíóunum. Disney-stund að morgni í Sambíói Leikarinn River Phoenix lést fyrir 18 árum en síðasta kvikmyndin sem hann lék í, Dark Blood, hefur aldrei litið dagsins ljós. Leikstjóri hennar, George Sluizer, telur sig nú geta klárað myndina þó hann hafi ekki náð að ljúka tökum vegna andláts kvikmyndastjörnunnar Phoenix. Vinsæll River Phoenix var vinsæll leikari en lést af völdum fíkniefna. Lokamynd Phoenix verður kláruð - CHICAGO READER HHHH - NEW YORK TIMES HHHH HHHH - A.E.T MORGUNBLAÐIÐ - K.I. PRESSAN.IS HHH BYGGÐ Á EINU FRÆGASTA ÆVINTÝRIALLRATÍMA HÖRKUSKEMMTILEG ÆVINTÝRAMYND SEM ALLIR ÆTTUAÐ HAFA GAMANAF EINN FYRIRALLA -ALLIR FYRIR EINN THREE MUSKETEERS kl. 5:50 - 8 - 10:20 3D 12 JOHNNYENGLISHREBORN kl.1:30-3:40-5:50-8 -10:10 2D 7 THREE MUSKETEERS kl. 1:30 - 3:40 - 8 - 10:20 2D VIP KONUNGURLJÓNANNA Ísl. tal kl. 11:30 - 12 3D - 1:30 - 2 3D - 4 L FOOTLOOSE kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D 10 DRIVE kl. 10:20 2D 16 BANGSÍMON Ísl. tal kl. 11 - 12:30 - 2 - 4 - 6 2D L ALGJÖR SVEPPI kl. 12 - 2 - 4 2D L REAL STEEL kl. 5:30 - 8 2D 12 CRAZY,STUPID,LOVE kl. 10:20 2D 7 CONTAGION kl. 5:50 VIP - 8 2D 12 BÍLAR Ísl. tal kl. 3:30 2D L THREE MUSKETEERS kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 3D 12 KONUNGUR LJÓNANNA Ísl. tal kl. 11:30 - 3:20 3D L ÞÓR kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 3D L REAL STEEL kl. 8 - 10:20 2D 12 ÞÓR kl. 1:10 - 5:30 2D L DRIVE kl. 8 - 10:40 2D 16 FOOTLOOSE kl. 5:30 - 8 - 10:30 2D 10 ALGJÖR SVEPPI kl. 1:10 - 3:20 2D L BANGSÍMON Ísl. tal kl. 11:30 - 1:20 3D L / EGILSHÖLL/ ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA á allar sýningar merktar með grænuSPARBÍÓ 3D 1.000 kr. SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGL- UNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI ROWAN ATKINSON - J.C. SSP HHHH SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUN AKUREYRI NÝJASTA ÆVINTÝRIÐ UM BANGSANN SEM ALLIR ELSKA ÍSLENSK TAL LADDI - EGILL ÓLAFSSON - ÖRN ÁRNASON TÖFRANDI FJÖLSKYLDUSTUND FRÁ DISNEY SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI HHH - K.I. -PRESSAN.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.